Morgunblaðið - 08.02.1941, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.02.1941, Blaðsíða 5
taugardagur 8. febr. 1941. orsimftlaMð Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjörar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, augVýsingar og afgreiCsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,60 á mánuBi innanlands, kr. 4,00 utanlands. f lausasölu: 20 aura eintakitS, 25 aura met! Lesbók. Ólafur Thors atvinnumálaráðherra: Þættir úr atv nnulífinu Haftastefnan ÞAÐ kom varla svo út Tímablað árið sem leið, að þar væri • ekki grein með lofsöng nm stefnn Framsóknarflokksins í viðskifta- ímálnm, þá stefnu, að sjá nm, að .geyma vandlega sterlingspundin, ísem þjóðin var að eignast erlendis, «ög nmfram alt, að nota þau ekki ítil vörukaupa umfram brýnustu þarfir. Blöð Sjálfstæðismanna gagn- írýndu þessa stefnu. Þau töldu ;!hyggilegra, að birgja landið sem -anest af nauðsynjavörum, því a6 ..allar líkur væru til þess, að stríðið yrði langt og þá ekki að vita, 'hvernig gengi að fá vörur. Ilitt ætti öllum að vera ljóst, að varan myndi hækka í verði og því hyggi- legast, að gera innkaupin sem fyrst. Blöð Sjálfstæðismanna bentu og á, að það væri engan veginn örngt að eiga miklar fúlgur inni •hjá þjóð, sem ætti í styrjöld, Æversu voldug sem sú þjóð væri. Tímamenn rjeðust ineð hinu 'smesta offorsi á blöð Sjálfstæðis- onanna fyrir ])á stefnn, sem þau tóku í viðskiftamálunum eftir a'5 'ihagurinn batnaði út á við. Þeir ikölluðu þetta „vörukaupastefn- nna" og auðvitað var það vegna 'kaupmanna, að Sjálfstæðismenn Ibörðust fyrir henni. v Nú hefir þjóðin fengið að þreifa 'á því, hvor stefnan var hyggilegri. Nú er svo komið, að pundin verða að geymast inni á lokuðum reikn- ing erlendis, á kostnað eigenda. Við getum ekki lengur flutt pund- in heim. Og við getum ekki not- að pundin til vörukaupa, vegna Vþess, að nú er ekki Iengur hægt að fá vörurnar keyptar í Eng- 'landi, nema af skornum skamti. Nú verðum við' að láta okkur nægja, að leggja saman miljón- írnar, sem safnast stöðngt fyrir í London og reikna út, hve ríkir við erum orðuir. En þótt þessi mál liggi nú sVo tljóst fyrir, að hver einasti niaður á landmu, með óbrjálaða skyn- :«emi, sjái og skilji, að stefna "Framsóknarflokksins í viðskifta- inálunum var röng, er Skúli Guð- snundsson ekki alveg á því, að viðurkenna þetta. Nú vill hann skella skuldinni á kaupmenn. Þeir iiafi vanrækt að birgja landið upp af vörum! Hann ev þá alveg bú- inn að gleyma, að það var ekki fyr en í september s.l., að aðal- frílistinn var gefinn út, sem var þó eingöugu 'bundinn við vörur frá Bretlandi, en þá var svo kom- ið, að mikið af fn'lista-vörunum voru óíáanlegar þar. ITann er -einnig búinn að gleyma þVÍ, að stórir vöruflokkar, eins og vefn- aðarvava og búsáhöld. voru aldrei 'leystir úi' viðjum haftanna. Þjóðartapið, vegna heiniskulegv- av stefnu í viðskiftauiálunum, nem uv þegar tugum miljóna. Ilvað það -vevðuv ao lokum, veit enginn. ¥ yfirlitsræðu Ólafs Thors * um atvinnumálin 1940, er hann flutti í útvarpinu á fimtudagskvöld, fjallaði einn kaflinn um ýmsar stofnanir, sem f alla undir atvinnumála- ráðuneytið, beint eða óbeint. Fer hjer á eftir sá kafli ræðunnar, nokkuð styttur. Póstur og sími. í byrjun síðasta árs tóku Bret- ar að hindra beina póstflutninga milli íslands og annara landa. Hefir síðan í æ ríkari mæli verið hert á í þeim efnum, og er nú svo komið, að nær allur póstur til landsins, og frá því fer yfir Bret- land. Hefir dregið allmikið ivr venjulegum tekjum póstsins, en nokkrar tekjur hefir pósturinn þó af póstflutningum breska setu- liðsins. Tekjur póstsins á árinu hafa þ*5 orðið lítið eitt hærri en 1939, eða 780 þús. kr. En gjöldin eru þá líka allmiklu hærri, og er því tekjuhalli á árinu 60 þús. kr. Hinsvegav hefir afkoma símans orðið sæmileg, því enda þótt gjöldin hafi að sjálfsögðu vaxið, hafa ])ó tekjurnar vaxið örar, Eru þær um 3 milj. 650 þús. kr. eða 850 þús. kr. hærri en í fyrra, og er tekjuafgangur um 600 þús. kr. auk eignaaukningar, er nema um 420 þvis. kr. Hefir síminn þó greitt af rekstrarkostnaði and- virði nýrra talstöðva, en fyriv hendi er lántökuheimild í því skyni. Ennfremur hefir síminn fært á rekstur 120 þús. kr. kostn- að við steinsteyptar jarðstrengs- rennur, er á árinu voru lagðar í ýmsar götur í Reykjavík. Er hjer um nýmæli að ræða. aðeins byrjun á kerfi, er að vísu mun kosta all- mikið fje áður en lýkur, sem þó af mörgum ástæðum verður að teljast alveg sjálfsagt að hraða eftir efnum. Tekjuauki símans stafar sum- part frá kappsamlegum rekstri atvinnuveganna, en sumpart af símanotkun setuliðsins. Hefir oft reynst örðugt eða jafnvel ókleift að fullnægja innanlandsþörfinni, en orðafjöldi í skeytaskiftum við útlönd óx úr rúmum 2 milj. árið 1939 og upp í 3y2 miljón 19^40. Yegna stríðsins hefir símaþjón- ustan gengið mjög úr skorðum, og þá eiidtum eftir hernára ís- lands. Þannig hefir alþjóðaveður- þjónustan við ritlönd, talsamband við útlönd, beint loftskeytasam- band við Ameríku og talþjónusta milli skipa og lands fallið niður. Þá kannast og margir við hið svo- nefnda loftskeytamál. Er það eitt hinna mörgu ágreiningsefna, er ráðuneytið hefir þurft að semja urn við Breta. Lyktaði því sem kunnugt er fullkomlega viðunandi fyrir íslendinga, og langtum bet- ur en áhorfðist. Nýjar . símalagningar voru með minsta móti. Veldur því efnis- skortur. Nokkuð var fjölgað einkasínimu í sveitum. Eru þeir nú komniv á um 1200 bæi af 6000 sem í landinu eru. A •irinu fjölgaði talstöðvum um 00 og eru nú loftskeyta- og tal- árið sem leiö stöðvar landssímans alls um 730. Mun nú hert á um smíði talstöðv- anna, og hefir síminn komið sjer upp sjerstöku verkstæði í því skyni. Er þess vænst, að á þessu ári verði smíðaðar 65 stöðvar. Bagar þó bæði efnisskortur og hörgull hæfra manna til þeirra verka. Á landinu eru nú alls 9300 sím- ar, og varð fjölgun á árinu 700. Póstgjöld hækkuðu nokkuð 1. janriar 1940, en símágjöld hjeld- ust óbreytt á árinu. Vegamál. A s.l. ári var enn sem fyr unn- ið af miklu kappi að vegamálum. Eru nú akfærir vegir orðnir nokk- uð á 5. þús. kílómetrar og þar af er um 1/3 hluti góðir upphleyptir vegir. Eykst viðhaldskostnaður vega að sjálfsögðu eftir því sem vegirnir lengjast og gleypir við- haldið æ stærri hluta þess, er rík- issjóður mun teljast fær ttm að leggja fram til veganna. Heildarkostnaður við vegamálm hefir á árinu orðið 3.4 miljónir króna, og er þá meðtalið. atvinnu- bótafje til vegavinnu og vegabæt- ur í mæðiveikihjeruðum. Er kostn- aður þessi 1200 þús. kr. hærri eh hann hefir hæstvir verið, sem var árið 1939. Tölur þessar segja þó eigi rjett frá, og kemur þá að hinu atriðinu, er mestu þykir skifta, en það er, að ríkissjóður fær'end- urgreiddar rúmar 800 þús. kr. af þessu fje. Greiða Bretar megin- hluta þess fjár samkvæmt sjer- stökum samningi, er vegamála- stjórinn hefir gert við þá. Gildir samningur sá þar til öðruvísi verður ákveðið, að því er snertir kostnað við viðhald veganna, meðan Bretar dvelja hjer með setulið. Eiga íslendingar að sönnu augljósa sanngirniskröfu til þessa framlags, en þó verður að telja mikilsvert gleðiefni, að um þetta hafa náðst ótvíræðir samningar. Þykir eigi rjett að skýra þá frek- ar að þessn sinni. Þrátt fyrir óhemju viðhalds- kostnað, eru margir helstu vegir nú verri en dæmi eru til á síðari árum. Er því sá einn kostur, að verja því er með þarf til við- halds á þessu ári, því ella má ætla að ýmsir vegir eyðileggist með öllu. Er líklegt að vegaviðhald þessa árs verðí milli li/ó og 2 milj. króna. Hafnargerðir og lendingabætur. Að hafnarmannvirkjum og lend- iugabótum hefir á árinu 1940 ver- ið unnið á 12 stöðum undir um- sjón vitamálaskvifstofunilar. Kostn aður varð i/> miljón kr. Ur ríkis- sjóði var alls gveitt á árinu til hafnarmála um 250 ]>ús. kr. Eru þessar upphæðir nokkvu lægri en 1939.' ITm samdráttinn veldur mestu stórfeld Ini'kkun á erlendu efni. Til nýrra vita var vavið svipað og undanfarin ár, eða um 70 þús. kr. I yfirlitsræðu þeirri , er jeg flutti um þessi mál í fyrra, vakti jeg athygli á því, að íslending- um, sem um alla afkomu eru mjög háðir útgerð og siglingum, væri til vansæmdar að gera sjer vita- málin að tekjulind, meðan strend ur landsins eru á löngum köflum nær óvitaðar, en vitakerfinu á- bótavant, þar sem skárst á að heita. Setti jeg fram , þá lágmarks- kröfu, að öllu vitagjaldinu yrði varið til vitamálanna, en á það hafði skort um 1200 þús. kr. síð- ustu 11 árin. Síðasta Alþingi að- hyltist þessa skoðun og lögfesti um það fyrirmæli, er koma til framkvæmda strax og siglingar til landsins og frá því hefjast að nýju með eðlilegum hætti. Fyr hafa þau ákvæði ekki hagnýta þýðingu. Strandferðir. A árinu hefir ríkið rekið strandferðaskipin Esju og Súðina. Hefir hið síðara að nokkru verið í millilandasiglingum og haft af sæmilegan hag, en rekstur þess í strandferðum hefir altaf verið dýr og óhagstæður. Er því út- koman í ár venju fremur góð. Var ríkisframlag 100 þúsundir kr., auk framlags vegna Petsamofarar Esju 100 þús. kr. Til jafnaðar hefir útgerðin um 50 þús. kr. Er halli því aðeins 150 þús. kr. þrátt fyrir Petsamoförina og er það eftir atvikum ekki mikið. Rannsóknarráð ríkisins. Höfuðverkefni rannsóknarráðs- ins á árinu voru þessi: Rannsóknir á mólöndum; til- raunir með móeltivjelar; rannsókn á áburðarefnum; jarðboranir; al- mennar rannsóknir, þar á meðal sementsgerð, og er ætlað að á þær rannsóknir verði lögð áhersla á þessu ári. Er ekki hægt í þessu yfirliti að rekja störf rannsóknarráðsins, en áreiðanlega má mikils góðs vænta af starfsemi þess í framtíðinni, enda hefir það góðum kröftum á að skipa. Verkefnin mega teljast ótæmandi, og hvarvetna arðs von. Ber því opinbera að tryggja rannsóknarráðinu nægilegt fje. Þar kemur vafalaust hver pening- ur 1000-faldur aftur þótt síðar verði. Flugið. Plugf.ie]ag íslands hefir haldið áfram virðingarverðri viðleitni til að efla flugsamgöngurnar. Ræður fjelagið nvi yfir 2 flugvjelum og hefír hvig á því að eignast nú þeg- ar þá þriðju. Rikið hefir stutt flugmálin með nokkru fjárfram- lagi, og að öðru leyti leitast við að greiða götu f jelagsins. Er það mjög að verðleikum. Mætti svo fara er fram Uða stundir, að flug- f jelagið yrði annað óskabarn þj68- arinnar, og að sá þættist mestnr, er best hefði hlúð að nýgræðingn- um meðan honum stafaði hætta af íslenskri deyfð, misskilningi og kulda. Kaupskipaflothm. Kaupskipafloti íslendíuga hefir minkað á árinn. Gullfoss lá S Danmórku en Snæfell í Noregi þegar þessi lönd voru hertekin. Hefir hvorugt skipið fengið far- arleyfi og standa eígi vonir til aS við hofum þeirra not, meðan 6- friðurinn stendur. Var það mikið tjón, jafn litlu og af var að taka. í hópinn, bættist aðeins eitt lítiS skip, er fiskimálanefnd á og Artic heitir. Kaupskipafloti íslendinga er aS sönnu lítill, aðeins Possarnir 5, Edda, Hekla, Katla og Artic, ank Esju og Súðarinnar, er að mestn stunda strandferðir. En ómetan- legt er þó; það gagn, er þessi fáa skip hafa gert þjóðinni, og gera menn sjer tæplega grein fyrir^ hvar á vegi við værum staddir, hefði þessi floti ekki varið okknr vöruskorti og vandræðum. Hefir Eimskipafjelag fslands enn sann- að, að það ber með sóma rjett- nefnið. Hefir því lánast að hafa auk eigin skipa umráð yfir 2 er- lendum skipum og þanníg að langsamlega mestu leyti annast flutninga nauðsynja til landsins, annara en kola, salts og olíu, og ýmsrar framleiðsluvöru frá land- inu. Hefir verið miklum örðugleik- um bundið að fá farkost fyrir þungavöruna, og þó hætt við að þau vandræði aukist. Væri vel að menn gerðu sjer nú þegar Ijóst, hvort það er ekki Islendingum höfuð-nauðsyn, að freista þess að festa kaup á flutn- ingaskipum, meðan þess enn kann að vera kostur í Ameríku, enda þótt slík skip yrði fremur æt.luð til að leysa þörf líðandi stundar en til frambúðar. Af 7 skipum, er Eimskipafjelag íslands stjórnar, hafa 3 siglt & England, 2 að staðaldri til New York, en 2 ýmist til Englands eða Bandaríkjanna. Ráðuneytið hefir eigi í höndum skýrslur um afkomu kaupskipa- flotans. Þykir sennilegt að arður hafi orðið góður af þeim rekstri. Eigi hefir ráðuneytinu þótt ástæða til afskifta, nema hvað það hef- ir einstaka sinnum borið fram sjerstakar óskir um flutninga eða flutningsgjöld við Eimskipaf,'elag íslands, og hefir fjelagið tafar- laust orðið við þeim óskum. En fyrir því hefir ráðuneytið eigi viljað eiga þátt í að sett yrði föst ákvæði um flutningsgjöld, að bæði er það miklum vandkvæðum bund- ið á slíkum tímum umbreytinga. og svo hitt, að hagnist hin smærrí fjelög, fellur sá gróði samkvæmt PRAMH Á SJÖTTU SÍÐtf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.