Morgunblaðið - 10.12.1940, Síða 7

Morgunblaðið - 10.12.1940, Síða 7
Þriðjudagur 10. des. 1940. 7 Minning Jðhannesar Guðmnndssonar Idag verður til moldar bor- inn, að Hvammi í Dölum, Jóhannes Guðmundsson, kenn- ari frá Teigi. Hann var fæddur 2. júní 1874, sonur merkishjónanna Guðmundar Pantaieonssonar og Guðrúnar Jónsdóttur, er lengi bjuggu á Ketilsstöðum í Hvammssveit. Snemma var Jó- hannes fróðleiksfús og með lítil >efni, en mikinn áhuga fór hann í Ólafsdalsskóla og var þar í tvö ár, hjá hinum þjóðkunna merkismanni, Torfa Bjarna- jsyni, skólastjóra. í Að því loknu lagði Jóhannes fyrir sig barnakenslu á vetrum, en ferðaðist á sumrin um land- ið með dr. Helga Jónssyni og varð þess vegna manna fróðast- ur um íslenskan gróður. Árið 1904 kvæntist hann Helgu Sig- mundsdóttur, frá Skarfsstöð- lum, hinni ágætustu konu. ! Bjuggu þau í Teigi í Hvamms- sveit og eignuðust 6 börn og eru 5 þeirra á lífi. Árið 1927 misti Jóhannes konu sína, og brá hann þá búi skömmu síð- ar. Tók hann þá upp fyrri hætti og stundaði barnakenslu á vetr- um. Hann dvaldi á sumrum oft- ast hjer í Reykjavík, hjá Ásu Benediktsdóttur, er reyndist , honurn og börnum hans hin á- gætasta. Jóhannes unni mjög blómum og átti sjer fagran garð í 'Teigi. Hann hafði einnig mikið yndi af söng, og aldrei var bann ánægðari, en þegar hann sat við hljóðfærið og hópur barna og unglinga stóð hjá og söng. Jóhannes var góður og vin- sæll kennari, og ungmennafje- lagi var hann fram á síðustu ár, og má af því marka hve vel hann skildi æskuna. Allir, er þektu hann, sakna hans. Bless- uð sje minning hans. H. S. Þ. Ny bók handa ungum stúlkum. ísak Jónsson kennari hefir á und- anförnum árum samið og þýtt mafgar bækur handa börnum og unglingum. Má þar til dæmis nefna bókina „Gagn og gaman“, sem hann og Helgi Elíasson sömdu í fjelagi og „Drengirnir mínir“, sein ísak þýcidi eftir Geijerstam. Nú hefir hann þýtt nýja unglinga- bók, og að þessu sinni handa stúlk- um. Heitir hún Tvíburasysturnar, eftir sænska skáldkonu. Bókin er svo skemtileg, og þó svo látlaust rituð, að sönn ánægja er að lesa han*. Egyptaland FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. víglínu Itíi a. Breskir liermenn voru þama á sv anudaginn án þess að kom- iö væri auga á þá úr ítölsku könnun- arflugvjelunum. Aðfaranótt mánu- dags hjelt herinn síöan í stöðvar rjett framan við 6 ítalskar herstöövar og um dögun á mánudagsmorgun hóf hann sókn. Þegar á fyrstu klukkutím- unum tókst honum að vinna einaí hemaðarstöðina. í fregn frá London í nótt segir, að auk ítalska flughersins, sem vai-paði sprengjum á víglínu It- ala, hafi breski flotinn stutt sókn lasndhersins. EKKI Á ÓVART. Það kemur ekki á óvart, að hern- aðaraðgerðir skuli hefjast í Egypta- landi einmitt nú. Síðustu dagana hafa verið a!jö berast fregnir um að ítalir kynnu að ætla að vinna upp þann álitshnekki, sem þeir hafa beðið í Al- baníu, með því að hefja sókn í Egypta- landi. En með því að verða fyrri til a,ð hefja sókn, hafa Bretar getað hag- nýtt sjer, að koma óvinunum á óvart, sem er svo mikilvægt í öllum hemaði. Markmið Breta með því að hefja sókn kann að vera að greiða Itölum það högg „sem neyði þá til a,ð draga sig út úr styrjöldinni“, eins og svo ákaft hefir verið óskað eftir í Eng- landi síðustu vikuriiar. Sú skoðun hef- ir komið fram í Bretlandi, að tæki- færið hafi aldrei verið betra til þessa en nú, þegar óánægju er mjög farið að gæta í Ítalíu, út af ósigrum ítalska hersins í Albaníu, og þegar ítalski flotinn liggur í sárum í höfninni í Taranto. Grikkland FRAMH. AF ANNARI SÍÐU Sókn heldur áfram og næsta stórborgin, sem Grikkir stefna að, er Vallona. En áður en þangað kemur verða þeir að ná borginni Kinnara á sitt vald, sem er nokkuð sunnar. En á meðan gríski herinn sæk- ir fram syðst á vígstöðvunum, hefir viðnám ítala á miðvígstöðv- unum og norðurvígstöðvunum, hjá Pogradec, harðnað. Fregnir frá Júgóslafíu herma, að Grikkir hafi jafnvel orðið að hörfa lítið eitt á jíessum vígstöðvum. En í fregn frá Aþenu segir, að flóttinn í liði ítala sje orðinn svo mikill, að fyrst í stað sje engin hætta á að hann geti hafið neina verulegá gagn- sókn. Árni (rá GeitaskarOi FRAMH. AF SJÖTTU SÍÐU ur benda til voru: fyrirhyggja og glögg útsjón á fjármálasviðinu, glaðværð og gestrisni. Hann var uppalinn við þröngan hag, sterka aðgæslu og því nokkra þröngsýni. En hann gerðist góður fjelasgmað- ur og forvígismaður um ýmsa hluti á því sviði. — Kona Árna, Hildur Sveinsdóttir andaðist 14. ágúst 1932 og tók hann sjer missi hennar mjög nærri, enda þá far- inn að bila að kröftum, eins og að líkum ræður. Nú þegar hann er einnig horfinn, þá hópast bjartar minningar saman í hug- um ástvina, kunningja og frænda. Þær minningar blessa þeir allir og óska sínum gamla vini friðar og gleði í hinum nýja heimi. Jón Pálmason. MORGuNBLAÐIÐ (Íj Helgafell 594012107 - VI. - 2. I.O.O.F. Rb.st. 1 Bþ. 9012108y2. Næturlæknir er í nótt Gísli Páls- son, Laugaveg 15. Sími 2472. Síra Ragnar Benediktsson mess- ar á Elliheimilinu Grund í kvöld kl. 8. (Gengið inn um eystri dyr). Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í borgáralegt hjónaband ungfrú María Guðjónsdóttir versl- unarmær, Garðastræti 13, og Þor- lákur Eiríksson frá Borgarfirði eystra. Heimili þeirra er á Báru- götu 36. Hjónaefni. Trúlofun sína opin- beruðu þ. 6. þ. m. ungfrú María Júlíusdóttir, Keflavík, og Guð- mundur Ólafsson frá Hagavík í Grafningi. Skíðaferðir um helgina. All- margt bæjarmanna fór í skíðaferð- ir um helgina. Var skíðafæri víða gott, en nokkur ófærð var á Hell- isheiði. Prestkosningarnar. Vegna fyrir- spurna, sem blaðinu hafa borist, er rjett að geta þess, að Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefir ekki tek- ið neina afstöðu til í hönd farandi prestkosninga hjer í bænum. Hefir flokkurinn aldrei blandað sjer inn í trúarskoðanir manna, enda eru meðal stuðningsmanna hans, menn með gjörólíkar trúarskoðanir. Miðlunar- og lögfræðiskrifstofu hafa þeir feðgarnir Geir Gunnars- son og Gunnar Sigurðsson frá Selalæk sett á stofn fyrir nokkru og hafa skrifstofu sína í Hafnar- stræti 4. í auglýsingu frá þeim á sunnudaginn var, varð sú mis- prentun, að Geir var kallaður Sig- urðsson. Skrifstofa Vetrarhjálparinnar er í Tryggvagötu 28 og síminn er 1267. Þar er tekið á móti peninga- til sðln hreinn og góður. M Fljót afgreiðsla — 10-12 smá- j§ lestir á klukkustund. Útgerðarmenn pantið sem fyrst. = Allar upplýsingar gefur 1 | Ólafur O. Guðmundsson, | H Keflavík. Símar 21 og 71. => H.F. ODDGEIR. Húsmæöur! Hafið þið gert ykkur grein fyrir því, hvað dýrtíðin hefir aukist? Vitið þjer hvaða liðir það eru, sem helst væri hægt að spara? Ef þið hafið Heimilis- bókina við höndina, sjáið þið þetta fyrirhafnarlaust. HEIMILISBÓKINA ætti hver húsmóðir að eiga, og færa í hana jþó ekki væri nema einn mánuð á ári. — Það getur sparað yður meira fje en yður grunar. Bókin fæst í öllum bókaversl- unum. Bókaverslun Isafoldarprentsmiðju. g.jöfum og hverskonar öðrum gjöf um til starfseminnar. Afgreiðsla Morgunblaðsins tek- ur á móti peningagjöfum til Vetr- arhjálparinnar. Háskólafyrirlestur flytur dr. Símon Jóh. Ágústsson í 3. kenslu- stofu Háskólans í dag kl. 6.15. Efni: Stöðuval. Öllum heimill að- gangur; Bæjarráð hefir falið borgai*- stjóra að bera fram mótmæli við rjetta hlutaðeigendur yfir því að byrjað er á byggingu á lóðinni nr. 6 við Túngötu. Telur bæjarráð ó- hæft að hús verði reist á þessum stað. Hálkan. Góður borgari bæjarins hringdi í gær og hað Morgunblað- ið að minna stjórnarvöld bæjar- ins á hálkuna á götunum. Bátafjelagið „Björg‘‘ hefir sent bæjarráði brjef og kvartað yfir aðbúnaði smábáta hjer í höfninni. Bæjarráð vísaði málinn til hafn- arstjórnar. Þrjár nýjar barnabækur koma á markaðinn í dag: Trölli, ævin- týr með myndum eftir Atla Má og Árna Óla, saga um tröllbarn og gerist á afrjetti Borgfirðinga. Er það bók, sem á engan sinn líka, svo er hún frábrugðin öðrum barnasögum. Onnur bókin er Ljósmóðirin í Stöðlakoti eftir Árna Óla, og með myndum eftir Atla Má Ámason. Er það huldu- fólksævintýr, sem gerist hjer í Reykjavík og Beneventum. Um báðar þessar bækur má segja það, að þær ern ramíslenskar að efni og sækja það í íslenskan ævin- týraheim. Þriðja bókin er Sæmund ur fróði með myndnm eftir Jó- hann Briem. Eru þar birtar flest- ar þjóðsögurnar um þennan merki- lega íslenska töframann, en endur- sagðar svo, að þær eru við barna og unglinga hæfi. Útvarpið í dag: 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 Tíundi dráttur í happdrætti háskólans. 19.00 Enskukensla, 2. fl. 19.25 Hljómplötui*: Lög úr óper- ettum og filmum. 20.00 Frjettir. 20.30 Erindi: Ungir rithöfundar á Norðurlöndum (Kristmann Guðmundsson rithöf.). 10.55 Tónleikar Tónlistarskólans: a) Tríó í D-dúr, eftir Haydn. b) Tríó, Op. 11. B-dúr, eftir Beethoven. 21.30 Hljómplötur; „Don Quix- ote“, tónverk eftir Richard Strauss. 22.05 Frjettir. Hjálparbeíðní jer í bænum er fátæk kona á sextugs aldri, sfem er algjör einstæðingur. Hún hefir orðið fyrir því sjúk- dómsáfalli, að hún kemst ekki hjáiparlaust úr herbergi sínu, og hún hefir ekki annað af að lifa, en þær örorkubætur sem henni eru veittar. Hún er altaf ein nema þá sjaldan einhver kunnugur lítur inn til hennar, og ekkert getur hún unnið í höndunum sjer til dægrastytt- ingar og gagns. Eins og skilj- anlegt er, finst henni dagarn- ir langir í einverunni. Ef ein- hverjir kynnu að vilja láta fá- einar krónur af hendi rakna til þess að kaupa ódýrt útvarps- tæki handa þessari bágstöddu konu, mun Morgunblaðið veita þeim viðtöku og koma þeim til skila. RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR, andaðist að heimili okkar, Vífilsgötu 15, í gær, 9. desember. Jóhs. Sigurðsson og dætur. Móðir mín, MARGRJET TÓMASDÓTTIR, andaðist að morgni hins 9. þ. m. að heimili sínu, Ingólfi við Ölfusá. Einar Loftsson. Þökkum hjartanlega öllum þeim mörgu, er sýndu okkur samúð og vinarþel við ándlát og jarðarför sonar okkar og bróður, ÞORLEIKS HALLDÓRSSONAR (TOLLA LITLA) Guð blessi ykkur öll. Ásbyrgi, Hafnarfirði, 9. des. 1940. Margrjet Sigurjónsdóttir. Halldór M. Sigurgeirsson. Hrafnhildur Halldórsdóttir. Þökkum innilega öllum, f jær og nær, fyrir auðsýnda samúð og vinarhug, þegar við mistum elskulegan son okkar og bróður, GUNNAR ÓLAF. Björg Ólafsdóttir, Haraldur Jónsson og börn. Þökkum auðsýnda margháttaða hjálp, samúð og vináttu, í veikindum og við andlát og jarðarför ÞÓRU dóttur okkar. Sólveig Jónsdóttir, Valgeir Bjarnason, Höfn, Hornafirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.