Morgunblaðið - 27.05.1941, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.05.1941, Blaðsíða 8
» 8 '&BmpnáapMp VENUS-RÆSTIDUFT Nauösynlegt á hverju heimili. drjúgt — fljótvirkt — ódýrt. HÚSGÖGNIN YÐAR mundu gljáa ennþá betur, ef þjer notuðuð eingöngu Rekord húsgagnagljáa. GARDÍNUEFNI, Silkisokkar, Satín, Kápuefni. Versl. Ingibjargar Johnson. FERMINGARKORT ©g skrautrituð heillaskeyti fást á Njálsgötu 10. NÝ KÁPA til sölu Til sýnis í Hanskagerð- inni, Austurstræti 5. NOTUÐ SAUMAVJEL, stigin, í góðu standi, óskast til kaups. Uppl. í síma 3888. KAUPUM j»Ufckonar húsgögn og karl- mannafatnað Staðgreiðsla. — Nýa fornsaían, Aðalstræti 4. Sími 5605. RYKKSUGA óskast keypt. Borðstofuborð til sölu. Sími 1754, VANTAR 2—3 KOLA- ELDAVJELAR Upplýsingar í síma 4433. KJÓLAR I miklu úrvali. Sumarkjólar frá 25 kr. Saumastofa Guðrúnar Arngrímsdóttir, Bankastræti 11 — sími 2725. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millilið- ln& og komið til okkar, þar sem þjer fáið hæst verð. Hringið í síma 1616. Við sækjum. Lauga- vegs Apótek. KAUPUM FLÖSKUR atérar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Bekjum. Opið allan daginn. KAUPUM FLÖSKUR og GLÖS háu verði. Sækjum samstundis. Bíml 5333. Flöskuversl. Kalk- ofnsvegi við Vörubílastöðina. SALTFISK þurkaðan og pressaðan fáið þjer bestan hjá Harðfisksöl- unni, Þverholt 11. Sími 3448. ÞAÐ ER ÓDÝRARA að lita heima. — Litin<t selur Hjörtur Hjartarson, Bræðra- borgarstíg 1. Sími 4256. Hafnarfjörður: KAUPUM FLÖSKUR. Baupum heilflöskur, hálfflösk- íur, whiskypela, soyuglös og öropaglös. Sækjum. — Efna- gerð Hafnarfjarðar, Hafnar- flröi. Sími 9189. ^apxiS-fundií GI.ERAUGU í svartri umgjörð fundust á Freyjugötunni s. I. fimtudag. Vitjist á Haðar>tíg 4. AUGLÝSING er gulls ígildi, , sje hún á rjettum stað. IBðvsiittUaitt Þriðjudagur 27. maí 1941- FORNIN EFTIR MAUREEN HEELEY 19. dagur Margot gekk hægt og þreytu- lega þegar hún kom heim af skrif- stofunni á mánudagskvöldið. Hún hafði sofið illa um nóttina og haft afleitan höfuðverk allan daginn. En í huganum sá hún sífelt raunalegt andlitið á Eric — og það kvaldi hana. Hún fann að hún átti meðfram sökina á því hvaða horf málið var nú lromið í. Hún hafði að vísu látið hann vita, að hún vildi ekki vera hans, með þeim skilmálnm, sem hann hafði nefnt. En samt hafði hún haldið áfram að umgangast hann og við það hafði hann auðvitað orðið vonbetri og haldið að hún myndi láta undan að lokum. Margot var jafnan hreinskilin við sjálfa sig og viðurkendi, að hún hefði átt að skilja við hann eftir fyrri sam- fundi þeirra. En hún hafði verið hugfangin af honum og hlust- að á það, sem hann sagði. Það hafði verið gaman að kynnast lifn- aðarháttum miljónamæringa. Og svo hafði þetta farið svona, en loks var það búið. Ef hann kæmi aftur þá mátti lu'm ekki hvika frá ásetningi sínum. Það hafði verið mikið að gera á skrifstofunni og hún hafði ekkf haft list á að borða í matarhlje- inu. svo hún var bæði svöng og þreytt. Hún fór inn í sölutnrninn, ÁRMENNINGAR. Farið verður á Eyafjallajökul um Hvítasunnuna, væntanleg- ir þátttakendur fararinnar gefi sig fram á skrifstofu Ármanns í kvcld kl. 8—9. I. O. G. T. ST. VERÐANDI NR. 9. Fundur í kvöld kl. 8. Inntaka — Skýrslur fulltrúa og nefnda — Till. um breytingu á fundar- tíma. — Erindi. Freymóður Jóhannesson: Frá Danmörku. — N. N. flytur erindi. LÍTIÐ HERBERGI við miðbæ'inn óskast nú þegar. Upplýsingar í síma 1988. BÚÐ TIL LEIGU við Miðbæinn Sími 1754. Y> HREINGERNINGARMENN Guðjón og Baldvin, sími 2597, kl. 9—10 árd. og 6—7 síðd. HREINGERNINGAR. Pantið í tíma. Guðni og Þráinn. Sími 5571. OTTO B. ARNAR löggiltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- ing og viðgerðir á útvarpstækj- um og loftnetum. en þar var enginn af fjölskyld- unni. í skonsunni á bak við, þar sem þau voru vön að borða, sat pabbi með hendurnar fyrir and- litinu. Hann leit dauflega til hennar þegar hún kom inn. ★ „Gott kvöld, pabbi!“, sagði hún og reyndi að brosa, því að henni hafði altaf þótt vænna um þennan hægláta mann en móður sína með allan bægslaganginn. „Er eitthvað að þjer“. „Að mjer? Nei, hvað ætti að vera að mjer?“ stamaði hann. „Jeg er bara með svo slæman höfuð- verk. Það er alt og sumt“. „Það er jeg líka. Það breytir sennilega um veður. En nú skal jeg hita te handa okkur, það hressir, sannaðu til. Hvar er mammaf1, spurði hún. Það var svo hljótt í húsinu, að hún þóttist viss um að hún væri ekki heima. „Hún fór út með manni' í fínni bifreið, og jeg veit ekki hvenær hún kemur“. „Manni í bifreið?“ „Já, uppstroknum manni í stórri blárri bifreið. Hann kom víst hjerna í gær líka, meðan þú varst ekki heima. En svo talaði hanu við mömmu þína. — Þau töluðu lengi, en jeg vissi ekki livað þau sögðu, því að þau lokuðu að sjer. Hún vildi ekki segja mjer hvað þau hefðu talað um. Hann kom aftur snemma í dag. Jeg held að þau hafi ætlað á nónsýningu, en jeg skil bara ekkert í hvaðan mamma þekkir þennan mann. Nema hann hafi verið vintir þinn“. „Nei, hann er ekki vinur“. svar- aði Margot áhyggjufull. „Það hlýtur að hafa verið Mr. Warwick, sem jeg hitti í sitmarleyfinu. Jeg vildi óska að jeg hefði aldrei hitt hann!“ sagði hún áköf. „Jeg kvaddi hann á laugardagskvöldið — og nú kemur hann og býður mömfflu með sjer út. Mjer þykir það leiðinlegt“. „Mjer líka“, sagði pabbi og reyndi að gera sig byrstan. „Jeg skal svei mjer lesa henni textann þesar hún kemur heim“. „Nei, það þarftu ekki að gera“, sagði Margot, sem vissi hve lítið stóryrði hans þýddu í raun og veru. „Jeg skal sjá um þetta sjálf. Nú ætla jeg að hita te. Hvar er Jovee ?“ „Húh var víst að fara upp, og ef jeg hefi hevrt rjett, þá kom Goral heim rjett áðan líka“. ★ Margot fór fram í eldhúsið. Hún var með tárvot augu, en kvaldi sig til að láta sem ekkert væri, þegar hún kom inn aftur með teið lianda föður sínum og systrum. Þau voru að enda AÚð að drekka teið, þegar maddaman kom loks- ins, rjóð og kampakát, með hatt- inn alveg úti í öðrum vanganum. „Jæja, það var rjett af ykkur að bíða ekki eftir mjer“, sagði hún og reyndi að toga af sjer hanskana. Hún naut þess að sjá spurningarsvipinn á þeim og heift- ina í augum Margot. „Hr'ar hefirðu verið ? Þú ert eins og skreyttur bolluvöndur", sagði Joyce, sem hafði spurt pabba í þaula um það sem hann vissi. „Jeg var í leikhúsinu og svo drakk jeg te á eftir með Mr. Warwiek“. „Warwick! Hver er l>að?“, spurði Coral forvitin. „Það er einn af kunningjum Margot þarna frá Wawercombe“, sagði mamma og leit ánægjulega til Margot. „Ljómandi viðfeldinn maður — og svo á hann mikla peninga“. Joyce og Coral liorfðu spyrj- andi á Margot, en hún Ijet sein henni kæmi þetta ekki .við og hjelt áfram að borða. Hún var reið og hrygg yfir því að War- wick liafði svikið loforð sitt, og farið á bak við hana. Það var skammarlegt að reyna að hafa á- hrif á móður hennar og fá hana til að telja Margot hughcmrf. Það lá við að him hataði Erie. „Þetta er ljómandi maður“, hjelt mamma áfram, allháva;r. „Þetta minnir mig á gamla daga, þegar jeg var stofuþerna lijá Flaving- ton. Þá sá maður nóg af höfðingj- um. Vinir lady Rowena voru allir ríkismenn, ungir menn sem kunnu að brúka peninga alveg eins og Warwick“. „Hvað gaf hann þjer, mamma, úr því að þú ert svona gleið?“, spurði Joyce. „Já, hvað haldið þið?“ Mamma stóð upp og tók fram böggul, sem hún liafði komið með. „T\7ær kampavínsflöskur! Og stóra öskju með súkkulaði". „En Iivað er þetta sem glampar á úlfliðnum á þjer?“ spurði Joyce hvöss. „Skiftu þjer ekkert af því, telpa. Þú tekur of vel eftir“. Hún flýtti sjer að draga ermina fram yfir armbandsúr, úr platínu og alsett demöntum. Hún Arar hrifin af þessari gjöf, en þó dálítið sneypt um leið, — að hafa tekið við henni af bráðókunnugum manni. ★ Svo hjelt hiin áfram með sömu hrifningunni: „Jæja, eigum við ekki að smakka á þessu? Kant þú að opna flösku, pabbi?“ „Mjer er ekkert um þetta“, sagði pabbi, og roðnaði af sinni eigin dirfsku. „Menn eins og þessi miljónamæringur A'ilja hafa eitt- hvað fyrir snúð sinn. Og Margot leist ekki á hann“. „Þá er Margot fífl“, svaraði mamma og fór að eiga við kampa- vínsflöskuna sjálf. „•Tá, jeg vildi liA7orki opna hana nje drekka úr henni“, skrækti pabbi nú. Hann var svo æstur að liann skalf. „Jeg var að segja að Margot vildi ekkert hafa með hann að gera. Þú hefir engan rjett til að þiggja af honum gjafir og gefa honum undir fótinn í sam- bandi við hana“. Það voru mörg ár síðan þær höfðu heyrt pabba komast svona djarflega að orði og þær störðu, allar á hann forviða. Jafnvel mamma hætti að eiga við flöskuna. Pabbi skalf vegna sinnar eigin dirfsku. Hann sat og horfði' á dúkinn og Adamseplið í honum hoppaði til og frá af hræðslu. „Margot er góð stúlka“, hjelt hann áfram hvíslandi. „H\7er er að neita þA7í?“, greip kerla frammí. Margot stóð upp og þau störðu öll á hana. Hún brosti til pabba og sagði svo: „Þú varst vænn að taka svari mínu, pabbi. En hvað þig snertir, mamma, þá; er jeg hissa á því að þú skulir vilja selja dóttur þína fyrir armbandsúr, og tvær flöskur af kampavíni“. „Þú gleymir súkkulaðiini“, kall- aði Joyce á eftir Margot, er húte hljóp upp stigann, en mamma rak upp skellihlátur. ★ Eftir nokkra stund heyrði Mar- got þungt fótatak í stiganum og það var barið ljett á dyrnar. „Hver er það?“, spurði húa. hvast, þó hún vissi ofurvel hver það var. „Það er bara jeg — mamma. Jeg þarf að tala við þig, Maggie“. Margot vissi vel að móðir hennar kallaði hana aldrei Maggie nema. hún vildi fá einhverju framgengt við hana. Svo opnaðist liurðin og mamma kom inn með ljós í hendinni — því að það var ekki rafljós í herberg- inu. Margot hafði liallað sjer upp í rúmið, og mamma setti kertið á borðið. Svo sagði hún og reyndl að gera röddina ljetta og gaman- sama: „Þii hefir víst ekki farið að gráta, Maggie?“ „Nei, hvers A7egna ætti jeg að gráta ?“ „Það er skelfingar heimska a£ þjer að vera reið, þó maður segil eittlwað við þig. Þú sakaðir meira að segja sjálfa móðurmyndina þína um að ætla að selja þig“. „•Já, það er það sem þú vilt“. „Hvaða bull! Það er ekkert við því að segja að vera vinstúlka Warwicks". „Nei, auðvitað ekki, en hann. vill fá mig í ferðalag með sjer £ skipinu sínu, kannske hann liaffc gleymt að segja þjer það“. „Jæja þegar að er gáð, þá er það nú ekkert hræðilegt“. Mamma kastaði nú alt í einu grímunni: „Flestar ungar stúlkur mundu, taka slíku boði fegins hendi“. ★ Margot starði þegjandi á móð— ur sína eins og hún sæi hana í fyrsta sinn. Hún hafði aldrei' áður gert sjer grein fyrir hinu sanna innræti móður sinnar,. en nú sá hún hvernig það var. „Þá er jeg hrædd um að jeg sje ekki lík flestum ungum stúlk- um“, sagði hún kuldalega. „Jeg sinni aðeins þeim mönnum, seir:. vilja bjóða mjer hjúskap“. „Æ, Maggie, ósköp ert þú gam- aldags. Menn eins og hann gift- ast ekki' ungum stúlkum eins og þjer — ekki oft að minsta kostt. Þíi teflir í tvísýnu ef þú ætlar að lokka hann til að giftast þjer. Það endár með því að þú missir liann alveg“. „Þú skilur þetta ekki“, sagði Margot óþolinmóð. „Jeg aíI alls ekkert hafa saman við hann aú sælda. Jeg vil ekki giftast honum þó hann byði mjer það. Jeg felli mig ekki' við hann og eftir þetta hata jeg hann. En það getur þú auðvitað ekki skilið“. „Jeg segi bara það að þú ert erkiflón. Hvað stoðar ]>að að vera • laglegur ef maður notar ekki tæki- færin sem bjóðast. Skilurðu ekki; hA7að hann vill gera fyrir þig? Hann er ríkur og hann er örlátur. Þíi gætir skemt þjer ljómandi A7el, og trygt um leið framtíð þína, e£ * þú kvnnir bara að halda á spil- unum“. „Jeg vil það ekki. Þjer þýðir ekki að reyna að telja mjer hug- hvarf“. „Þú ert heimskari en tali tekur. Það ætti bara að vera jeg! IJvort jeg skyldi hafa gripið tækifærið!“ Framh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.