Alþýðublaðið - 26.06.1958, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.06.1958, Blaðsíða 1
XXXIX. árg. Fimmtudagur 26. júní 1958. 140. tbl. Mynd þessi sýnir nokkur ís lenzk kaupskip > Reykjavíkurhöfn. Kínverskir kommún- istar sýna júgóslav- neska sendiherran- um lítilsvirðingu. Belgrad, miðivikudag. ENGIR meðlimir kínversku stjórnarinnar eða hærri embætt ismenn tóku á móti júgóslav- neska sendiherranum Vladimir Popovic, er hann fór í kuríeis- isheimsóknir sínar í Jfg', óður en hann færi frá Peking, segir júgóslavneska fréttastofan Tan jung. Popovic, sem kallaður hef ur verið heim tij að taka sæti í ríkisstjórninni, er nú farinn frá Peking. í gæý hélt hann brottfararmóttöku í sendíráð- inu, en engir fulltrúar kín- versku stjórnarinnar létu sjá sig Hið sama gerðist við hádegis- verð, er diplómatar héklu Popo vic fyrir brottförina. ‘ Búið að selja nokkru meira en í fyrra. Viðta! við Eríend Þorsteinsson, for- mann Síldarútvegsnefndar. SÍLDARÚTVEGSNEFND hefur nú gengið frá fyrirfram samningum um sölu saltsíidar. Hafa tekizt samningar um sölu á talsvert meira magni en samið var um sl. ár. Alls hefur verið samið um sölu á 321.660 tunnum, en möguleikar eru á sölu 336.000 tunna. í fýrra var samið um sölu á 270.900 tunn. um, ?n möguleikar voru þá á að auka það magn upp í 324.900 tunnur. Upplýsingar þessar fékk Al- þýðublaðið hjá Erlendi Þor- steinssyni formanni Síldarút- vegsnefndar í gac-r, er blaðið átti við hann stutt v.ðtal um þessi mál. MEST TIL RÚSSLANDS. Samningarnir sundurliðast sem hér segir: Finnland, 55.000 (Norður- urra icnai hófsf í nóff FJÖGUR félög iðnaðarmanna hófu verkfall á miðnætt-; í nótt: Félag járniðnaðarmanna, Félag bifvélavirkja, Félag blikksmiða og Sveinafélag skipasmiða. Félög þessi fóru fram á samræmingu við kjör annarra hliðstæðra launþegafélaga og . stóðu samningaumleitanir yfir í gærdag. Tókust þær ekki og var samþykkt á fundum allra aðila í gæi-kvöldi að hefja verk- fall. Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi yfirlýsing frá stjórnum Félags járniðnaðarmanna, Fé- lags bifvéiavirkja, Félags blikk . smiða og Sveinafélags skipa- smiða: „Að gefnu tilefni vilja stjórn ir Félags járniðnaðarmanna, Félags bifvélavirkja, Félags blikksmiða og Sveinafélags skipasmiða taka fram eftirfar- andi varðandi kjarasamninga félganna og vegna hvers þau sögðu þeim upp: Það hefur sums staðar verið látið að því liggja, að þessi fé- lög bæru nú fram óbilgjarnar kröfur um hækkað kaup og styttan vinnutíma. Það er fjarri öllum veruleika að svo sé. Það sem félögin hafa farið fram á í þessum efnum er aðeins að fá kaup og vinnutíma samræmt við kaup og vinnutíma hliðstæð ra launþegafélaga. Til þess sögðu þau kjarasamningum sin um upp. — Sum þeu-ra et’tir að þrautreynt hafði verið að fá vinnuveitendur til að fallast á lagfæringar á sammngunum áð , ur en tekið var ákvörðun um að , Framhald á 2. síðu. ði9 vei kip hafa þegar sföðv- erbfafils farmanna Það ero Esja, Askja, Hvassafelf og Katla FJOGUR KAUPSKIP hafa* þeg-ar stöðvazt vegna verkfalls háseta og annarra undirmanna á kaupskipum. Skip þessi eru Esja, Askja, Hvassaíell og Katla. Fleiri skip munu stöðv- azt í dag. Ekki hefur verið boðaður fundur með deiluaðilum síðan verkfallið hófst. GULLFOSS KEMUR í NÓTT. Hamrafellið er væntanlegt til Reykjavíkur á hádegi í dag. Þá er áætlað, að Gullfoss komi í nótt. Fleiri skip eru væntanleg. landssíld og Suðuriandssíld). Svíþjóð, 62.000 (Norðurlands- síld). Rússland, 150.000 (Norður- landssíld og Suðurlandssííd). A.-Þýzkaland 25.000 (Norður- landssiíld). Tij viðbótar getum við selt síðar eftir eigin vaii 15.000 tunnur. Pólland, 20.000 (Suðurlands- síld). Bandaríkin, 8100 (Norður- landssíld). Danmörk, 1500. Samtals 321.600 tunr.ur. Verði tekið sölu á 15.000 til viðbótar til A.-Þýzkalands nem ur heildarsalan 336.600 tunn- um. Magn þetta svarar til 370— 380.000 uppsaltaðra tunna. SAMNINGAR S. L. ÁRS. í fyrra voru tölurnár þessári Finnland, 68.000 (Nprður- landssíld og Suðurlandssiid). Svíþjóð, 46.000 (Norðurlands síld). Framhald á 2. síðu. Atómsprengjur, ef afvopnun með effir- liti nær ekki fram. París, miðvikudag. utanríkisrAðherra Frakka, Maurice Cauve de Mur ville, sagði í dag, að það væri stefna stjórnar de Gaulles að ná samkomulagi um fullnægjandi afvopnunarsamning, er geri ráð fyrir tryggilegu efitirlifiji. Dte Murville var spurður ihvort stjónin hefði í hygju að hefja framleiðslu kjarnorkuvopna og kvað hann já við því. — Kvað hann allar fyrri stjórnir í land- inu hafa verið sammála um að hefja frmleiðslu slíkra vopna, ef ekki tækist að ná samkomu lagi um afvopnun með tryggu eftirliti. — Eftir ráðuneytis-1 fund í dag var tilkynnt, að de | Gaulle mundi halda sérstakt útvarpsávarp til franskra lands- svæða utan heimalandsins 14. júli, þjóðhátíðardaginn, og mundi hann þá fyrst og fremst ræða áætlunina um stjórnar- skrá, sem franska þjóðin á að greiða atkvæði um í október. Heildarafiinn 4 KRINGUM 30 skip tilkynntu síldarafla sí&sta sólarhring. — Mun afli þeirra hafa verið xnn 10 þúsund tunnur samtals. Á Siglufirði var stanzlaus lönd- un í gær og eru alls komnar rúmlega 32 þúsund tunnur á land þar, en yfir 40 þúsund á öllu landinu. í gær var kalt cn bjart á miðunum. Nálægt landi fyrir, norðan var allhvasst austan strekkingur, en lygnt úti á mið unum. 4—5 skip misstu annað livort nætur eða báta í gær og jafnvel hvort tveggja. Er tjón þeirra samtals talið 7—800 þús. krónur. I Indénesíu herðir . soknina. Djakarta, miðvikudag. (NTB-AFP). INDÓNESÍSKI stjórnarher- inn hefur aukið sókn sína gegn uppreisnarmönnum á Norður- Celebes í von um að vinna fljót- lega helztu virki uippreisnar- manna þar, bæinn Menado, Tönudano og Tomohon, sagði talsmaður stjórnarinnar í Djafe arta í dag. Kvað hann mikía bardaga nú geisa á Celebes. —• Sagði hann, að uppreisnar- menn væru að láta undan síga fyrir árás stjórnarhersins. — Fjórir nýir ráðherrar hafa ver- ið teknir inn í stjórn Indónes- íu. V Fanfani faiin sfjórnar- myndun á Ítaiíu. Róm, miðvikudag. GIOVANNI GRONCHI, for- seti Ítalíu', fól í dag leiðtoga kristilega demókrataflokksins, Amintore Fanfani, að mynda stjórn, segja opinberir aðilar í Róm í dag. Fanfani hefur fallizt á að reyna stjórnar- myndun. Fulltrúaráð Alþýðuflokksins í | Reykjavík lýsir andsfyggð sinni ] I á hinum hryllilegu atburðum í I Ungverjalandi 1 FUNDUR í Fulltrúaráði Alþýðuflokksins í Reykja- S vík, haldinn 24. júní 1958, lýsir andstyggð sinni á hin- um hryllilegu atburðum, sem nú hafa borizt fréttir um ^ frá Ungverjalandi, um að búið sé að myrða þá Imre ) Nagy og Pal Maleter og tvo aðra foringja ungversku þjóðarinnar frá dögum frelsisbaráttu hennar haustið 1956, en áður höfðu grið verið rofin á þessum mönnum og þeir handteknir af her Sovétríkjanna. Telur fundur- ínn að meðan hlutir eins og þessir geta átt sér stað, sé með öllu óhugsandi að lýðræðisþjóðirnar getj á nokkurn Jiátt treyst orðum forystumanna Sovétríkjanna eða leppríkja þeirra. S

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.