Alþýðublaðið - 26.06.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.06.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. júní .1958. rpiN^r' AlþýðublaSi?! 3 Alþýöublaöiö Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. H e 1 g i S æ m u n d s s o n . Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. TILKYNNING UM KOLAVERÐ. Kolaveið í Reykjavík hefur verið ákveðið kr. 710.00 hver smálest heimekin, frá og með fimmtudegin- um 26. júní 1958. KOLÆVERZLANIR í REYKJAVÍK. Viljalaus lilýðíd ÞJÓÐVILJINiN' telur kynlega sagnfræðikenningu að friðlýsa þurfi heiminn til að íslendingar getj lifað og starf- að öruggir og óttalausir í landi sínu. Sú niðurstaða kem- ur víst mjörgum á óvart. — Hitt ætti sem sé að jiggja öllum í augum uppi, að skoðun Alþýðublaðsins eigi rétt á sér. En hvers vegna bregzt Þjóðviljinn svona illa við henni? Svarið er ósköp einfalt. Alþý'ðublaðið hélt því fram, að kommúnistar á Vesturlöndum ættu að krefjast þess skilyrðislaust af Rússum og öðrum ríkjum austan járn- tjaldsins, að heimurinn verði friðlýstur. Ástæðulaust mun að fjölyrða um rök þeirrar kröfu. Heimurinn er í dag borg í umsátri af kommúnismanum. Þess vegna er rík nauðsyn, að hættu hans verði afstýrt. Sumir vilja, að það gerist með nýrri heimsstyrjöld. Alþýðublaðið Iét sér hins vegar til hugar koma, að það mætti takast með friðsamlegum hætti. En slíkt gerist naumast öðru vísi en kommúnistaflokkarnir á Vesturlöndum hafi vit fyrir Rússum, fordæmi óhæfuverkin austan járntjaldsins og krefjist friðsamlegrar þróunar í heimsmálunum í stað- inn fyrir heita málfundi og kalt stríð. Auðvitað þarf ým- islegt að lagfæra á Vesturlöndum eins og Þjóðviljinn bendir á. En hitt er nauðsyn til þess að austur og vestur geti losnað við spennuna, eftirvæntinguna og óttann, sem ef til vill leiðir til nýrrar heimsstyrjaldar að ó- breyttum viðhorfum. Þjóðviljinn sér þetta sennilega sjálfur, en hann bregzt eigi að síður illa við skoðun Alþýðublað'sins. Orsökin er . sú, að kommúnistar á Vesturlöndum. þora ekki að rækja þessa skyldu. Þeim leyfis.t ekki að tala við Rússa eins og frjálsir menn. Þeir verja óhæfuverk þeirra af viljalausri hlýðni. Islandsdeild kommúnismans er engin undantekning í þessu efni. Þjóðviljinn er því svipað settur og barn, sem á von á flengingu, ef það ber sannleikanum vitni. Málfrelsið, sem ríkir á Vesturlöndum, leiðir srnám saman til leiðréttingar á mistökum fortíðarinnar. Þess vegna eru viðhorfin þar nú gerólík því sem var fyrir seinni heimsstyrjöldina. Jafnaðarmenn koma mjög við sögu þessárar þróunar. Norðurlandaþjóðirnar heyrast ekki framar orðaðar við kúgun og ofríki. Öllum ætti að vera minnisstætt hvernig jafnaðarnienn stjórnuðu á Bret landi. Þeir veittu nýlendunum frelsi og sjálfstæði einni af annarri. Og verði jafnaðarmönnum mistök á eins og til dæmis í Frakklandi, þá segir almenningsálitið til sín með eftirminnilegum hætti. Þetta man hins vegar eng- inn, ef talið berst að Rússlandi og öðrum ríkjum austan járntjaldsins. Þar ríkir einræði, heimskt og miskunnar- laust, grimmt og taugaveiklað í senn. Allt þetta veif Þjóðviljinn. Hann getur ekki afsakað at- fourðina í Ungverjalandi með öðru en því að telja óhæfu- verk nazista á sínum tíma ennþá verri. Harðari dóm er naumast hægt að fella í þessu mali. En samt fæst ekki ís- Ienzka kommúnistablaðið tij að viðurkenna staðreyndir og ieggja fram sinn skerf til nýrrar og farsællj þróunar. Slíkt og þvílíkt kallar það kynlegar sagnfræðikenningar. Og það er þess vegna, sem sagan dæmir kommúnisma Vesturlanda svo hart, að helzt m.innir á hlutskipti Quslings, Lavals og Kuusinens. ( Utan úr heimi ) GAGNBYLTINGARÖFL höfðu í hyggju að ráða Imre Nagy af dögum og ábyrgðinni hafði ver- ið varpað á ríkisstjórnina. Þann ig réttlætti Janos Kadar hand- tökur Nagys í nóvember 1956. Imre Nagy var handtekinn og fluttur af landi brott. Nú hefir hann verið tekinn af lífi — af ,,verndurum“ sínum'. Aftaka hans er fyrst og frémst storkun við Júgóslava og liður í baráttunni við Tító. Þegar Rússar sendu skriðdreka inn í Búdapest hinn 4. nóv- ember leitaði Nagy hælis í júgóslavneska sendiráðinu, á- s.amt mörgum samstarfsmönn- um sínum. Næstu vikurnar var byltingin brotin á bak aftur, en þegar bardögum var lokið héldu verkamenn áfram verk- föllum. Nagy gat ekkert að- hafzt, en hann var sameining- artákn frelsisbaráttunnar og verkalýðurinn neitaðj að viður. kenna annan forsætisráðherra en hann. Rússar urðu að ryðja Nagy úr vegi. Kadar gaf júgóslav- neska sendiherranum. skriflegt loforð þess efnis, að Nagy og félagar hans í sendiráðinu fengju að fara til heimila sinna í friði og ríkisstjórnin ábvrgð- ist öryggi þeirra. Það kann að virðast furðu- legt, að Nagy og júgósíavneski sendiherrann skyldu taka lof- orð Kadarstjórnarinnar hátíð- lega. En þrátt fyrir íhlutun Rússa í innanríkismál Ung- verja haustið 1956, var enn ekki orðið Ijóst, að þeir væru að hefja nýja ógnaröld í Austur- Evrópu. Kadar fékk því leyfi til að gefa loforð á báða bóga — um að lögregluveldið væri á enda, — að uppreisnarmenn yrðu ekki ofsóttir, — að hafnir skyldu samningar um brotlför rússneska hersins frá Ungverja landi. Rússneskir hermenn stööv- uðu bifreiðina, sem flutti Nagy 'H'i' Imre Nagy og félaga hans frá júgóslav- neska sendiráðinu. Hinum tveim Júgóslövum, sem fylgdu Nagy var hent út og látnir liggja eftir á götunni. Nagy var fluttur til Rúmeníu, — sam- kvæmt eigin ósk, eftir bví sem Kadar sagði. Seinna kvað hann brottflutning Nagys hafa verið nauðsynlegan vegna öryggis ríkisins. Sendiherra Júgóslava í Búda pest og stjórn Júgóslavíu mót- mæltu harðlega þessum grið- rofum. Varð þetta upphaf auk- innar óvináttu Jiúgcþlava og Rússa. Dauðadómarnir yfir Nagy og samstarfsmönnum hans sannar orðróminn um nýja ógnaröld í Ungverjalandi. Reyndar hefir verið stöðugt hörmungartíma- bil þar síðan uppreisninni! lank. Þúsundir manna hafa ;ve:uÁ handteknar og fluttir brott. Fréttir af dauðadómunum í Ungverjalandi hafa verið fastur liður í blöðum um allan heim undanfarna mánuði. Rússar., gripu til þeirra aðferða,1 sem. alltaf eru notaðar eftir valda-- rán. Fjöldaaftökur og brottfi’uthr ingur allra þeirra, sem hætta., er á, að geti myndað kjarna mótspyrnuhreyfingar eri al- gengasta aðferðin. Undanfa:jfí hafa Ungverjar „hreinsað“ öll fjandsamleg öfl á þennanfháít. En bað er ekki aðeins ipnan-. landsástæður Ungverja, j sem um er að ræða. Aftaka Nagyá bendir til þess, að Rússar háfi. nú í eitt skipti fyr-ir öli horí.i(S frá hinni milduðu pólitifku. stefnu, sem hófst eftir daúða.- Stalíns og ■ þegar aítökuþveit- irnar eru önnum kafnar j lepp. ríkjunum má þá ekki búafet við: að- Krústjov láti tll skarar skríða heima fyrir? ■Og dauðadómarnir f-ákra væntanlega einnig, að E ússar muni taka upp ósveigja nlega: pólitík á alþjóðavettvan ^i og kenningunni um friðsa nlega sambúð verði jafnvel forkastað. En fyrst og fremst er her 'um að ræða eflingu einræðiúns í hinum kommúnistíska he! mi og innanlandsvandamál kon mó n- istaríkjanna eru orsök de ’.unn- ar við Titó. Þessir síðustu athurðié geia allt samstarf við komm inista utan Austurblakkarinna ■ litt mögulegt. KONUNGUR.SVÍA.vill ekki neinar breytingar á formi þing setningarathafnarinnar, og þingið var sett að loknum kosn ingunum í vor á venjulegan hátt. Athöfnin fer þannig fram: Þingmen'nirnir ganga í prósess íu frá þinghúsinu til Hallarkap ellunnar og hlýða guðsþjón- ustu. Meðan á.guðsþjónustunni stendur, gengur mikið á í ríkissalnum í Konungs- höllinni. — Þar safnast fyr- irfólkið saman, — sendi- herrar, ríkisráðsmenn og frúr, háttsettir embættismenn hins opinbera og hersins og hixð- fólk — öllu raðað niður eftir tign og virðingu. Að guðsþjón ustunni lokinni ganga þing- menn til sæta sinna í Ríkissaln um, efri deildarmenn til vinstri, neðri déildarmeðlimir til hægri. Hljómsveitin leikur hátíðamarz.. dyrnar opnast og drottningin og prinsessurnar ganga lí saiinn. ’Þær heilBa, hheigja sig þrisvar, fyrst fyrir sendiherrúnum, síðan fyrir efri deild og þá fyrir neðri deild; „varid riksdagen och diplomat íske Káren blir et enda bölj- ande hav ov bugtninger och nigni>ngar“, eins og eitt blað anna komst að orði. Skrautleg ur lífvörður tékur sér stöðu við dyrnar. Þá kveður við kon- urigssöhgurinn og konungur gengur til hásætis. Við hlið hans sitia prinsarnir tveir og ríkisstjórnin þar fyrir neðan. Þegar konungurinn hefur hneigt sig þrisvar lyftir ríkis- marskálkurmn staf sínum — og konungur les hásætisræð- una. Að endingu lýsa forsetar þingsins yfir virðingu og holl ustu þingsins. Þannig gengur það fyrir sig í Sv£:>jóð, og skíljanilegt er að margir vilji gera þessa virðulegu athöfn örlítið ein- faldari. „Svenska Dagbladet“ lýsir síðvietu þingsetningu á eftirfarandi hátt: ■—- Einu sinni var — þannig hófust gömlu æv intýrin um kóng, drottri og prinsessur og þessí komu í hugann þegar kd urinn setti þingið. LoftiJ þrungið andrúmslofti venja og sagna. Hernilínjj an lá yfir silfurhásætið, ónan ljómaði í skini ljól dökkblá áklæði féllu fs lega vel inn i heildarmyn| gráhvíta og gylita salar;| meyjarnar foáru þungatj andi kjóla, kommerfceí skörtuðu gylltinm kj? hvar í hékk gulllykHI^ marskálkurinn með fjaS inn — allt var þetta Ijóð. m ingar oip tung var •fðá- Eikkj tlkór sem utanríkisráðherra veitir: Staða sölustjórs áfengisútsaiiu á Kefla\tíkur#liugyfe^l'i er lauj; umsóknar. Laun skv. launalögum. ] Umsóknum skal skila í Varnarmáladeild utln- ríkisráðuneytisins fyrir 1. júlí 1958. UtanríkisráSuneytið, vafnarmálaileSíd. Reykjavík, 24. júní 1958. ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.