Morgunblaðið - 18.12.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 18. des. 1940. Lansnlo á vandamálinu! Roosevelt ætlar að lána Bretum hergögn „gegn afnotagjaldi“ Orðugleikar í Bretlandi í byrjun næsta árs ef hjálp- in verður ekki aukin Málið rætt í Banda- ríkjaþingi 2. janúar ROOSEVELT FORSETI skýrði blaðamönnum í Washington frá því 1 gær, að hann hefði und- irbúið tillögur um það, á hvern hátt Banda- ríkin gætu aukið hjálp sína til Breta og að hann myndi senda Bandaríkjaþingi þessar tillögur til afgreiÖslu. Til- lögurnar verða lagðar fyrir þingið 2. janúar næstkomandi. Tillögur þessar eru í stórum dráttum á þessa leið: Roosevelt hvetur þingið til að gera ráðstafanir til að fram- leiðslunni á hergögnum fyrir Bandaríkjaher verði hraðað eins og unt n . Síðan leggur hann til að Bretum verði lánuð þessi hergögn til afnota. Eftir stríðið er gert ráð fyrir að þeir skili hergögn- unum aftur. Sjeu hergögn þau, sem þeir skila aftur heil, og jafnvel sem ný, þá kvað Roósev. þó rjett að Bretar greiddu af þeim ákveðið afnotagjald. En eyðileggist hergögnin, þá verða Bretar að bæta Bandaríkjunum tjónið með öðrum nýjum. Roosevelt sagði, að það væri alment viðurkent, að stríðið, sem háð væri í Englandi, væri jafnframt háð til að verja Banda- ríkin. En hvað væri þá rjettara en að Bandaríkin notuðu þau hergögn sem þau framleíddu, til að beita þeim í bardögum í Eng- iandi. Rooseveit sagöi, að það væri „hversdagslegt", að vera að tala um dollaralán eða gjafir til Breta. Bret- ar hefðu ekki farið fram á neinar peningagjafir. LÍKINGIN Til skýringar tók Roosevelt líkingu. Hann sagði, að ef hús nágrannans væri að brenna, þá lánuðu menn ekki eða gæfu eigahdanum dollara til að kaupa slökkvara. Heldur lán- uðu þeir honum slökkvara, ef þeir ættu hann, en síðan gæti komið til greina að eigandinn greiddi ákveðið gjald fyrir lán- ið. ' Það er ekki kunnugt, hvað Roosevelt á við með „ráðstöf- unum til að auka hergagna- fi;amleiðsluna í Bandaríkjun- um.“ En sumir telja, að mark- mið hans sje að setja fram- leiðsluna á hernaðargrundvöll, þ. e., að láta vinna í verksmiðj- unum nótt og dag. Það er búist við, að undir her gögn þau, sem Bretum verða lánuð, heyri herskip, jafnt sem flutningaskip, flugvjelar, fall- byssur og önnur hergögn. Knox, flotamálarððherra skýrði Innrás i England miðjan lebrúar Tveir áhrifamenn, Beaverbrook lávarður, ráðherra í bresku stríðsstjórninni og Landon, sem var forsetaefni republikana í Bandaríkjunum árið 1936, upp- lýstu í gær, að þeir hefðu fregnir af því, að Hitler væri að undir- búa stórfelda innrás í England, sem hefjast myndi að líkindum fyrir vorið, Landon skýrði frá því, að liátt- settur maður, sem nyti mikils FRAMH. Á SJÖTTD SÍÐD FRAMH, A SJÖTTU SÍÐTJ Skipatjónið verður stöðugt alvarlegra Breska flotamálaráðuneytið tilkynti í gær, að í vikunni sem lauk 7. desember, hefði verið sökt 23 skipum Banda- manna samtals tæplega 102 þús. smálestir. Þar af voru 19 bresk skip samtals 87 þúsund smál. v«./i Þrjú skipin voru eign annara Bandamanna, en 1 hlutlaust. Þ.jóðverjar segjast hafa sökt þessa sömu viku skipum sem Ivoru samtals 243 þús. smál. í Iiondón er það sjerstaklega tekið fram að flestum skipanná hafi verið sökt á einum degi (Þjóðverjar segjast hafa sökt 2. desember skipum sem voru sam tals 160 þús. smál.) Breska fiotamálaráðuneytið birti í gær leiðrjettingu við töl- una, sem það birti um skipa- tjónið vikuna sem lauk l. des. Skipatjónið hafði verið talið 52 þús. sffiál., en hefir reynst við nánari athugun 82 þús. sffiák — en fyrst búist við friðarsókn Fyrirspurn va,r borin fram í lávarðadeild breska þings- ins í gær um það, hvað breska stjórnin ætlaði að gera, ef Þjóð verjar bæru fram ný friðarboð, hvort hún ætlaði að birta þessi boð opinberlega. Snell lávarður varð fyrir svörum af hálfu stjórnarinnar og sagði, að fregnir, sem bresku stjórninni hefðu borist undan- farið. bentu til þess, að væntan- leg væri frá Þ.jóðverjum ein- hverskonar ný friðarboð, e. t. v. sömu boðin og Þjóðverjaf gérðu sköminu áður en stríðið hófst (í ágúst 1939; Hitler bauð þá m. a. til að gera hernaðarbanda- lag við Breta, og hjálpa til að Vérja breska heimsveldið, gégn því einu, að hann fengi aftUr nýlendur og að hann fengi að leysa pólsku deil'Uftá eftir sínu höfði). Én lávarðurinn sagði, að Bretar myndu aldrei geta geng- ið að friðarboðum, sem fælu ekki í sjer að smáþjóðir þær, sem með þeim berðust, fengju ekki aftur frglsi sítt að full- veldi. Laval á fundi með Pefain / og dr. Abetz ATBURÐIRNIR í FRAKKLANDI verða stöðugt dularfyllri. í gærkvöldi skýrði þýska frjetta- stofan frá því, að Pierre Laval fyrverandi ut- anríkismálaráðherra Vichy-stjórnarinnar, hefði verið við- staddur síðasta hálftímann er Petain marskálkur og dr. Otto Abetz, sendiherra Þjóðverja í Frakklandi ræddust við í gærmorgun. Áður hafði borist fregn til New Yórk um að Laval hefði verið slept úr varðhaldi samkvæmt eindreginni kröfu Þjóðverja. Petain og dr. Abetz ræddust við í 2(4 klukkustund, áður en Laval kom til þess að taka þátt í ráðstefnunni, En ekkert er vitað hvað þessum þrem mönnum fór á millj. Eftir fund þeirra snæddi dr. Abetz árdegisverð með ölluffi i’áðherrum Vichystjórnarinnar. Það er nú búist við að dr. Abetz fari til Berlín til að gefa þar skýrslu um ástandið í Vichy. — En erlendum blaðamönnum í Berlín hefir verið gefið í skyn, að engra athugasemda sje að vænta þaðan um brottvikning Lav- als, fyr en dr. Abetz hefir gefið skýrslu sína. Fulltrúi þýska utanríkismálaráðuneytisins sagði í gær, að þar væri ekkert um það vitað, hvort brottvikning Lavals boðaði aðeins mannaskifti, eða stefnubreytingu. En fulltrúinn sagði, að það myndi á engan hátt verða þolað að Frakkar tækju upp stefnu, óvinveitta Þjóðverjum o,g hann bætti því við, að Frakkar hlytu að marka stefnu sína með hlið- sjón af stefnu annara meginlandsþjóða. Bretar komnír vest- «r fyrír Bardía F regnir . af vígstöðvunum í Li- byu og í Albaníu herma, að ítalir sjeu enn á undanhaldi á báðum stöðum. í Bretar bafa íiú algeclfega hrak- ið ít.ali ú." Egvptalandi,: og er nú barist um borgina Bardia, 20 km. fyrir innan landamæri Libyu. Éramsveitir Breta ern sagðav komnar til strandar 50 km. inn- an landamæra Libyu og hafa þann ig króað inni herlið ítala í Bar- dia. Leiðin til, undanhalds þgðan er nú lokiið. Sanitímis hefir meginher Breta fyrir frarnan Barclia, bmúst mik- VR4MH- Á SJÖUNDU SÍÐU Fregnir þær, sem birtar hafa verið í Bandaríkjunum um síð- ustu atburðina í Vichy, benda til þéss að alger ringulreið ríki í skoðunum manna um það, hvað þeir boði. Skoðanir hinna erlendu frjettarýnenda eru svo skiftar, að sumir telja að brott- vikning Lavals sje stórt spor í áttina til algerra yfirráða naz- ista yfir. stjÓrnmálum Frakka, en aðrir segja að hjer sje um að ræða tilraun Petains til þess að bjóða áhrifum Þjóðverja í Frakklandi byrginn. Ehn aðrir telja að fall LaVaís boði, að Þjóðverjar þurfi nú ekki íramar að óttast samkepni frá ítölum um mótun á stefnu Frakka. Frá Plandin hefir ekkért heyrst frá þvl, að hann tók við af Laval, annað en að hinn liggi rúmfastur í in- flúensu. Ein fregn hermir þó, að dr. Abetz hafi heimsótt hann og rætt við hann góða stund. WEYGAND HERSHÓFÐINGI ( fregnunum um atburðina í Vichy hefir nafni Weygands hershöfðingja skotið upp hvað eftir annað, einkuin í Banda- ríkjablöðunum. Weygand hefir FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.