Morgunblaðið - 02.04.1941, Side 6
6 morgunblaðið
Páll Isólfsson á 25 ára
tónleikaafmæli
TÓNLISTARFJELAGIÐ minnist þessara merki-
legu tímamóta í sögu tónlistarlífs bæjarins
með sjerstökum hljómleikum, þar sem Páll
situr við hljóðfærið og leikur nokkur sömu verkin og
fyrir 25 árum, og meðal annars sín uppáhalds tónverk.
Páll ísólfsson kom hingað í mars 1916 til þess að halda hjer fyrstu
Mjómleika sína. Á þeim hljómleikum Ijek Páll verk eftir Liszt, Bach.
Brahms og Mendelssohn.
Yar aðsókn svo gífurleg, að lík-
ast var því, sem nú er að óperettu-
sýningu Tónlistarfjel. og L. R.
Pjetur Halldórsson fyrv. borgar-
stjóri söng nokkur einsöngslög
með undirleik Páls á þeim hljóm-
leikum. Siðar mun Páll hafa hald-
ið hjer árlega tónleika, og er ó-
liætt að fullyrða, að þeim aðdá-
endum hans, sem kunna að meta
alvarlega list og þroskaðan lista-
mann, fjölgar enn með hverjum
Mjómleik, sem hann heldur.
Þau 25 ár, Sem liðín eru síðan
Páll bom hiiígað beint frá einni(
höfuðborg tónlistarinnar, Leipzig,
til þess að leika í fyrsta sinn fyr-
ir landa sína, hefir hann verið
meginstoð alls tónlistarlífs í land-
inu. Með hinum óteljandi hljóm-
leikum sínum, og þá sjerstaklega
með túlkun sinni á Bach, hefir
Páll alið hjer upp allstóran hóp
tónlistaráhugamanna, sem eru
nauðsynlegir á hverjum hljóm-
leik og gott hljóðfæri, og sem aft-
ur hafa reynst öruggir bandamenn
hans í baráttunni fyrir málefn-
um tónlistarinnar, stofnun hljóm-
sveitar og tónlistarskóla.
Tónlistarskólinn hefir nú starf-
að í 10 ár á þessu ári undir
stjórn Páls og er nú talinn jafn
sjálfsögð stofnun og mentasbóli
og háskóli og verður vafalaust á
næstunni tekinn í tölu ríkisskóla.
Stjórn og undirbúningur fyrsta
óratórísins- á fslandi, „Sköpunin“
eftir Haydn, var verk Páls. Páll
sló upp á J>ví fyrir 3 árum við
einn erlendan tónlistarmann, sem
hjer var mjög kunnugur allri að-
stöðu, að hjer yrði reynt að koma
upp óratóríi Haydns „Sköpunin“,
eða Mattheusarpassion Bachs, bað
hann Pál að minnast ekki á hluti,
sem væru einber fjarstæða. Hvern-
ig þetta' tókst hja Páli er óþarfi
að fjölyrða um.
jl er miðstöð verðbrjefa- [j|
1!1 viðskiftanna. Sími 1710. I
bp ii .11 ~i t.-'!
Páll ísólfsson hefir haldið fjölda
hljómleika í Kaupmannahöfn,
Múnchen, Berlín og víðar erlend-
is. Hann var tvö ár organisti við
Tómasarkirkjuna í Leipzig og
starfaði þar með Bachfjelaginu
og ijek með á orgel eða cembalo
við fjölda hljómleika hjá því og
Gewandhaus.
Páll er , nemandi hins heims-
fræga kennara, söngstjóra og org-
elleikara Straube, og hann hefir
hlotið þann einstaka heiður að
vera um skeið nemandi Max Reg-
ers.
Vinsældir Páls, sem listamanns,
tónsbálds og manns, eru sjald-
gæft fvrirbrigði hjer á landi. Páll
á vini og aðdáendur í öllum stjett-
um og öllum sveitum, en þeir, sem
um þessar mundir senda Páli heit-
astar ástarkveðjur og þakkir,
koma sjaldan fram með þær í
brjefum, skeytum eða blaðagrein-
um. Það eru þeir, sem fyrir hans
tilstilli hafa fengið að kynnast
meistaranujú Joh. Séb: Bach. Þeir
hafa mest að þakka.
250 ára venjan
sigraði
Neðri málstofa breska þings-
ins feldi í gær úr gildi
leyfið, sem innanríkismálaráðhérr-
ann, Morrison, veitti fyrir nokkr-
um vikum, um að leikhús og
Wjómleikasalir mættu hafa opið á
sunnudÖgum. Þingmönnum var
gert frjálst, af hálfu flokksstjórn-
anna, að greiða atkvæði eftir eig-
in geðþótta, og var leyfið felt
með 140 atkv. gegn 136.
Með leyfinu, sem Morrison
hafði veitt, var verið að brjóta í
bág við 250 ára gamla venju.
Reynaud og
Daladier slept
FrÖiisku ráðherrunnm Daladier og
Reynaud hefir nú verið slept úr
varðhaldi (að því er segir í fregn frá
Vichy).
Nf æglleg
sprengjutegund
notuO I loftárðs
ð Emden
Breskar flugvjelar notuðu
nýja ægilega sprengju-
tegund er þær rjeðust á Emden í
fyrrinótt (að því er segir í fregn
frá London). Það er ekkert at-
riði, þótt þær sjeu e. t. v. ekki
mjög þungar, en sprengjuefnið í
þeim er geysilega áhrifamikið,
segir í fregninni.
Frjettastofa breska flugmála-
ráðuneytisins skýrir frá því, að
flugvjelarnar hafi fyrst kveikt
^okkra elda um miðbik borg-
arinnar, til þess að geta betur
sjeð skotmörk sín, og verið ör-
uggar um að nýju sprengjurnar
hittu beint í mark. Til marks um
hve tundrið í hinum nýju
sprengjum er ógurlegt, getur
frjettastufan þess, að sprekið,
sem hentist í loft upp við eina
sprenginguna, hafi legið eins og
ábreiða í meir en 2 mínútur yfir
eldi, sem kviknað hafði í 70—80
metra fjarlægð. Heil hús þeytt-
ust í loft upp.
I fyrrinótt voru breskar flug-
vjelar einnig yfir Marienwerder.
Bremerhafen, Oldenburg og Rott-
erdam.
Ennfremur söktu breskar flug-
vjelar tveimur þýskum olíuflutn-
ingaskipum við strendur Prakk-
lands, sprengja hæfði stóran þýsk-
an tundurspilli, og auk þess var
stórt kaupskip skotið í kaf úr
skipaflota, sem varinn var af mörg
um þýskum herskipum.
í dagsbirtu í fyrradag gerðu
breskar flugvjelar loftárás úr lít-
illi hæð á fallbyssuvirki, hermanna
skála, og herfylkingar á Fris-
landseyjunum Ameland og Terch-
élling.
Bylfingin,
f Júgóslafíu
PRAMH. AP ANNARI SÍÐU.
reglustöðina, utanríkismálaráðuneyt-
iS, innanríkismálaráSuneytið, síma-
stöðina og útvarpsstöðina. Öllu þessu
var framfylgt, og skilaboð voru sím-
uð til hermálaráðuneytisins jafnóð-
um og hver byggingin var tekin.
Það voru 8 flugliðsforingjar, sem
tóku lögreglustöðina. Margir háttsett-
ir lögregluforingjar voru handteknir,
vegna þess að þeir voru grunaöir um
að vera í makki við Þjóðverja.
Jafnóðum og hver bygging var
tckin voru ráðherramir seldir í hend-
ur háttsettra flugliðsforingja til
gæslu“.
ALLIR háttsettir embættismenn, sem
vinveittir eru Þjóðverjum, hafa verið
sviftir Störfum og handteknir. Þar á
meðal eru lögreglustjórinn í Belgrad,
vfirmaður ritskoðunarinnar, yfirmað-
ur útvarpsfrjettastofunnar, forstjóri
hinnar hálfopinbera „Avala“ frjetta-
stofu og ritstjóri blaðsins Yreme.
„Times“ frjettaritarinn segir, að í
Belgrad ríki nú einbeitt festa og hæg-
lát gleði yfir sjálfsvirðingu þeirri og
heiðri, sem borgarbiúar hafa nú end-
urheimt. Hann segir, að ekkert ó-
venjulegt sje á seiði, annað en hin
asalega hrottför þrjú þúsund Þjóð-
veria.
Atlantshafsorustan
Enn minkandl
skipatjón
Skipatjónið vikuna, sem end-
aði 23. mars var (skv.
tilkynningu breska flotamála-
ráðuneytisins í gær) 17 skip,
samtals 59.148 smálestir. Þar af
10 bresk skip, um 25 þús. smá-
lestir, 6 skip Bandamanna sam-
tals um 27.5 þús. smálestir og
eitt skip hlutlausrar þjóðar
6.600 smál.
Þessa sömu viku segjast Þjóðverjar
hafa sökt 397 þús. smálestum (Scham-
horst og Gneisen.au voru þá á ferðinni í
Atlantshafi).
í London er vakin athygli á, að tjón
þetta er mjög miklu minna heldur en
tjónið undangengnar þrjár vikur. Með
þessu sje þó ekki sagt, að tekist hafi að
sigrast á siglingahættunni; svo geti far-
ið, að tjónið verði meira næstu vikur,
en að það geti líka orðið minna.
Tjónið vikuna, sem endaði 16. mars
hefir orðið meira, heldur en áður var
tilkynt. Þrjú bresk skip og eitt skip
bandamanna hefir ekki komið fram svo
að þá viku varð skipatjónið 27 skip
samtals 94 þús. smálestir.
Vikuna þar áður var tjónið tæpar 99
þús. smálestir, en þar áður 148 þús. smál.
Þýska herstjórnar-
tilkynningin
Þýska herstjórnin tilkynnir;
ýskar flugvjelar fóru vopnaö
könnunarflug yfir svæðið
umhverfis England og söktu 10
þús. smálesta kaupskipi, sem sigldi
í skipaflota. Stórt skip var al-
varlega laskað.
Þýskar sprengjuflugvjelar gerðu
árás, úr lítilli hæð, á flugvöll í
Suður-Englandi og hæfðu fjögur
flugvjelaskýli og kviknaði eldnr í
þeim. Sprengjuárásir voru einnig
gerðar á höfnina í Falmouth. Tvæi-
breskar flugvjelar voru skotnar
niður 1 lofbardögum yfir Ermar-
sundi.
Síðdegis í gær hófu langdrægar
þýskar fallbyssur skotbríð á mik-
ilvægáT herstöðvftr í Dover og
varð árangurinn góður.
í gærkvöldi gerðu þýskar
sprengjuflugvjelasveitir árásir
með góður árangri á hafnarmann-
virki í Hull og Great Yarmouth.
Miklir eldar komu upp og ollu
miklu tjóni. í höfninni í Great
Yarmouth var kveikt í skipi.
í Norður-Afríku rjeðust þýskar
stéypiflugvjelasveitir tneð góðum
árangri á herstöðvar Breta og
skriðdrekasveitir og sleptu yfir
þær þungum sprengjum.
Fáliðaðar breskar flugvjela-
sveitir sleptu tundursprengjum og
eldsprengjum í Vestur- og norð-
vestur-Þýskalandi í gærkvöldi. í
lítilli borg í Norð-vestur-Þýska-
landi hlaust talsvert tjón á hús-
um. f grend við Bielefeld var
varpað sprengjum á Bethel-sjúkra-
húsið, í annað sinn á nokkrum
vikum. Ein af sjúlcrahúsbygging-
unum var hæfð. Margir menn fór-
ust eða særðust.
Þýskir varðbátar skutu niður
tvær breskar flugvjelar, og þýskar
loftvarnabyssur skutii niðúr þriðjú
flugvjelina.
Miðvikudagur 2. apríl 1941.
Júgóslafía
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
Þá var þess getið í fregnum
frá Belgrad í gærkvöldi, að hinn
nýi utanríkismálaráðherra Júgó
slafa hefði tvisvar átt samtal við
Washington í gær.
Roosevelt ræddi við Sumner,
Welles í gær, og er talið, að
hann hafi verið að spyrjast fyrir
um horfurnar í Júgóslafíu.
SERBAR OG KRÓATAR.
Hin hálf-opinbera AVala-
frjettastofa skýrði frá því í gær,
að Simovich-stjórnin væri að
vinna að því, að sameina þjóð-
ina um stjórn sína. Hann skýrði
frá því, að algert samkomulag
hefði tekist með Serbum og Kró-
ötum.
Þessi fregn er enn borin til
baka í Belgrad, og því haldið
fram, að horfur sjeu á, að sam-
komulag takist með dr. Matsjek,
og frelsisflokki Króata.
Yfirleitt er það tekið fram í
þýskum og ítölskum fregnum,
að engin óvinátta sje sýnd Þjóð-
verjum og ítölum í Króatíu og
Dalmatíu, heldur sje þeim oft
og tíðum sýnd þar sjerstök vin-
átta.
í útvarpinu í Belgrad var enn
í gærkvöldi varað við æsifregn-
um erlendra áróðursmanna og
fólkið hvatt til þess að vera ró-
legt. Það var borið til baka, að
nokkrar ofsóknir á hendur Þjóð-
verjum og Itölum í Júgóslafíu
hefðu átt sjer stað, heldur hefðu
fregnirnar um fagnaðarlæti
þjóðarinnar við valdatöku Pjet-
urs konungs verið teygður og úr
lagi færðar.
OFSÓKNIRNAR.
í þýskum og ítölskum fregn-
um er því enn haldið fram, að
þorp og sveitabýli Þjóðverja á
Júgóslafíu sjeu brend, og leið-
togar þýska þjóðernisminnihlut-
ans hafi verið teknir fastir.
Fregnin um handtöku þessara
leiðtoga hefir sjerstaklega verið
borin til baka í Belgrad.
Aðrar fregnir herma, að um-
ferð um brúna frá Júgóslafíu til
Fiume, í Italíu hefir verið tak-
mörkuð og jarðsprengjur settar
undir brúna. Einnig halda Þjóð-
verjar því fram, að Júgóslafar
hafi takmarkað járnbrautarsam
göngur yfir landamæri Þýska-
lands og Júgóslafíu.
ítalska Stefani-frjettastofan
heldur því fram, að hervæðingu
júgóslafneska hersins muni
•erða að fullu lokið 3. apríl.
Engir ítalskir þegnar eru nú
í Belgrad, nema sendiherrann,
starfslið hans og ítalskir verðir,
sem gæta send'iherrabústaðar-
ins.
Þýskir flóttamenn streyma nú
til Þýskalands, en einnig til
Rúmeníu og Búlgaríu. I ítölsk-
um og þýskum fregnum er því
haldið fram, að það sjeu ekki
aðeins Þjóðverjar og Búlgarar,
sem orðið hafi fyrir árásum,
heldur einnig Rúmenar og Búlg-
arar.
Fleiri og fleiri kaupa
STUART í TRILLUNA.