Morgunblaðið - 24.05.1941, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 24.05.1941, Qupperneq 3
Laugardagur 24. maí 1941. MORGUNBLAÐIÐ 3 Dómur í miöilssvikamál- inu uppkveðinn í gær Frú Lára fekk eins árs fangelsi, Þorbergur Gunnarsson 6 mán- aða fangelsi Aðrir skiiorðsbundinn dðm SAKADÓMARI, Jónatan Hallvarðsson kvað í gær upp dóm í Lárumálinu svonefnda, en svo hefir verið nefnt miðilssvikamál frú Láru Ágústsdóttur og þeirra, er með henni varu að verki. Dómsniðurstaðan var: Frú Lára hlaut eins árs fangelsi, Þor- bergur Gunnarsson 6 mánaða fangelsi, Kristján Ingvar Kristj- ánsson og Óskar Þórir Guðmundsson hlutu 4 mánaða fangelsi hvor. Tveir hinir siðastnefndu fengu skilorðsbundinn dóm. Brot hinna ákærðu eru heimfærð undir 248. gr. hegniíigar- laganna, sem er svohljóðandi: „Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að eða láta eitt- hvað- ógert með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja eða hagnýta sjer ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik, og hefir þannig fje af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi alt að sex árum“. Ffárlöglo: Þriðja umræða i dag Breytingartillögur fiárveitinganefndar riðja umræða fjárlaganna hefst á fundi í sameinuðu þingi kl. 2 í dag. Allmargar breytingartillögur, liggja fyrir frá fjárveitinganefnd. Breytingartillögur einstakra þing'- manna lágu ekki fyrir í gær. Fjárveitinganefnd leggur til, að tekjuáætlun f járlagafrumvarps ins verði hækkuð iun 900 þús. kr. Helstu hækkanirnar eru 350 þús. á rekstrarhagnaði áfengisverslun- arinnar, 350 þús. á rekstrarhagn- aði tóbakseinkasðlunnar og 150 þús. á tekju- og eignarskatti. Nefndin er enn nieð talsverðar hækkanir á vegmn og einnig nokkra nýja liði þar. Stærsti lið- urinn er 20 þús. til Norðfjarðar- vegar. Þá er og 2000 kr. til bygg- ingar ferjubáts á Dýrafirði. Néfndin hækkar framlag til Vestmannaeyjahafnar um 20 þús, (í 50 þús.). Nokkrir nýir liðir til hafnargerða og lendingabóta, svq sem: Á Suðureyri' 10 þús.; Hvammstanga 7 þús.; á Borgar- firði 1000, í Vogum 4000, á Skál- um 4000, Eyrarbakka 23 þús., við Staðarfell 1500, til bryggjugerð- a’r í Keflavík 15 þús. Kenslu- og námsstyrkir (nýir liðirj: Björn Guðfinnsson, til kenslu í setningafræði og mál- fræði nútímaíslensku 2000 kr.; Ólafur Jóhannesson lögfr., til- framhaldsnáms í Ameríku 21)00; Bjarni Jónsson, til framhaldsnáms í stærðfræði í Ámeríku 2000 ; Þor- björn Sigurgeirsson, til frain- haldsnáms í eðlisfræði og stærð- fræði 2000 kr. Nefndin leggur til að framlag til íþróttasjóðs hækki um 15 þús. (í 75 þús. kr.). Hún flytur og til- lögu um 100 þús. kr. framlag til íþróttahúss á Akureyri „fyrir skólana og íþróttafjelög bæjar- ins, gegn jafn miklu framlagi annarsstaðar að“. Framlagið tjl Byggingar- og landnámssjóðs er liækkað um 175 þús. (í 300 þús.); byggingarstyrk- ir í sveitum 125 þús. kr. hækkun (í 250 þús.). Byggingarsjóðir kaupstaða 130 þús. kr. hækkun (í 250 þús.). Fyrirhleðsla vatnasvæðis Þver- ár og Markarfljóts 20 þús. kr. hækkun (í 70 þús.). Ennfr. nýir liðir: Fyrirhleðsla í Virkisós í Öræfum 3500 og í Steinsvötn við Kálfafell 2000 kr. PBAMH. Á SJÖTTU SÍÐU 1 Forsendur dómsins eru mjög langar, eða alls 19 vjelritaðar síður. Þegar dómarinn hefir rakið ítarlega öll málsatriði, sem les- endum Morgbl. eru kunn frá fyrri frásögnum, kemst hann svo að orði alment um verknað ákærðu, frú Láru: „Eins og áður segir, verður eigi talið sannað að ákærða hafi beitt vísvitandi brögðum i sambandi við sum fyrirbærin, sem gerðust á fundum ákærðu og kunna á þeim hafa lýst sjer einhverskonar svonefndir mið- ilshæfileikar. Var eigi saknæmt að selja aðgang að fundunum, ef einungis þessi f yrirbæri hefðu gerst þar. Hinsvegar hef- ir ákærða méð svikum þeim, er lýst hefir verið, vakið eða styrkt rangar eða óljósar hug- myndirlfundargesta um hæfi- leika ákærðu og þar með stuðl- að að því, að menh sætu fundi hennar og greiddu aðgangseyr- inn, sem, þó eigi næmi miklu á mann í hvert skifti, hefir num- ið verulegri fjárupphæð á svika fundunum samanlagt, Þó að sum fyrirbærin kunni að hafa verið ákærðu ósjálfráð og það jafnvel á sömu fundunum og svikafyrirbærin gerðust, voru hin sýnilegu fyrirbæri svo veru- legt atriði í starfsemi ákærðu, að telja verður að fundarsókn- in hafi oltið mjög á að þau gerðust, enda áleit ákærða og a. m. k. ákærður Þorbergur, að svo væri. Ber sjerstaklega að átelja það framferði ákærðu á svika- fundunum, >að telja fundar- mönnum trú um, að framliðnir menn, jafnvel ástvinir fundar- manna, birtust þar og töluðu við fundarmenn“. Dómsniðurstaðan er svohljóð andi: Því dæmist rjett vera: Ákærða, Ingibjörg- Lára Ágústsdóttir, sæti fangelsi í 1 ár, en tíminn frá 31. október til 22. desember 1940, skal með fullri dagatölu koma til frá- dráttar refsingunni. Ákæi'ði, Þorbergur Gunnars- son, sæti fangelsi í 6 mánuði. Ákærðir, Kristján Ingvar Kristánsson, og Óskar Þórir FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Bílslys Þrír varð- haldsdómar Sakadómari hefir nýlega kveð- ið upp þrjá dóma, tvo í sambandi við bílslys og einn vegna þjófnaðs á bíl. Á nýársdag varð piltur fvá Ilellissandi fyrir bíl á Fríkirkju- veginum og hlaut bana; af, Bíl- stjórinn, Jón Ásgeir Guðmnnds- son, Reykjavíkurveg 31 var dæmd ur í 30 daga varðliald og sviftur ökurjettindum í eitt ár. Hinn 9. febr. s.l. vai’ð bílslys fyrir ofan Baldursbaga, er Svif- flugsfjelagarnir voru á Iei.8 til bæjarins. Beið einn bana í því slysi og aðrir slösitðust stórlega. Bílstjórinn, Leifur Grímsson bankamaður, Freyjugötu 44 var dæmdur í( 20 daga varðhald, en skilorðsbundið og sviftur öku- rjettindum í 5 ár. Hinn 28. apríl s.l. stal Guðmann Alfreð Jónsson, Bræðraborgarstíg 49 bíl frá Steindórsstöð, ók bíln- um út úr bænum og stórskemdi- hann. Hann var dætndur í 30 daga varðhald, skilorðsbundið og til að greiða 500 kr. í skaðabæt- ur, til eiganda bílsins. Mínníst mæðranna á morgtm! að er ekki vitað, hver fyrst kom með þá ágætu hug- mynd að velja einn dag á ári hverju mæðrunum til heiðurs, einn dag, til þess að sýna mæðr- unum lítinn þakklætisvott og virðingu fyrir hið óeigingjarna starf, sem þær vinna í þágu ein- staklinga, heimila og þjóðfje- lagsins í heild. En þessi venja, að hafa Mæðradag einu sinni á ári, hef- ir tíðkast í nágrannalöndum okkar lengi. Hjer á landi um nokkurra ára skeið, og er Mæðradagurinn venjulega 4. sunnudag í maí. Mæðrastyrksnefndin, sem í földa mörg ár hefir unnið öt- u.llega að því að hjálpa bág- stöddum mæðrum, hefir jafn- an notað daginn til fjársöfnun- ar, til styrktar starfsemi sinni. En á heimilunum hefir dagur- inn verið haldinn hátíðlegur á þann hátt, að gefa mæðrunum sem allra mest frí frá daglegum störfum og gera þeim daginn sem ánægjulegastan. Bændurnir eða börnin færa þeim blóm í tilefni dagsins, dæturnar taka að sjer húsverk- in og þar fram eftir götunum. Stálpuðu börnin geta líka unn- ið þarft verk þenna dag, með því að selja merki Mæðradags- ins, en þau eiga auðvitað sem allra flestir að kaupa. Börn, sem vilja selja merkin á morgun, g*eta vitjað þeirra í skrifstofu . MæðrastyrLsnefnd- ar, Þingholtsstræti 18, niðri, í Miðbæjarbarnaskólanum eða Austurbæjarbarnaskólanum frá kl. 10 árd. Blóm mun verða hægt að fá í blómabúðum á morgun, þó sje súnnudagur, því að þær verða opnar fyrri hluta dagsins og selja lifandi, ný og falleg blóm. Á morgun bera allir merki Mæðradagsins, muna Mæðra- daginn, minnast mæðranna! Reykt síld er ódýr og góð fæða XT iðursuðuverksmiðja Boco á ' Akranesi 'er nú byrjuð að framleiða reykta síld (Kippers). Yerður hún bæði lögð niður í dós- ir og seld laus í nokkrum búð- um í Reykjavík og Hafnarfirði. Síldina má matreiða á marga vegu: Sjóða hana, leggja á pönnu eða sem ofanálegg á hranð. Á hvern máta sem er, er hún góð, ódýr og ljúffeng. xx. Þjóðverji hefir farið hjer huldi höfði f eitt ár Var handtekinn; á Patreksfirði jóðverji nokkur, August Leh- mann að nafni, sem farið hefir huldu höfði hjer á landi síð- an landið var hernumið í fyrra- vor, var tekin höndum á Pat- reksfirði s.l. miðvikudag og flutt- ur hingáð til bæjarins. Lehmann var hjer áður en Bretr ar hVrtóku landið, en segir sjálf- ur svo frá, að er Bretar komu hafi hann verið staddur í Borg- arfirði'. Símaði hann þá til Reykjá, víkur og frjetti, að verið væri að handtaka Þjóðverja í bænum og ákvað hann ])á að fara hnldn höfði. Blaðinu er ekki kunnugt, hvert Lehmann hjelt frá Borgarfirði, en hann hefir farið víða um land, en aðallega þó um Vestfirði Hann var með 600 krónnr í pen- ingum í maí í fvrra, er hann var í Borgarfirðinum og átti enn um 260 krónur, er hann var tekinn s.I. miðvikudag. Lehmann þessi kom hingað til að vinna hjá Schéiter kaftpmanni og átti að vinna þar kaupláust, sem ,,lærlingur“, eða eitthvafi þess háttar, £n hvað hann var aS gera í Borgarflrði ,um það leyti, sem hernámið fór fram, er ekki vitað. Bretar mnnn hafa vitað, að ])essi maður var einhversstaðar hjer á landi, því bans mun hafa verið getið í skjölum hjá þýska konsúlnum eins og annara Þjóð- verja, sem hjer voru búsettir. Við og við í vetur hafa,verið að ber- ast fregnir af Lehmann víðsveg- ar á Vestfjörðum, en það var ekki fvr en nú, að ákveðið var að hand- taka hann. Það voru tveir' piltar, sem nrðu varir við Lehmann .1. sunnudag uppi á fjalli nálægt Patreksfirði. Var liann þar í tjaldi og er pilt- arnir hittu hann, vildi hann ekk- ert við þá tala, nema hvað hann sagði „góðan daginn“ g íslensku Piltarnir,, sögðia frá þessnm eiu- kennilega manni og síðan barst fregnin, til eyrna Bretum, sem sendu flugvjel eftir honum tii Patreksf jarðar. Skönimu eftir að landið var hernumið var útvarpað tilkynn- ingu í íslénska útvarpinu frá bresku herstjórninni, þar sem all- ir Þjóðverjar, sem kynni að vera staddir hjer, voru bvattir til að géfa sig fram við breska i setnlið- ið. Lebmann gerði það, ekki. Samkvæmt alþjóðalögum í bern aði er bægt að skoða mann frá óvinaþjóð, sem fer huldu höfði og óeinkennisklæddur í landi, sem er á valdi ófriðaraðilja, sem njósn ara. Eftir því sem blaðið befir frjett mun breska herstjórnin hjer þó ekki fara með Lebmann sem slíkan, heldur skoða hana sem hvern annan herfanga,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.