Morgunblaðið - 27.05.1941, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.05.1941, Blaðsíða 5
f»riðjudagur 27. maí 1941 S orgtmMafcid Ötjrof.: H.f. Arvaknr, Stykjtvlk. Rftetjörar: Jðn Kjartaneaou, Valtýr Stefánr.aon (ábvrKttami.). Augrlýslngar: Árnl Óla. Rltatjörn, augrlýalcsar ok afcralBala; Austurstrœtl S. — Staal 1*00. 'Áakrlftargjald: kr. 1,10 á mánuBl lnnanlanda, kr. 4,00 ctanlanda. l&usasölu: 20 aura alntaklB, 25 aura m«B Lsabök. Ólafur Pálsson skrifstofu- stjóri yfirborgarstjórnar- Þáttaskifti EP óvissan uni framtíðina, ef óttinn við að allskonar erf- iðleikar skelli yfir áður en varir, "væri ekki efst í hugum flestra maiina nú á dögum, myndu „lúðr- ar þeyttir og bumbur barðar“ til þess að veltja alþjóð til umhugs- Tinar um hið mikla og örlagaríka spor, sem Alþingi steig 17. maí síðastliðinn. Frelsi og sjáíl'stæði bafa verið töfraorð í eyrum íslendinga alt frá upphafi þjóðarinnar. í bjarg- fastri trú á. að þjóðfrelsi væri hinn mikli aflgjafi, er leysti dulda krafta úr læðingi, höfum við treyst því, að frelsið yrði sífelt í þjóðlífi okkar sem gróðurskúr á vorþyrsta jörð. Sú trú hefir ekki bilað. Reynslan hefir staðfest hana. Þáttaskifti í þjóðlífinu gerast •ekki aðeíns á ytra borðinu, með lagasetníngu, samþyktum og breyting stjórnarskipunar. Að vissu leyti eru þau þáttaskifti merkari, sem gerast í þjóðlífinu sjálfu, í almenningsvitundinni, í 'liugsanaTífmu og athöfnum og við- horfi éinstaklingsins. A vakningaröld þjóðar vorrar voru það skáld og hugsjónamenn, sem settu svip sinn á þjóðlíf vort. Raunhæf þekking þeirra á land- 'kostum og lífsmöguleikum, á skil- yrðum atvinnuveganna var af skornum skamti og mjög í molum. '1 afturelding hins nýja tímabils verður þjóðin að leggja megin- áherslu á hið raunhæfa. Yið verð- iim áð sýna það í verki, eins og austlægasta Norðurlandaþjóðin, Finnar, að við kunnum best allra manna til verka, í okkar eigin landi'. ’Við verðum að haga uppeldi •okkar og atvinnulífi þannig, að ^alt sje þar lagað sem haganlegast •eftir skilyrðum þeim, er fóstur- jörðin býr börnum síhum. Mikio vantar á, að svo sje enn. Hugsjónir skáldanna, hugmynd- ir forystumannanna, sem aldrei sáu frelsisdrauminn rætast, verða þá fyrst að vbruleika, þegar þjóð- in lærir að standa saman í því, að beita nútímavísindum og hverskonar hagsýnj í því að nytja kosti og auð lands og sjávar. Þáttaskiftin hið innra með þjóðinni verða að vera þau, að fyrir hugsjónir og hugarflug komi raunhæf vísindi, stefnufast starf, er miði að því, að allur al- menningur í landinu fái góða lífs- afkomu og geti unað glaður við sitt. En með vaxandi velmegun verð- ur þjóð vor að læra vel að rækja skyldur sínar við skáld og lista- menn, þann andlega aflgjafa, sem ■er undirrót frelsis og þjóðarham- ingju. Sú skoðun var alment ríkj- andi á skólaárum mínum. að flestir skóla-,,dúxax-“ kæmu úr Norðurlandi og að þar stæðu Húnvetningar í fremstu röð. — Geri jeg ráð fyrir, að nánari rannsókn mundi leiða í ljós, að þessi skoðun hafi átt allsterk rök við að styðjast. Að minsta kosti finst mjer, að jeg, frá námsárum mínum, muni eftir fleiri afburða-námsmönnum úr Húnavatnssýslu en úr nokk- urri annari af sýslum lands- ins. — Meðal þessara ágætu námsmanna, sem jeg var sam- tíða í skóla og kyntist nokkuð, voru þeir bræðurnir frá Akri, Bjarni og Ólafur Pálssynir, hreppstjóra Ólafssonar; var Bjarni tveim vetrum, en Ólafur einum vetri á undan mjer í skól- anum. Bjarni er nú dáinn fyrir 19 árum sem vel metinn pró- fastur í Húnaþingi (varð 63 ára), en Ólafur alveg nýlátinn (13. apríl) í Khöfn (78 ára gamall), og eru honum látnum helgaðar þessar línur. Ólafur Pálsson kom í skóla haustið 1879 og fór þegar hið besta orð af mjög farsælum námsgáfum hans og samvisku- semi við námið, svo og staklegri prúðmensku hans í allri fram- vöngu. Aðalkeppinautur hans um efsta („dúx“)-sætið í bekkn um var flest skólaár hans sami pilturinn, Jón Steingrímsson, útlærður prentsveinn (úr Reyk- holtsdal), er að loknu skóla- námi gerðist prestur í Gaulverja bæ og dó ungur. Skiftust þeir á um það sæti þá fimm vetur, sem þeir voru samtíða í bekk, n við stúdentspróf, vorið 1885, varð Jón (sem og var fyrirtaks námsmaður) Ólafi hlutskarpari og hlaut „ágætiseinkunn“, en Ólafur varð honum næstur að stigatölu. Að afloknu prófi fór Ólafur utan um sumarið og gerðist lög- fræðingur. Fór einnig þar hið besta orð af honum sem náms- manni, enda lauk hann fulln- aðarprófi með lofseinkunn vor- ið 1891. Það vor luku ekki færri en fimm íslendingar lagaprófi við háskólann í sama mánuðin- um ,og allir méð lofseinkunn (hinir voru þeir Jón Magnússon (forsætisráðherra), Jóhannes Jóhannesson (bæjarfógeti), Páll Einarsson og Lárus JI. Bjarnason (hæstarjettardóm- arar), allir hinir nafnkunnustu menn með þjóð vorri). Hafði Is- land aldrei fyrri át+ að fagna jafn-glæsilegri lofseinkunnar- uppskeru lögfræðinga frá há- skólanum á einu og sama vori. En því miður átti ísland ekki að njóta starfskrafta Ólafs Páls- sonar eins og hinna fjögurra. Danskur hugsunarháttur, þjóðarandi og -einkunn haf'ði snemma námsdvalar hans ytra orðið honum svo innlíft, að hann gat vel sætt sig við að ílendast í Danmörku, enda varð niður- istaðan sú og árin alls 56, sem arinnar í Khöfn hann dvaldist í Khöfn, lengst af á einu og sama verkasvæðinu: í þjónustu yfirborgarstjórnar Kaupmannahafnar (Köben- havns Overpræsidium). þar sem hann starfáði í samfleytt 40 ár. Hann byrjaði þar sem ,.assi- stent“ 1893, varð fulltrúi 1901, skrifstofustjóri 1905 og loks yfirskrifstofustjóri 1926. En síðastnefnd staða þykir jafn- gilda deildarforstjóra (Departe mentchefs)-stöðu innan stjórn- ardeilda ríkisins. Vorið 1933 varð Ólafur sjötugur og hafði þá náð aldurshámarki danskra embætt ismanna. Fjekk hann þá lausn frá embætti og hefir síðan dval- ist embættislaus í Khöfn ‘Sem að líkum lætur um mann, er íafnlengi og Ólafur Pálsson hafði starfað á einum og sama vettvangi, innan sömu starfs- greinar. hlaut hann snemma að verða gagnkunnugur flestum málum, sem yfirborgarstjórn Kaupmannahafnar hefir með höndum, enda var orð á því haft í blöðum borgarinnar, er hann hvarf úr embætti, hve ágætum manni væri þar á bak ið sjá. Hann hafði þá líka, auk embættis síns, árum saman starf að í ýinsum opinberum nefnd- Ólafur Ágúst Pálsson. Ðáinn 13. apríl 1941. um, þar sem margþættrar þekk- ingar hans og embættisreynslu gerðist sjerstaklega þörf (t. a. m. í yfirskattaráði, atvinnu- skattanefnd, hafnarráði og hafnarstjórn, gerðardómi K,- hafnar varðandi verslun me'ð húsdýr o. fl , o. fl.) og sýnir það best hvert álit menn höfðu á honum. Sjerstaklega var hann á embættisvettvangi rómaður fyrir samvinnuþýðleik gagnvart öllu starfsfólki á skrifstofum borgarstjórnarinnar, og af yfir- mönnum hans í yfirborgarstjóra embættinu fyrir óskoraða skyldurækni hans og velgrund- aðar tillögur hans í öllum mál- um. sem heyrðu undir verka- hring hans. Fyrir 12 árum átti sá er þetta ritar lítilsháttar tal Umdæmisstúkuþingið 1941 PING Umdæmisstúkunnar nr. 1, sem er miðstjórn Góðtemplarareglunnar í Sunn- lendingafjórðungi, var háð í Reykjavík sunnudaginn 25. maí. Sóttu það fulltrúar frá 2 þingstúkum, 21 undirstúku og 6 barnastúkum. Álls eru nú í umdæminu þrjár þingstúkur, 35 starfandi und- irstúkur, með nær 4000 fjelög- um, og 20 bamastúkur með rúmlega 2500 fjelögum. Við þingsetningu var minnst þeirra stigfjelaga, sem látist hafa á árinu, en það eru: Gísli Hinriksson kennari á Akranesi, Pjetur Halldórsson borgar- stjóri í Reykjavík, ísclfur Páls- son tónskáld, Helgi P. Hálmars son prestur, Steinunn Sigurðar- dóttir frú, Anna Vigfúsdóttir ungfrú, Ólafur Jónsson, lög- regluþjónn og Ingibjörg Þor- láksdóttir frú, öll í Revkjavík. 1 stjórn Umdæmisstúkunnar til jafnlengdar næsta ár voru kosin: Guðgeir Jónsson bók- bindari Ut., Jón Gunnlaugsson skrifstofustjóri Uk., frú Sigríð- ur Halldórsdóttir Uvt., Árni Óla blaðamaður Ur., Jón Ilafliða- son fulltrúi Ug., Sverri Fougner Johansen bókbindari Ugu., Kristinn Magnússon málara- meistari Ugl., Kristinn Stefáns- son fyrv. skólastjóri Ugf., Hjörtur Hansson stórkaupmað- ur Uskr., Jakob Jónsson prest- ur Ukap., Gií(lj Sigurgeirsson verkstjóri Fut. Fulltrúar á stórstúkuþing voru kosnir: Guðgeir Jónsson, Þorleifur Guðmundsson, Jó- hann Ögm. Oddsson, Sigríður Halldórssdóttir, Árni Óla, Sig- urgeir Gíslason’, Þorst. J. Sig- urðsson, Friðrik Ásmundsson Brekkan. Heiðursfjelagar voru kjörin þau hjónin Helga Níelsdóttir og Kristmann Tómasson á Akranesi og Þorleifur Guð- mundsson regluboði. Ýmsar tillögur og ályktanir voru samþykktar, m. a. að mót- mæla harðlega ölfrumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi. Þá var og mikið rætt um þá fyrirhugun að fresta Stórstúku- þinginu, vegna þess hve litlar horfur eru á, að það verði sótt af fulltrúum utan af landi. Stórstúkuþingið á að haldast á Akranesi að þessu sinni, og hafði verið ákveðið að það skyldi hefjast 4. júlí. Nú virt- ist framkvæmdanefnd Stórstúk unnar sem rjettara mundi að fresta þinginu. En Umdæmis.- stúkuþingið samþykti í einu hljóði áskorun til hennar um að halda Stórstúkuþingið á á- kveðnum stað og tíma. Um 100 fulltrúar sátu Um- dæmisstúkuþingið, er flest var. við þáverandi yfirborgarstjóra J. Búlow kammerherra. Vjek hann að fyrra bragði tali sína að samstarfi sínu við Ólaf Páls- son og hvílík hjálparl.ella havuj hefði reynst bæði sér og for- verum sínum í embættinu með djúpfærri þekkingu sinni og skilningi á þeim málum, sem þar kæmu til endanlegs úr- skurðar varðandi höfuðborgina sérstaklega. Jafn-innlíf og danskur þjóðar- andi og þjóðareinkunn, ein3 og fyr segir, urðu Ólafi Pálssyni snemma æfi hans, mun honum aldrei hafa til hugar komið að hverfa til íslands aftur, til að ílendast þar. Aðeins tvisvar mun hann á þessum 56 árum, síðan er hann fór úr skóla, hafa heimr sótt ættland sitt og ættingja hér á landi. (Seinna skiftið mun hafa verið sumarið 1928, ef jeg man rjett). Og lengst af dvalar sinnar ytra, eftir að hann lauk fullnaðarprófi, mun hann hafa átt lítil sem engin mök við landa sína þar í borginni (aðra en einstöku náfrændur, sem þar áttu dvöl) og yfirleitt látið ís- lensk mál vera sjer að mestu sem óviðkomandi, Sömu söguna má að vísu segja um fleiri Islend- inga sem ílentust í Danmörkú til elliára eins og hann. Þess konar ,.sinnuleysi“ hjá alíslenskum manni um alla kyn- lensku og um hagi þjóðar sinn- ar og ættlands, þarf þó síst að eiga nokkuð skylt við lítilsvirð- ingu, hvað þá við óvildarhug’* Það getur alt eins vel staðið í sambandi við sjerstaka mótun lundarfars og lyndiseinkunnar hlutaðeigandi manns. Oss get- ur að vísu þótt þetta miður far- ið. þar sem í hlut eiga annars mætír menn. En vjer megum hinsvegar ekki gleyma því, að slíkir menn geta alt að einu orð- ið hinir þörfustu menn þjóðar- heiðri vorum út á við, er þeir á langri og starfauðugri æfi sinni sem fyrirmyndarmenn 1 æfi- ■starfi sínu sem embættismenn eða atvinnurekendur geta sjer þann orðstír að ættlandi þeirra verður sómi að. Meðal þeirra má áreiðanlega telja Ólaf Ágúst Pálsson. Ólafur Pálsson var fæddur að Gilsstöðum í Vatnsdal 3. mars 1863 en ólst upp á Akri. Foreldrar hans voru Páll Ólafsson (dáinn 1910) bónda á Gilsstöðum Jónssonar, hreppstjóri og dannebrogsm. á Akri, og Guðrún Jónsdóttir (dáin 1915) prests í Otrardal Jónssonar. Af börnum þeirra lifir nú aðeins ein dóttir þeirra hjer í bæ, IngUnn Pálsdóttir, ekkja Halldórs Bjarna- sonar bónda á Akri. Ólafur átti danska konu, Ellen Chirstine With (frá Árósum), og lifir hún mann sinn ásamt einkasyni þeirra Bjarna cand. jur., sem nú starfar í utanríkisráðuneytinu í Khöfn. Dr. J. H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.