Morgunblaðið - 27.05.1941, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.1941, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. maí 1941. Stórorusta á Krit „Þjóðverjar brjótast í gegnum herlínu Breta: Bresk gagnsókn" Bardagar um mikil- vægustu flotahöfn- ina á eynni Efflirförinni ái efflir „Bismarck0 haldið áfram: Skipið tvisvar Aiæffl með Idugvjelatundurskcyti STÓRORUSTA stendur nú yfir á vesturhluta Krítar, þar sem Þjóðverjar eru að reyna að brjótast í gegn til Khania og þar með ti! Sudaflóans, mikilvægustu flotabækistöðvarinnar á eynni. Breska herstjórnin tilkynti í gær, að þýsku hersveit- unum, sem studdar hafi verið af flugvjelum, hafi tekist að brjótast í gegnum herlínu Breta fyrir vestan Khania, en ný-sjálenskar hersveitir hefðu gert gagnáhlaup og harð- ir bardagar stæðu enn yfir. Þýska frjettastofan skýrði frá því í gær, að þýskar steypi- flugvjelar tækju þátt í hinum hörðu bardögum á Krít. 1 fregn- inni segir, að Bretar hafi beðið mikið manntjón. I fregn frá Kairo í gærkvöldi var skýrt frá því, að bardagar stæðu yfir á svæðinu frá Malemi ti Khania (á 15 km. svæði) og umhverfis Malemiflugvöllinn. , Mikilvægi þessarar orustu er ekki síst fólgmn í því, að ef Þjóðverjar ná Khania á sitt vald, þá hafa þeir þar með í fyrsta skifti hlotið hafnarskilyrði á Krít, þar sem þeir geta affermt stór skip með tiltölulega góðu öryggi. í Berlín er því haldið fram, samkvæmt upplýsingum þýsku herstjórnarinnar, að bresku herskipin hafi algerlega verið hrakin burtu af hafinu milli Krítar og gríska meginlandsins. Samt sem áður var því haldið fram í London í gær, að Þjóðverjar hefðu engum stórum skipum komið til Krítar ennþá. í London var á hinn bóginn skýrt frá fregnum, sem birtar hafa verið í Róm um að öx- ulsríkin hafi komið mörgum smáum fiskiskipum til Rrítar, og að á hverju þeirra hafi verið 50—60 (hermenn. Breskir hernaðarsjerfræðingar telja vel hugsanlegt, að þetta sje rjett. MINNI SKOTHRÍÐ. Eins hafa borist óstaðfestar fregnir um að Þóðverjar hafi komið ljettum skriðdrekum til leyjarinnar, senníiilega loftleið ina með stórum flugvjelum, en engar fregnir hafa borist um að skriðdrekar þessir hafi verið notaðir í bardögum við Breta. Þóðverjar fengu liðsauka loft leiðina á sunnudaginn áður en þeir hófu sóknina til Khania. Bretar segja að Þjóðverjar hafi teflt fram liði sínu í atlögunum í fyrradag og í gær, án tillits til manntjóns. A Reutersfregn frá Kairo í gærkvöldi var skýrt frá því, að í Khania hefði virst, sem dreg- ið hafi úr skothríðinni síðdegis í gær. Taldi Reuters-frjetta- ritarinn, að Þjóðværja vantaði meira lið. í Berlín var í gær skýrt nán- ar frá fyrstu bardögum á Krít. Þjóðverjar náðu fyrst "vestur- hluta íMalemi-flugvallarins á sitt' vald og sóttu síðan að bresku hermönnunum, sem bjuggu um sig í flugskýlunum og öðrum byggingum. Breska flotamálaráðuneytið gaf í gærkvöldi út svohljóðandi tilkynningu: „Eltingarleiknum á eftir þýska orustuskipinu „Bismarck“ er hald- ið áfram af miklum ákafa. Tundurskeytaflug- vjel flotans gat síðdegis í dag komið tundur- skeyti á orustuskipið. Eftirförinni er haldið áfram. Ekkert hafði frjest um þessa eftirför, er þessi tilkynning var gefin út í gærkvöldi, frá því síðdegis í fyrradag, en þá skýrði flotamála- ráðuneytið frá því, að flugvjel hefði einnig þann dag tekist að hæfa Bismarck með tundurskeyti. Tilk)mningin í gærkvöldi sýnir (segir í fregn frá London), að þýsku flotadeildinni hef- ir enn ekki tekist að hrista af sjer bresku her- skipin, sem eftirförina veita, enda þótt liðnar sjeu meira en 6Q klst. frá því að sjóorustan var háð við Grænland, þegar ,,Hood“ var sökt. í fregn frá Berlin er skýrt frá því, að breska orustuskipið, sem sneri við er það var hæft í sjóorustunni á laugardaginn, hafí verið af „George V.“ gerðinni, en ef svo hefir verið getur ekki verið nema um 2 skip að ræða, ann- aðhvort „George V.“ eða „Prince of !WaIes“. Þessi skip eru nýjustu orustuskip Breta. í Berlin er einnig skýrt frá því, að er „Bismarck“ sökti „Hood“ hafi hann verið búinn að sökkva 122 þús. smálestum af kaupskipastól Breta í Atlantshafi, þ. á. m. Járvis Bay flotan- um (en fám til þessa hefir verið talið að „Scharnhorst“ og „Gneisenau“ hafi sökt Járvis Bay skipaflotanum). Ræða Roosevelts í kvöld Fallhlífarhermenn lentu við bústað Grikkjakonungs á Krít B 1 fregn frá Washington í gær- kvöldi var skýrt frá því, að ræða Roosevelts í kvöld myndi verða mjög mikilvæg. Steven Early, fulltrúi Roosevelts, sagði í gær, að forsetinn myndi verða önnum kafinn' í alla nótt og á morgun við að breyta ræðu sinm í samræmi við ástandið í alþjóða- málum, sem háð væri stöðugum breytingum. alið er að Roosevelt sje að Amerískír hermenn í Síngapore? Fregnir hafa borist frá Thai- landi til Japan á þá leið, að allstór hópur amerískra hermanna hafi nýlega komið til Singapore, flotabækistöðvar Breta í Austur-Asíu. Hermenn þessir komu frá Shanghai og öðrum borgum í Kína. reskur frjettaritari hefir skýrt frá því, er þýskir fallhlífarhermenn lentu nálægt bústað Georgs Grikkjakonungs1 breyta ræðu simii með hliðsjón af á Krít. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Konungur var á gangi í garð- inum hjá bústað sínum er þýsk- orustuflugvjelar komu og ar sveimuðu þar yfir. Strax á eftir komu stórar hprflutningaflúg- vjelar og fallhlífarhermenn byrjuðu að falla niður, sumir jafnvel í sjálfum garðinum hjá bústað konungs.. Konungi og nokkrum fylgd- armönnum hans tókst þó að komast burtu, án þess að kensl væru borin á þá, og fóru þeir fótgangandi. Gengu þeir um fjöll og firnindi í þrjá daga, og höfðust við undir berum himni á næturnar. Þeir voru illa skóaðir til langferðar, en voru samt hressir í skapi (segir frjettaritarinn). Konungur og nokkur hluti af stjórn hans er nú komin til Egypta’ands. Gríski verkamála ráðherrann, innanríkismálaráð herrann og her og flugmála- ráðherrann urðu þó eftir á Krít. samtali, sem Eric Raeder aðmíráll, yfirmaður þýska flotans, hefir- veitt japönsku Ðomei-fjettastof- unni. í samtali þessu segir Raeder, að Þjóðverjar muni líta svo á, ef Bandaríkin láti herskip sín fylgja skipaflotum, sem um stríðssök sje að ræða og tilefnislausa árás og að þýsk herskip muni telja sig hafa rjett til að nota vopn sln, ef reynt verður á nokkurn hátt að hindra þau í framkvæmd lögmætra stríðs- rjettinda þeirra. Ræða Lavals. Pierre Laval flutti einnig ræðu í gær. Sneri Laval máli síriu tii Bandaríkjanna og kvaðst treysta því, að Bandaríkin notuðu ekki ósigursstund Frakka til þess að leggja undir sig franskar uýlend- ur, „Friikkum rnyndu verða við það eins og ef tekinn væri hlutí af lioldi þeirra“. Laval sagði, að stríðið í Evrópu FRAMH. Á SJÖXJNDU SÍÐU „Það er ekki hægt að þvinga Ira til að berjast íyrir Breta“ Eamon de Valera forsætisráð- herra írlands sagð í ræðu, sem hann flutti í írska þinginu, er kallað hafði verið saman á fund í gær, að ef Bretar færu því fram, að setja herskyldu á í Norður-ír- land^, þá myndi það hafa i för með sjer sömu vandræði í sambúð Breta og íra og ríktu áður fyr, áður en sættir tókust með þeim. de Valera sagði, að írar forðuð- ust alt, sein talist gæti Bretum til ills. En hann sagði, að fylkin sex i Norður-trlandi væri hluti af Eire og það væri ekki liægt að neyða þjóð með ofbeldi til þess að bug- ast fyrir landi, sem hún vildi eklti teljast til. Andrews, forsætisráðherra Nörð- ur-írlands, er nú kominn aftur til Belfast frá London, þar sein ham. ræddi við Churchill um fyrirætl- anir sínar uiú herskyldu í Norður- írlandi. Andrews sagði við komu sína, að hann myndi gefa skýrslu á þingi N.-íra, við fyrsta tækifær;. „Beitiskipafloti Breta í Miðjarðarhafi afmáður“ Þ ýska herstjómin tilkynti í gær, að á tímabilinu frá 20. maí hafi Þjóðvterjar söbt ií IMjiSjiai’ðarhafi 7 beitfekipum eða loftvama-beitiskipum, 8 tundurspillum, einum kafbáti og 5 íhraðskreiðum herbátum. Auk þess hef- ir verið laskað eitt orustuúkip, nokk- ur beitiskip og önnur smærri herskip. Á sama tímabili liafa ítalir sökt 4 beitiskipum. Þýskir kiinnunarflugvjelameati þkýrðu frá því í gær (skv. D.C-N-B. frjett) að þeir hefðu s.jeð á Miðjarðar- hafi stórt breskt beitiskip. sem var gjörbrimnið, og breskan tundurspilli, sem hleýpt hafði verið á land. Enn- fremur tvö gjörbrunnin kaupskip. í Berlín er opinberlega skýrt svo frá, að í breska Miðjarðarhafsfíotan- i hafi verið eftir að harni fekk nyjan iiðsafla úr Austur-Asíu, 12 beitiskip og að skip þe^si sjeu nú raun- veridega afmáð. Paasikivi fær lausn frá störfum Forseti Finnlands, Risto Ryti, hefir veitt sendiherra Finna í Moskva, Paasikiwi lausn frá embætti. Skrifstofu- stjóranum í finska sendiráðinu í Moskva hefir verið falið að gegna sendiherrastarfinu fyrst um sinn. Rúþs'ar höfðu fjrrir sitt leyti skift um sendiheri'a í rússueska sendiráSiau í Moskva fyrir skömmu. Paasikijwi kjom mjög við sögu í samningunum við Rússa fyrir finsk- rússnesku styrjöldina, og eins er frið- ai'samningarnir stóðu yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.