Morgunblaðið - 11.06.1941, Qupperneq 6
MÖRGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 11. júní 1941.
6
Guðmundur Vilhjálmsson
framkvæmdastj., fimtugur
Aldrei er góð vísa of oft kveð-
in. Plýgur manni þetta
forna máltæki í hug, þegar minsí
er á Eimskipafjelag íslands, sam-
tök þau og samhug sem hrinti
því sjálfstæðismáli þjóðarinnar í
framkvæmd. Samtökin um þá fje-
lagsstofnun hafa síðan staðið fyrir
hugskotssjónum þjóðarinnar sem
ímynd þeirrar þjóðareiningar, er
lyft getur Grettistökum þegar á
j)arf að halda. Með fjelagi þessu
óx þjóð vor að afli og sjálfs-
virðing.
: Utásetnjngasamir bölsýnismenn
sögðu, er fjelag þetta var stofn-
að, að víst mætti hleypa því af
stokkunum, en það myndi enga
framtíð eiga. Sundrung þjóðar-
innar og meðfædd tilhneiging ti1
persónulegrar togstreitu myndi
brátt búa fjelaginu kalda gröf.
Þegar Eimskipafjelágið skifti
um framkvæmdastjóra reyndi 4
hvort þessar hrakspár myndu ræt
ast. Guðmundur Vilhjálmsson hef
ir gert þær að engu. Er hann
gerðist eftirmaður Emil Nielse}i
hafði hann ekki fengist við opin-
ber mál. Hann var vel látinn I
sínu stai'fi. En kunnleiki á per-
sónuleguni hæfileikum hans var
ekki mjög útbreiddur meðal al-
mennings,
Það kann að vera, að eitthvað
hafi bólað á niðurrifsstefnu gagn-
vart fjelaginu hin síðari ár. En
styrk forysta í málefnum f.jelags-
ins hefir eytt öllum áhrifum þeirr-
ar kaldráðu viðleitni. Og reynslan
hefir sýnt og kent, að Guðmund
ur Vilhjálmsson er einmitt þeim
hæfileikum gæddur að draga úr
allri sundrung. Sá kostur hans
hefir verið fjelaginu, og þar með
allri þjóðinni, meira virði en marg-
ur gerir sjer grein fyrir. En Guð-
mundur er auk þess gæddur flest-
um bestu hæfileikum forystumanns
við stórt fyrirtæki. Hann <:r glögg-
ur maður og hagsýnn, fástlvndur
og fylginn sjer, en hefir auk þess
svo þægilegt viðmót í vioskiftum
að menn fara yfirleit.t ánægðir af
hans fundi,
Hann gerir sjer glögga grein
fyrir því hvert hann stefnir í
hvferju máli, en lætur sig minua
skjfta hvort hann nær áfangan-
mp í dag eða á mörgun. Að því
leyti má líkja framkvæmdastjórn
hans við örngga en gætilega skip
stjórn.
fjnðmnndiir er Hika, einn af þeiin
gæfusömu mönnúm, senj helga sig
óskiftir starfi sínu. Er hann tók
við starfinu sem framkvæmda-
stjóri Eimskipafjelagsins var hon-
um það alveg Ijóst, að þar var
honum trúað fyrir því sem kallað
hefir verið með rjettu óskabarn
þjóðarinnar. Hann fann vel, að
þeim heiðri fylgdn skyldur. Síðan
hefir hann helgað þeim skyldum
allan sinn hug.
Síðan hefir f.jelagið eflst og
dafnað — en hann, vaxið með
starfinu.
Það mætti margt annáð gött:
segja um Guðmund. En jeg sleppi
því. Porstaða hans fyrir Eimskipa-
fjelagi íslands kemur öllum ís-
lendingum við. Þeir hafa lært að
meta hana — og nota tækifærið á
Guðmundur Vilhjálmsson.
þessum merkisdegi hans að þakkn
honum. V. St.
íþróttamót
Þingeyinga
Síðastl. sunnudag fór fram í
Húsavík Iþróttamót Þing-
eyinga og tóku þátt í mótinu
þessi íjelög: Ungmennafjelög-
in Mývetningur, Mývatnssveit,
Efling Reykjadal, Geisli Aðal-
dal og Völsungur Húsavik.
Úrslit urðu þessi:
800 m. hlaup: 1 Hallur Jós-
efsson (Efling) 2:13.8, 2. Ey-
steinn Sigurjónsson (Völs.)
2:17.4; 3. Reynir Kjartansson
(Geisli).
100 m. hlaup: Haraldur Jóns-
son (Efling) 11,7 sek . 2. Adam
Jakobsson (Geisli) 12,1; 3.
Stefán Kristjánsson (Völsung-
ur) 12,1.
Langstökk: 1. Har. Jónsson
(Efling) 5,04 m., 2. Adam
Jakobsson 5,98, 3. Ragnar Sig-
finsson (Mývetningur) 5,86.
Kúluvarp: A.dam , akobsson
11,61 m., Stefán Kristjánsson
(Vöfjsungur) 11,52, Gunnar
Sigurðsson (Völsnngur) 10,33.
Hástökk: Har. Jóns£on (Efl-
ing 1,58 m., Eysteinn Sigurjóns-
son (Völsungur) 1.58, Adam
Jakobsson 1,53.
\
Kringlukast: Adam Jakobs4
son 31,51, Stefán Kristjánsson
29,34, BaFdur Sigurðs^on (Mý-
vetningur) 27,60.
í>rístökk: Stefán Benedikts-
son (Völsungur) 12,26, Jón
Kristinsson (Völsungu ) 11>88,
Har. Jónsson 11,85.
Stangarstökk: Hínrik Sigfús-
son (Mývetn.) 2,67 rii., Stefán
Benediktsson 2,62, Stefán Kristj
ánsson 2,57.
Spjótkast: Gunnar Aðalsteins
son (Völs.) 42,9, Adam Jakobs-
son 41,23, Baldur Sigurðsson
38,00.
300 m. hlaup: 1. Aðalgeir
Þorgrímsson (Geisli) 9,43,5, 2.
Reynir Kjartansson 9,48,3, 3. Ey
steinn Sigurjónsson 10,10.
Boðhlaup 4x100 m.: A-sveit
Völsunga 47,8 sek.
Völsungar unnu mótið með 28
stigum. Annar var Geisli með 19
stig. 3. Efling, 15 stig.
Mótið fór hið besta fram.
Mótstjóri var Jónas G. Jóns-
Vmræðurnar um dýrlíðarmálin
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU
það væri fastbundið í samningum
við Breta (frá í fvrra), að hú-
verandi hlutfall milli ísl. krón-
unnar og pundsins skvldi haldast,
„nema samkomulag yrði að breyta
því“. Af þessum ástæðum væri
þessi leið —• gengisbreyting —
ekki opin, enda ekki gert upp
hvort þingið vildi fara þá leið.
Það væri heldur ekki gert upp
innan ríkisstjórnarinnar, hvort
hún væri fylgjandi þessari leið.
Hinsvegar kvaðst ráðherrann ekk-
ert geta sagt um það, hvort Brer-
ar mypdu fáanlegir til, að breyta
hlutfallinu, þ. e. hækka gengi ísl
krónu.
Allur undirbúningur málsins
hefði því beinst að hinni leiðinni
— fjáröflunarleiðinni.
Frumvarpið.
Þessu næst rakti ráðherrann
efni frumvarpsins. Hann mintis.
fyrst á útflutningsgjaldið og ját-
aði, að ef það ráð hefði verið tek-
ið í fyrra, að leggja á slíkt gjald,
myndi það eitt hafa nægt. (Má í
þessu sambdndi geta þess, að Mbl.
hefir í meira en ár verið að benda
á þessa leið). En nú væri við-
horfið hinsvegar svo breytt, a'3
útflutningsgjaldið eitt nægði ekki
og yrði því meira að koma til.
Kom nú ráðherrann inn á heim-
ild þá til nýrrar skattaálögu á al-
menning, sem.frv. ráðgerir. Hann
bjóst við að sumum þætti of langt
gengið í frv. í skattaálögu á miðl-
migs- og lágtekjumenn og mætti
e. t.. v. ná samkomulagi í því efni,
einkum að því er snerti lágtekju
menn. En ráðlrerrann kvað það
sína skoðun, að þingið hafi geng-
ið of langt í lækkun skatta hjá
þeim, er miðlungstekjur hafa og
því væri fvllilega rjettmætt, að
þeir fengju nú álag á skattinn.
(Hjer gleymir ráðherrann því, að
höfuðþungi skattabyrðanna heftr
.síðrrstu árin einmitt hvílt á þeim,
er miðlungstekjur hafa haft, —
bæði skattur og iitsvar. En þeiv
mega, ,að dómi þessa ráðherra,
enga hvíld fá).
Framkvæmdin.
Að síðustu kom viðskiftamála-
ráðherrann riokk-uð inn á, hverrir;>'
frarnkvæmd málsins væri húgsuð.
Hann sagði, að hugmyndin væri
sú, að lækka útsölrrverð á Brýn-
ustú páuðsyn javöru, innlendri og
erlendri. Þetta yrði jrarrnig í fram-
kvæmdinni t. d. að þvr er inn-
lendrr vöruna snertir, að nefnd-
irnar, sem settu verðlag á vöruna
værn einskorrar dómstóll r því
málj. Þær tækju ákvörðun um
verð vörunnar en svo kæmi til
kasta rrkisstjórrrarinnar, að lækka
vefðið til neýtérida. Ráðherranir
tók hjer dæmi og sagði: Mjólk-
urverðlagsnefnd hefir nú fyrir
skömmu dæmt að mjólkin skyld’
hækka um 7 aura lítrinrr. Kæmí
það svo til kasta ríkisstjórnarinn-
ar að dæma um, hvort fje væri
fyrir hendi til þess að lækka út-
söluverðið um þessa 7 aura.
Að því er erlendu vöruna snerti,
yrði að taka brýnustn nauðsvnja-
vöru t. d. kornvöru og reyna að
halda henni niðri, t. d. með til-
slökun í tolli, farmgjaldi o. fl.
Ráðherrann sagði, að m'jög mik-
ið f.je þvrfti til þessara ráðstaf-
ana. Hans skoðun væri. að nota
þyrfti allar heimildir frumvarps-
ins að fullu.
Að síðustu endurtók ráðherrann
þá skoðun sína, að of skamt væri
gengið í frumvarpinu. Ilann
kvaðst t. d. álíta, að binda ætti
kaupgjaldið þar, sem það væri nú
Frá umræðunum
\
Næstur tók ti! máls Stefán Jó-
hann Stefánsson fjelagsmálaráð-
herra. Hóf haun mál sitt með því,
að rekja sögu dýrtíðarmálsins og
ráðstafanir hiiis opinbera í sam-
bandi við þau mál. Yar ræðumað-
iir sammála um að nauðsyn bæri
til að stemma stigu fyrir vaxandi
dýrtíð, en það væri aðeins um að-
ferðirnar til úrbóta, sem deilt
væri.. Aðalatriði þessa máls væri,
að gera ráðstafanir til þess að
verðlag á nauðsynjum almenniugs
hækkaði ekki í verði frá því sem
nú væri. St. J. St. vildi að alt,
vrði gert til að samkomulag næð-
,ist í þessu máli milli flokkanna
eins og í skattamálunum, kvaðst
hann fvrir sitt leyti aðallega sjá
þrjár leiðir til úrlausnar: í fyrsta
lagi að stríðsgróðaskatturinn yrði
notaður til að halda niðri dýrtíð-
inni; í öðru lagi að lagður yrði á
útflutningstollur, og í þriðja lagi
með beinum sköttum, en þó því
aðeins að slíkir skattar vrðu rjett
látir.
Skilvrði fyrir því iið Alþýðu-
flokkurinn fylgdi frumvarpi um
þetta efni væri,
að trygt vrði að dýrtíðinni yrðí
haldið niðri, og
að fjárins til þess væri aflað á
rjettlátan hátt.
Ólafur Thors atvinnumálaráð-
herra t.ók næstur til máls. Hann
kvaðst láta sjer nægja að fara um
málið fáum orðum á meðan enn
stæði í samningum um lausn þess
milli stjórnarflokkanna og vildi
því á þessu stigi ekki segja neitt,
sem torveldað gæti samningana.
Hann víldi þó segja það, að hann
væri ekki að öllu leyti sammála
fyrrj ræðumönnum, sem um málið
hefðu fjaliað og hann áskildi sjer
því rjett til gagnrýni.
Höfuðtilgangur allra væri sjálf-
sagt sá, að berjast við dýrtíðina
og hinsvegar að tryggja það, að
sá atvinnurekstur, sem vegna þjóð-
fjelagsins vairi nauðsvnlegur, en
sem í bili stæði höllum fæti, legð-
ist ekki niður.
En ráðlierrann bað menn að
varast, í ræðrr og riti, að halda
því fram, að þær ráðstafanir, sem
kyiniu að vgrða gerðar, myndu
stöðva dýrtíðina alveg frá þ.ví
sem hún vairi nú. Það væri ekki
víst að slíkt væri á valdi íslenskra
stjórnarvalda. Hitt væri annað
mál, að með skynsamlegum ráð'
stöfunum mætti draga úr hækkuii
verðlags.
Þó jeg sje ósammála um frúin-
varpið í eiiistökum atriðum, sagði
Ólafur Tliors. þá aðhyllist jeg til-
gang frumvarpsins og vil Jtess
vegna að tilraunin sje gerð. En
jeg áskil mjer rjett til að bera
fratn breytingartillögur, sem, jeg
tel sumar hverjar svo mikilvægar.
að fáist. þeim ekki framgengt er
að minsta kosti óvíst að jeg geti
fvlgt frumvarpinu. Sumar þeirra
varða tekjuöflunina, en aðrar út*
hlutun fjárins.
Síðan vjek Ólafur nokkuð nán-
ar að tekjuöfluninni, en þó aðal
lega að því, að hann setti það sem
skilyrði fvrir fylgi sínu við rnálio
að þeir framleiðendur, sem skarð-
astan hlut hefðu borið frá borði
að undanförnu, yrðu fyrst og
frémst látnir njóta góðs af þess-
um ráðstöfunum, eins og þeir ættu
fulla kröfu til.
Kvaðst Ólafur í þessum efnum
ekki vilja bevgja sig skilyrðis-
laust undir ákvarðanir þeirra
verðlagsnefnda, er ákveða verð á
framleiðsluvörum bændanúa, held-
ur teldi hann nauðsynlegt að ríkis-
stjórnin hefði íhlutunarrjett, svo
hún gæti trygt þessa hlið málsins.
Að lokum leiddi Ólafur athygL
að því, að þó frumvarpið yrði
samþvkt, breytt eða óbreytt, þá
væri málið ekki þar með útkljáð,
því að eftir á yrði ríkisstjórnin
að ná innbyrðis samkomulagi. I
fyrsta lagi að hve miklu leyti hún
ætlaði að nota fjáröflunarheimild-
ina og í öðru lagi hvernig hún
ætti að verja þessu fje.
. Loks benti Ólafur ennfremur á,
að eins og málið lægi nú fyrir
heyrði framkvæmd þess ekki’ undir
neinn sjerstakan ráðherra, heldur
heyrðn einstakir þættir málsins
undir að minsta kosti þrjá eð.í
fjóra ráðherra.
Gísli Sveinsson hjelt langa og
ýtarlega ræðu og gerði grein fyrir
störfum og tillögum dýrtíðarnefnd
arinnar, sem hann var formaður í.
Benti hann á, að þótt frv. við-
skiftamálaráðh. innihjeldi nokku'ð
af tillögum þeirrar nefndar, þá
A’æri þó í raun rjettri' öllum grund-
vallaratriðum slept, nema tekju-
öfluninní, og þó þar hreytt, til,
SAm að alt væri ótryggara. Slept
væri bæði heimild til þess að leit-
ast við að leiðrjetta gengi krón-
unnar; slept væri öllum ákvörð-
unum um vald ríkisstjórnarinnar
í verðlagsmálum; slept væri og-
öðru ýmsu, sem ætlað væri' til
þess að hæta ástandið, — áður en
til þess kæmi, að leggja ætti nýj-
ar álögur á landsfólkið. Og loks
væri ýmsum tryggingarákyæðum
við þessa tekjuöflun slept, svo aS
þingmenn gætu vart við málið
skilist þannig, einkum þegar alt
er enn í óvissu um li vað miklar
fjárfúlgur muni þurfa til þessara
ráðstafána, verðlagsuppbóta o. fl.
Taldi G. Sv. hæði nauðsynlegt
og skylt, að gengið yrði stórunr
hetur frá þessu mikla máli en
frv. viðskiftamálaráðherra gerðr
ráð fyrir, eins og það er nú.
★
Margir t.óku enn til máls, og-
var kvöldfunur haldinn, til þess-
að ljúká 1. umræðúnni.
Flugvjelatjónið
Lonclon í gær.
ir Arehibald Sinclair upplýsti í
breska þinginu í dag, að frá því
um; áramót hefði flugvjelatjón Breta
verið þrisvar sinnum minna hedlur en
flugvjelatjón öxulsríkjanná.
Bretar mistn á þessu tímabili 360
flugvjelar, en öxulsríkin 1131, þar a£
Þjóðverjar 494, og ftalir )37.
son.