Morgunblaðið - 27.05.1941, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.05.1941, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 27. maí 1941. MORGUNBLAÐIÐ 3 Reykvíkingur, lem hafði wefursetu I Englandi segir frá: Ffárlögin Almenningur í Bretlanöi harðnar við hverja raun Trúin á lohasigurinn er óbifandi Samtal við Hjálmar Júnsson bankamann Viðskiftasamningur Breta og Færeyinga UNGUR REYKVIKINGUR, Hjálmar Jónsson bankamaður, er nýkominn heim frá Eng- landi, þar sem hann hefir dvalið vetrar- langt, eða frá því í desember í vetur. Hjálmar dvaldi í Manchester og gekk þar á bankaskóla. Fekk hann styrk frá Landsbankanum til námsins. Hjálmar kann frá mörgu að segja frá veru sinni í Englandi, enda dvaldi hann í einni af stærri iðnaðarborg- um Englands, sem Þjóðverjar hafa gert miklar loftárásir á, og m. a. sagt í tilkynningum sínum að verksmiðjur borgarinnar væru í rústum. f viðtali, sem blaðamaður frá Morgunblaðinu átti við Hjálmar í gær, sagði hann, að það væri rjett, að allmiklar skemdir liefðu orðið á íbúðarhúsum í Manchester, en að ekki væri það satt, að iðnaðar- framleiðslan í verksmiðjum borgarinnar hafi beðið neitt' markvert tjón, því þýsku flugvjelarnar hafi kastað sprengjum sínum af handa- hófi á borgina, en ekki beint árásunum að iðnaðarhverfunum sjer staklega. Það var skömmu eftir að Hjálm- ar kom til Manchester, að Þjóð- verjar gerðu áköfustu loftárásir sínar á borgina. Það var um jóla- leytið. í tvær nætur í röð stóðu árásirnar í samfelt 10 klukku- stundir. Það voru lengstu árásir, sem gerðar liafa verið á þá borg. Miklar skemdir urðu í verslunar- hverfi borgarinnar í þessum árás- um. Á meðan á árásunum stóð var svo bjart í borginni að lesa mátti dagblað í birtunni frá eld- unum. T. d. um það hve hepni ræður mikið um afdrif manns í loftárás- um sagði Hjálmar frá því, að hús í 4—5 götum, sem voru í um 200 metra fjarlægt frá, þar sem hann bjó, hafi gersamlega lagst í rústir. í húsinu, þar sem hann bjó, safn- aðist fólkið saman í eina stofii á neðstu hæð hússins og beið þar meðan á loftárásunum stóð. Ljek þá alt húsið oft á reiðiskjálfi og hávaðinn frá loftvarnabyssum og flugvjelasprengjum ætlaði alt að æra. „En langverstar voru þó ísk- ursprengjurnar, því manni fanst altaf sem þær væru á leiðinni beint í hausinn á manni“, segir Hjálmar. — Það hafa vafaíaust borist hingað fregnir um hinar miklu árásir á Liverpool. Jeg kom þang- að nokkrum sinnum og sannleik- urinn er sá, að jeg varð blátt áfram að leita að skemdum í borg- inni. Bretar harðna við hverja raun. — Og hvernig tekur almenning- ur svo árásunum og erfiðleikun- umt spyr jeg Hjálmar. — Jeg held að því verði best 8varað með eftirfarandi dæmi: Áð- PEAMH. Á 8JÖTTU SÍÐIi Hjálmar Jónsson. Flugvjel yfir Hrútafirði I gærkvðldi Klukkan 7.55 í gærkvöldi kom flugvjel inn Hrútafjörð og flaug mjög lágt yfir Prestsbakka. Flugkjelin flaug rjett fyrir of- an bæinn, yfir efra túnið og þar lækkaði liún flugið mjög, en þar er túnið sljett og auðvelt fyrir flugvjel að lenda. Tveít menn frá Prestsbakka voru staddir við fjárhús þarna á efra túninu. Lýsing þeirra af flug- vjelinni er nókkuð ólj.ós. Þeim ber sáman uni, að þetta hafi verið stór flugvjel, með tvöföldum vængjum. Annar segist hafa sjeð hakakross-merki innan í hring, aftan til á vjelinni. Hinn segist hafa sjeð hakakross-merki innan í hring, á stjelinu. Eftir að flug- vjelin var komin framhjá Prests- bakka, hækkaði hún flugið og flaug inn Hrútafjörð að vestan- verðu. (Samkvæmt símtali við síra Jón Guðnason á Prestsbakka). Er hann svipaður og samn- ♦ / ingurinn við Islendinga? VIÐSKIFTASAMNINGUR sá, sem gerður hefir verið milli Bretlands og íslands, og gengið var frá fyrir alllöngu síðan, hefir ekki verið birtur. Ástæðurnar fyrir því eru blaðinu ekki kunnar. En nýlega barst liingað tölublað af færeyska blaðinu „Dimmalett- ing“ og er ]>ar birtur samningur sá, sem gerður hefir verið um viðskifti Breta og Færeyinga. Ekki veit blaðið hvort hann er svipaður og samuingur okkar við Breta. En líkur munu vera til að svo sje. Er samningurinn samkv. hinu færeyska blaði á ])essa leið: 1. Bresk-færeysk nefnd þriggja manna, skal sett á stofn í Þórshöfn í þeim tilgangi tð gefa leiðbeiningar um verslun Færeyja og’ gjaldeyriþástandið, og vera til aðstoðár nxeð framkva.uud eftirfarandi samnings: 2. Yfirvöld Færeyja skulu koma á takmörkunum á innflutningi allra vöru tegunda frá öllum löndum, þannig að framfylgt verði innflutningshöftum, sem nauðsynleg eru á ófriðartímum, Unnið verður að þvi, svo sem frekast er únt að ná vörum til Færeyja af breskunl uppruna innan þessara tak- markana. Þegar þetta er ógerlegt mun breska stjórnin láta nauðsynlegan er- lendan gjaldeyri af hendi við fær- eyska innflytjendur, með sömu kjör- um og til breskra innflytjenda. með hæfilegu tilliti til þess hvort erlendur gjaldeyrir á þeim tíma, eða síðar kann að vera fyrir hendi hjá mönnum, sem búsettir eru í Færeyjum. 3. Erlendur gjaldeyrir verður ekki látinn af hendi aðeins með tilliti til hagkvæms verðlags á vörunum, án tillits til erfiðleikanna sem á því eru, að ná erlendum gjaldeyri frá ýmsum jöndum. Þar 'sem verðmunur er ó- rýmilega. mikill getur nefndin í Þórs- höfn gripið í taumana. 4. Umsóknir um erl. gjaldeyri, þar með talin sterlingspund, afgreiðir nefndin í Þórshöfn. Breska stjórnin á- skilur sjer þó endanlégar ákvarðanir um allar umsóknir, en álit nefndar verður yfirleitt látið ráða. 5. Yfirvöld Færeyja skulu fram- fylgja reglum um a. Bann gegn innflutningi og út- ílutningi gjaldeyris, svo og útflutning - erlendum verðbrjefum og gulli; b. Bann gegn útflutningi á inn- lendum gjaldeyri til manna, sem bú- settir eru utan Færeyja; c. Skyldur til að afhenda allan erl. gjaldeyrir þ. á. m. sterlingspund, sem er eða verður eign Færeyinga, til FRAMH. Á SJÖTTU SlÐU. Óttast um breska flugvjel með 5 manna ðhðfn Bresk hernaðarflugvjel fór um hádegi í gær af flugvelli norður í landi og ætlaði til Suð- urlands. Sást til flugvjelarinnar rúmlega klukkustund eftir að hún lagði af stað, en síðan hefi ekkert til hennar spurst og er óttast um að hún hafi hrapað til jarðar eða neyðst til að lenda í óbygðum. I flugvjelinni' voru fimm meun, fjórir farþegar og einn flugmaður. í útvarpinu í gærkvöldi lýsti breska herstjórnin eftir flugvjel- inni, ef vera kynni að hún hefði nauðlent einhversstaðar nálægt bæjum. Seint ‘í nóft höfðu engar fregnir borist af' flugvjelinni. Glæsilegt nýtt met í kúluvarpi Seytján ára gamall K. R.-ing- ur, Gunnar Huseby, setti í gær glæsilegt nýtt met í kúluvarpi á innanfjelagsmóti K. R. Kastaði hann 14.31 meter. Gamla metið, sem Kristján Vattnes setti 1938 var 13.74 m., en þess má geta að hið nýja met er aðeins 3 senti- metrum skemra en danska metið (14.34). Met þetta er, reiknað í stigum eftir finsku töflunnl, næsthesta af- rek í frjálsum íþróttum, sem unn- ið liefir verið thjer á landi, gefur 848 stig, en besta afrekið er 10.9 sek. í 100 metra hlaupi. Huseby setti einnig nýtt met í beggja handa kasti', var það 24.21 meter, en met Vattnes, einnig frá 1938, var 22.45. Nokkrar nýjar tillðgur T^riðju umræðu fjárlaganna var * haldið áfram í gær. Var um- ræðunni lokið á kvöldfundi, en atkvæðagreiðslu frestað. Allmargar hréytingartillögur liggja fvrir frá þingmönnum. Hjer verður getið nokkurra tillagna. Atvinnumálaráðherra (Olafur Thors) flvtur tillögu uni 500 þús. kr. fjárveitingu (1. greiðslu) til byggingar sjómannaskóla. Sami ráðherra flytur og tillögu um, að svohljóðandi athugasemd verði aftan við grein fjárlaganna um rekstur landssímans: „Verði verulegur tekjuafgangur af rekstri landssímans á árunum 1941 og 1942 umfram það, sem fjárlög gera ráð fyrir. heimilast ríkisstjórninni að leggja til hliðar hæfilega upphæð til bætcs við- hakls og annara símafranikvæmda síðar“. Sami ráðherra vill fá inn. í 22. gr. svohljóðandi heimild: „Að verja xír ríkissjóði alt að 50 þús. kr. til þess að styrkja þá útgerð- armenn, er mist hafa báta sína frá ófriðarbyrjun til þess að byggja nýja báta, -þó ekki yfir 20% af bvggingarkostnaði“. Hermann Jónasson forsætisráð- herra og Jakob Möller fjármála- ráðherra flytja tillögu um svo- hljóðandi heimild í 22. gr.: „Að kaupa Gullfoss í Hvítá fyrir alt. að 15.000 kr.“. (Þetta er endur- veiting). Fjárveitinganefnd flytur tillögu um (við 22. gr.) að heimila stjúrn- inni: „Að greiða stofnkostnað fyr- ir hjeraðsskólana í samræmi við ákvæði hjeraðsskólalaganna og nið urstöður nefndar þeirrar, sem met- ið hefir stofnkostnað skólanna". Tveir þingmenn (F. J. og Sig. Hlíðar) flytja svohljóðandi við- aukatillögu við tillögu fjárveit- inganéfndar: „Ennfremur að' greiða stofnkostnað og styrk til húsmæðraskóla samkvæmt lögum um húsmæðrafræðsln í kaupstöð- um“. Sjúmannadagur- ino verOur 8. júnl Sjómannadagurinn verður að þessu sinni haldinn 8. júní, það er annan sunnudag. Vegna útisamkomubannsins má búast við að lítið verði hægt að hafa af útiskemtunum, sem jafn- an hafa sett aðalsvip sinn á dag- inn, en í stað þess verða skemtanir í samkomuhúsunum. og einnig munu sjómenn fá útvarpið að ein- hverju leyti til umráða þemia dag. Rússav og Þfóðverfar Finskt blað liefir skýrt frá því, að samningar standi yfir milli Rússa og Þjóðverja um það, að Rússar selji Þjóðverjum Ukrainu á leigu. I Berþ'u va.r lýst yfir því opinberlega f gær, að fregn þesei væri vitelysa tóm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.