Morgunblaðið - 30.11.1940, Blaðsíða 8
JfttorðimWa&ifr
Laagardagur 30. nóv. 1940L
f
%
BLANKO
f«CÍr *1L — Sjálís> á hvert
teteSL
Ný)a franihald»s*>fan - 13. dagur
HAMINGJUHJÓIiIÐ
Byrfið í dag Eftir GWEN BRl§TOW
HIm vandlát* húamóðir notar
BLITS
í rtórþvottum.
GÓLFTEPPI
’iýtt og fallegt til sölu. Leifs-
götu 28.
KALDHREINSAÐ
þorsaklýsi. Sent um allan bæ.
Björn Jónsson, Vesturgötu 28.
Sími 3594.
KÁPUR og FRAKKAR
fyrirliggjandi. Guðm. Guð-
mundsson, dömuklæðskeri —
Kirkjuhvoli.
SPARTA-DRENGJAFÖT
Laugaveg 10 — við allra hæfi.
HARÐFISKSALAN
I»vergötu, selur góðan og þurk-
aðan saltfisk. Sími 3448.
KAUPUM FLÖSKUR
stórar og smáar, whiskypela,
glös og bóndósir. Flöskubúðin,
Bergstaðastræti 10. Sími 5395.
Sækjum. Opið allan daginn.
EIGIÐ ÞJER EKKI DÓT
sem þjer hafið ekki brúk fyrir
í geymslunni yðar? Alt er
keypt gegn staðgreiðslu. Nýa
fornsalan, Aðalstræti 4. Sími
5605.
MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR
keypt daglega. Sparið millilið-
ina og komið til okkar, þar sem
þjer fáið hæst verð. Hringið í
síma 1616. Við sækjum. Lauga-
vegs Apótek.
ÞORSKALÝSI.
Laugavegs Apóteks viðurkenda
meðalalýsi með A og D fjörefn-
um fyrir börn og fullorðna er
eelt á sterilum (dauðhreinsuð-
um) flöskum á kr. 1.85 heil-
iaskan, með eða án pipar-
myntuolíu. Okkar lýsi er svo
gott, að óþarfi er að krydda það
með piparmyntuolíu, en þeir
eem óska að fá það kryddað, fá
það fyrir sama verð. Hringið í
síma 1616. Við sendum um all-
an bæinn.
FLÖSKU VERSLUNIN
á Kalkofnsvegi (við Vörubíla-
stöðina), kaupir altaf tómar
flðskur og glös. Sækjum sam-
stundis. Simi 5333.
l>að, sem gerst hefir í söguimi:
Eleanor Vpjohn er dóttir yfirverk-
fræöinga viC byggingn á stíflngarði í
Misaisippi og er ritari hjá föður sínnm
í tjaldbúðunum við fljótið. — Kester
Larne er sonur óðalseigandans að Ar-
deith óðali, þar skamt frá. Þau hafa
lætst af tilviljnn og foreldrar Kesters
ru ekki hrifnir af því, er hann ákveS-
r skyndilega að biðja Eleanor.
„Kester“, sagði hún. „Hvers-
vegna skyldi jeg vera afbrýðis-
söm út í eitthvað, sem skeð hefir
áður en þú vissir, að jeg var til?
Jeg er forlögunum eða guði eða
hverju öðru sem er, svo þakblác
fyrir að við liöfum fundist, að jeg
get ekki verið að brjóta heilann
um, eftir hvaða slóðum þú hefir
komið til mín“.
Hún hló lágt. „Jeg skal segja
þjer það, Kester, að ef þú hefðh’
ekki verið vanur að koma djarf-
lega fram við kvenfólk, hefði þjer
aldrei dottið í hug að tala við blá-
ókunnuga stúlku eins og mig“.
„Það er satt“, sagði hann, og
virtist eins og honum ljetti stór-
um. „Og nú fyrst finst mjer eins
og jeg sje að bvrja að lifa lífinu.
Þannig segja skáldin, að ástfangn-
um mönnum eigi að vera innan
brjósts, en hingað til hefi jeg
hlegið að því“.
„.Teg Iíka“, sagði hún og hall-
aði höfðinu upp að honum.
Alt í einu uppgötvuðu þau, að
ALLIR K.R.-INGAR
konur og karlar eru
vinsamlega beðnir að
mæta á morgun kl. 1,15 við
Háskólann og taka þátt í skrúð
göngunni. Klæðnaður, venjuleg
föt (ekki íþróttabúningur). —
Mætið öll! Stjórn K.R.
SKlÐAFJEL. REYKJAVÍKUR
ráðgerir að fara skíðaför upp
á Hellisheiði næstkom. sunnu-
dag ef veður og færi leyfir.
Lagt á stað kl. 9 árdegis frá
Austurvelli. Farmiðar hjá L.
H. Muller til kl. 6 í kvöld.
ÁRMENNINGAR
fara í Jósefsdal í kvöld kl. 8
og í fyrramálið kl. 9. Farið
verður frá íþróttahúsinu.
'tVmtO’
RAFMAGNSNOTENOUR
Vanti yður rafvirkja eða við-
gerð á rafmagnsáhöldum, þá
reynið viðskiftin. — Vinnustofa
Baldursgötu 8. Sími 2239.
5£ytu$-furulið
TAPAST HEFIR
sjálfblekungur, merktur Einar
Jóhannsson, frá Stýrimanna-
skólanum að Þingholtsstræti.
Skilist vinsamlegast á afgreiðslu
Morgunblaðsins.
|| EVIJÍN GVIKVNI5S0N
löggiltur rafvirki.
SiC&ynnbngac
UNGUR MAÐUR,
reglusamur, laghentur, óskar
eftir atvinnu. Uppl. Grettisgötu
50 (kjallara) í dag kl. 6—8.
PILTUR
helst úr sveit, óskast til mjólk-
urflutnings o. fl. á heimili við
Kvík. A. v. á.
JEG SJE,
að stundum er verið að sýna
það, sem fallegt þykir og mikils
virði, og datt mér í hug, hvort
bæjarbúum myndi ekki þykja
gaman að sjá þær miklu um-
bætur, sem gerðar hafa verið á
Óðinsgötunni, sérstaklega sunn-
an til. Eggert Jónsson.
klukkan var orðin 12, og Eleanor
kvaðst þurfa að fara heim.
Það var stjörnubjört nótt, er
þan óku meðfram fljótinu, og þau
töluðu lítið saman á þeirri fögru
leið.
4.
Fred hafði vakað fram eftir
þetta kA*öld, Arið að semja mánað-
arskýrslu sína til ráðuneytisins.
Hann furðaði sig á því, hvar El-
eanor gæti verið. Hún var að vísu
skynsöm stúlka, sem kunni að
gæta sín, en Kanda hafði sagt hon-
um, að Eleanor hefði farið út með
Kester Larne, og Fred var farið
að þykja nóg um það, live oft
Eleanor var með honum.
Hann þóttist vita, að Eleanor
A*æri í ástamálum einföld og sak-
laus, þar sem hfin hafði ávalt
verið ÓAænjulega stilt og laus
við ungdómsástir og daður, sem
aðrar stúlkur á hennar aldri
gengu upp í. Ilann ákvað því að
vara hana við þessnm unga
manni, sem augsýnilega var n*esta
landeyða, þó að hann legði það
annars ekki í vana sinn, að skifta
sjer af einkamálum dóttur sinnar.
Ef til vill hafði það verið eigin-
girni af hans JiáJfu að hafa Elea-
nor hjá sjer í tjaldbíiðunum,
hugsaði hann með sjer. Þar voru
fáir ungir menn, sem lnin gat haft
nokkra ánægju af að tala við. Og
]>ví hafði hún auðvitað verið feg-
in að hitta þenna pilt, sem var
geðslegur í sjón. En hvað sem öllu
öðru leið var hann staðráðinn í
því að vara Eleanor við Kester
Larne á morgun. Segja henni, að
hann væri ekki verðugur þeirrar
athygli, sem hún sýndi honum.
★
Klukkan var orðin 12 á mið-
nætti, og hann þurfti að fara á
fætur kl. 5. Hann furðaði sig mjög
á þessu, og ætlaði að fara að hátta,
er hann heyrði í bílnum hinumeg-
in við stífluna.
Þau voru þá líldega að koma!
Hann ákvað að ganga úr
skugga um það. Hann leit út* um
rifu á tjaldinu og sá Kester og
Eleanor koma yfir stíflugarðinn.
Og þegar þau komu að tjaldinu
og ætluðu að fara að skilja, tók
Kester Eleanor og faðmaði hana
að sjer.
Fred kæfði undrunarópið, sem
kom fram á varir hans. Hann varð
reiður! Og þó, hugsaði hann með
sjer. Kossar voru ekki teknir eins
hátíðlega nú á tímum eins og í
hans ungdæmi, svo að það var
ástæðulaust að óttast. En hamingj-
an góða! Þetta var ekki Iieinn
venjulegur koss! Þau föðmuðust
eins og* ástúðlegir elskendur!
Fred þóttist þess fullvissa, að
Eleanor myndi ekki gefa sig í
slíkt af eintómri Ijettúð. Hann
var sannfærður um, að Kester
Larne var fyrsti maðurinn, sem
fjekk að faðma hana þannig og
kyssa. En þá lilaut hún að vera
ástfangin. Eleanor var ástfángin
í }>essum letingja, sem var lítil-
fjörlegt afkvæmi úi’kynjaðrai*
ættar!
★
Loks var kveðjunum lokið, og
Eleanor hljóp heim að tjöldunum,
eins og hún þyrði ekki að líta nm
öxl. Hún læddist inn í svefntjald-
ið sitt, en Kester stóð úti í tungls-
Ijósinu og horfði lengi á eftir
henni.
Fred sneri sjer undan. Hann
gat ekki fengið af sjer að tala
við Eleanor nú. Hann fór inn í
svefntjaldið sitt, en var ómögu-
legt að sofna, svo að liann sat og
reykti, uns komið var undir
morgun.
Hann hafði altaf vitað, að hon-
um myndi ekki finnast neinn
maður nógu góður fyrir Eleanor.
En hann hafði hugsað, að er hún
hefði valið sjer mannsefni, myndi
hann segja: „Ef þú ert ánægð með
hann, er jeg það líka“, og láta
hana giftast í friði.
En þannig gat hann ekki tekið
þessari mannleysu. Kester Larne
hugsaði ekki um annað en skemtaa
sjer og hafa föðurlega umsjÓK.
með hinni veðsettu plantekrii.
sinni. Öðruvísi gat hann aldreí
orðið. hugsaði Fred gramur í'.
bragði.
Það var Ieiðinlegt, hve önnum
kafinn hann hafði verið, svo að
enginn tími hafði verið til þess að
hafa auga með Eleanor. Hann gat.
sjálfúm sjer nm kent, að hafa.
ekki uppgötvað fyr að hún \ar
ástfangin í þessum flautaþyrli.
★
I’m morguninn kom Eleanor á
fætur kl. 7, o'g þá sat Fred að
snæðingi.
„Jeg hjelt, að þu A’ærir fyrir-
löngu farínn út að stíflunni11,.
sagði hún um leið og hún settist
við borðið.
„Jeg vann lengi fram eftir £
gærkvöldi“, svaraði Fred. „Jeg
var að semja skýrsluna til ráðu-
neytisins“.
„Á jeg ekki að vjelrita hanaS'
Jeg skal byrja á henni strax, þeg-
ar jeg er búin að borða“.
Það var auðsjeð, að Eleanor*-
hafði ekki sofið vel. Hún borðaðii
lítið, en drakk mikið af kaffi.
Fred var að velta því fyrir sjer,,
hvernig hann ætti að byrja. Hanns
vissi, að hann mvndi verða klaufa-
legur hvað sem hann sagði. Hann.
hafði engan tíma haft til þess að>
temja sjer spekingslegt tal. Og
hann hafði ekki fundið neina Iausiti
málsins, þegar Randa kom inn og.
færði Eleanor súkkulaðiöskjn og
stóran blómvönd.
Hún stökk á fætur til þess að-
taka á móti henni, og varð dreym-
andi á svip, er hún las kortið, sem.
\Tar inn á milli blómanna. IIúii
leit upp og spurði: „Bíður send-
illínu, Randa?“
,,Já, Miss Eleanor“, svaraði
Randa og brosti íbyggin.
„Gefðu honum ka^fisopa, meðan
jeg skrifa nokkur orð“.
Framhald.
'irmJ nrru^íciu/rihc^ÁyruiL
Lítil telpa hafði þann óvana að
taka eldspýtur. ]iegar hún sá sjer
færi, og kveik.ja á þeim, til þess
að geta horft á, er ]ner brynnu.
Einu sínni kom móðir hennar
að henni við þenna hættulega leik.
Hún fór þá með telpuna út í port,
fjekk henni sex fulla eldspýtna-
stokha og skipaði henni að
kveikja á öllum eldspýtunum.
Brátt varð telpan leið á leiknum
og fór að skæla, en móðir hennar
ljet hana sitja A’ið í heila tvo
klukkutíma og kveikja á liverri
eldspýtunni á fætur annari. Og
þetta varð til þess að venja telp-
una af óvananum.
★
Margar sögur eru sagðar um
Arturo Toseanini, hinn fræga
hljómsveitarstjóra. Einu sinni,
þegar hann var í Milano, var sam-
kepni tim óperur, en ekkert verlt
þótti nothæft, og Toscanini fleygði
með eigin hendi einni „óperunni“
í pappírskörfuna.
Tíu árum seinna hitti Toseanini
höfund þessarar „óperu“ og tóu-
skáldið leyfði sjer að segja við
Toseanini, að hann gæti varla
hafa litið á tónverk hans.
„Ekki það ?“ sagði Toscanini,
settist við flygilinn og spilaði
næstum því alla óperuna eftir
minni.
„Haldið þjer, að maður muni
ekki svona rugl, þó að maður hafi
höfuðið fult af Beethoven, Moz-
art, Wagner, Yerdi og Rossini?“
sagði hann síðan.
★
Skoti nokkur kom iun í verslun,
þar sem seldar voru ferðatöskur
og keypti sjer eina af minstu gerð-
inni. Afgreiðslumaðurinn spurði
hvort hann ætti að láta pappír
utan um- töskuna.
„Nei, maður minn“, svaraði
Skotinn, „en þú skalt stinga papp-
írnum ogi , seglgarninu ofan í
hana“.
Ekki alls fyrir löngu komu hjón
fyrir rjett í New York og kváðust
ekki geta haldið sambúðinni á-
fram lengur. Maðurinn var stuðn-
ingsmaðiir þýskra nazista, eu k.o«r-
an hjelt með Bretum.
Dómarinn komst að þeirri niS-
urstöðu, að ósamlyndi sem þetta,
væri svo alvarlegs eðlis, að það
útilokaði farsælt hjónaband, og
þau fengu skilnað á þeim grund-
velli. ★
Á leiði einu í kirkjugarði £'
Leningrad er einkennileg áletruœ
á litlu pappírsblaði, sem innramm-
að er í trjekross. Það er gamalt
lyfseðill.
Þannig stendur á því, að lækn-
ir í Leningrad var einu sinni sótt-
ur til veikrar konu. En henni fór
síversnandi. Loks gaf hann henni
sterkt meðal og konan dó skömmu
síðar.
Eftirlifándi maður kónunnar
kendi meðalinu um dauða hennar
og vakti athygli iögreglunnar á
því. En hann fjekk enga áheyrn,
og tók þa þetta ráð, að setja lyf-
seðilinn í ramma og láta hann á
leiðið, svo að allir gætu sjeð, hvers,
konar lyf konan hans sáluga hefðí,
fengið til inntöku.
I
I