Morgunblaðið - 12.11.1940, Síða 3

Morgunblaðið - 12.11.1940, Síða 3
Þriðjudagur 12. nóv. 1940 MORGUNBLAÐIÐ 3 M.s. ,Eldborg‘ laskast í árekstri við 1 j óslaust Fulltrúar á sambandsþingi ungra Sjáltstæðlsmanna pólskt skip Pólska skipið sigldi burt eftir áreksturinn og skildi ,EIdborg‘ eftir ósjálfbjarga LÍNUVEIÐARINN ELDBORG frá Borgarnesi laskaðist mjög mikið aðfaranótt sunnudags, er skipið rakst á pólska flutningarskipið „Pug“, sem var ljóslaust um 30 mílur suður af Vest- mannaeyjum. Bldborg skemdist svo mikið að ekki var viðlit að skipið hjeldi áfram aðstoðarlaust, en hið pólska skip sigldi burt út í myrkrið og skifti sjer ekkert af Eldborg. Varðskipið Ægir var fengið til að fara Eldborg til aðstoðar og kom með hana til Vestmannaeyja í gær. Þar fer fram bráðabirgðaViðgerð á Eldborg, svo að hún geti haldið áfram ferð sinni til Englands, en þangað var ferðinni heitið er á- reksturinn varð. Áreksturinn varð kl. 3.30 að- faranótt sunnudags. Sigldi Eld- borg með fullum siglingarljósum og voru tveir menn í brúarglugg- unum á „Udkig“. Ált í einu sáu skipverjar á Eldborg rautt sigl- ingarljós á stjórnborða. Vjel Eld- borgar var stöðvuð undir eins og tveir menn gengu á stýrið til að reyna að snúa skipinu af leið, en það var of seint, áreksturinn var óumflýjanlegur. Skipverjar á Eldborg halda að skipverjar • á pólska skipinu hafi ekki kveikt siglingarljós sín fyr en er Eldborg var rjett komin að þeim. Áreksturinn var svo mikill, að vjelstjóri, sem var í vjelarrúmi á Éldborg, fjell á gólfið, og skip- verjar, sem voru í rúmum sínum, ruku upp með andfælum. Stefni Eldborgar beygðist inn og plötur rifnuðu beggja megin. Ekki komst sjór í lestina, og má telja að það hafi orðið skipverjum til lífs. Bátsuglurnar, _sem björgunar- háturinn var í, beygðust og björg- unarbáturinn festist á bátadekk- inu, svo ekki var hægt að hreyfa hann. Skipverjar tóku til óspiltra mál- anna að þjetta skipið að framan. Skeyti var sent til Loftskeyta- stöðvarinnar, og fjekk fram- kvæmdastjóri skipsins hjer, Frið- rik Þorvaldsson, skeyti um at- burðinn snemma á sunnudagsmorg un. Fjekk hann varðskipið Ægi til að fara Eldborg til hjálpar. Ægir var kominn til Eldborgar um 8 leytið á sunnudagskvöld og fór með hana til Vestmannaeyja. Þar voru haldin sjópróf í málinu í gær, en ekki komust þau nema skamt., Verður þeim haldið áfram í dag. Pólska skipið „Pug“ kom einnig til Vestmannaeyja í gær. Var það talsvert laskað á annari síðunni. Var í ráði að halda sjópróf yfir skipverjum á því í Vestmanna- eyjum, en það ljetti akkerum án þess að láta vita um ferðir sínar og muiv hafa haldið til Keykja- víkur. ★ Eldborg er stór línuveiðari, uxn 260 brúttó smálestir. Eigandi er hlutafjelagið Grímur í Borgarnesi. Skipstjóri er Ólafur Mágnússon, Lintu bát slflum undir klettum Eínn maðtir drukn- ar, en tveír komust af á undraverðan hátt að slys vildi til á Húsavík s.l. laugardag, að Stefán Hall- dórsson í Traðargerði druknaði, er bátur, sem hann var á, nauðlenti undir klettum skamt frá Húsavík. Tveir f jelagar hans, sem með hop- um voru. komust lífs af. Frjettaritari vor á Húsavík seg- ir þannig frá atburðinum: — Flestir bátar frá Húsavík reru á laugai’dagsmorgun, enda var veður gott framan af degin- um. Um kl. 2 e. h. skall skyndi- lega á stormur og stórhríð með miklum sjógangi. Flestir bátar voru búnir að draga lóðir sínar er óveðrið skall á og náðu allir landi í Húsavík nema einn trillu- bátur, sem á voru bræðurnir tv.eir Sigmundur og Aðalsteinn Halldórs synir og Stefán Halldórsson. Þeir fóru frá því, sem þeir áttu eftir ódregið af lóðunum, er veðr- ið skall á, og hjeldu í áttina til lands. En er þeir höfðu siglt svo sem klukkustund áleiðis til lands reið sjór yfir bátinn og stöðvað- ist vjelin. Ekki tókst að koma henni í gang aftur og gripu því bátverjar til seglanna. Ekki höfðu þeir siglt lengi er stórseglið rifn- FRAMH A SJÖTTU SÍÐU Neðsta röð frá vinstri: Kjartan Gúðmundsson, Rvík, Óttar Möller, Rvík, Hjörtur Hjartarson, ltvík, Lúðvík Hjálmtýsson,- Rvík, Björn Snæbjörnsson, Rvík, Bjarni Benediktsson, Rvík, Ragnh. Hafstein, Rvík, .Jóh. Hafstein, * Rvík, Kristján Guðlaugsson, Rvík, Jóh. Möller, Rvík, Marg>’._ Thoroddsen, Rvík, Gunnar Thoroddsen, RUk, Edftír Auðunsson, Rang., Björn Loftsson, Rang., Sig. Haraldsson, Rang., 2. röð frá vinstri: Stefán Sig., Hafnarf., Guðm. Guðmundsson, Rvík, Bjarni Guðmundsson, Akranesi, Stefán Jónsson, Hafnarf., Þorg. Jósefsson, Akranesi, Jón Arnason, Aki’anesi., Ólafur Sigurðsson, Aki'anesi, Sveinn Jónsson, Rvík, Magnús Jónsson, Skagaf., Björgvin Sigurðsson Rvík, Baldur Jónsson, R.vík, Guðm. Ófeigsson, Rvík, Þórður Þorsteinsson, Rvík, Sveinbj. Þorbjörnsison, Rvík, Kristinn Bjarnason, Selvogi, Árni Árnason, N.-Js„ Guðfinnur Ein- ai’sson N.-ís., Tryggvi Þorsteinsson, N.-ís., Sig. Bjarnason, N.-ís„ Kristján Jónsson, Rang. 3. röð frá vinsti’i: Lái’us Guðbjörnsson, Rvík, ísólfur Pálsson, Árn„ Eggert Jónsson, Rvík, Bjarni Bjöms- son, Rvík, ÓI. Ólafsson, Rvík, Sig. Jónasson, Skagaf.,' Pálí Daníelsson, V.-Hún., Bjarnþór Bjarnason, Árn., Gísl'i Gíslason, Árn., fialld. Laxdal, S.-Þing„ Þormóður Guðl. A.-Hún., Pjetur Jónsson, Gullbr.s., St, Ingimundarson, Gull- br.s„ Þorsteinn Bernharðsson, V.-ís„ Baldur Skarphjeðinsson, N.-Iúng. Efsta röð frá vinstri: Magnús Jónsson, Árn„ Einar Jósteinsson, Árn., Gunnar Guðmundsson, Árn„ Hermann Guðmundsson, Hafnarf., Guðrn. Atlason, Hafnarf., Karl Auðunns, Hafnarf., Hallgr. Steingrímsson, Hafnarf., Helgi Kristjánsson, Hafnarf., Eggert ísaksson, Hafnarf.,. Shmarliði AndrjeSson, Hafnarf., Sig. Þorbjörnsson, A,- Hún„ Baldur Þorg., Vestm.eyjum, Leó Ámason, Ak„ Guðm. Óskarsson, Barð. Nokkra fulltrúa vantar á myndina. Sjötta þing sam- bandsungraSjálf- stæðismanna Gunnar Thoroddsen kos- inn forseti sambandsins SAMBANDSÞINGI ungra Sjálfstæðismanna laulc ^ í gærkvöldi. Hafði þingið þá starfað í þrjá daga og tekið mörg mál til meðferðar. Mikils áhuga og baráttuhugs gætti meðal fulltrúanna. Mátti ljóslega sjá af skýrslum fulltrúanna frá hinum ýmsu fje- lögum ungra Sjálfstæðismanna, víðsvegar á landinu, hversu öflug fjelagssamtök þeirra eru orðin og hversu starf þeirra er orðinn ríkur þáttur í pólitískri baráttu Sjálfstæðisflokksins. Og það má óhikað fullyrða, að Sambandsþing það, sem nú hefir lokið störfum, hefir styrkt unga Sjálfstæðismenn í þeim ásetn- ingi að berjast til sigurs fyrir góðan málstað. Verður hjer greint nokkuð frá störfum þingsins og af- greiðslu mála. Á sunnudag og mánudag skil- uðu nefndir álitum og urðu miklar umræður um þau. Framsögufn. stefnuskrár- nefndar voru þeir Björn Lofts- son tfrá Bakka og Óttar Möller, Rvík. — Eftirfarandi tillögur frá nefndinni voru samþ. í einu hljóði: FRJÁLS VERKALÝÐSSAMTÖK. „Sambandsþing ungra Sjálfstæðis- rnanna, haldið í nóvmeber 1940, fagnar þeirri hreyfingu, sem hafin er til að koma á öflugum samtökum sjálfstæðra verkamanna, og treystir því, að Sjálf- stæöisflokkurinn linni ekki bxtráttunni fyrir fullu jafnrjetti og lýðræði innan verkalýðsfjelaganna fyr en fnllnr sigur er unninn". , FRAMH. Á FJÓBÐU 8ÍÐU Hetfrinn lallnn af Fímm menn fórtíst með báinttm Það er nú talið víst, að vjel- báturinn „Hegri“ frá Hrísey, sexn ekkert hefir spurst til síðan 29. f. m., hafi farist og með hon- um 5 menn, er á hátnum voru. Þetta var 10 srnál. bátur, smíð- aður í Hrísey. Jón Sigurðsson vjelasixiiðxxr og xxtgerðai’maður í Hrísey átti bátinn, en var nú að selja helnxinginn P honurn og var kaupandinn formaður bátsins, Er- lendur Oddgeir Jónsson, úr Hafn- arfirði. Var ætluniix, að gera hát- inn út frá Hafnarfirði og var ver- ið að flytja hami suðixr. Báðir eigendurnir v.oru á bátnum þessa ferð, Jón Sigurðsson vjelamaður og Erlendur Oddgeir foi’maður. Báturinn kom við á Hofsós í suðxxrleið og tók þai' mann. Hann fór frá Hofsós þriðjudaginn 29. f. m. Næsta dag, miðvikudag, sást bátur ixt af Kálfshamarsvík, og er talið líklegt að það hafi verið Hegrinn. Var þá kornið slæmt veð- nr og fór versnandi. Hjelt bátur- inn kyrru fyrir xxt af Kálfsham- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.