Morgunblaðið - 25.03.1941, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.03.1941, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. mars 1941. Júgóslafnesku ráðherrarn- ir fóru til Vínar í gærkvöldi Vndirskriít á hádegi í dag HÖRÐUSTU ÁTÖKUNUM, sem um getur í hinni diplomatisku orustu um Balkanskag-, ann, virðist nú vera lokið, með því að Júgó- slafar ætla að undirskrifa einhverskonar vináttusáttmála við Þjóðverja. Samhljóða fregnir frá Berlín og London í nótt hermdu, að Dragisha Cvetkovic, forsætisráðherra og Cincar-Markowitsch, utanríkismálaráðherra Júgóslafa hefðu lagt af stað í einkalest frá Belgrad, áleiðis til Vínar- borgar kl. 10 í gærkvöldi. í för með ráðherrunum var von Heeren, sendiherra Þjóðverja í Belgrad. Búist er við því, að þeir verði komnir nógu snemma til Vínarborgar, til þess að hitta þar von Eibbentrop og undirskrifa ásamt honum samning á há- degi í dag. Þýska frjettastofan (D. N. B.) skýrir frá því, að ýmsír helstu ráðherrar Júgóslafa, ásamt sendiherrum ítala, Rúmena og Búlg- ara, hafi verið staddir á brautarstöðinni í Belgrad þegar ráð- herrarnir lögðu af stað. dr. Matchek, foringi Króata og varaforsætisráðherra, gegnir störfum forsætisráðherra í fjarveru Cvetkovic. Yfir helgina hafa átt sjer stað miklar stjórnmálaviðræður í höll Páls ríkisstjóra, „hvítu höllinni“ í Belgrad, og á meðan beið aukalestin á járnbrautarstöðinni, sem flytja átti júgóslaf- nesku ráðherrana til Vínarborgar. Stjórnmálaviðræðurnar mið- uðu að því að fylla upp í skörðin, sem urðu í ríkisstjórninni við það, að þrír af serbnesku ráðherrunum sögðu af! sjer. » Það var ekki fyr en í gær, að tekist hafði að finná nýjan land- búnaðarmálaráðherra og nýjan fjelagsmálaráðherra. En þriðji ráð- herrann, dómsmálaráðherrann, sá sig um hönd og tók aftur lausnar- beiðni sína. Síðdegis í gær kom stjórnin saman á fund, þar sem hinir nýjn ráðherrar voru viðstaddir, og voru þá undirbúnir til hlítar samning- arnir við Þjóðverja. Einnig er talið, að i’ædd hafi verið orðsending, sem Ronald Campbell, sendiherra Breta í Belgrad afhenti júgóslaf- nesku stjórnnni í gær. Samkvæmt fregn frá Kairo, en þar er Mr. Eden, utanríkis- málaráðherra Breta enn stadd- ur, var í orðsendingu þessari beht á hina vinsamlegu sam- búð, sem verið hefði með Bret- um og Júgóslöfum frá því heims styrjöldinni lauk. í orðsending- unni er júgóslafneska stjórnin vöruð við því, að hún muni ekki bíða þess bætur, ef hún fylgi nú í fótspor Búlgara og Rúm- ena og geri bandalag við öxuls- ríkin. Stjórnmálamenn í London benda. '-á, að hversu sem samning þeim, sem Júgóslafar hafa fallist á að undirskrifa iíreð Þjóðverjum, sje í hóf stilt.' þá hljóti þessi samning- ur að verða upphafið að yfirdrotn- un . Þjóðverja-í Júgóslafíu. Ef einnig á það bent, að breslca stjórnin hafi hvað eftir annað gert grein fyrir skoðunum sínum við júgóslafnesku stjórnina, og að það sje sjálfsblekking tóm, ef hún heldur nú, að breska stjórnin muni geta sætt sig við samning þahn, sem Júgóslafar eru nú um það bil að gera við Þjóðverja. í London er því haldið fram, að andúðin meðal almennings í Júgó- slafíu gegn því, að gert sje nokk- urt bandalag við Þjóðverja, sje að breiðast út. Er einkum talao um öfluga andúðaröldu í Monten- egro (við landamæri Albaníu) og víða í sveitum. Breskar frjettastofufregnír herma, að rnikil andíið < hafi verið látin í ljós í borgum, þar sem vara- lið hefir verið kvatt tii vojfna síð- ustu dagana., Aðrar fregnir herma, að flug- miðum liafi verið dreift í Belgrad í gærkvöldi, þar sem því er hótað að mvrða þá ráðherra, sem undir- skrifa samninga við-Þ.jóðverja. í þýskum fregnum er það borið til baka, að nokkur ókyrð eigi sjer stað í Júgóslafíu. Er því lialdíð fram, að hjer sje um áróð- ursfregnir að ræða, sem dreift sje FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU Grikhir trúa ekki — Gríska útvarpið sagði í gær- kvöldi, að Grikkií- fengjust ekki til að trúa því, að .Túgóslaf ar ætluðu að gera samning við Þjóðverja, sem setti smánarblett á heiður þeirra, og væri, með til- liti til þess, að gert er ráð fyrir að Þjóðverjum verði leyft að flytja hergögn vfir Júgóslafíu, fjandsamlegur í garð Grikkja. Vfirlýsiog Rússa og Tyrkfa Sitja hjá ef á annaðhvort ríkið verður ráðist Opinberar stjórnaryfirlýsingar voru birtar samtímis í Moskva, höfuðborg Rússlands og Ankara,höfuð- borg Tyrklands, í gærkvöldi um afstöðu Rússa og Tyrkja, ef svo skyldi fara, að á aðra hvora þjóðina yrði ráðist. í yfirlýsingu Rússa segir, að ef ráðist verður á Tyrki, eða ef þeir á annan hátt dragast inn í styrjöld, þá muni Sovjet- stjórnin sýna þeim fullan skilning og ekkert aðhafast, sem orðið getur þeim til tjóns, og gæta fullkomins hlutleysis. f yfirlýsingunni, sem gefin var út í Ankara, er lýst yfir ein- lægu þakklæti fyrir þetta loforð Rússa, og því bætt við, að Rússar geti, ef svo skyldi fara að þeir lentu í eitthvað svip- aðri aðstöðu, treyst því að Tyrkir muni sýna þeim fullan skilning. 10 þúsund eld- sprengjum varp- sð yfir Berlfn Bretar sendu pólska flug- menn til að gera 38. loft- árásina á Berlín í fyrrinótt. Á meðan pólsku flugmennirnir vörpuðu 10 þús. eldsprengjum og mörgum þungum tundur- sprengjum yfir höfuðborg Þýskalands, var tiltölulega kyrt yfir Englandi. Þjóðverjar skýra ekki frá neinni stórárás á Eng- Iand í fyrrinótt. Breska flugmálaráðuneytið skýrir frá því að tundursprengj- urnar er varpað var yfir Berlín, hafi verið af annari og þyngri gerð, en nokkru sinni hafi verið slept áður yfir þýskar borgir. I fylgd með pólsku flugmönnun- um voru breskir flugmenn, sem gert höfðu oft áður loftárás á Berlín, og breska flugmálaráðu- neytið skýrir frá því, að flug- mennirnir hafi, þrátt fyrir ákafa loftvarnaskothríð flogið hvað eftir annað fram og aftur yfir miðbik borgarinnar. Frjettaritari amerísku „Nati- onal Broadcasting“ stofnunar- innar í Berlín símar, að sjer hafi virst árásin hafa verið gerð af einstökum breskum flugvjel- um, en ekki flugvjelahópum. — Frjettarítarinn vitnar í þýsku herstjórnina og segir, að aðeins fáum flugvjelum hafi tekist að brjóta sjer leið alla leið leið til Berlín. Bretar segja að margir eld- ar hafi komið upp og að flug- mennirnir hafi haft not af þeim, eins og þeir væru ljósker. Slug- mennirnir eru m. a. sagðir hafa flogið yfir Unter den Linden. Malzuoka ræðlr við Stalin „Mikilvægasta §porið“ Matzuoka, utanríkismálaráð- herra Japana, var í Moskva í gær, en fór þaðan í gærkvöldi áleiðis til Berlínar. Hann er vænt anlegur til Berlínar á morgun. Síðdegis í gær átti Matzuoka klukku.stundar samtal við Molo- toff, forsætis- og utanríkismála- ráðherra Russa og var Stalin sjálf ur yiðstaddur, ásamt sendiherra Japana, Tatekawa. Opinbérlega er látið í veðri vaka, að hann hafi farið á fund Molotoffs til að þakka honum fyrir þá velvild, að leyfa honum að ferðast yfir Sov- jet-Rússlands, en talið er að rætt hafi verið um samninga Rússa og Japana, sem nú hafa staðið yfir í nokkra mánuði. Fr.egnir hafa borist um, að Mat- . zuoka muni hafa lengri viðdvöl í Moskva, þegar hann fer aftur heimleiðis. % , í gærmorgun sat Matzuoka ár- degisveislu hjá von ScKulenburg, sendiherra Þjóðverja í Moskva. Viðstaddir voru sendiherrar ítala, Ungverja, Rúmena og Búlgara. Skömmu áður en Matzuoka hjelt áfram ferð sinni til Berlín, fór hann í kurteisisheimsókn til sendi- herra Breta, Sir Staffords Cripps og sendiherra Frakka. í samtali sem ráðherrann átti við þýska blaðamenn í Moskva í gær, sagði hann að með þrívelda- bandalaginu hefðu Japanar stigið mikilvægara spor í utanríkismál- um, en þeir hefðu nokkru sinni gert áður. Úrslltaorusta um Keren hatin? U regnir frá Kairo í nótt * hermdu, að stórorustur stæðu nú 6—8 km. frá Keren. í tilkynn- ingu herstjómarinnar í Kairo í gær var skýrt frá því, að undan- farna daga hefði 7 gagnáhlaup- um ftala hjá Keren verið hrund- ið og að hernaðaraðgerðir þær, sem Bretar hefðu nú getað byrj- að aftur, gengju samkvæmt á- ætlun. í Kairo-fregninni í nótt var skýrt frá því, að ítalir berðust vasklegar hjá Keren, heldur en nokkurntíma áður, síðan sókn Breta í Afríku hófst. í Abyssiníu miðar sókn Breta einnig áfram. Er nú járnbrautinni frá Addis Abeba til Djibouti, einu járnbrautinúi í Abyssiníu, nokkur hætta búin frá bresku hersveit- unum, sem sækja norður á bóginn frá Jajiga. Breskar flugvjelar hafa gert nokkrar árásir á braut- ina og truflað þar samgöngur, eu þó aðallega valdið tjóni á flutn- ingalestum Itala. Bretar sækja fram á 12 víg- stöðvum í Abyssiníu. Það var tilkynt í Nairobi (Ke- nyu) í gær, að alt breska Somali- land væri nú alt á valdi Breta. 7 miljarða frumvarpið orðið að löguin „með amerískum hraða" Amerísk sjóflugvjel var í gærkvöldi á leiðinni suður Karabiska hafið, með frum- varpið um 7 miljarð dollara fjárveitinguna til framkvæmda á ákæðum láns- og leigulag- anna. Frumvarpið hafði verið samþykt í öldungadeild Banda- ríkjaþings fyr um daginn með 69 atkvæðum gegn 9, og vant- aði þá ekki annað en und- irskrift Roosevelts til þess að það yrði að lögum. Roosevelt er staddur um borð í snekkju sinni „Potomac" í Karabiska hafinu, og sjóflug- vjelin var því send með frum- varpið, til þess að engin töf yrði á því, að það yrði að lögum. Loftfiernaðurínn Engar stór-árásir voru gerð- ar á England úr lofti í nótt (að því er fregnir frá London herma). Er þetta önnur nóttin í röð, sem Þjóðverjar sýna sig ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.