Morgunblaðið - 27.05.1941, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.05.1941, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. maí 1941. Bretar harðna vi mm. AT HJÐJTJ SlÐL ur en jeg fór til Bnglands lijelt jeg að það væri eins og hvert annað slagorð, að Bretar hertust við hverja raun, en nú veit jeg af eigin reynd að það er satt. Jeg get ekki hetur sje, en að hnghreysti almennings í Eng- landi hafi farið vaxandi með hverju degi. En það er fyrst og fremst hin óbitandi trú hvers einasta Breta, að þeir sigri að lokum, sem veld- nr þessari hugprýði. Ekki hitti jeg einn einasta m,ann, sem var í minsta vafa um að lokasigurinn fjelli Bretum í skaut. Hinsvegar gerðu menn ,sjer fyllilega ljóst, að Bretar værú, ekki hernaðarlega jafn sterkir Þjóðverjum eins og sakir stæðu, en með aðstoð Banda- ríkjanna myndu Bretar brátt ná Þjóðverjum í framleiðslu hergagna Og þó einkum flugvjela, en á því byggist sigurvissa Breta fyrst og fremst, að þeir verði Þjóðverjum jrfirsterkari í lofti í náinni fram- tíð. Það eru orðnar uppi allháværar raddir um það í Englandi, að bresku flugmennirnir eigi ekki að sækjast eingöngu eftir verksmiðj- nm, skipakvíum og öðrum hernað- arlega mikilvægum stöðum, þegar þeir gera árásir á Þýskaland, held- ur eigi þeir að gjalda Þjóðverjum í þeirra eigin mynt og hella sprengjuförmum sínum miskunn- arlaust yfir þýskar borgir, eins og Þjóðverjar gera þegar þeir koma til árása á England. En af hugprýði almennings 1 Englandi verður varla ofsögum sagt. Jeg hefi sjeð fólk, sem var búið að missa alt sitt og átti ekk- ert nema fötin sem það stóð í, en það var eins og einmitt þetta fólk væri hugprúðast. Fólk, áem mist hefir alt sitt og er húsnæðislaust, er fyrst sett á svonefnd hvíldar- heimili. Hefir slíkum heimilum verið komið fyrir í opinberum stofnunum. Þá eru fjölda stofn- anir, sem íítbýta klæðnaði og mat- vælum til bágstadds fólks. Matvælaskömtunin. — Er hörgull á matvælum í Englandi ? — Matvælaskömtunin er all- ströng og lítið er af sumum ma,t- vælategundum, eins og t. d. kjöti, smjöri og osti. Bannað er að selja rjóma. En það sveltur ábyggilega enginn í Englandi vegna matvæla- skorts. Bretar borða nú meira af kartöflum ög öðru grænmeti en nokkrú sinni fyr. Útlendingar í Englandi. — Er ekki erfiðleiþum bundið fyrir útlendinga að, dvel.ja í Bret- landi? — Það er baft mikíð e'ftirlit með þeim. Þeir mega ekki eiga nein farartæki, ekki einu sinni hjólhest, nema með sjerstöku leyfi yfirvaldanna. Einnig verða þeir að tilkynna um ferðir sínar, ef þeir ferðast milli borga. Það er vissara fyrir útlendinga að hafa öll sín plögg í lagi. Skemtanalíf. — Hefir ekki dregið úr skemt- analífi í Englandi? — Jú, það er vafalaust minna hverja raun - - en það var, en leikhús, kvikmynda hús, danssalir og þessháttar held- ur áfram starfsemi sinni, en öll- * um skemtistöðum er nú lokað klukkan 10 á kvöldin, nema á laugardögum er sumstaðar opið til klukkan 11. — Verðlag á vörum hefir senui- lega hækkað eitthvað? — Já, nokkuð ber á því. Mat- vælaráðuneytið gerir þó alt, sem í þess valdi stendur, til að halda niðri verðlagi á matvælum, og heill her manns er í þjónustu ráðuneytisins til að gæta þess, að ekki sje okrað á almenningi. En hinn nýi sölu- skattur, 33%, hefir mjög hækkað verðlag á vörum. Innrásin. — Hvað segja menn í Englandi um innrásina margumtöluðu ? — Það era margir, sem gera ráð fyrir þeim möguleika, að Þjóð- verjar reyni innrás, og manna á milli er fullyrt, að Þjóðverjar hafi raunverulega gert tilraun til inn- rásar í september í fyrrahaust.. En þó jeg sje ekki hernaðarsjer- fræðingur, þá held jeg að óhætt sje að fullyrða, að innrás verði Þjóðrerjum dýr og lítil líkindi til að 'hirn hepnist, verði hún reynd. Fyrir utan aragrúa af hermönn- um er heimavarnarliðið, og svo að segja hver fermeter lands í Eng- landi er undir stöðugu eftirliti bæði dag og nótt og um leið vel varinn. Um ísland. Loks spyr jeg Hjálmar um hvað Bretar segi um ísland, íslendinga og hernámið. — Almenningur í Englandi veit enn afar lítið um Island, og flest- ir halda enn, að hjer biri Eski- móar. Og hafi 95 af hverjum 100 Bretum haldið fyrir stríð að við værum Eskimóar þá erU 90 af hverjum hundrað enn þeírrar skoð- j unar. Um hernámið er það að segja, í að almenningur í Bretlandi hefir Iþá trú, að það hafi verið nauðsyn- j Iegt fyrir Breta. og óhjákvæmilegt, og fólk er ekki í nokkrum vafa um, að ef Bretar hefðu ekki hér- numið landið, þá hefðu Þjóðverjar gert það og það hafi aðeins vérið um að ræða Ifvor var fljótari til. Nemendahljóm- leikar i kvöld Hinir árlegu nemendahljóm- leikar Tónlistarskólans verða haldnir í kvöld kl. 7.30 í Iðnó. Hljómleikar þessir hafa löng- um verið fjölsóttir og vinsælir, bæði meðal aðstandenda nemenda og annara þeirra, sem tóníistar- málum unna. Nemendahljómleik- arnir eru altaf fjölbreyttir, bæði að efnisvali og meðferð. I þetta skifti koma 14 nemendur skólans fram og er efnisskráin í 11 liðum. Þar gefur að heyra einleika, dú- etta, tríó og kvartett. Bæjarbúar ættu að nota vel þetta tækifæri til aé kynnast verðandi tónlistar- mönnum þjóðarinnar. II. flokks mót í knattspymu hefst í, kvöld klukkan 8. Fyrst keppa K. R. og Yíkingur og að þeim leik loknum Fram og Valur. Samningar Færeyinga og Breta FRAMH. AF ÞRIÐJU Sfi)U Færeyjabanka eða Sjóvinnubankans, sem annað hvort kaupir hann fyrir auglýst gengi, ellegar setur hann á lokaðan reikning; d. Að erl. gjaldeyrir þ. á. m. ster- lingspund.má aðeins nota til kaupa á innflutningi sem leyfður er, og ekki í öðru skyni, nema til þess sje fengið sjerstakt leyfi. Innflutningsleyfi er ó- gilt uns tilsvarandi gjaldeyrisleyfi er fengið. 6. Breska stjórnin skal að staðaldri fá vitneskju um fyrir hve mikinn erl. gjaldeyri færeyskir útflytjendur selja. / Sje afgangur af erl. gjaldeyri, öðr- um en sterlingspundum í Færeyja- banka eða Sjóvinnubanka, skal Fær- eyjabanki samkv. tilmælum bresku stjórnarinnar selja bresku stjörninni siíkan gjaldeyri fyrir sterlingspund, að svo miklu leyti sem breska stjórnin áður hefir útvegað þann gjaldeyri. Þegar reiknuð er út sú upphæð, sem hjer kemur til greina að endurgreiða í erlendum gjaldeyri, skal taka tillit til allra greiðslna í sterlingspundum til eða frá mönnum á Færeyjum, þar sem þeim fylgi rjettur til að yfirfæra upphæðina í viðkomandi erl. gjaldeyri. 7. Gengi sterlingspundp í Færeyjum er ákveðið kr. 22,40 á móti pundi.' Breyting á þessu gengi má ekki eiga sjer stað án þess samningsaðilar komi sjer saman um það. Til þess að samningur þessi "ái sem víðtækust áhrif, og til þess að Fær- eyingar fái fult gagn af þeim ster- lingspundum er þeir fá, samkvæmt samningnum, mun breska stjórnin gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja það að Færeyingar verði taldir á „sterl i ngssvæð inu“ samkv. „The Defence (Finance) RegulationU 1939. 9. ' Þar sem talað er um „sterlings- svæðið“ í samningi þessum, þá er átt við hið sama og í „The Defence (Fin- ance) Regulation 1939“, með því skil- orði að breytingar sem breska stjórn- in kann að gera á því, hvað átt ér við með þessu nafni, skulu koma til greina í samræmi við samning þenna, frá þeim tíma, sem breska stjórnin kann að til- kynna slíkt. 10. Samningur þessi gengur strax í gildi og gildir uns ófriðnum milli Bretlands og Þýskalands er lokið, og framvegis, uns annar aðilinn segir honum upp, með mánaðar fyrirvara. (Samningurinn er undirritaður 27. mars 1941). BARDAGARNIR Á KRÍT FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Meðal annars reyndu Bretar að verjast í skotfærageymslu. Skotfærageymslan var sprengd í loft upp með eldslöngum. í fregn frá London er skýrt frá því, að Kandia og Ret- hymnon sjeu enn í hönd- um Breta. En þýskar her- sveitir eru sagðar í grend við borgimar. Breskar flugvjelar eyðilögðu í fyrradag og aðfaranótt sunnu- dags 24 þýskar flugvjelar, þ. á m. margar herflutningaflug- vjelar á Krít. Flugvjelarnar komu alla leið frá Egyptalandi og gerðu harða árás á Malemi- flugvöllinnn. I frjettaskeyti til ,,The Tim- es“ er skýrt frá því, að flök af 250 þýskum flugvjelum sjeu á víð og dreif um Krít. Bjargmundiir Guðmundsson, rafveitugjaldkeri Minning Hinn 19. þ. m. voru fánar dregnir í hálfa stöng í Hafn- arfirði. — Bjargmundur Guð- mundsson rafveitugjaldkeri hafði dáið þá um •morguninn, eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Bjargmundur var fæddur þ. 16. apríl 1890 að Urriðakoti í Garða- hreppi, sonur atorku- og sæmdar- hjónanna, Sigurbjargar Jónsdótt- ur og Guðmundar Jónssonar, sem ennþá eiga þar heima og sem bæði eru komin af merkum bændaætt- um, Guðmundur af hinni kunnu Bergsætt. Var Bjargmundur elstur sinna mörgu systkina og ólst hann upp hjá foreldrum sínum að mestu til 25 ára aldurs, en þá gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Kristénsu Kristófersdóttur, og eignuðust þau 3 börn; ern 2 á lífi uppkomin, en árið 1932 mistu þau dóttur sína 5 ára gamla, er Guð- björg hjet, mesta efnisbarn, auga- steinn foreldra sinna, einkum föð- ur síns, og tók Bjargmundur sjer inissi þann mjög nærri. Til ársins 1922 vann Bjargmund- ur á ýmsum stöðum, meðal annars hjá Rafveitu Reykjavíkur, en þá vum haustið gerðist hann forstjóri rafljósastöðvar Nathans & Olsens, síðar Utvegsbankans, í Hafnar- firði, og hefir dvalið þar síðan, og nú síðast var hann rafveitu- gjaldkeri og tók hann við því starfi þegar Rafveita Hafnar- fjarðar tók til starfa, og gegndi því til dauðadags. Bjargmundur var maður frekar lágur vexti, en þjettur á velli og þjettur í lund, ákveðinn og ein- beittur í skoðunum, en eins og margir aðrir hefði hann kosið að öðlast meiri mentun í æsku, og var hann því þyrstur í allan fróð- leik, einkum þann, er að starfi hans laut og mátti' honum að gagni koma. ■ Bjargmundur var greiðvikinn maður og hjálpsamur, vildi hann leysa hvers manns vandræði, er til bans leitaði, og ríkti á heimili þeirra hjóna gestrisni, þrifnaður og hinn mesti myndarskapur í hvívetna. Bjargmundur var skyldurækinn og árvakur í starfi sínu með af- brigðum, var unun að sjá, hve allar vjelar, er hann hafði undir höndum, litu vel út og entust Jengi, án nokkurs verulegs vié- haldskostnaðar, og stuðlaði það ekki hvað síst að hinni góðu af- komu þess fyrirtækis, sem hann veitti forstöðu hátt á annan ára- tug. — Bjargmundur var tryggur mað- ur og vinfastur, ávalt glaður og reifur í góðum vinahóp og góður heim að sækja. Bjargmundur gaf sig lítið að opinberum málum ,en því hetur rækti hann störf sín. — Andleg mál ljet hann sig litlu skifta, að því er virtist, en altaf var hann þó fús til að vinna kirkju sinni alt það gagn, er hann mátti, og á banabeði kom í ljós, eins og á- valt áður, að gott, var hjartað, sem undir sló. Bjargmundnr var í fáum orðum sagt góður sonur ættjarðarinnar d I fj og styrkur hlekkur í starfsmanna keðju þjóðar vorrqr. Að slíkum mönnum er ávalt inikil eftirsjá, einkum þegar oss skammsýnum mönnum virðist dagur ekki vera að kvöldi kominn, þegar kallið kemur. En sæll er sá, ér háð hefir sína andlegu baráttu og haldið velli, og gott á sá, er góðra launa má vænta, þegar laununum verður úthlutað. Vert þú sæll og far þú lieill á þínum framtíðarhraiitum. Þ. Á. 70 ára afmæli Ti/| erkisbóndi austur í Flóa, 4’A .jó„ Sigurðsson í Syðri- Gróf í Villingaholtshreppi er sjö- tugur í dag. — Hefir Jón alið allan aldur sinn á föðurleifð sinni í Syðri-Gróf og eru búskaparár hans þar nú orðin nær 40. Hann er kvæntur Rannveigu Linnet frá Hafnarfirði, góðri og inerkri hús- freyju og eiga þau hjón 3 mann- vænleg börn á lífi, einn son og tvær dætur. Jóni í Syðri-Gróf hefir jafnan búnast vel, verið trúr lífsstarfi sínu og atorkusamur fyrirhyggju- maður, bæði fyrir heimili sitt og sveitarfjelag, enda hefir hann um margra ára skeið gegnt trúnað- arstörfum í Villingaholtshreppi, var þar á meðal oddviti sveitar- innar árum saman. Hann er gæt- inn maður og hollráður, drengur góður, sjálfstæður í skoðunum og fastur fyrir í hesta lagi. Jón ber aldurinn vel og gætir ennþá bús síns á við hvern ann- an. Má hver sá vel við una, er heitir Jón og er úr Flóanum, ef hann að manndómi öllum reynist jafningi þessa nafna síns. Munu hugir sveitunga og ann- ara vina beinast að Syðri-Gróf á þessum degi og óskirnar verða þær, að hinum aldraða húshónda þar megi vegna vel til æfiloka og að gifta hans haldi trygð við ætt- ból hans og ástvini. Gamall Flóamaður. Sjóklæðagerðin verður endur- reist við Skúlagötu, fyrir neðan Gasstöðina. Var samþykt á síðasta bæjarráðsfundi að gefa Sjóklæða- gerðinni kost á lóð á þessnm stað. Hraðað verður, sem unt er, hinni nýju verksmiðjuhyggingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.