Morgunblaðið - 08.02.1941, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.1941, Blaðsíða 6
6 Láugardagur 8. febr. 1941. MORGUNBLAÐIÐ Þattir.úr atvinnulifinu qw )tfU ,ffLÖ í. FEAMH. AF FIJÍTU SÍÐU. ^ildandi skattaiikvæíSum því op- inbéra að verulegum hluta, en gróði Eimskipafjelags Islands er gróði alþjóðar, trvggasti, arðvæn- legasti og blessunarríkasti vara- sjóður, sem þjóðin fram að þessu iefir eignast. Þjóðin þarf að eígn- ast ný skip, mörg skip og góð. Eimskipafjelag íslands á að hafa þar forystp. en margar aðrar hendur eiga að leggjast á þann plóg. Það er órannsakað mál hvort ▼iturlegra er, að leggja einhliða áherslu á framleiðsluna eða ; að Sytja gull inn í tandið á stórum kaupskipaflota, er siglir um út- hðfin, í annara þjónilstu, en eign íslendinga. En hvað sem því líð- ur. er víst, að eftir ófriðirin verða íslendingar að auka skipastól ■inn, og er því íjársöfnun í því skyni beint hagsmunairiál alírar þjóðarinnar. Myndi nú raargur kjósa að flotinn væri stærri, og má líka ▼era að svo hefði verið, ef allir, «r blut eiga að máli, hefðu í tæka tíð lagst á sveif um að tryggja ▼öxt hans og viðgang, og gætt þess að gera tií hans þær einar kröfur. er hann gat risið undir. ★ Þá skal stuttlega vikið að noíckrum stofnunum, er sjerstak- *lega snerta sjávarútveginn eða útflutningsverslunina, og falla nndir stjórn ráðuneytisins að ein- hverju eða öllu leyti. Útflutningsnefnd. Aðalverkefm Utflutriingsnefrid- ar hafa á árinu verið þessi.- 1. Að leiðbeina útflytjendum um markaðsstaði og markaðsverð íslenskra afurða á hverjum tíma. 2. Að tryggjá eftir föngum, að ^fgrÚir landsmaima seldust jafnan fyrir hæsta markaðs- verð. 3. Að hafa itákvænit eftirlit með ’ kauþum erlendra skipa á nýj- íffin fiski og eins fiskkaupum ■ ifslendinga í erlend leiguskip. .Eftirlit þetta miðaði að því að tryggja eftir föngum að sem flest ar verstöðvar landsins gætu selt nýjan fisk. Jáfnframt var sett lág- markskaupverð á þennan fisk. Nær öll íslensk fiskiskip hafa selt afla slinri í Fleetwood. Til þess að þeim yrði sem mest not af fiskmarkaðinum þar, Setti út- flutningsnefndin það skilyrði fyr- ir fisksölu í erlend skip, að sá fiskur yrði seldur á austurströnd Englands. Mun það hafa trygt ís- lenskum skipum hærra verð en ella hefði orðið. yiðskiftanefnd. Af störfum viðskiftanefndar hefir atvinmimálaráðuneytið eigi haft önnur bein afskifti en þari, er varða sölu á útflutningsvöru landsmanna. .Seldi nefndin í ágúst byrjun í umboði síldarverksmiðj- anna 25 þús. smálestir af hvoru, síldarlýsi og síldarmjöli. Var verð- ið 23 £ fyrir lýsið, en 18 £ fyrir mjölið cif. England, þá hefir nefnd in og selt frosið kjöt, en auk þess með samningi heimilað Bretum kaup og útflutning í eigin skipuru á nýjum fiski. Þá hefir nefndin og aðstoðað við sölu síldar til Sví- þjóðar. S. I. F. Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda hafði með höndum alla saltfisksöluna og rak auk þess niðursuðuverksmiðju sína hjer í Reykjavík og seldi afurðir henn- ar fyrir rúmar 11 hundruð þúsund krónur, eða nær 5-falda upphæð þess, er seldist 1939. Fórst þó'fyr- ir sakir aflabrests verkun Faxa- flóasíldar, pn hún var fyrirhuguð á síðastliðriu hausti í all ríkum mæli. Er hjer um mikilsvarðandi nýmæli að ræða, þar sem er nið- ursuðan, og er þess að vænta, að S. í. F. fylgi því fast eftir og hafi forystu um þær framkvæmdir á komandi árum. Aðallega seldust vörurnar í Eng- landi, en nokkuð þó í Ameríku. Fiskimálanefnd. Fiskimálanefnd hefir haft með höndum sölu á hraðfrysta fisk- inum. Var sú starfsemi rekin á fullkomlega frjálsum grundvelli, þareð eigendur allra frystihúsa á landinu af frjálsum vilja fólu fiskimálanefnd umboð til sölunn- ar. Nokkrum vandkvæðum hefir verið hundið að koma frá sjer hraðfrysta fiskinum. Eina kæli- skip Islendinga er Brúarfoss. Þá hafa skip þau, er Eimskipafjelagi fslands hefir lánast að leigja, nokkurt kælirúm, en lítið þó. Var þetta allsendis órióg fyrir fisk og kjöt, að ekki sje nefnt ef slys. hefði herit, eða hin erlendu skip verið af okkur tekin. Hefir því lengi verið rætt um að búa Súð- ina kælitækjum. Er hún til þess illa fallin, gömul og lítil, og auk þess nauðsynleg til strandferða. Myndi þetta kosta um 300 þúsund kr. og mætti það til að eigi sje úr. góðu að ráða, úr því komið hefir verið á fremsta hlunn með' sllkar neyðarráðstafanir. En góð skip er eigi að fá. J því skyni að ráða eilitla bót á þessu, festi fiskimálanefnd seint á árinu kaup á litlu skipi, er Artic heitir. Rúmar það um 350 tonn af hraðfrystum fiski. Kaup- verðið var ekki hátt. Fiskimála- nefnd vissi að skipið gæti verið gallað. Það virtist þó verra en nokkurn óraði fyrir. Hvert óhapp- ið af öðru elti það, hver viðgerð- in varð annari dýrari, en þær voru framkvæmdar án tafar. Nú virð- ist sem örðugleikarnir sjeu yfir- stignir. I fiskimálanefnd eru nú 3 menn, í stað 7 áður. ★ Stjórn síldarverksmiðja ríkisins annaðist rekstur verksmiðjanna, að þyí fráskildu, að nær öll sala afurðanna var að þessu sinni fal- in viðskiftanefnd. Verður ekki að svo stöddu sagt um afkomuna. Síldarútvegsnefnd annaðist að venju sölu matjessíldar, en auk þess samkvæmt sjerstöku umboði í samráði við tíkisstjórnina og viðskiftanefnd sölu sjerverkaðrar síldar, er söltuð var á ábyrðð rík- issjóðs. Sendiherra Roosevelts Roosevelt npplýsti í gær, að J. Winand, hinn nýi sendi- herra Bandaríkjanna, myndi leggja af stað til London innan 10 daga. Utnefning Winants var gerð samtímis því, sem nýir sendiherr- ar voru skipaðir í mörgijm öðrum löndum. Sjerstakur séndiherra hefir ver- ið skipaður við ráðuneytj Norð- nianna, Pólverja, Hollendínga og Belga í London. f þetta embætt.i var valinn Anthony Biddle, sem áður var sendiherra Bandaríkj- anna í Varsjá. Skipun þessa sendiherra er með- al stjómmálamanna talin vera vottur um það, að Roosevelt við- urkenni ekki yfirráð Þjóðverja í hinum undirokuðu löndum. Þýska herstfómir- tilkynnlngln Tilkynning þýsku herstjóm- arinnar í gær var á þessa leið: ýskur kafbátur hefir sökt tveim óvinakaupskipum, sam- tals,'12 þús. smálestir. Við austur- strönd . Englands sökti þýskur tundurskeytabátur breskum varð- bát. Þrátt fyrir slæm veðurskilyrði fór þýski flugherinn könnunar- flugferðir yfir hafinu umhverfis Bretlandseyjajr. Haldið var áfram að leggja tundurduflum við breskar hafnir. Þýskar sprengjuflugvjelar gerðu árásir á herstöðvar á Malta. í gærkvöldi og í nótt reyndu eins^aka óvinaflugvjelar að fljúga um yfir hernumin lönd Þjóðverja meðfram Ermarsundsströndinni. Eldsprengjum var varpað á strand borg eina og komu upp nokkrir litlir eldar þar, en þeir voru fljótt slöktir af borgarbúum. Ein óvina- sprengjuflugvj el, Armstrong-Whit kvy-vj.el. var skotin niður af loft- varnabyssum. Önnur óvinaflugvjel var neydd til að lenda. Áhöfnin var tekin til fanga. Sóknin i Libyu FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Mikilvægi iBenghazi felst í því, að þar er ágæt flotahöfn, þar sem jafn stór skip og beitiskip geta haft bækistöð. Einnig eru þar ágætar strandvamir. Þar er einnig bækistöð fyrir sjóflugvjelar og flug- völlur fyrir landflugvjel- ar. ítalir notuðu Benghazi sem aðal-birgðastöð sína, á meðan þeir voru að undirbúa innrás- ina í Egyptaland, þótt hafnar- skilyrði sjeu betri í Tripoli. En með því að nota Benghazi, spöruðu þeir sjer hina löngu landflutninga, frá Tripoli til Benghazi, pg síðan þaðan til landamæra Egyptalands. íbúar í Benghazi eru um 65 þús., þar af þriðjungur ítalir. Sendisveinn óskast Upplýsingar á afgreflHsln Morgnnblaðsins. Auslýsins um bann gegn samkomum og skólahaldi vegna infiúensuíaraldurs, Vegna infláensnfaraldurs, lijer og víðai á flandinu, Aiefflr liefllbrflgöflssi jórnfln ákveðið, að banna alt skélahald og allar al- mennar lamkomur bjer i umdæminu, frá og með deginum i dag, uns ððru- vísi verður ákveðið. Lðgreglaslfórinn ■ Reykjavík, 7. febr. 1941 Agnar Kofoed-Hansen. Tilkynning. Frá og með deginum í dag hækkar allur akstur með fólksbifreiðum. Innanbæjarakstur, minsti túr, kr. 1.50 Tímaakstur — 7J50 Utanbæjarakstur 5 aurar á hvem hlaupandi kílómeter. Frá sama tíma er allur akstur gegn staðgreiðsln. Bifreiðastððvarnar I Raykjavlk. Tftlkynning frá Gjaldeyris- og innflutningsnefod. Hjer með eru öll þau gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfi, sem út yoru gefin fyrir 1. janúar 1941 og ekki eru bundin við kaup frá Bret- landi, feld úr gildi. Þurfa því allir þeir, sem kunna að eiga í pönt- un vörur, sem keyptar hafa verið samkvæmt leyfum þessum meðan þau voru í gildi eða eiga ógreiddar vörur, sem fluttar hafa verið inn samkvæmt þeim, að snúa sjer til nefndarinnar og gera henni grein fyrir þessu og sækja um ný leyfi, sem svarar þeim kaupum, sem gerð hafa verið, enda afhendist gömlu leyfin þá um leið. Reykjavík, 7. febrúar 1941. GJALDEYRIS- OG INNFLUTNINGSNEFND.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.