Morgunblaðið - 28.11.1940, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 28. nóv. 1940.
BÓKMEMTIR
Þrjár bækur frá forlagi ísafoldar.prentsmiðju h.f.
Bókin um
Skrítnir
náungar
Fiskveiðar í Bol- '
- . V
ungarvík fyrir
Hulda: Skrítnir náungar.
Smásögur. Útgefandi Isa-
foldarprentsmiðja h.f. —
Reykjavík 1940.
Nafnið Skrítnir náungar er
vel valið heildarnafn á
sögusafn það eftir skáldkon-
una Huldu, sem hjer verður
getið og lit kom snemma í
haust. Persónurnar í sögunum eru
einkennilegir menn og konur, sem
ganga sínar eigin götur og eru
liðruvísi að siðum og háttum eu
venjulegt er. Ekki er mjer kunn-
xigt um, hvort söguhetjurnar hafa
verið til í raun og veru eða þær
eru skáldskapur. Þvkir mjer þó
líklegra, að hið fyrra eigi sjer stað
xim sumar þeirra að minsta kosti
En hvort sem er heldur, þá bera
þær svo eðlilegan svip og yfir-
hragð í lýsingu skáldkonunnar, að
enginn efast um, að' þær hefðu
getað verið til og lifað sínu lífi,
eins og hún lýsir því, á líkan hátt
«g svo margt annað einkennilegt
fólk hjer í íslenska fásinninu fyrr
eg síðar.
Lestur sagna þessara hefir hlý
og notaleg áhrif. Er tvent eink-
«m, sem einkennir þær í heild
sinni. Hið fvrra er, að höfundur
leggur megináherslu á hið góða í
manninum, kosti fremur en lesti,
einhvern sjerstakan hæfileika, sem
hefur persónurnar til manndóms,
þótt ytri kjör sjeu auðvirðileg og
ákveðnir gallar hái þeim að öðru
leýti. Einsetukonan Diljá í Árna-
koti er hvers manns hugljúfi
vegna meðfædds l.jettlyndis og
glaðværðar, og nýtur því gjafa og
áheita, sem veitt eru með glöðu
geði, svo að hana skortir -aldrei
neitt. Sigurrós í Blómsturgötu er
hreinleg, ráðdeildarsöm og hjarta-
góð og því fyrirgefst henni, þótt
hún sje broslega hjátrúarfull. Láki
í Keldu er mesti einfeldningur og
gerist jafnvel svo ógætinu að
brugga” landa, en ]ió er hann geð-
feldasti karl og einstakur mein-
leysingi, svo að engum getur ver-
íð illa við hann. Parmes í Kaðal-
húsi safnar að sjer alls konar
rusli á uppboðum og hefir mestu
ánægju af því, en nágranni hans,
Sigtryggur gamli í Stapakoti, er
hreinasti sjór af fróðleik um alls
Áraskip
er bókin fyrir
sjómennina.
Bókaverslan
Isafoldarpreiitsmióju
konar þjóðtrú og hjátrú og nýtur
því mikillar virðingar fyrir lær-
dóm sinn hjá drengjunum í ná-
grenninu, þótt undarlegur sje í
háttum. Anda-Gunna er skygr.
kona, fáskiptin mjög og verður
fyrir aðkasti slaðurkvenna í þorp-
inu, sem hún var nýkomin í með
dóttur sinni. En henni tekst a?>
afstýra því, að sjómenn þorpsins
leggi út í tvísýnt veður, og bjarg-
ar þannig lífi fjölda manna. Rafn
spákarl spáir í spil fyrir ekkert
og . varar við yfirvofandi slysi,
sem ekki verður þó afstýrt. Kúa-
Setta kann svo mikið af æfintýr-
um og sögum, að öll börn elska
hana og greiða fyrir henni á alla
lund. Rögnvaldur grafari er sams
konar persóna sem Jón hrak, eins
og Stephan G. Stephansson lýsir
ho'num í sínu ágæta kvæði, og
auðvitað verður Rögnvaldur einn-
ig úti í lífinu, fer á mis við ást
sína og auðnu. — Hitt atriðið,
sem einkennir margar söguþersón-
urnar, er órjúfandi trygð þeirra
við blettinn sinn og sveitina sína.
Þau Böðmóður og Æsa koma til
Reykjavíkur á gamals aldri í
fvrsta sinn og sjá alla dýrðina þar.
Og þótt þau væru borin á hönd-
um í höfuðstaðnum, þótti þeim þó
aklrei fegurra á bæ sínum uppi
við fjöllin, en kvöldið, sem þau
komu heim úr ferðinni. Söm er
trygð hinna einkennilegu bræðra
á Syðra-Hamri og fóstursonar
þeirra, Stefáns, AÚð bæinn sinn og
blettinn. og jafnvel hin hviklynda
kona með flökkumannablóðið, Or-
ný Svartsdóttir. kýs heldur ein-
veruna í gamla kotinu sínu en
AÚst með vel giftum dætrum sín-
um í ellinni. Starkaður einsetu-
maður leitar upp í kyTðina við
fjallavatnið upp í sjálft vetrar-
ríkið til þess að gleyma hörmum
sínum og leita s.jer hugsvölunar í
samlífi við íslenska náttúru.
ar í bókinni liafi nokkuð til síns
Mjer þykir sem allar 12 sögurn-
ágætis. En einna vænst þykir
mjer um sögurnar Hreinlífir menn
og Starkaður einsetumaður. Þar
fara ósviknir Islendingar, trygg-
lundaðir og sterkir í eðli.
Hafi Hulda þakkir, fyrir sög-
urnar.
Það er annað mál og þó skylt,
að minnast á frágang bókarinnar.
Hann er góður, nema að einu leyti,
en það er prófarkalesturinn. Hon-
um ei- mjög áfátt, og koma því
fyrir ýmsar rangar orðmyndir eða
rangt stafsett orð í bókinni, sem
alt hefði horfið með góðum próf-
arkalestri. Eins og bent hefir ver-
ið á nýlega í ritdómi um aðra
bók, er hirðprentsmiðju konungs
vrnrla vansalaust að rækja þessa
hlið starfsemi sinnar af svo lítilli
samviskusemi sem raun er á.
Guðni Jónsson.
40 árum
O vo natnir sem íslendingar s.jóróðra og svaðilfarir. Gætir höf-
^ hafa verið við söfnun alls undur hvarvetna mjög hófs í frá-
konar þjóðsagna og munnmæla, sögn sinni; yfir henni hvílir eng-
liafa þeir þó lagt litla rækt við að inn blær þjóðsagna eða ýkna, og
lýsa vinnubrögðum sínum og at- er það ómetanlegur kostur.
Auk þess sem bókin befir mik-
inn fróðleik að geyma, er hún hin
skemtilegasta aflestrar. Er ekki
að efa, að margur mun hafa yndi
af að lesa bókina, og í huga les-
andans mun festast hin lifandi,
trúvérðuga mynd, sem höfundur
dregur upp af lífsbaráttu og verk-
menningu Bolvíkinga á því tíma-
bili, sem hún nær til. Prágangur
allur er hinn vandaðasti, og aftast
er nafnaskrá og skrá yfir helstu
sjerheiti, sem fyrir koma í ritinu.
Símon Jóh. Ágústsson.
vinnuháttum. Margt verkfærið
mun nú týnt, sem forfeður okkar
notuðu, án þess að við vitum svo
mikið sem nafnið á því, hvað þá
heldur hvernig því var beitt. Sú
er þó. Úót í máli, að margs kyns
fróðleik um þetta mætti enn grafa
upp, ef glöggir menn verðu tíma
til slíkra rannsókna, þar sem stór-
feldar breytingar á atvinnuhátt-
um landsmanna urðu ekki fyr en
um aldamót. Væri vel til fallið,
að Fornleifaf jelagið hefði for-
göngu í slíkri fróðleikssöfnun og
gripasöfnun. Ef skjótt er til handa
hafist, mætti án efa enn bjarga
frá gleymsku og eyðileggingu
mörgu, sem annars týnist með öllu
næstu ár eða áratugi.
Bók Jóhanus Bárðarsonar er
merkur skerfur til slíkrar fróð-
leikssöfnunar. Lýsir hann mjög
ítarlega fiskveiðum í Bolungar-
vík síðasta áratuginn, sem þær
hjeldust í hinu gamla horfi, þ. e.
áður en A'jelbátar komu til sög-
unnar. Segir Ólafur Lárussön pró-
fessor svo í formála, er hann rit-
ar fyrir bókinni: „Jóhann er
fæddur í Bolungarvík og ættaður
þaðan. Hann ólst þar upp, meðan
útveguriun enn var með sínu
gamla sniði, og sjálfur var hann
formaður á áraskipi um skeið.
Hefir hann því hin bestu skilyrði
til að kunna góð skil á því bfni,
sem hann ritar hjer um, og jeg
hefi liaft þau kynni af vinnubrögð
urn hans, er hann samdi ritið, að
jeg veit að hann hefir lagt mikla
stund á að afla sjer sem áreiðan-
legstra heimilda og engan veginn
látið sjer nægja, að styðjast, að
óprófuðu máli, við minni sjálfs
sín eingöngu". Er auðsjeð, að höf-
undur hefir gert sjer alt far um
að hafa frásögn sína sem rjettasta,
er varfærinn og gagnrýninn, og
stingur því þessi bók mjög í stúf
við vinnubrögð sumra annara, er
um líkt efni hafa ritað, en hvorki
þekt af eigin reynd það, sem þeir
lýstu, nje verið nægilega varfærn-
ir um heimildir.
Bókin er í tuttugu og þremur
köflum, ljóst og skipulega rituð,
með fjöldamörgum myndum og
uppdráttum. Lýsir höfundur skip-
unum, útbúnaði þeirra og veiðar-
færum, verkaskiftingu meðal skip-
verja, sjóferðum þeirra og lífi í
landi. Þá eru og sögð deili á helstu
formönnum á sexæringum í Bol-
ungarvík á síðasta tug áraskip-
anna. í kafla, sem heitir „Piski-
mið“, telur hann upp mið Bolvík-
inga og fylgir uppdráttur af þeim.
Loks eru frásögur um einstaka
■ Ferðir 6ú!-iruers
BESTU drengjabækurnar.
R61
Gustaf af Geijerstam, er
komin út í þýðingu síra Gunnars
Árnasonar frá Skútustöðum, sem
nú er prestur á Æsustöðum.
Þetta er falleg bók og vönduð,
gefin út af ísafoldarprentsmiðju.
Gnstaf af Geijerstam var á sín-
um tíma talinn mest lesni rithöf-
undur í Svíþjóð og bæði sögur
hans og leikrit náðu vinsældum
víða um Norðurlönd. Hjer er t. d.
leikrit hans Tengdapabbi enn í
góðu gildi og sága hans Breng-
irnir mínir hefir áður verið þýdd
á íslensku.
Bókin um litla bróður, sem síra
Gunnar hefir nú ])ýtt, hefir ávalt
verið ein af vinsælustu bókum
Geijerstam og er það til marks
um það, að hún kom út fjórtján
sinnum á þremur árum í Svíþjóð,
þegar hún var ný, og alloft síðan.
Geijerstam kom á sínum tíma
með nýtt líf inn í sænskar bók-
mentir og nýja stefnu, um þær
sömu mundir og þeir Tor Hedberg
og Levertin komu þar einnig
fram. Stóð stundum mikill styr
um Geijerstam; einkum meðan
hann átti í deilunum við Strind-
berg. Geijerstam varð fyrir áhrif-
um úr ýmsri átt og tók sjer marg-
vísleg yrkisefni. Hann var vel við
alþýðuskap, góðlátlegur og gam-
ansamur, en þó viðkvæmur. Þessi
síðastnefndi eiginleiki hans kem-
ur mjög fram í Bókinni um litla
bróður og er smekkmál hvort
mönnum þykir slíkt of eða van.
En bókin er skrifuð af næmnm
og innilegum skilningi á einkenni-
legri og fallegri barnssál og á sam-
lífi barns og móður þess og á sorg
og gleði í .sambúð karls og konn.
Þetta er falleg ástasaga og góð
lýsing á barni.
Þýðing síra Gunnars er lipur og
vel gerð og haldið stílseinkennum
og málblæ frumsögunnar, en síra
Gunnar hefir einnig áður þýtt
bækur, auk þess sem hann hefiv
sjálfur samið smásögur (í Skírni
og Eimreiðinni) og ýmsar greinar.
í bókinni eru nokkrar skemti-
legar og vel gerðar teikningar eft-
ir frú Barbara Árnason. Bókin um
litla bróður er líkleg til góðra
vinsælda. V. Þ. G.
Nýjasta bók Vilhjálms Stefánssonar
Iceland
Verð kr. 15.00.
fæst í
Bóbaversluo
SH^fúsar Eymundflsonar
og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugavegi 34.