Morgunblaðið - 25.03.1941, Síða 6

Morgunblaðið - 25.03.1941, Síða 6
 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. mars 1941 Þessa iiicnii niiítluin við síst missa Minniogarathðfn timsklpverjanað Hirti Pjeturssynl Minningar og kvéðjuat- höfn um skipverja á vjel- bátnum „Hirti Pjeturssyni“ frá Siglufirði, er fórst í ofviðrinu í febrúarlok, fer fram í Dóm- kirkjunni í dag kl. 1. Sjera Jakob Jónsson flytur aninningarræðuna. Lík eins skipverjans, Unnars Hávarðssonar, hefir fundist. — Kom það í vörpu dragnótabáts fyrir skömmu. Verður líkið flutt austur til Eskifjarðar með „Esju“ í kvöld, en þaðan er ætt ,Unnars. * * *--- Maður stórslas- ast I bflslys! I Svfnahrauni að slys vildi til á áttunda tímanum á sunnudags- Jcvöldið, að farþegabíllinn R. 1248, fór út af veginum í Svínahrauni. Einn farþeginn, Sigurvin Sveinsson, Brúarenda, stórslasaðist og liggur á Land- spítalanum sennilega hrygg- brotinn og með brákaða eða brotna höfuðkúpu. Bíllinn, en honum stýrði Ket- ill Eyjólfsson, var að koma austan frá Hveragerði. Höfðu þrír 15 ára unglingar farið með bílnum þangað í skemtiferð. Vegurinn, þar isem bíllinn fór út af er beinn og góður, en smáhæð er á veginum, þar sem bíllinn fór út af. Er talið ííklegt að bíllinn hafi lyfst upp að framan, er hann kom af hæðinni og að hjólin hafi snú- ist á meðán þau voru á lofti, því að bíllinn snerist í hálf- hring á veginum áður en hann íór út af veginum. Þeir, sem fórust með Reykjaborg FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Þorsteinn Karlsson, háseti, Tjamargötu 10, f. 26. sept. 1917; •ðkvæntur. Árelíns Gnðmundsson, háseti, Rauðarárstíg 42, f. 4. maí 1913; kvæntur Vigdísi Ólafsdóttur, 1 bara. Óskar Ingimundarson, kyndari, frá Djúpavogi, f. 5. nóv. 1909; •ókvæntur, átti 1 barn 5 ára. Óskar Vigfússon, kyndari, Hverf isgötu 100, f. 12. okt. 1907; kvæntur Þórlaugu M. Sigurðar- dóttur, 3 börn, 9, 5 og 2 ára. Auk þess var einn farþegi með skipinu: Runólfur Sigurðsson, skrifstofu- stjóri Fiskimálanefndar, kvæntur, og átti 3 börn. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU hefir hún um leið sniðið á brott nokkuð af hinu græna brumi á meiði þeirrar þjóðar, sem við elsk- um öll. Þessvegna er Reykjavík borg, sem er vígð sorginni þessa daga. ★ Jeg býst við, að dagurinn 24. mars 1941 verði okkur fulltíða mönnum minnisstæður á meðan við lifum, því þá barst hún hingað til ættjarðar vorrar fyrsta ná- kvæma fregnin um ævilok skip- verjanna á Reykjaborg. íslenska þjóðin er í gegn um margar aldir tamin við það að taka því með drengilegri ró, að hafið heimti sín- ar fórnir fyrir allar sínar ríku- legu gjafir. Og íslensku sjómanna- konurnar eru vanar því að færa það ekki í mál út á við, þó að þær vaki í angist og bæn marga nótt, en það snertir okkur öll nið- ur í dýpstu grunna sálarinnar, þegar vegnir eru með morðvjelum saklausir menn, sem á vegum frið- arins eru að inna af höndum skylduverk sín til heilla fyrir ást- vini sína, þjóð sína og föðurland sitt. Þeir höfðu ekkert til saka unn- ið annað en það að vera gæddir þeirri djörfung og framtakssemi, sem ljet ekki hætturnar aftra sjer, og þeim drengskap, að vilja ekki bregðast þeim miklu vonum, sem við þá voru tengdar. Einmitt vegna þessa verður okk ur öllum það að hugsa: Þessa menn máttum við síst missa. Það voru þessir menn og þeirra líkar, sem hafa borið áhættuna dag og nótt frá því þessi styrjöld hófst til þess að afla þjóð vorri þeirra verðmæta, sem hún gat ekki lifað án. Það er mál, sem ekki á við að ræða í þessu sambandi, hvernig íslenska þjóðin ætlar að gera til þeirra, sem eiga um sárt að binda eftir þá, sem þannig hafa fallið. En það er samviskuspurning, sem þjóðin verður að leysa í athöfn, ef hún á ekki að verða meiri fyr- ir sjer í því að þiggja fórnir en launa þær. ★ Ekkert er algengara í lífinu en það, að sjálfum oss eða náunga vorum beri þeir atburðir að hendi, að vjer í ófullkomleika vorum get- um hvorki skilið þá nje sætt oss við þá. Það verður altaf óendan- lega torvelt fyrir oss að skilja þetta, sem Drotfinn sagði: Þá munu tveir vera á akri; annar er tekinn og hinn skilinn eftir. Tvær munu mala í kvörn; önnur er tek- in og hin skilin eftir. Jesús segir ekkert um það af hverju þetta er svo, en hann bætir við þessu, sem mest ríður á: Vakið, því að þjer vitið eigi hvaða dag herra yðar kemur. Og er ekki ástæða til þess nú að vaka og hugleiða hvaða dag Drottinn kemur ? Það er ekki Drottinn sem kemur til okkar, þegar öfl haturs og eyðilegging- ar vinna voðaverk á saklausum mönnum. Það er Drottinn, sem kemur í óendanlegri mildi sinnt og kærleika, þegar einn er tekinn og annar skilinn eftir. Það eru ekki orðin tóm, sem í Guðsorði segir, að hann sje Guð allrar huggunar. Jeg bið þess af öllu hjarta, að hann verði Guð huggunarinnar öllum þeim, sem nú harma, Guð máttugrar verndar þjóð vorri og landi, Guð friðar og sáttar hinu villráfandi mannkyni. Blessuð sje minning skipverj- anna af Reykjaborg. Guð blessi þá og varðveiti lífs og liðna. Jón Thorarensen. Ahugi i Hailgrímssókn lyrir kirkjubyggingu G afnaðarfundur Hallgríms- ^ sóknar s.l. sunnud., er hald- inn var í húsi K.F.U.M., var mjög fjölsóttur. Á fundinum kom fram mikill áhugi fyrir kirkjubyggingu. Sótt hefir verið um að Hall- grímssókn fái um 160 þúsund krónur af fje því, sem greiða á í sambandi við afhendingu dómkirkjunnar til safnaðarins, en það voru samtals 300,000 krónur. Halgrímssókn á nú um 60 þúsund krónur í kirkjubygg ingarsjóði og fái sjóðurinn 160 þúsund krónur á hann því rúm- ar 200.000 krónur í kirkjubygg ingarsjóði. Mikið fje vantar þó enn, því áætlað er að kirkjan kosti um li/2 miljón krónur. Fyrir Alþingi því er nú sit- ur, liggur frumvarp um að gef- in verði út verðbrjef fyrir þeim 300,000 krónum, sem ríkið á að greiða söfnuðinum í Reykja- vík að fimm árum liðnum. Er svo ráð fyrir gert í frumvarp- inu, að ríkið standist vaxta- greiðslur af brjefunum. Nái þetta frumvarp fram að ganga yrði hægt að fá söfnuðunum fjeð í hendur mjög bráðlega. Á safnaðarfundinum á sunnu- dag var skýrt frá því, að hjón, sem ekki vilja láta nafns síns getið, hafi gefið kr. 300,00 í kirkjubyggingarsjóð Hallgríms sóknar. Hefir víðar orðið vart samskonar áhuga frá safnaðar- börnum. Á safnaðarfundinum var ein- róma samþykt að hækka kirkju gjöld úr kr. 3.50 upp í kr. 5,00. Með prestsgjöldum, kr. 1,50, sem rennur í ríkissjóð, verða þá gjöld gjaldskyldra sóknar- manna kr. 6.50 á ári. Páll Halldórsson hefir verið ráðinn organisti og söngstjóri í Halgrímssókn. Var þetta til- kynt á fundinum og hinn nýi organisti boðinn velkominn í starfið. Dæmdir til dauða fyrir njósnir T fregn frá Ósló (birtri í Lond- * on) í gær, segir að þýsku yf- irvöldin í Noregi hafi í gær dæmt 10 Norðmenn til lífláts fyrir njósnir. Minningarorð um Erasmus Gislason Hinn 13. þ. m. andaðist Eras- mus Gíslason í Landakots- spítala, eftir uppskurð og all-langa legu.Sýkt.ist hann á síðastliðnu ári, en þraukaði í lengstu lög, og mátti þá engu umþoka, því að sjúkdómurinn var banvænn — inn- vortis meinsemd. Erasmus fæddist að Rauðabergi í Fljótshverfi 3. maí 1877, og varð því tæpra 64 ára. Foreldrar hans voru Gísli bóndi og póstur Magn- ússon og Ragnhildur Gísladóttir, bónda í Ytri-Ásum og á Býjar- skerjum, Jónssonar frá Heiðarseli á Síðu. Yoru þau hin merkustu hjón, hjálpfús og gestrisin. Börn þeirra, er upp komust, voru 6: Rannveig, látin fyrir mörgum ár- um; Ragnhildur, húsfreyja á Loftsstöðum í Flóa; Gísli, silfur- smiður í Reykjavík; Erasmus, sem hjer getur; Gísli, áður bóndi að Hjalla í Olfusi; Magnús, látinn fyrir mörgum árum. Innan við fermingaraldur tók Erasmus að vinna fyrir sjer á ýms- um stöðum, og upp frá því var hann sjálfum sjer ráðandi, þótt vistráðinn væri hann um hríð hjá öðrum. Það má vel kalla það svo, að Erasmus væri æfintýramaður og um eitt skeið kendur við „brall“, eins og hann orðaði það sjálfur, en athafnalaus mátti hann ekki vera. Það má líka segja það, að suma kunni að hafa sviðið undan ,,bralli“ hans, því að með harð- fylgi gekk hann að hverju verki. Hann fekst við verslun, veitingar, búskap og ýmislegt, sem hendi var næst. Sigldi og eitt sinn til útlanda í verslunarerindum, þótt tungumál hefði hann ekki lært öðruvísi en á eigin spýtur, en hann var bráðgreindur maður. Valt þó hagur hans á ýmsum end um, en allrar orku neytti hann jafnan, á hverju sem hann tók, hennar neytti hann og að síðustu, er hann barðist möglunarlaust við bana þann, er honum var búinn. Hann var hamhleypa til allra verka og hlífði sjer hvergi, karl- menni og harðfrískur í hvívetna. Það fer að líkum, að slíkur mað- ur hafi ekbi ‘ávalt farið sem gæti- legast — en myndu ekki hinir kunnugustu og nánustu ættingjar hans segja um hann látinn, að hann hafi verið drengur góður og hjálpfús, sem ausið gat með ann- ari hendinni öðrum til bjargar öllu því, er hann viðaði að sjer með hinni? Jú, vissulega; og vel mætti Erasmus Gíslason. sá, er þessar línur ritar, bera því vitni. Hann mæltist ekki undan aðkasti því, er hann varð fyrir úr ýmsum áttum, og væri þó synd að segja, að hann flíkaði því, er betur var og margir minnast. Mörg hinna síðustu ára bjó Erasmus í Haga í Holtum, og er það kirkjustaður. Sýndi hann kirkju sinni margvíslegan sóma í viðhaldi hennar, og kirkjugestum veitti hann jafnan af mikilli rausn og hrókur alls mannfagnaðar var hann í hópi nágranna sinna. Hann var kvæntur Rannveigu Yilhjálms- dóttur iir Borgarfirði eystra, en samvistir þeirra urðu ekki langar. Eina dóttur barna eignuðust þau, Ragnhildi Sóleyju, en hana misti hann kornunga og tregaði mjög. Bjó hann henni veglegan hvílustaó í kirkjugarði Reykjavíkur — og þar er honum nú vegmóðum búin hinsta hvíla sjálfum. Vinur. Skotæfingar á morgun Slcotæfingar verða haldnar á morgun, kl. 2,30 til 5,30 e. h. á eftirfarandi stöðum, ef veður leyfir: Skotið í suðurátt frá Gunn- arshólma að Kolviðarhóli. 1 norðurátt frá Kolviðarhóli, yfir Norðurvelli að Dýravegi. í vesturátt frá Dýravegi að Gunnarshólma. Sandskeiðsveginum verður lokað við og við. Falli æfingarnar niður vegnas veðurs, fara þær fram næsta góðviðrisdag. (Samkvæmt tilk. herstjórnar- innar bresku). AVALFUNDU.R SKAFTFELLINGAFJELAGSINS, sem halda átti 7. mars s.l., en þá var frestað, verður hald- inn að Hótel ísland næstkomandi föstudag, 28. þ. m., og hefst kl. 8Y2 síðdegis. — Fundarefni óbreytt frá því sem áður var auglýst. Fjölmennið Skaftfellingar og mætið stundvíslega. Fjelagsstjórnin. FUNDUR annað kvöld í dagheimili fjelagsins. Prófessor Guðbrand- ur Jónsson flytur erindi: „Tómatsósuglasið“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.