Morgunblaðið - 24.05.1941, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 24. maí 1941.
Gullbrúðkaiip
| dag, 24. maí, eiga gullbrúðkaup
■* xnerkishjónin Oddb.jörg Þor-
steinsdóttir og Jónas Jónasson í
Ytri-Njarðvík. Þar hafa þau bú-
ið í 45 ár með rausn og skör-
ungsskap. Jónas hefir alla tíð ver-
ið óvenjulega duglegur maður,
Ibœði til sjós og lands, og farsæll
í: öllu starfi. Alt hefir honum
hepnast prýðilega, það sem hann
hefir tekið sjer fyrir hendur. Verk-
in sýna þar merkin, að afkoman
verður góð ef starfað er af atorku
og fyrirhyggju. Um það ber vitni
íbúðarhúsið f^gra og vandaða, sem
hann reisti 1914 og enn getur tal-
ist nýtísku liús í alla staði. En
minnistæðastur verður hann sök-
um mannkosta sinna. Hann er
prýðilega vel gefinn maður, hag-
orður (pg minnugur, friðsamur og
góðviljaður, drengur hinn besti og
sannur vinur í raun. Því er hann
sjerstaklega vinsæll og virtur vel
af öllum, er honum hafa kynst.
Oddbjörg ^ona hans er liin mesta
merkiskona, mikil hiismóðir og
stjórnsöm, gestrisin og göfug í
hjarta. Fyrir 30 árum v-arð hún
alblind, en heimilinu stjórnaði hún
um mörg ár með sama myndar-
skap, sem áður og enginn hefir
heyrt hana mæla æðruorð allan
þenna langa tíma sjónleysisins.
Slík stiiling og sálarró eiga instu
rætur í óbifanlegu trausti og trú.
Svo má segja að aldrei hafi henni
fallið verk úr liendi og enn eru
hæði hjónin sívinnandi, þótt ald-
urinn sje orðinn hár. Börn þeirra
eru öll í Ytri-Njarðvíkum, Anna
og Steinunn heima með fóreldrum
sínum, og Egill og Einar, iltgerð-
armenn og skipstjórar, búsettir að
Ytri-Njarðvík og Borg. Jeg veít
að þessum merkishjónum berast
hlýjar kveðjur víðsvegar að í dag.
Þau eru umvafin kærleika barna
og tengdadætra og virðiiigu og
þakklæti ættingja þeirra og vina.
Jeg bið þess að æfikvöldið verði
hlýtt og milt eins og starfsdagur-
inn hefir verið farsæll og göfugur.
. Eiríkur Brynjólfsson.
Uppbót til skálda
• og listamanna
Sigurður Kristjánsson flytur
svohljóðandi þingsálykt-
unartilíögu í sameinuðu þingi:
„Alþingi í ályktar að heimila
fármálaráðherta að greiða
mentamálaráði á árinu 1941
8000 kr. til viðbótar framlagi í
fjárlögum þess árs til skálda,
rithöfunda, vísindamanna og
]istamanna“.
í greinargerð segir:
Mentamálaráð hafði á árinu
1941 svo lítið fje til umráða, að
Pokkrir þeirra, sem á&ur höfðu
notið styrks samkv. 15. gr. fjár-
laga, fengu engan styrk. Fjár-
veitinganefnd hefir reynt að
bæta lítils háttar úr þessu að
því leyti er árið 1942 snertir,
með því að hækka styrkinn til
skálda, rithöfunda, yísinda-
manna og listamanna um 10 þús.
kr. Þingsályktun þessari er ætl-
að að bæta úr þessu sama að
því er yfirstandandi ár snertir.
25 ðra prestsþjðnustu
afmæli sr. Friðriks
Rafnars
Frá frjettaritara vorum
á Akureyri.
íra Friðrik J. Bafnar vígslu-
biskup fermdi á uppstign-
ingardag 78 börn í Akureyrar-
kirkju. Var dagur'þessi sjerstak-
ur merkismagur í lífi síra Bafn-
ars, því fyrir 25 árum síðan, 4
uppstigningardag 1916, tók hann
prestsvígslu ásamt sr. Jóni Guðna-
s.yni á Prestsbakka.
Þáverandi biskup, Þórhallur
Bjarnarson, framkvæmdi þá at-
höfn.
Á þessu tímabili í embættistíð
síra Friðriks Bafnars hefir hann
fermt 1495 börn og skírt 2100
börn.
I gærkvöldi gaf síra Bafnar
saman í hjónaband Sigmund
Björnsson, verslunarmann hja
KEA og ungfrú Sigrúnu Gísla-
dóttur, og Indriða Guðjónssou
sjómann og ungfrú Selmu Frið-
geirsdóttur.
Skipulagsbreyting
á Bandalagi fslenskra
listamanna
Miðvikudaginn 21. þ. mán.
var aðalfundur „Banda-
lags ísl listamanna“ haldinn í
1. kenslustofu Háskólans. Fyr-
ir fundinum lágu venjuleg að-
alfundarstörf.
Unnið hefir verið að því, í
vetur að breyta starfssviði
,,Bandalagsins“ og gera það að
sambandi smærri fjelaga, sem
hvert hefði sitt afmarkaða starfs
svið, þannig, að hver sjerstök
listgrein hefði sitt sjerstaka fje-
lag, er síðan kjósi fulltrúa á
fundi „Bandalagsins“. — Hafði
þessi breyting verið gerð í vét-
ur og samþvkt með almennri at-
kvæðagreiðslu meðal meðlim-
vnna í „Bandalaginu“, og höfðu
fjelög þau. sem eru í „Banda-
laginu“, kosið sjer fultlrúa, sem
mættu á aðalfundinum. 'v'oru
þar samþykt lög fyrir „Banda-
lagið“ í samræmi við hið nýja
starfssvið þess.
I „Bandalagi íslenskra lista-
manna“ eru nú 3 fjelög: „Fje-
lag íslenskra rithöfunda", „Fje-
lag íslenskra tónlistarmanna“;
og „Fjelag íslenskra myndlista-
manna". Búist er við, að síð-
ar gangi í „Bandalagið" fjelag
arkitekta og fjelag leikara.
Stjórn „Bandalags íslenskra
listamanna" skipa nú þessir
menn: Jóhann Briem málari
formaður, Sigurður Helgason
rithöfundur ritari, Árni Kristj-
ánsson tónlistarmaður gjald-
keri og meðstjórnendur Sigurð-
ur Nordal rithöfundur og Jón
Engilberts málari.
Smuts hermarskálkur
Georg VI. Bretakonungur hefir
sæmt Srouts hershöfðingja r.afnbót-
inni her-marskálkur (fieldmarshal).
Smuts varð 71 árs í gær.
Kvöldsöngur
I Landakotskirkju
Dr. Urbantschitsch liefir reynst
tónlistarlífi Beykvíkinga
hinn nytsámasti þann tíma, sem
hann hefir dvalið hjer, og er það
hin mesta furða, hve miklu hann
fær afkastað á ári hverju með að-
stoð ekki meiri nje fjölbreyttari
krafta, en hjer eru fyrir hendi,
Eftir að hafa staðið fyrir stjórn
stórverksins „Messias“ eftir Hánd-
el, óperettu og allmargra hljóm-
leika Tónlistarfjelagsins, í vetur,
kemur hann nú í lok missirisins
tónlistarvinum á óvart með því að
kynna þeim eitt fegursta og þekt-
asta verk kaþólskrar kirkjutónlisx-
ar í prýðilegri framfærslu.
Giovanni Pergolese (1710-1736)
var eitt þeirra tónskálda, sem
guðirnir elskuðu. Honum var ótrú.
lega ljett um að skapa, og hann
virðist hafa lifað sitt stutta líf
í sjálfum tónunum og fegurð
þeirra. „Stabat mater“ var svana-
söngur hans. Mynd sú, er hann
dregur upp í þessu verki af Maríu
Guðsmóður er í allri sinni hreinu,
heilögu einfeldni mjög skyld lista-
vérkum fjórtándu aldar ítölsku
málaranna Fra Angelico o. fl., og
andi þess er í rauninni furðan-
lega óskyldur veraldlegum ítölsk-
um tónskáldum rokoko-tímans,
enda þótt ytra formið sje að sjálf-
sögðu hið sama.
Framfærsla þessa að mörgu leyti
mjög vandasama verks var til
hins mesta sóma, kvennakórinn,
sem fór með kórkaflana leysti
hlutverk sitt prýðilega af hendi,
og var söngurinn tiltakanlega
mjúkur mjúkur og fágaður, Strok
hljómsveitin var eins og fyrri dag-
inn full-fáskipuð. Af einsöngvur-
unum ber fyrst að nefna Davinu
Sigurðsson, sem kom hjer fyrst
fram í all-miklu einsöngshlutvefki
í „Messias“ í vetur. Frammistaða
hennar var ekki síðri nú; röddin
er hljómmikil og jöfn,- og söngur-
inn allur eiukar öruggur oir stíl
viss, Guðrún Sveinsdóttir óg Björg
Guðnadóttir jpngu alt-hlutverkin
tvö, og gerðu það báðar óaðfinn
anlega. Að öllu samanlög^5u varð
framfærslan á „Stabat mater“ einn
jeiri'a tónlistarviðburða hjer í bæ,
sem vert verður að minnast fram
yfir líðandi stund.
Kvöldsöngurinn hófst á þremur
ítölskum mótettum frá 16. öld,
sehi sungnar voru án undirleiks,
en miðhluti tónleikanna var hin
alkunna „Kirkjuaría“ eftir Stra-
della, og söng Haraldur Hannes-
son einsöng í henni laglega en
frekar tilþrifalítið.
Hátíðablær var yfir Öllum kvöld
söngnum, og er það gleðiefni, að
veglegasta guðshús, landsins skuli
hafa opnað góðri kirkjutónlist hlið
sín. E. Th.
HERSKIPATJÓNIÐ
í MIÐJARÐARHAFI.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU
ið sökt: 5 beitiskipum og einum
tundurspilli. Hæfð með tundur-
skeyti hafa verið: Jfiitt orustu-
skip, 6 beitiskip, 1 tundurspillir
og eitt flugvjelamóðurskip. Lösk-
uð hefa verið: Tvö orustuskip, 2
beitiskip, 4 tundurspillar og 3 önn-
ur herskip.
Meistaraflokkar
Vals oo Vikings
1:0
I slands og Reykjavíkurmeist-
* ararnir í knattspyrnu leiddu
saman -hesta sína s.l. fimtu
dagskvöld, í fyrsta sinni á
þessu vori, og rann ágóðinn af
leiknum til sjúklinga á Vífils-
stöðum. Styrktu allmargir hið
þarfa ■. málefni sem fyrir var
kept með nærveru sinni á vell-
inum, enda var veður gott.
LúSrasveitin Svanur Ijek á undan
leik og í hljeinu niilli hálfleika. Dóm-
ari var Þorsteinn Einarsson.
Leikurinn var frekar vel leikinn,
er þess er gætt, hve litla útiæfingu
knattspyrnumenn hafa enn fengið. —
Var hann bæði harður og tilþrif góð
til samleiks á köflum, þótt ýmsir leik-
menn væru enn noklcuð óvissir, sem
von er til. Nokkuð bar á, að menn
spyrntu út í hött, og einkum var auð-
sætt að framlína Vals hefir ekki enn
náð árangursríkum samleik, enda stóð
vöm Víkings sig vel.
Leiknum lauk með sigri Vals með
einu marki gegn engu, og gátu úrslit
vart verið rjettmætari, nema ef vera
skyldi jafntefli.
f fyrra hálfleik hafði Valur yfir-
höndina, en í hinum seinni sóttu Vík-
ingar sig mjög, en brast skotmenn,
enda voru hvorki Þorsteinn Ólafsson,
nje Isebarn með í þetta skifti. Valur
hafði heldur ekki öllum sínum meist-
urum á að skipa, en þeir, sem í þeirra
stað Ijeku í báðum liðum, stóðu sig
yfirleitt vel, og var enginn maður
raunverulega Ijelegur.
Yfirleitt voru verjendur beggja
liða sækjendum yfirsterkari, enda
mikið leikið á miðjum vellinum. ,
Eigi mun hlýta, að gagnrýna mjög
einstaka menn, á þessu stigi knatt-
spyrnutímans, svo því skal slept hjer.
Hjá Víking sköruðu þó fram úr þeir
bræður Ejnar og Yngvi Pá’ssynir,
Haukur, var og sæmilegur, og eins
vjrtist hinn nýi bafevörður efni í á-
^petan leikmann. Spyrnur hans eru yf-
irleitt langar og hreinar, og hann
Staðsetur sig vel.
í Vaí voru þeir Sigurður &g Frí-
mann í besta lagi traustir, sem þeirra
yandi er.
Leikurinn í heild gefur góðar von-
ir um knattspyfnuna í sumar.
J. Bn.
Kril
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
að notast við bækistöðvar í Eg-
yftalandi.
Churchill gat þess einnig til
marks um sjerkennileik orust-
unnar, að hvorugur aðilinn hef-
ir skilyrði til að flýja.
í tilkynningu herstjómarinn-
ar í Kairo í gær var farið mjög
lofsamleg'um orðum um bar-
áttukjark bresk-grísku herj-
anna, en í þeim eru breskar, ný-
sjálenskar, ástralskar og grísk-
ar hersveitir. Segir í tilkynning-
unni að mannfall Þóðverja
muni sýna, hve vel þeir hafi
staðið sig.
Víðast hvar, þar sem bardag-
ar hafa verið háðir, virðist hafa
verið barist í návígi, með riffl-
um, vjelbyssum og litlum fall-
byssum. Bretar segjast hafa
rekið Þjóðverja úr Heraklyon
eftir bardaga í návígi.
Fjárlögin
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
Til endurbóta á gömlum íbúð-
árhúsum á prestssetrum 24 þús.
kr.
Til Hallgríms Helgasonap, til
útgáfu á þjóðlagasafni 2500; tii
Odds Magnússonar, til mjólkur-
fræðináms 800; til Ilöskuldar
Björnssonar málara, bvggingar-
styrkur 2000 kr.
Til Þjóðvinafjelags og Menta-
málaráðs, til útgáfu 1. bindis fs-
lendingasögu 6000 ■ til kaupa, á
hókasafni og vísindaáhöldum dr.
Bjarna Sæmundssonar 10.000 kr.
Til Ásgeirs Einarssonar dýra-
lækis, til rannsókna á smitandi
júgurbólgu í kúm 1000 kr.
Nefndin fljúur ýmsar fleiri
breytingartillögur. Þ. á. m. eru
nokkrar heimildir til stjórnarinn-
ar, í 22. gr. Meðal þeirra ei’u: Að
greiða stjórn Þjóðvinaf jelagsins-
og Mentamálaráði halla, sem kýnni
að verða á sölu á nokkrum hluta
af upplagi Heimskringlu Snorra
Sturlusonar, ef samningar takast
við stjórn fornritaútgófunuar, Að
veita Jóni Engilberts listmálara
15 þús. kr. lán ixr ríkissjóði til
húshyggingar, að kaupa verkstæð-
ishús Valgerðar Helgadóttur,
ekkju Bjarna í Hólmi, Að gera
nauðsynlegar ráðstafanir til að
vernda frá skemdum hinn forna
skála á Keldurn.
Lára miðill
FRAMH. AF ÞBJÐJU 8ÍÐL
Guðmundsson, sæti hver 4
mánaða fangelsi.
Fullnustu refsingu þeirra
Kristjáns Ingvars og Óskars
Þóris, skal þó frestá og niður
skulu þær falla að 2 árum liðn-
um frá uppkvaðningu dóms
þessa, verði skilorð VI. kafla.
ahnennra hegningarlaga nr. 19,
1940, haldin. Ákærðu, Ingi-
björg Lára og Óskar Þórir, eru
svift kosningarjetti og kjör-
gengi til opinberra starfa og
annara almennra kosninga.
Ákærða, Ingibjörg Lára,
greiði málsvarnarlaun skipaðs
verjanda síns, Kr. Linnet, fyr-
verandi bæjarfógeta, krónur
150,00. Ákærðir, Þorbergur og
Kristján Ingvar, greiði in sol-
idum málsvarnarlaun skipaðs
verjanda þeirra, hdm. Gunnars
E. Benediktssonar, kr. 150,00,
Ákærður, Óskar Þórir, greiði
málsvarnarlaun skipaðs verj-
anda síns, hdm. Sigurðar Óla-
sonar kr. 100,00
Allan annan kostnað sakar-
innar greiði hin ákæfðu in sol-
idum.
Dómi þessum skal fullnægja
að viðlagðri aðför að lögum.
DARLAN
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
verða gerðar loftárásir jafnt á
hinn hernumda, sem óher-
numda hluta Frakklands, sam-
kvæmt þeim fyrirætlunu'm, sem
breski herinn kann að hafa í
þessu efni.
I London hafa síðustu dag-
ána verið birtar fregnir um
vaxandi óvinsældir Darlans
meðal frönsku þjóðarinnar,
bæði í hinum hernumda og ó-
hernumda hluta landsins.