Morgunblaðið - 08.02.1941, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.1941, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 8. febr. 1941. SKÍÐAFERÐIR í dag kl. 2 (ef næg þátttaka verður), í kvöld kl. 8 og í fyrramálið kl. 9. Þátttaka tilkynnist í síma 4535. BLANKO jfegir alt. — Sjálfsagt á hvert beimili. Hin vandláta húsmóðir notar BLITS í stórþvottum. ENSKU KVENNÆRFÖTIN ódýru, eru komin aftur. Versl- unin Manchester, Aðalstræti 6, CHEVIOT, ULLARKJÓLATAU og peysufataklæði. Verslunin Manchester, Aðalstræti 6. SALTFISK þurkaðan og pressaðan fáið l>jer bestan hjá Harðfiskölunni, Þverholt 11. Sími 3448. 4 MANNA BÍLL óskast til kaups. Tilboð merkt „4 manna“ sendist Morgun- blaðinu fyrir mánudagskvöld. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millillð- ina og komið til okkar, þar sem þjer fáíð hæst verð. Hringið í 9Íma 1616. Við sækjum. Lauga- vegs Apótek. KAUPUM FLÖSKUR * fttórar og smáar, whiskypela, flös og bóndósir. Flöskubúðin, lergstaðastræti 10. Sími 5395. lekjum. Opið allan daginn. KALDHREINSAÐ þorsaklýsi. Sent um allan bæ. Bjöm Jónsson, Vesturgötu 28. Bimi 3594. KÁPUR og FRAKKAR fyrirliggjandi. Guðm. Guð- mundsson, dömuklæðskeri - • Kirkjuhvoli. NÝKOMIÐ Taft, Ullartau, Kápufóður og Giitermans Silkitvinni í mörgum litum. Saumastofa Ólínu og Bjargar, Ingólfsstræti 5. •Jupxið-furulíí TAPAST HAFA 1 gær peníngar í merktu um- elagi. Finnandi vinsamlega beðinn að skila þeim á Vatns- stíg 16. tyin*«a> VANUR SJÓMAÐUR ©skast suður í Hafnir. Góð kjör, ef um semur. Uppl. hjá Benó- ný, Hafnarstræti 19, frá kl. 12 .—6 í dag. BARNLAUS HJÓN óska eftir góðri íbúð 14. maí. Tilboð sendist blaðinu merkt: ÍSkiIvís. HAMIN6JVHJOLIB 5i...... Eftlr GWEN BKIGTOW Eleaner reyndi alt hvað hún gat til þess að vera í góðu skapi. Hún fór í samkvæmi með Kester og bauð kunningjum hans heim. Og þegar hún hitti ísabellu, heils- aði, hún henni kurteislega, en skifti sjer að öðru leyti lítið af henni. En fjárhagur þeirra fór stöðugt versnandi. Lánardrotnarnir börðu að dyrum, og þau gátu nú ekki lengur fengið vörur, hvorki hjá grænmetissalanum, nje matvöru- eða vefnaðarvörukaupmanninum. Þau gátu ekki fengið lánað svo mikið sem einn nagla til þess að festa fjöl, sem laus var í forstofu- gólfinu. Og bíllinn var orðinn svo ljelegur, að lífsháski var að aka í honum. Síðustu tvo mánuðina höfðu þau notað matarsalt í stað- inn fyrir tannpasta. í febrúarmánuði var bómullar- pundið komið upp í 8 cent. Og fyrsta mars skrifaði Sebastian þeim og ráðlagði þeim að selja. Það var ekki að vita, nema bómullin fjelli aftur í verði, þar sem þýsku kafbátarnir voru stöðugt mjög hepnir í viðureign sinni við versl- unarskip bandamanna. ★ Kvöld eftir kvöld sátu þau Elea- nor og Kester og töluðu fram og aftur um hvað gera skyldi. Seldu þau bómullina á 8 cent, gátu þau greitt reikninga sína, en þá varð ekkert eftir upp í 20 þúsund doll- arana, sem greiðast þurftu fyrir 1. desember, ef þau áttu að geta haldið Ardeith eftir þann tíma. Vonlaust var, að plantekran gæfi af sjer svo mikið fje fvrsta árið, þó byrjuðu þau garðrækt. í ör- væntingu sinni fanst þeim hugs- anlegt að bið.ja Fred, föður ísa- bellu, um hjálp. En ísabella þekti þó hag hans sa'o A'el, að hún vissi. að hann myndi ekki geta útvegað 20 þúsund dollara í reiðu fje, nema setja bæði vjelar sínar og hús sitt að veði. „0g það má liann ekki gera“, sagði Eleanor. „Yngri systkini mín eru enn í skóla, og hann hefir ekki leyfi til að eyðileggja fram- tíð þeirra mín vegna‘:. „Mín vegna, áttu við“, sagði Kester. „Nei, það er útilokað, að hann hætti aleigu sinni fyrir þá sök, að þú hefir gifst mjer“. Eftir nokkra þögn spurði Elea- nor: ,,Hve mikla peninga hefir þú ?“ Kester leitaði í vösum sínúm og taldi. „Jeg á ellefu dollara. og þrjátíu og fjögur eent“; sagði hann. „Og jeg hefi sex dollara í pyngjunni og þrjátíu og tvo í bankanum“, sagði Eleanor. „Og það er alt og sumt sem við eigum“, sagði Kester. Þau horfðust í augu, alvarleg á svip. Nú snerist baráttan ekki lengur um það að bjarga Ardeith, &&&ifnnÍ7upw KIRKJUNEFND KVENNA Dómkirkjusafnaðarins hefir á- kveðið að halda Bazar í byrj- un mars næstk. Konur þær, sem vinsamlegast vildu styrkja hann með gjöfum eru beðnar að koma þeim til frú Bentínu Hallgrímsson, Skálholtsstíg 2 og frú Áslaugar Ágústsdóttur, Lækjargötu 12. heldur það að útvega helstu lífs- nauðsynjar til heimilisins. „Við verðum að selja bómull- ina“, sagði Kester að lokum. „Já“, svaraði Eleanor. ★ Morguninn eftir settist Eleanor við ritvjelina til þess að skrifa Se- bastian og biðja lianu að selja bómullina fyrir þau. Kester kunni ekki að vjelrita og sat Jivi og horfði á. Fjórum sinnum byrjaði Eleanor á brjef- inu. Það átti að vera ofur blátt áfram, en' liún fipaðist altaf, eins og hendurnar neituðu að fram- fylgja skipunum heilans. Hún. tók fjórðu örkina úr vjélinni,. bögl- aði hana saman og fleygði henni í brjefakörfuna. Þá gekk Kester þegjaudi til hennar og faðmaði hana að sjér. Eftir langa þögn spurði Elea- nor: „Hvað eigum við til bragðs að taka í desemberf1 „Kannske við getum komið undan nokkrum hekturum“, sagði Kester. „Og þá get jeg farið að búa með eitt múldýr til áburðar“. Eleanor lagði hendur sinar í lófa hans og Kester þrýsti þær innilega. Síðan spratt liann skyndi lega á fætur, gekk út að glugga og leit út. „Ardeith“, sagði hann í angur- værum róm. „Hjer bygði Philip Larné sjer bjálkakofa. Hann rækt- aði Indigolit“. „Ó, Kester, þú mátt ekki tala svona“. Og án þess að gefa honum tíma til þe.-,s að segja rneira, sneri hún sjer að ritvjelinni og byrjaði að vjelrita brjefið. Hinar stuttu og skýru setningar voru þrátt fyrir alt ekki eins og neinn dauðadóm- ur: „Hjer með veitist yður fuit umboð til þess að selja bómull þá, er meðfylgjandi kvittanir greina . . . .“ „Gerðu svo vel, Kester, hjer er brjefið“, sagði hún að lokum. ★ Hann las brjefið yfir og skrif- aði síðan nafn sitt undir. „Það er víst best, að jeg fari strax í bæinn og komi því af stað“, sagði hann. „Bómullin get- ur fallið í verði, hvenær sem er“. Þau sátu þegjandi yfir mið- degisverðinum. Kester mintist að- eins á það, að nú stæðu fersltju- trjen í blóma, og yndislegt væri nú í ferskjutrjesgarðinum. Að miðdegisverði loknum ljet hann söðla hest sinn og reið til bæjarins. En Eleanor gekk um hfisið, eins og A'æri hún þegar far- in að kveðja heimilið, sem henni var farið að þykja óumræðilega vænt um. Loks tók hún út bíl- skrjóðinn og ákvað að aka spöl- korn sjer til hressingar. Hún ók meðfram ánni og braut heilann um, hve miklu þau myndu geta komið undan, er þau yrðu að flytja burt. Ilmurinn af engjunum barst að vitum liennar. Alstaðar var ljóm- andi litskrúð. Ferskjutrjesgarður- inn stóð í fullum blóma og fugl- arnir kvökuðu alt í kring. Eleanor Iiafði aldrei veitt því atliygli, hve næm hún var orðin fyrjr nátt- Úrufegurðinni á Ardeith, fyr en nú, er hún átti að fara þaðan. ★ En alt í einu stöðvaði hún bíl- inn svo skyndilega, að hann var nærri hrokkinn út af vegarbrún- inni. Inni í ferskjutrjesgarðinum sá hún, hvar Kester og ísabella sátu undir trje, svo niðursokkin í samræður, að þau tóku ekki eft- ir því, að hún ók framhjá. Eleanor ók af stað á fleygiferð. Við vegamótin stóð hestur Kesters, bundinn við trje, og rjett hjá var hinn skrautlegi' bíll Ísabellu, sem hún liafði keypt rjett eftir að hún kom heim. Því að þó að tekjur liennar va>rn litlar á móts við það, sem hún hafði liaft áður, virtist liún geta kevpt alt, sem henni datt í hug. Eleanor sneri við og ók aftur framhjá ferskjutrjesgarðinum. — Þau sátu enn á sama stað. fsabella hafði tekið ofan hattinn og liaust- sólin skein á glóbjart hár henn- ar. Hún sat með krosslagða fæl- ur og mændi á Kester, sem hafðú orðið. Þessi stelling fór henni vel, hugsaði Eleanor, og hæfði veL kvenmanni, sem vann hylli karl- mannanna með því að látast vera hrifinn af þeim. Rjett í því, er Eleanor ók framhjá, sagði Kest,- er eitthvað, og ísabella hallaði höfðinu aftur og skellihló. Diley inn með Cornelíu. V Eleanor titraði af reiði, en stilti sig þó um að yrðá á þau, svo að ísabella fengi ekki tækifæri til þess að hrósa happi við Kester. Ilún ók beina leið heim, skildi bílinn eftir fyrir utan og fór inn í dagstofu. Þar æddi liún fram og aftur um gólf. Litlu síðar kom Dilky inn með Cornelíu. „Farðu með hana út í garð“„ sagði Eleanor stutt í spuna. „Það er farið að kólna úti“r sagði Diley í ásökunarróm. „Heyrðirðu ekki, að jeg sagðv að þú skyldir fara út með hanaf‘fc „Jú“, svaraði Diley særð og flýtti sjer út. „Hann lofaði mjer því“, sagði Eleanor hvað eftir annað við sjálfa sig. „í þetta sinn sætti jeg mig eklii við kæruleysi hans“„ Hún hafði ekki minst á ísa- bellu síðan í nóvember, að hann hafði af fúsum vilja lofað að hitta liana eklti, og lienni hafðí ekki komið til hugar að efast um, að hann hjeldi loforð sitt. En nú fanst henni, sem héfði hún verið dregin á tálar, og yfir því var hún æfareið. Þau voru • svo að segja búin að láta af hendi bóm- ullina, og það var augl.jóst, að" þau myndu missa Ardeith, nema þá fyrir eitthvað kraftai’erk. Og: þó liafði hún ekki sagt eítt æðru- orð við Kester, sem átti sökíiia í» þiTí. Og svo launaði hann henni á þenna hátt. Nei, 'þetta var íneira. en hún gat afborið. ★ Sólin var að hníga til viðar, þeg- ar Kester kom lieim. Hvin heyrði fyrst hófadyn í trjágöngunum og að vörmu spori kom hann inn í dagstofuna. Framh. Meðal æðri stjetta í Iran er það ófrávíkjanleg venja, að maður, sem verður hrifinn af stúlku og A'ill kvænast henni. fer til föður lieiuiar oþ ,,semur“ við liann. Síð- an eru þau t-rúlofuð um tíma, en sjást aldrei, fyr en á sjálfan brvið- kaupsdagin-n. ★ Húsbóndinn: Hvað er að sjá þig, kona? Hversvegna ertu með plástur á auganu? Frúin: Plástur! Þetta er nýi hatturinn minn! ★ Myndhöggvarinn: Þií segist hafa fengið fyrstu verðlaun fyrir þessa mynd. — Það er ekki rjett, það voru þriðju verðlaun! Málarimi: Jeg sagðist liafa fengið fyrstu verðlaunin fyrir hana, og það er rjett! Jeg hefi aldrei fengið verðlaun fyr! ★ — Tannlæknirinn sagði, að tönnin, sem hann dró úr mjer, væri einslds virði, og þó tók hann tíu krónur fyrir hana! Við uppskipun á timbri við Randselven í Noregi misti verka- maður einn gerfitennur sínar í fljótið fj'rir tveimur árum. Með hjálp fjelaga sinna leitaði hann að tönnunum, en árangurslaust. I sumar sem leið var óvenju lágt í ámii, og er maðurinn var úti að róa í bát sínum, sá liann glitta á eitthvað á botninum. Þeg ar hann gætti betur að sá liann, að þetta voru — tennurnar. Og þegar hann liafði látið tannlækni athuga þær, var „alt í lagi“ með tennurnar, þær voru óskemdar með öllu og nothæfar. ★ — Meðhöndlið þið ekki stúlk- una ykkar eins og hún sje ein a£ fjölskyldunni ? — Nei, það þorum við ekki. Við erum mjög kurteis við liana. ★ Konan: Ilversvegna hefir þú sagt Guðmundi, að þú hafir gifst mjer vegna þess að jeg sje dug- leg að búa til góðan mat. Það er alls ekki satt! Eiginmaðurinn: Það veit jeg i’el, en einhverja afsökun \-arð jeg að liafa! ★ Móðirin: Ef þú verður góður drengur, kemstu í himnaríki. Sonurinn: En hvað þarf jeg að gera til þess að komast í bíó? ★ — Er Jón orðinn listamaður? — Nei, hann liefir bara gleymt að raka sig! ★ Frændi gamli: Hvað ertu gam- all, lagsi? Drengurinn: Jeg er á erfiðasta aldri. Frændi: Nú? Drengurinn: Jú, jeg er of stór til þpss að gráta, en of litiíl til þess að blóta. ★ Forstjórinn; Ilvað er faðir vð- ar? Umsækjandi; Hann er dáinn. Forstjórinn; En hvað var hann; áður en hann dóf 'Umsækjandi: Lifandi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.