Morgunblaðið - 08.02.1941, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.02.1941, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. febr. Í941. MORGUNBLAÐIÐ 3 SAMKOMUBANN ( . ' . _r, : - v! •' ! ’’ vegna inflúensunnar --- I ’ / Veikin er komin i kauptún úti á landi Hvernig veikin hagar sjer og ráðleggingar SAMKOMUBANN hefir verið sett á hjer í bæn- um, og einnig fellur niður alt skólahald frá og með deginum í dag. Heilbrigðisstjórnin tók þessa ákvörðun í gær, ;eftir að frjettir höfðu borist til landlæknis frá ísafirði um að inflúensa væri þar komin og fólk legðist í hrönnum í veikinni. Er því ekki lengur neinn vafi á að um inflúensu- faraldur er að ræða. Samkomubannið nær til messuhalds, kvikmyndahúsa, leikhússins og; einnig allra fundahalda og dansskemtana. Yfirleitt ætti fólk að forðast að koma margt saman á meðan á faraldrinum stendur, og heilbrigt fólk ætti að koma sem minst á sýkt heimili. Fólk er beðið að fjölmenn ekki við jarðarfarir meira en nauðsyn krefur. ur finst með brotna höfuðkúpu Ókunnugt um hvernig hann fekk áverkann FYRIR NOKKRUM DÖGUM var lögreglunni tilkynt, að í porti eða húsagarði í Austur- bænum lægi maður í öngviti og væri hann mikið særður. Lögregluþjónar brugðu þegar við og fóru á staðinn. Reyndist það rjett vera, að maður þessi var særður mjög, því við rannsókn kom í ljós, að höfuðkúpa hans var brotin. Maður þessi heitir Davíð Sigurðsson og er járnsmiður. Hann kom til meðvitundar í fyrradag, en ekki er blaðinu kunnugt um líðan hans að öðru leyti en því, að meiðslin eru mjög alvarleg. Þegar Davíð fanst í portinu var þar enginn nálægt og ekk- ert sem benti til með hvaða hætti hann hafði fengið þenna áverka. Verður ekkert að svo stöddu um það sagt, hvort hann hefir verið sleginn eða að hann hefir dottið og slasast svona. Það er ekki að sjá, að inílúens- an hafi breiðst neitt örara út hjer í bænum heldur en áður. Aþka margt vantaði í skólana í gær og í fyrradag, en heilbrigðisnefndin vill gera alt sem í hennar valdi stendur til að fyfirbyggja út- breiðsíu veikinnar, ekki síst vegná kveffaraldurs þess, sem gerigur í bænuöi,' en fólk tekrir hæglega, og éngu síður inflúénsuna, þó það hafi fengið kvefpestina. Það er mjög nauðsynlegt að fólk fari vel með sig ef það fær inflúensuna. Sjálfsagt er að leggj- ast strax, ef hénnar verðnr vart, og nauðsynlegt er að fara ekki of snémma á fætur. Læknar ráð- leggja fólki að nærast á ljettum mat og gæta þess að meltingin sje í lagi. Læknar brýna eindregið fyrir fólki að fara ekki of nemma á fætur, jafnvel þótt það verði ekki mikið veikt. Það kemur oft fyrir, að hiti dettur niður í 1—2 daga og stígur síðan aftur. Enginn inflúensusjúklingur ætti að fara á fætur fyrir en hann er búinn að vera hitalaus í rúminu 3—4 daga. Fylgikvillarnir eru það al- varlegasta við inflúensuna, en ekki inflúensan sjálf. Sá, sem fer illa með sig eða fer of snemma á fætnr, á meira á hættu með að honnm slái niður aftur, eða fái með öðrum orðum einhvern fylgikvilla, og það getur verið alvarlegt mál. Þessar upplýsingar byggjast á samtali Morgunblaðsins við lækni einn hjer í bænum. Vjer spurðum hann hvort menn gangi lengi með sóttkveikjuna áð- ur en veikin brýst út. Taldi hann það venjulega vera 2—3 daga. Sjúkdómurinn stendur venju- lega ;yfir í 3—7 daga, ef veikin er væg. Varnarlyf gegn inflúensu eru engin til örugg. En margir láta vel af chinin og dregur það úr iilri líðan, sem inflúensunni fylgir að jafnaði. Eins er með asperiu og iinrnir svipuð 'lyf. Ekki er .þó svo að skilja, að menn verjist því að taka veikina með lyfjum þess- um. Inflúensueinkennin eru mismun- andi, eftir því hve veikiri legst þungt á fóík. Hiti verður oft hár, 39—40°, og fylgir honum oft hrollur. Auk þess fá menn höfuð- verk, einkum framan í enni og augun verða aum, beinverkir, einkum lendaverkur. Þá eru oft særindi í hálsi, án þess að háls- kirtlar bólgni verulega. Oft kem- ur snemma nefkvef og jafnvel slímhimnubólma í augu'með angna rensli. Þá er þurr hósti mjög al- gengur, kitlandi tilfinning í koki og harka og særindi fyrir hrjósti. Ármann vann sundknattleiks- mótið Simdknattleiksmót Reykjavík- ur var haldið í Sundhöll- inni í gærkvöldi og var á tak- mörkum að leyfi fengist til að halda það vegna samkomubanns- ins, sem var að skella á. Leikar fóru þannig, að sveit Ár- manns vann mótið og þar með Reykjavíkurmeistaratitilinn í sund knattleik. Fyrst keptu B-sveit Ægis og K. R. og vann Ægir með 3 mörkum gegn 2. Þá keptu sveit Ármanns og A- sveit Ægis og sigruðu Ármenning- ar með 4 mörkum gegn 1. Röðin á mótinu verður því; Ár- mann nr. 1, A-sveit Ægis nr. 2, B-sveit Ægis nr. 3 og K. R. nr. 4. Ohróðursmál um ísland rannsakað Qreinin um ísland, sem birtist í ameríska blaðinu „Time“ og sem nýlega var birt hjer í blað- inu, hefir vakið mikla athygli bresku setuliðsstjórnarinnar hjer. Það, sem vakið hefir athygli setuliðsstjórnarinnar, er, að kanad iskir hennenn hafa látið hafa eft- ir sjer slúður og vitleysur um ís- land, sem hvergi eiga sjer stað. Eftir því sem Morgunblaðið hef- ir fregnað, munu hernaðaryfir- völdin hjer ætla að láta rannsaka þetta mál og má búást við að hermenn þeir, sem valdir eru að þessum óhróðursskrifúm, vérði látnir sæta ábyrgð fyrir fleipur sitt. Lítið eftir af rikisláninu Morgunblaðið spurðist fyrir um það í fjármálaráðu- neytinu í gær. hvernig gengi með ríkislánið. Samkvæmt bráðabirgðatalningu, em fram hefir farið, hefir verið vskrifað fyrir skuldabrjefum sem hjer segir: í Reykjavík og Hafnarfirði kr. 3.943.900.00 Ut um land — 600.000.00 Kr. 4.543.900.00 Skilagrein var þó ekki komin .frá öllum, svo sennilega er talan of'lág. Er því að verða hver síð- astur fyrir menn, að kaupa skulda- brjef í þessu ríkisláni. Skipsflak i sjóskorp- unni úti á iiaii Skipstjórinn á m.s. Sildin, sem nýlega kom til Vestmanna- eyja frá Englandi, tilkynti, að hann hefði á leiðinni heim sjeð stórt skipsflak, er maraði í hálfu kafi. Staður sá, er flakið var á, er þeir á Síldinni sáu það 4. þ. m., var þessi; 58° n. br. og 11° v. I. Er það á siglingaleið, alllangt fyr- ir norðan Skotland. Skipsflak þetta var mjög stórt, á að giska 120—130 metrar á lengd; var það járnskip. Fram- endi skipsins stóð upp úr sjó og sást greinilega móta fyrir aftur- endanum í kafi. Engin þjóðarein- kenni sáust á skipinu. T tmdtir- duflahættan Djúpavík, föstudag. undurdufl er stöðngt að reka hjer á f jörurnar. Fyrir nokkrum dögum rak dufl á land í Drangsvík og annað í Ingólfs- i'irði. í gær rak 2 á land, annað á Munaðarnesi, en hitt á Kross- nesi. Dufl hafa sjest á reki frá ó- feigsfirði og Reykjanesi. Menn úr breska setuliðinu eru komnir hingað norður til þess að ónýta þau dufl, er rekur á land. Menn hafa að mestu hætt að stunda róðra hjer, aðallega vegna tundurduflahættunnar. Dufl á siglingaleið. Súðin kom til Akureyrar í gær. Skipstjórinn tilkynti, að þeir hefðu sjeð tvö tundurdufl á reki á sigl- ingaleiðinni frá Flatey á Skjálf- anda til Eyjafjarðar. Lítill skíðasnjór ennþá rátt fyrir snjókomuna í gær, er skíðafæri enn ljelegt, nema hátt á fjöllum nppi. Á Hellisheiði snjóaði dálítið í gær en, þar var svo hvast að snjó festi ekki, en rauk saman í skafla. Frost var í, gær á Hellisheiði um 4 gráður og fór kólnandi og veðurglöggir menn spáðu snjó- komu í nótt. Ekki þarf aS snjóa mikið til að skíðafæri verði gott nálægt skíðaskálunum. Skíðafólk ætti samt að hafa í huga, ef það fer á skíði, að búa sig vel og umfram alt að fara varlega. Rannsóknarlögreglan hefir mál þetta til meðferðar, og Þórður Björnsson, fulltrúi sakadómara, hafði rjettarhöld og ýfirheyrSlur í málinu í gær. Morgunblaðinu tókst ekki í 'gær að fá neinar fregnir frá hinu op- inbera um, hvort nokkuð hefir upplýst.s í málinu um hvernig Davíð fjekk áverkann. Allskonar furðusögur hafa geng- ið um mál þetta í bænum og get- ur Morgunblaðið fullyrt að þær eru flestar eða allar stórum ýktar. Frjálslyndi söfnuðurinn löggiltur Frjálslyndi söfnuðurinn í Reykjavík hefir fengið löggildingu og viðurkenningu kirkjumálaráðuneytisins, með síra Jón Auðuns, sem forstöðu- mann (prest). Var í ráði að fyrsta messa safnaðarins yrði á morgun kl. 51/2 í Fríkirkjunni, en af því getur þó ekki orðið sökum samgöngubannsins. Safnaðarstjórnin, sem kösin var á stofnfundi safnaðarins hefir nú skift með sjer verkum þannig: Formaður safnaðarnefndar er Stefán A. Pálsson kaupm., varaform. Guðmundur Guðjóns- son kaupm., ritari frú Guðrún Vilhjálmsdóttir, vararitari ung- frú Hulda Ingvarsdóttir. gjald- keri Sólmundur Einarsson bóndi, varafjehirðir Stefán Thorarensen lögregluþjónn og meðstjórnandi Ólafur Ólafsson. kaupm. Síra Jón Auðnns mun kalla sam- an fermingarbðrn sín í Reykjavík að samkomubanninu loknn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.