Morgunblaðið - 28.12.1940, Page 3
Laugardagur 28. des. 1940.
M O K (j U :V B L A • t>
3
Sjómenn stríðs-
vátrygðir við
strendur landsins
Reglugerð sem vantar þó
allan grundvöll undir
ÞAÐ er svo fyrir mælt í lögum um stríðsvá-
tryggingar sjómanna, að fjelagsmálaráðherra
geti með reglugerð ákveðið ný hættusvæði,
sem lögin skuli ná til.
Hingað til hafa, sem kunnugt er, lögin aðeins náð til siglinga
milli landa. En með reglugerð, sem fjelagsmálaráðherra gaf út á að-
fangadag .jóla, er svo fyrir mælt, að allur sjórimi við strendur Is-
lands skuli vera hættusvæði. En það þýðir, að sjómenn við fiskveiðar
á miðunum og við siglingar með ströndum fram, skulu hjer eftir vera
stríðsvátrygðir. Þetta nær þó aðeins til skipa, sem eru lögskráning-
arskyld.
En hvernig verður þessi trygg-
' t /' ;' ;; ff f • '
Breskt orustubeitiskip
ÞaS eru engin smáverkfæri fallbyssurnar á stóru, bresku
orustuskipunum ,,Renown“ og „Repulse". Þessi mynd er tekin
um borð í „Repulse“ og sýnir fram fallbyssurnar og stjórn-
turninn. Á þilfari sjást sjóliðar, sem hafa stilt sjer upp til
liðskönnunar.
Kaupgjaldsmálln
Sáttasemjari fær togarafjelðgin
TOGARAFJELÖGIN hafa sent kaupgjaldsmál sín til
sáttasemjara, með ósk imi, að hann reyni að finna
lausn þeirra.
Dagsbrún hefir tilkynt Vinnuveitendafjelaginu, að vinnu-
stöðvun hefjist frá áramótum, ef ekki verður komið sam-
komulag fyrir þann tíma.
Síðdegis í gær fóru fram viðræður milli stjórna Vinnu-
veitendafjelagsins og Alþýðusambandsins, en þar gerðist ekk-
ert sem í frásögu er færandi. Áður hafði samninganefnd
Dagsbrúnar rætt við stjórn Vinnuveitendafjelagsins. Full-
trúar frá Iðju (fjelagi verksmiðjufólks) og Fjelagi ísl. iðn-
rekenda ræddust einnig við í gær. Fulltrúar Prentarafjelags-
ins og Fjelags prentsmiðjueigenda hafa setið á nokkrum
fundum undanfarið.
Annars er ilt, að samningsaðilar dragi til síðustu stund-
ar að ræða málin, því að oft vill hlaupa snurða á meðan á
samningum stendur, sem hægt er að leysa, ef nægur tími er
til, en verður erfiðara viðfangs, eftir að vinnustöðvun er
komin á.
ing í framkvæmd og liver er
grundvöllurinn, sem hún hvílir á ?,
munu menn spyrja. Moorgunblaðið
spurðist einnig fvrir um þetta í
gær hjá stjórnendum tryggingar-
stofnunarinnar og svöruðu þeir,
að ekki væri búið að ganga frá
þessu ennþá.
Virðist það harla undarlegt af
f jelagsmálaráðherra, að tilkynna
þessi hættusvæði, án þess áður að
vera búinn að koma sjálfri trygg-
ingunni í lag. En tryggingin er
alls ekki komin í lag og enginn
grundvöllur fenginn undir hana
ennþá.
Gegnir satt að segja furðu, að
fjelagsmálaráðherrann skulí gefa
út svona reglugerð, án þess að
undirbúa málið rækilega áður. Því
varla er sá tilgangurinn hjá ráð-
herra, að með þessu eigi að tor-
velda samningana milli útgerðar-
manna og sjómanna, sem nú
standa fyrir dyrum í flestum eða
öllum verstöðvum landsins. En
Alþýðublaðið notar þessa reglu-
gerð fjelagsmálaráðherra í gær, til
þess að hvetja sjómenn, að gera
nú nýjar kröfur um áhættuþókn-
un, og láta sjer ekki nægja stríðs-
vátrvggingnn a. En þetta gæti vit-
anlega orðið deiluatriði, sem erfitt
yrði að leysa í skjótri svipan.
Pylsuvagnarnir
fluttir í Kolasund
Pylsuvagnarnir, sem hafa
hingað til verið við suð-
ur- og austurhlið Útvegsbank-
ans verða nú að víkja þaðan
samkvæmt ákvörðun bæjarráðs.
Þetta var samþykt á síðastá
fundi bæjarráðsins.
Bæjarráð hefir ætlað pylsu-
vögnunum stað í Kolasundi.
Hitler i Berlin
Hitler var í Berlín í gær.
Heimsótti hann Lutze
foringja þýska stormsveita-
liðsins í tilefni af fimtugsaf-
mæli hans.
VerOur hættu-
svæðiO fyrir
VestfjðrOum
minkað?
Samkvæmt upplýsingum,
sem Morgunblaðið hefir
fengið, eru sterkar líkur til
þess, að hættusvæðið fyrir
Vestfjörðum verði minkað nú
alveg á næstunni, þannig, að
suðurtakmörk svæðisins færist
norður um 20' (mínútur).
Ef þessi breyting verður gerð,
sem góðar horfur eru á, verða
miðin fyrir suðurfjörðunum —
Önundarfirði og Súgandafirði
—utan við hættusvæðið og geta
bátar þá farið að stunda veið-
ar þar. Suðurtakmörk svæðis-
ins verða þá við ísafjarðardjúp,
en bátar úr verstöðvunum við
Djúpið geta farið á suðurmiðin.
Breyting þessi á hættusvæðinu
myndi því verða til mikilla
hagsbóta fyrir Vestfjarðabáta.
Ekki er enn búið formlega
að tilkynna þessa breytingu á
hættusvæðinu og meðan það er
ógert, gilda hin fyrri takmörk
svæðisins.
„Sumarg jöf“ f ær 5000
kr. styrk frá bænom
Bæjarráð samþykti á síð-
asta fundi sínum að veita
barnavinafjelaginu „Sumar-
gjöf“ 5000 króna styrk úr
bæjarsjóði til í starfrækslu
barnaheimilis í Vesturborg nú í
vetur.
Fje þetta á að færa til gjalda
á reikningi bæjarins 1940.
Bæjarráð hefir sýnt hjer enn
einu sinni verðugan skilning á
starfsemi „Sumargjafar".
Bjarni Jónsson
læknir kemur
beim
Samkv. upplýsingum, sem
Morgunblaðið fjekk í
gærkvöldi, er nú svo komið mál
Bjarna Jónssonar læknis í Eng-
landi, að hann er í þann veginn
að losna úr haldi þar og mun
koma heim innan skamms.
Bjarni læknir var, sem kunn
ugt er, einn þeirra þriggja Esju
farþega, sem ekki fengu að
fara í land hjer, en voru flutt-
ir til Englands, til framhalds-
rannsóknar þar. Hinir tveir
voru ungir sjómenn, sem komu
um borð í Esju í Þrándheimi.
Áður var komin fregn um það,
að þeir væru lausir, og væntan-
legir heim með fyrstu ferð.
María Markan
í Ameríku
Al" aría Markan, hin ágæta
óperusöngkona vor, er
um þessar mundir í Ameríku,
og er að öllum líkindum á söng-
ferðalagi um Kanada nú:
Faðir hennar, Einar Mark-
ússon fjekk símskeyti frá söng-
konunni á aðfangadag, þar sem
hún segist vera stödd hjá vin-
um sínum í Vancouver, vera
ráðin að syngja þar með sym-
phoniuorkestrum og víðar, en
næst í Winnipeg.
María Markan hefir sem
kunnugt er undanfarna mánuði
verið á ferðalagi í Ástralíu og
sungið þar í helstu borgum álf-
unnar. Frjettist af henni þar
síðast í september síðastliðn-
um og ljet hún þá vel yfir sjer.
Alstaðar þar sem María
Markan hefir komið, hefir hún
getið sjer góðan orðstír.
„Armbjörn
hersír“ lítíð
skemdur
Meídsíí sjómann-
anna smávægííeg
C amkvæmt skeyti, sem ríkis-
k-'1 stjórninni hefir borist
frá Pjetri Benediktssyni sendi-
fulltrúa í London, er togarinn
„Arinbjörn hersir“ lítið skemd-
ur, eftir loftárásina á sunnu-
daginn var.
Mun togarinn fá í Skotlandi
þá viðgerð, sem með þarf, en
síðan koma heim.
Eins og getið var um í síð-
asta blaði, gerði ríkisstjórnin
fyrirspurn um meiðsli sjómann-
anna á togaranum. Svarið var,
að 5 menn hefðu meiðst, en
enginn hættulega og liði þeim
öllum vel.
Mennirnir, sem middust eru:
Guðjón Eyjólfsson, ólafur
Ingvarsson, Guðmundur R. Ól-
afsson, Jón Kristjánsson og
Guðmundur Helgason.
Allir þessir menn munu
verða ferðafærir með togaran-
um heim, nema tveir, sem bú-
ist er við að dvelja þurfi á
spítala 2—3 vikur. Hverjir
þessir tveir eru, veit Mbl. ekki.
Flugstyrkur
Þjóðverja
Breskur flugmálasjerfræð-
ingur, Oliver Stuart, sem
oft flytur erindi um flugmál í
breska útvarpið áætlaði í erindi
sem hann flutti í gær, að Þjóð-
verjar ættu í lok ársins 1940
innan við 6 þús. starfhæfar
(„fyrstu herlínu“) flugvjelar,
en um 35 þús. flugvjelar, ef
allur flugfloti þeirra er talinn,
þar með æfingaflugvjelar og
varaflugvjelar.