Morgunblaðið - 30.11.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.11.1940, Blaðsíða 5
JLau^ardagur 30. növ. 1940. Útgef.: H.f. Árvakur, Beykjavlk. Hltetjórar: J6n Kjartanseon, Valtýr Stefánsaon (ábyrgQarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Rltstjórn, augrlýsKgar og afgreiBsla: Austurstræti 8. — Sími 1800. Áskriftargjald: kr. 8,60 & mánuGl innanlands, kr. 4,00 utanlands. í lausasölu: 20 aura elntaklB, 25 aura meti Lesbök. m Lanös ambanö útvegs- masí id gerir álvktanir Nýju prestarnir '¥-* að verður að teljast stór- viðburður í Reykjavík, ;að nú á innan skamms að velja fjóra nýja starfsmenn fyrir kirkjuna. Má vænta margs góðs ..af þessum nýju starfskröftum, *ef vel tekst valið á mönnunum, en undir því er líka alt komið. Hafa 16 prestar og kandidatar sótt um stöðurnar og í hópi þeirra eru menn, sem þegar hafa unnið mikið og gott starf í þágu kirkjunnar. Sumir láta sig fátt um finn- ast, að verið sje að fjölga prestum hjer í höfuðstaðnum. En hvar væri þörf á fjölgun presta, ef ekki í höfuðstaðn- um, þar sem um, þriðjungur þjóðarinnar býr? Við höfum oft undanfarið rætt nm uppeldis- málin. En einmitt þessi má eru mestu vandamál höfuðstaðar- ins. Bærinn vex hröðum skref- am, en það vantar mikið á, að æskan fái þær leiðbeiníngar og aðhald, sem henni er nauð- synlegt, til þess að hún sje búin undir lífsstarfið. Og eru það ekki einmitt prestarnir, sem hjer geta unnið mikið og gott starf? Prests-starfið er ekki eingöngu í því fólgið, að flytja ræður af prjedikunar- stóli. Til þess að verulegur ár- angur náist af starfi prestsins, þarf hann að komast í samband við heimilin; en framar öllu á hann að fylgjast með æskunni, vera í senn leiðbeinandi hennar og fjelagi. Á þessu sviði er e. t. v. mikilvægasta starf prestsins, sem þó hefir verið um of van- rækt til þessa, einmitt vegna þess að prestarnir hafa verið ofhlaðnir öðrum störfum. En alt er vitanlega undir því komið, að presturinn ræki starf sitt vel og að hann sje hæfur starfinu. Hann. á að vera víð- sýnn, með eldlegum áhuga á trú og kirkjunnar málum. En um- fram alt.á hann að láta sjer ant um uppeldi æskunnar. Það fer ...áreiðanlega best á því, að þeir, sem eiga nú að velja hina nýju presta í höfuðstaðnum, taki sjálfir ákvörðunina með rólegri yfirvegun, en hirði ekki um á- róður þann, sem þeir kunna að verða fyrir utan frá. Það fer aldi’ei vel á því, að verið sje með áróður í prestskosningu, síst pólitískan. íslenska kirkjan á að vera 'frjálslynd og víðsýn. Færi vel • á, að kirkja höfuðstaðarins bæri , jafnan þetta merki hæst. Næsta átakið í kirkjumálum •okkar Reykvíkinga er, að koma upp guðshúsum og þá fyrst og fremst Hallgrímskirkju á Skóla vörðuhasð. Það á að vera sam- • eiginlegt áhugamál allra bæj- : arbúa. í úfvegsmálum Landssamband íslenskra útvegsmanna hjelt að- alfund sinn í Kaupbings- salnum fimtudaginn 28. þ. m. Á fundinum voru mætt- ir einstakir fjelagar sam- bandsins svo og fulltrúar frá deildum þess út um land alt. Ráða nú fjelagsmenn sambands- ins yfir rvimum 16 þúsund sniá- lestum af fiskiskipaflota landsins og nýir fjelagar og deildir bæt- ast óðum í sambandiö. Hefir Jakob Hafstein lögfræðingur verið ráð- inn fran^kvæmdastjóri sambands- ins frá 1. júní síðastliðnum. Pje- lög útvegsmanna, sem mynda sam- bandið, eru nú tólf í ýmsum hin- um stærstu veiðistöðvum landsins, auk margra einstakra fjelaga. Formaður sambandsins, Kjartan Thors forstjóri, setti fundinn. Pundarstjóri var Ólafpr Björns- son útgerðarmaður á Akranesi. Yms mál um hagsmuni útvegs- manna lágu fyrir fundinum, og í sambandi við umræður þeirra samþykti fundurinn eftirfarandi tillögur: Síldarútvegsmál. Aðalfundur Landssambands ísl. útvegsmanna telur rjett: 1. Að aukin verði löndunarskil- vrði fyrir síldarflotann, sem nemi 10.000 mála vinsln á elag, annað hvort með byggingu nýrra verk- smiðja eða bvggingn kæliþróa fyr- ir síldina. 2. Að reynd sje nú þegar al- menn fjársöfnun til byggingarinn- ar, fyrst og fremst á meðal út- vegsmanna. 3. Að stofnaður verði fjelags- skapur, þar sem allar síldarverk- smiðjur landsins verði þátttakend- ur, með því markmiði að koma upp, svo fljótt sem kostur er á og heppilegt þykir, hæfilega stórri fullkominni hreinsunarstöð og herslu á síldarlýsisframleiðslu landsins. 4. Að ríkisvaldið veiti veruleg- ar skattaívilnanir fyrir það fje, \ sem varið verður til stofnunar fyr- irtækja samkvæmt 1. og 3. tölidið. 5. Að ríkisvaldið greiði fyrir stofnun þessara fyrirtækja á hvern annan hátt, sem þörf krefur. 6. Að settur sjeu með samning- um eða með lögum reglur um sölu bræðslusíldar, sem miði að því, að veiðiskipin fái sem hag- kvæmasta losun og verksmiðjurn- ar sem jafnast síldarmagn, lilut- fallslega. 7. Að sett sjeu á næsta Alþingi lög, sem hindra að erlend síld- veiðiskip selji síld til síldarverk- smiðja landsins svo til skaða sje fvrir íslensk veiðiskip. 8. Að gihlandi reglur um mæl- ingu og vog á bræðslusíld s.jeu endurskoðaðar. Beitusíld. Þar sem komið hefir í ljós á yfirstandandi hausti, að vöntun hefír orðið á beitusíld í landinu, sakir jjess, að útvegsmenn hafa ekki á síðastliðnu sumri fengið nauðsynlegt pláss hjá frystihús- um landsins til frystingar beitu- síldar, felur fundurinn stjórn sinni að brýna fyrir deildum sam- bandsins að tryggja sjer hið allra fyrsta á ári hverju frystirúm fyr- ir væntanlega beitusíld sína. Pundurinn felur stjórn liands- sambandsins að aðstoða deildir þess í málum þessum eftir bestu getu, þannig, að í framtíðinni verði komist hjá slíkum beitusíld- arskorti og sýnt hefir sig að vera í landinu á yfirstandandi tíma. Skattamál. Aðalfundur Landssambands ísl. útvegsmanna, haldinn í Kaup- þingssalnum í Reykjavík fimtu- daginn 28. nóv. 1940, felur stjórn sinni að gæta rjettar og vera á verði um hagsmuni útvegsmanm varðandi skattaálagningu hius op- inbera á atvinnuveg þeirra. Tel- ur fundurinn að miða beri við grundvöll þann ,sem lagður var með lögum um skattfrelsi útgerð- arinnar á Alþingi 1938, og að út- vegsmönnum verði gert kleift að reisa atvinnuveg sinn við úr erf- iðleikum undangenginna ára. Um sölu bátafiskjar á Englandsmarkað. Aðalfundur Landssambands ísl. útvegsmanna, haldinn í Kaup- þingssalnum í Reykjavík fimtu- daginn 28. nóvember 1940, telur heppilegt, að í framtíðinni verði unnið að því, að sölu bátafiskjar í hinum ýmsu verstöðvum lands- ins á Englandsmarkað verði komið í farsælla og , fastara horf en liingað til hefir verið. Álítur fundurinn æskilegt, að fjelög útvegsmanna taki bátafisk- söluna algerlega í sínar hendur með samvinnu við stjórn Lands- sambandsins í Reykjavík á hverj- um tíma, um öflun skipa til kaupa á fiskinum, og fylgist þá stjórnin daglega með því, hvernig háttað sje um afla og fiskmagn í veiði- stöðvunum. Ennfremur skorar fundurinn á stjórn L. í. Ú. að vinna að því við útflutningsnefnd, að hún komi því til leiðar að útvegsmannafje- «r lög eða bátaútgerðarmenn, er þess óska, og ekki hafa sjálfir útflutn- ing á ísfiski, fái tækifæri til þess að njóta meiri hagnaðar af ís- fisksölum, en þeir nú hafa, á eft- irfarandi hátt: 1. Piskframleiðendur verði að- stoðaðir um leigu á skipum til út- flutnings á ísfiski, þannig, að út- flutningsleyfi verði fyrst og frernst veitt skipum þeirra, eða leiguskipum þeirra. 2. Sett verði sem skilyrði fyrir útflutningsleyfum á bátafiski, að fiskeigendjir geti notið ágóða eða halla af sölum, ef þeir óska. Telur fundurinn, að slík skipu- lagning á sölu bátafiskjarins muni farsælust báðum aðilum, kaupend- um og seljendum, og að jafn- framt muni hún styrkja verulega samvinnustarf úlK'egsmanna al- ment. Pundurinn álítur rjett að vinna að slíku fyrirkomulagi áður en vetrarvertíð hefst. Sambandið. Aðalfundur Landssambands ísl. útvegsmanna, haldinn í Reykjavík 28. nóvember 1940, felur stjórn sSmbandsins að leita til næsta Al- þingis um 10.000 þús. króna styrk á fjárlögum til starfsemi sam- bandsins. Telur fundurinn, að með slíkri fjárveitingu viðurkenni stjórnarvöld landsins opinber sam- tök útvegsmanna, sem á hverjum tíma geti veitt aðstoð og nauð- synlegar upplýsingar í mikilsvarð- andi málum, er snerta afkomu sjávarútvegsins í landinu. ★ . Ríkti hinn mesti áhugi á meðal fundarmanna um samstarf útvegs- manna undir merki L. f. Ú. Á fundinum flutti Trausti Ól- lafsson efnafræðingur mjög fróð- legt erindi um rannsóknir, sem hann hefir gert um hreinsun og herslu síldarolíu, og byggingu slíkrar verksmiðju hjer á landi. í stjórn sambandsins til næsta árs voru kosnir: Kjartan Thors forstjóri, Reykjavík; Hafsteinn Bergþórsson útgerðarm., Reykja- vík; Ásgrímur Sigfússon forstjóri, Hafnarfirði; Elías Þorsteinsson út- gerðarm., Keflavík; Ásgeir Stef- ánsson forstjóri. Hafnarfirði; Finnur Jónsson alþm., ísafirði; Jóhann Þ. Jósefsson alþm., Rvík; Guðmundur Pjetursson útgerðar- maður, Akureyri; Þórður Einars- son útgerðarm., Norðfirði. í varastjórn: Jón J. Pannberg, Olafur H. Jónsson forstjóri, Þórð- ur Ólafsson útgerðarm., Ingvar Vilhjálmsson titgerðarm., Finnbogi Gúðmundsson, Gerðum, Loftur Bjarnason, Hafnarfirði, Gunnar Larsen, Akureyri, Ólafur Björns- son, Akranesi, og Ölver Guðmunds son, Norðfirði. . Endurskoðendur voru endur- kosnir þeir Yigfús Guðmundsson frá Engey og G'eir Thorsteinsson. Pundarmenn voru á einu máli um, að efla sem mest og best sam- tök sín til þess að geta sem best verið á verið um afkomu og hags- muni sjávarútvegsins í framtíð- inni. Jólastarfsemi Mæðrastyrksnefnd ar er nú hafin, og er skrifstofa nefndarinnar í Þingholtsstræti 18, opin daglega frá kl. 4—6 síðdegis. Þar er tekið á móti hverskonar gjöfum, peningum, fötum og öðru sem að gagni rná koma. Haraldar Níelssonar fyrirlestur Eins og tilkynt er á öðrum stað í blaðinu, flytur dr. Sig- urður Nordal kl. 5 í dag í hátíða- sal Háskólans fyrirlestur um Trú- arlíf síra Jóns Magnússonar. Morgunblaðið hefir snúið sjer til prófessorsins og beðið hann að gefa lesendum blaðsins í fáum oro um einhverja hugmynd um efni erindisins. Honunl sagðist svo frá : „Jeg get nærri því búist við, a<? einhverjir af þeim áheyrendu m, sem kunna að slæðast suður í Há- skóla í dag, hneykslist á umræðu- efni mínu. Síra Jón Magnússon hefir yfirleitt sætt mjög ómildum dómum hjá þeim fáu mönnum, sem skrifað hafa um bók hans eða lesið hana, fyrir hjátrúarofsa sinn og vitfirringu. Og það mun ekki þykja efnilegt til uppbyggingar að tala um trúarlíf svo vankaðs manns, þegar svo við það bætist, að fyrirlesarinn er ekki meiri sjer- fræðingur um trúmál en jeg er. En — að mínu áliti er Píslar- saga síra Jóns eitt af stórvirkjum. íslenskra bókmenta, frumlegasta rit, sem samið var í sundurlausu máli hjer á landi um 350 ára skeið. Og jeg tel alt það nokkurs virði, sem getur orðið til þess að skilja svo mikinn rithöfund betur en'gert hefir verið. TJm baráttu hans fyrir því að varðveita trú sína og örvænta ekki, þegar hann var undir djöflanna „ofurþungu fargi kraminn og klestur, svo sem þá maðkur er marinn eða ostnr fergður" (eins og hann segir sjálfur), — finst mjer öll frásögr,- hans hin merkilegasta. Hún varp- ar bæði ljósi á trúarlíf 17. aldar- innar, aldar Hallgríms Pjeturs- sonar, og ýmislegt í trúarlífi ís- lendinga, bæði fyr og síðar. Það eru ekki alt af heilbrigðustu mennirnir, sem eru girnilegastir til fróðleiks um sálarlíf og and- lega hluti. Hitt er annað mál, að jeg veir, ekki, hversu vel mjer endist mín litla guðfræði til þess að skýra þetta. En það er erfitt að fást við íslenskar bókmentir — alt frá Sonatorreki og Völuspá til Einars Benediktssonar — án þess að reyna að gera sjer grein fyrir trúarlegu efni þeirra. Þar verður hver að tjalda því, sem hann á til. Og jeg vona að minsta kosti, að minn gamli kennari, samkennari og vinur, Haraldur Níelsson, sem þetta erindi er flutt til minning- ax um, mundi ekki hafa hneyksl- ast á þessari tilraun minni ti> þess að sjá ljós í myrkri, ef hann hefði mátt hlýða máli mínu. Og það er mjer fyrir miklu“. Skátar. Stúlkur og piltar mætið öll í búning kl. 1 á sunnudagin” hjá Miklagarði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.