Morgunblaðið - 24.05.1941, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.1941, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 24. maí 1941. vniuuHiuiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiinimmiiiiiiiiiiifiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitmuiiiuiiiiiuiu^ jStór íbúðóskast| I Stór nýtísku íbúð óskast til leigu nú þegar. Há húsa- | 1 leiga boðin og mikil fyrirfra>ngreiðsla, ef óskað er. g | Tilboð merkt „Stór íbúð“ sendist blaðinu í dag. | H = fliiiiiiuiiiiiiminiiiniiiiiiiiiiiiiuniiiiiiiuiimiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiniiiiiiimiiiHiiiimiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiuiiiiiiiituuiiu 4-5 skrifstofuherbergi óskast. Tilboð sendist Morgunblaðinu nú þegar. merkt „708“. Veitingastofa Góð og fjölsótt veitingastofa í fullum rekstri með ágætu „inventar“ bæði í eldhúsi og veitingastofum, er til sölu nú þegar. Liggur við eina fjölförnustu götu bæjarins og hefir góðan og mikinn hóp viðskifta- manna. Tilboð sendist Morgunbl. fyrir 27. þ. mán., merkt: „Veitingar“. Mæðradagurinn Óskað er eftir ötulum og greinagóðum stálpuðum börnum og unglingum til að selja merki dagsins. Komi á þessa staði: Þingholtsstræti 18, Miðbæjarskólann (stofa 20) og Austurbæjarskólann frá kl. 10 á morgun (sunnudag). 9 Mæðrastyrksnefnd. RviHugler Eigum óselda nokkra kassa af rúðugleri 24 ounzu. EtítJerf Krisffánsion & Co. h.f. SIGLINGAR. Vjer höfum 3—4 skip stöðugt í förum milli vestur- strandar Englands og íslands. Tilkynningar um vörur sendist Calliford & Clark Lid. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD, eða Geir H. Zoega. Símar 1964 og 4017, ER GEFUR FREKARI UPPLÝSINGAR. Nokkrir bifreiðastiórar geta fengið afvinnu strax. A. v. á. B. S. I. Sfmar 1540, þrjár línnr. Góðir bflar. Fffót afgreilkiL Kristófer Björnsson, verkstjóri K egar maðnr er til moldar bor- ii|n frá liálfnuðu dagsverki — að því er virðist — þá verð- ur þjóðarsorg, hjeraðsharmur, sveitar- eða bæjarsöknuður eða að- eins ástvínaharmur, alt eftir því, hversu kunnur hinn látni var eða hvaða stöðu hann skipaði í þjóð- fjelaginu og hvernig starfið var af hendi leyst. — Minningin á og mislangan aldur. Nöfn andlegra stórmenna, þjóðhöfðingja, hjeraðs og sveitarhöfðingja eru skráð stóru letri í þjóðarsögumri, en gleymast þó, er árin líða, nema þau sem mest Ijóma. Þjóðf jelaginu er ekki borgið með því einu, að það eigi eitt eða fleiri stórmenni, heldur og hinu, að sem flestir þegnar þess sjeu menn í sínu starfi, hvort sem það er talið stórt eða lítið, sje það þarft eða nauðsynlegt. — Hinn trúi þegn stækkar nafn þjóðhöfð- ingjans og á því hlutdeild í þeim hróðri, sem sagan geymir, þó hans lítt kunna nafn týnist fljótt. Slík- ur þegn verðnr til moldar bor- inn í dag. Kristófer Björnsson var fædd- ur 1.3. des. 1899 að Holti á Ás- um í Húnavatnssýslu. Poreldrar hans voru hin kunnu merltishjón Björn Kristófersson og Sigríður Bjarnadóttir, er síðar bjuggu stórbúi að Hnausum í Húnavatns- sýslu. — Björn Kristófersson var tvígiftur. Með fyrri konu sinni, Ingibjörgu Þorvarðardóttur, átti hann 4 hörn, en 5 börn með þeirri síðari. Þessi systkini Kristófers eru öll á lífi og halda uppi sóma sinnar ættar. Tólf ára gamall misti Kristó- fer föður sinn; naut hann þá á- fram handleiðslu móður sinnar og eldri systkina, þar til uppvexti lauk. Til Keykjavíkur fluttist Kristó- fer árið 1925; gerðist liann þá verkstjóri h.já mági sínum, Þórði Olafssyni útgerðarmanni, og gegndi því starfi þar til fyrir rúmn ári síðan, að máttur hans þraut svo, að hann mátti ekki fötum fylgja. Lá hann fyrst hjer í Reykjavík, en kans síðan að leita sjer lækningar á Akureyri. En skapadægrinu varð ekki frest að, sigðin vitjaði hans á sjúkra- húsi Akureyrar þ. 11. þ. m. Kristófer giftist þ. 20. maí 1933 Guðnýju Jóhannesdóttur frá Þor- grímsstöðum á Vatnsnesi; lifir hún mann sinn ásamt 2 börnum þeirra; Ásbirni 8 ára og Birnu 2ja ára. Þegar í barnæsku kom í Ijós hin sjerkennilega skapgerð, sem mótaði líf og starf þessa mæta manns. Kristófer var óvenju dul- ur maður og fáskiftinn um alt það, sem ekki kom honum sjálf- um við eða starfi hans; hann var svo lítill málskrafsmaður, að heita mátti að hann mælti það eitt, er nauðsyn bar til. — Ókunnugir gátu freistast til að álíta hann fremur óviðfeldinn, en kunnugir hofðu aðra sögu að segja. Bak við fáskiftið levndust þeir mannkost- ir, er mest prýða. Hann var $vo prúður og vandaður í allri um- gengni, að á betra verður ekki kosið, enda }>ótti hverjum manni vænt um hann, sem honum kync- ist. Þá var trúmenskunni í öllu star-fi hans svo við brugðið, að lengra þótti ekki komist og svo var vinnukappið mikið, að hann kunni sjálfum sjer ekki hóf, en hverjum manni þótti gott að vinna með honum. Til marks um kapp hans og harðfylgi má geta þess, að kami var búinn að vinna lang- an tíma með sótthita, áður en hann Ijet undan og lagðist bana- leguna; duldi hann öllum mönn- um vanlíðan sína, enda mun eng- inn miunast ]>ess að hafa heyrt hann nokkru sinni kvarta yfir eigin liag. Kristófer var einn hinn dulasti maður, er jeg hefi þekt og svo skapfastur, að honum varð ekki þokað frá því, er hann áleit rjett vera. — Hann var glögt dæmi þess,' að varasamt getur verið að dæma meim eftir augnabliks kynningu eða fyrstu sýn. Kristófer skilaði góðum vöxt- nm af því pundi, sem Iionum var trúað fyrir. Blessuð s.je minn'ing hans. Ásgeir L. Jónsson. / Minning Kristínar Guðmunds- dóttur frá Útey C* östudaginn 16. maí s.l. andað- ist að heimili dóttur sinnar hjer í bæ hin þekta merkiskona, Kristín Guðmundsdóttir frá Útey í Laugardal, 86 ára að aldrei (og vel það). Hún var fædd að Nýja- bæ á Seltjarnarnesi 12. júní árið 1854. Foreldrar hennar voru hin kunnu hjón, Guðmundur Þorsteins son og Margrjet Eyleifsdóttir, er lengi bjuggu í Gesthúsum á Sel- tjarnarnesi, og ólst Kristín upp hjá þeim, en rúmlega tvítug flutt- ist hún að Utey í Laugardal og bjó þar með manni sínúm fyrir- myndar búi hátt á 4. tug ára. IIún giftist árið 1878 Eiríki Ey- vindssyni Þórðarsonar, viðurkend- um dugnaðarmanni. Móðir hans var Ingibjörg Eiríksdóttir frá EfstadaL Kristjnu og Eiríki varð 7 barna auðið, 3 dóu í æsku en 4 eru á lífi öll mannvænleg og vinsæl: Eyvindur bóndi í Útev; Þóra, Gimli, Manitoba; Helga og Þórð- ur búsett hjer í Reykjavík. Mann sinn misti Kristín árið 1913, og 1914 fluttist hún að Holtsgötu 13 hjer í Reykjavík og var þar tií dauðadags og naut fylstu umönn- unar Helgu dóttur sinnar. Jeg finn að mjer er ofvaxið að geta sagt nokkuð um ævistarf svo mikilhæfrar lconu til lífs og sálar sem Kristín var; dugnaður henn- ar var alþektur af þeim sem henm' kyntust; bókhneigð var, hún einn- ig, fróð með afbrigðum og hag- orð vel, en það sem mest gildi liefir í mínum augum er, að hún var trúuð kona. Þó hún sje til hvíldar borin, munu áhrifin frá lífi hennar um liðna ævi halda áfram að bera ávöxt í hjörtum barna hennar og annara vina. Kristín var meðal 12 systkina og eru 2 systur eun á lífi og era þær búsettar á Ásvallagötu 14. Þessum systrum sínum þráði hún að flytja sína bestu þakkarkveðju og á sama Iiátt öllú nánu skyld- fólki, tengdafólki og vinum og allra helst sínum ástkæru börnum og sjer í lagi þeirri dóttur sem hún dvaldi hjá og veitti henni aðhlyniiingu með einstakri alíið á ævinnar kvöldi. Jeg veit líka að allir þessir umgetnu vinir minn- ast í þakklátu hjarta hennar mikla og góða ævistarfs. Guð lilessi hennar minning. Hún verðuv ':i'ðuð að Miðdal í Laugardal við hlið manns síns og harna. Kveðja þig vinir, konan dáðaríka, kærast. og heitast börnin, sem þiú únnir. Minnast að Drottinn móður gaf þeim slíka, myndin er skýr þó dagar sjeu runnir. Góð er sú von hjá Guði um eilífð húa, gott er og sælt á Jesú nafn að trúa. E. B. Til Báðacdals, Stór- holts, Kinnarstaða verða hílferðir alla þriðjudaga kl. 7 árd. Til haka fimtudaga. Far- þegar vestaú Stórholts vinsamlega beðnir að panta far fyrir hádegi á mánúdögúm. — Afgreiðsla á Bifreiðastöð íslands. Guðbrandur Jörundsson. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.