Morgunblaðið - 13.07.1941, Blaðsíða 5
’Snnnudaffur 13. júlí 1941.
5
Jftorjgim&Ia&id
Ötgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Rltstjórar:
J6n Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgBar«».).
Auglýslng'ar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreibsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánuOl
innanlands, kr. 4,50 utanlanda.
1 lausasöiu: 25 aura elntaklB,
30 aura meö Lesbök.
Oarðrækt
Reykvíkinga
Almgi Reykvíkinga fyrir garð-
rækt hefir farið mjög vax-
.Ændi nndanfarin ár. Sýnir það sig
hest á því, live eftirspurn manna
■*ftir leigugörðum hefir aukist.
Ijeigugarðarnir, sem bærinn leigir
út, eru nú orðnir 1050 að tölu, en
flatarmál þeirra er samtals 67
ílektarar eða yfir 300 dagsláttur.
Auk leigugarðanna er mikið af
matjurtagörðum á erfðafestulönd
um manna hjer umhverfis bæinu.
Og margir hafa matjurtarækt í
húsagörðum sínum. Nákvæmt yí-
irlit, er ekki fyrir hendi um það,
'lve stórt land það er, sem bæjar-
foúar nota til garðræktar. En það
sýndí sig sumarið 1939, er kart-
■öfluupskera var góð hjer, að bæj-
arbiiar komust langt með að rækta
sjálfir helminginn af þeim kart-
öfluin er þéir nota til matar.
I/eigugarðarnir eru 1000 fer-
metrar þeir stærstu. Eru það svo
•stórir garðar, að fáar fjölsliyldur
jþurfa á svo stóru garðlandi að
halda, enda skifta margir þessum
görðum og láta kunningja sína
hafa nokkuð af þeim til afnota.
!Iieigan fyrir þessa stærstu garða
•er kr. 25.00 á ári. En fyrir minstu
•garðana er greidd 10 kr. ársleiga.
Fyrir átta árum síðan voru leigu
garðarnir samtals 18 hektarar að
stærð. Síðan hefir þessi ræktar-
jörð bæjarbúa margfaldast. Bær-
inn hefir látið ræsa löndin, plægt
þau og herfa, girt þau, sjeð um
vegi að þeim. En fyrir. þennan
•stofnkostnað er leigan tekin.
Alþýðublaðið ber fram munn-
'fleipur um það h.jer á dögunum,
að bærinn gerði lítið sem ekkert
til þess að auka garðræktina.
Þetta er eins og hver önnur vit-
leysa. Því með sömu apkningu
næsta ár, eins og verið hefir hin
síðustu ár, ferfaldast þetta rækt-
nnarland Reykvíkinga á 9 árum.
'I>etta er framför. Þó Alþýðublað-
inu þyki hún ef til vill ekki mikil.
En hitt er það, að hjer verður
-ekki látið staðar numið. Enn eru
ef til vijl nokkur heimili í bænum,
sem hægt væri að fá til þess að
taka leigugarða til ræktunar.
Sjálfsagt er að fullnægja altaf
jþeirri eftirspurn. Og eins að brýna
fyrir fólki að rækta garðana sem
foest, sjá um að hver blettur sem
Tæktaður er beri sem mestan og
foestan ávöxt.
Þannig má greiða enn fyrir garð
Tæktinni, og gera hana sem ör-
uggasta. Hún er' orðjn nokkur
þáttur í lífi Reykvíkinga, hlunn-
índi. fyrir mörg heimili. Að ó-
gleymdri þeirri hoilustu, sem marg
ir hafa af að grípa í þessa úti-
vinnu, kunnleikann sem börn og
unglingar fá af því að annast um
matjurtagarða, og þann „yndis-
arð“, sem allir hafa af því „að
. annast blómgvaðan jurtagarð“.
Reykjauíkurbrief
ísland.
inn merkasti viðburðurinn í
sögu styrjaldarinnar, undan
farna viku, er að Bandaríkin
tóku að sjer með samþykki okkar
íslendinga, hervernd landsins með-
an á ófriðnum stendur. Er þettu
í fyrsta, skifti í sögu landsins sem
hjer á landi gerist viðburður, er
hefir heimssögulega þýðingu og
áhrif.
Á lítilli bátabryggju hjer við
höfnina mættust nokkrir menn
kl. 10 að morgni, þriðjudaginn 8.
júlí. Flokkur skoskra hljóðfæra-
leikara stóð við bryggjusporðinu
og ljek þar lög. Varð þetta til
þess að menn urðu þess varir, að
þarna var eitthvað sjerstakt að
gerast. Attnars hefðu bæjarmenn
veitt því litla eða enga eftirtekt.
Ljettibátur með Bandaríkjafána
lagðist við bryggjuna. Breskir for-
ingjar stóðu á brvggjunni. Vestur-
heimsmenn stikluðu ljettilega í
land. Þarna var tekist í hendur,
og sögð nokkur vingjarnleg orð.
Þarna hófst samstarf milli herja
Breta og Bandaríkjamanna. —
Þarna mættust menn, sem hafa
stjórn á byrjun þess samstarf.
Má segja að Bandaríkin hafi
áður rjett Bretum styrka hönd
sína yfir hafið, með vopnasend-
ingum o. fl. Hinar látlausu mót-
tökur þarna á bryggjunni > geta
því ekki talist hafa neinn nýjung-
arinnar blæ. En þetta er ekki rjett
athugað. líjer steig Bandaríkja-
forseti ákaflega mikilvægt spor til
móts við Breta.
Hann beinir flota sínum langt
inn á ófriðarsvæðið. Leiðin að vest-
an vfir hafið hingað er yfir 2000
mílur. Alla þá leið ætla Banda-
ríkin að annast. Bretar þurfa ekki
að verja nerna 600 mílna leiðina
hjeðan til þess að ná flutningi ,sín
um frá Ameríku heilum í höfn. —
Bandaríkin hafa tekið að sjer %
af vörslu siglingaleiðarinnar. —
Hve mikill ljettir verður þetta
Bretuin ?
Það er þessi staðreynd sem stað ■
fest var með handabandi herfor
ingjanna hjerna við höfnina á
þriðjudagsmorguninn var.
Undirtektir.
ndirtektirnar út um heiminn
sýna, hve þessi atburður er
talinn mikilsverður. Þýska útvarp-
ið hamast, eys ókvæðisorðum yfir
Roosevelt forseta út af því, að
hann skuli gegn vilja íslendinga
hafa sent hingað herlið. „Oðrum
ferst ....“ en ekki Þjóðverjum.
Hefir Roosevelt þar í þessu sam-
bandi verið nefndur „Bófaforset-
inn“, En ísland útvörður Evrópu
menningarinnar, sem forseti þessi
nú hafi hremt.
Þessu er frá hálfu Bandamannn
svarað á þá leið, að ísland sje
að vísu „útvörður“, en það sje
gegn nazismanum. Glöggar er ekki
hægt að skilgreina, að landið okk
ar er í fremstu víglínu, livað svo
sem sú staðreynd kann að boða.
Fyrstu dagana hevrðúst fáeinar
raddir sem undruðust að sam-
þykki ríkisstjórnarinnar- hefði
fengist um hervernd Bandaríkj-
anna. Umræðurnar á Alþingi
kváðu þær raddir niður. Embóm'i
samþykki þingmanna staðfesti
það. Að vísu greiddu nokkrir
þingmenn jákvæði sitt við sam-
komulaginu við Bandaríkjaforseta
með fyrirvara. Aðalatriðið er, að
þegar þingmenn þeir, er ljetu fyr-
irvara fylgja jákvæðinu, höfðn
grandskoðað aðstæður allar, þá
veittu þeir samþykki sitt, af því
þeir töldu, áð með því lijónuðu
þeir þjóð sinni best.
Alt fyrir það getum við ís-
lendingar allir verið ásáttir um,
að hin gerbreytta aðstaða lands
og þjóðar til lieimsviðburðanna
felur í sjer stórmiklar hættur fyr-
ir þjóð vora á margan hátt. Þeg-
ar þeir menn voru ungir, sem íiú
eru miðaldra, voru opinberar um-
ræður hjer um þá þjóðar- og
þjóðernishættu er af því leiddi,
ef nokkrir danskir smábændur
fengju jarðnæði austur í Flóa.
Meiri var trúin ekki þá á mót-
stöðuaflið gegn erlendum áhrif-
um. Sem betur fer hafa síðari
tímar leitt í ljós, að slík „inn-
rás“ rnyndi ekki hafa orðið þjóð
inni hættuleg. En nú er annað og
meira á ferðinni, meiri mannafli,
sterkari áhrif.
Hermann Jónasson vjek að því
í ræðu sinni á dögunum, hve
eftirtektarvert það er, hve bresku
hermennirnir, sem hjer hafa nú
verið lengi, hafi yfirleitt varast
að aðhafast nokkuð það bjer, er
rýrt gæti álit hinnar bresku þjóð-
ar. Það væri óskandi, að hver eiu-
,asti íslendingur, ungur og gam-
all, karl sem kona, varðveittu virð-
ing sína fyrir þjóð sinni í við-
skiftunum gagnvart hinu erlenda
fjölmenni'.
Samningar viS
Bandaríkin.
grundvelli þess samkomulags,
sem fslendingar hafa gert
við Bandaríkjaþjóðina, standa nú
fyrir dyrum mikilsvarðandi samn-
ingar milli íslensku ríkisstjórnar-
innar og Bandaríkjanna. Til þeirra
er stofnað á annan hátt, en til
samninganna við Breta.
Bretar hernámu land okkar 10.
maí 1940. Bandaríkjamenn hafa
boðið okkur hervernd, og við sam-
þykt hana. Sem hernámsþjóð hafa
Bretar komið sjerstaklega vél fram
gagnvart okkur. En það liggur í
hlutarins eðli, að við fslendingar
eigutm að geta búist við nánari
samvinnu við Bandaríkjamenn en
Breta, þegar þess er gætt hvernig
til hingaðkomu Bandaríkjamanna
er stofnað. Að þeir, sem veita oklc-
ur hervernd, taka tillit til óska
okkar um, að sem mest öryggi fá-
ist, fyrir lífi og eignum lands-
manna, enda gekk Bandaríkjafor
seti hiklaust' að þeim skilyrðum,
sem íslenska stjórnin setti.
Viðskiftin.
itt af því, sem Bandaríkja-
forseti f jelst á, var, að
Bandaríkin sendu hingað „diplo
matiskan“ fulltriia tafarlaust, og
að viðskiftasamningar kæmust á
milli þjóðanna er væru íslending-
um hagkvæmir.
Þegar litið er á allar liinar
brevttu aðstæður, verðum við að
vænta þess, að Bandaríkin út-
nefni mjög fljótt menn til við-
skiftasamninga þessara, Gagnvart
Bretum er viðskiftaaðstaðan nú
öll önnur en hún var. Nýir við-
skiftamöguleikar við Bandaríkin
eru nú opnir.
Höfuðatriðið er, að við verðum
að fá algert frelsi um notkun
þeirra dollara sem við nú eign-
umst, en ein stórkostlegasta breyt-
ingin á viðskiftasviðinu stafar af
því, að kostnaðurinn við hjerveru
herliðs greiðist hjer eftir í doll-
urum í staðinn fjrrir að hann
hefir greiðst í áterlingspundum.
Sá hluti samninganna við Breta,
sem fjallar um innflutning og
gjaldeyrismál, hlýtur því nú að
falla úr gildi. Enda ber samkomu-
lag það, sem nú var gert við
Breta, vott um, að þeir líti svo á,
að gera verður nýja samninga í
þessu efni.
Eftir því sem blaðið hefir frjett,
er von á því, að innan skams verði
gengið frá sölu sjávarafurða til
Bretlands. Er það einkum aðkall-
andi, að koma saltfiskinum á
markað. Hann getur illa beðið
lengur óverkaður í geymslunum.
Samningum um kaup á síldarlýs-
inu er nú að verða lokið. En um
síldarmjölið er það að segja, að
aðalræðismaður íslands í Banda-
ríkjunum hefir nýlega skýrt svo
frá, að telja megi ugglaust, að
hægt verði að selja þar mikið síld-
armjöl.
Að sjálfsögðu verðum við að
vænta þess, eins.og nú horfir við,
að póstur fái að ganga beina leið
milli íslands og Bandaríkjanna,
Er það einn mjög nauðsynlegur
liður í viðskiftum þeim, sem nú
hljóta að fara vaxandi.
Togararnir.
áttanefnd liefir borið fram til
lögu í deilunni um kjör sjó-
manna, Hafa aðilar greitt atkvæði
um hana, en úrslit atkvæðagreiðsl-
unnar eru enn ekki kunn.
Stöðvun togaranna er nií orðin
æði löng, eil vafalaust skiftar skoð-
anir meðal aðila í því máli, hver
rjettlát kjör sjeu. Á hinn bóginn
dylst engum, að mjög er það ólík-
legt, að eigi leiði til stórvandræða,
ef togaraflotinn liggur kyrr öllu
lengur.
Kommúnistar og
Rússland.
ikla för fóru kommúnista-
þingmennirnir okkar þrír
á fund Alþingis á miðvikudaginn.
Hafa þeir vart í annan tíma orðið
sjer til jafn margfaldrar minkun-
ar.
Þeir byrjuðu með því að segja,
að þingið Væri ólöglegt, og að engu
hafandi gerðir þess. Samt komu
þeir á þing þetta, er þeir þótt-
u st ekki taka mark á.
Hið fvrsta verk þeirra var, að
þeir værú mótfallnir öllum af-
skiftum annara þjóða af íslandi.
Og þess Aægna greiddu þeir at-
kvæði gegn því að samþykt yrði
samkomulag það er ríkisstjórnin
hafði gert við Bandaríkin.
Síðan sneru þeir við blaðinu, og
óskuðu eftir að ísland leitaði eft-
ir vernd Rússa, gætandi ekki að
því, fyrir utan alt annað, að Rúss-
ar eiga í styrjöld, en Bandaríkin
ekki.. Fyrst vildu þeir enga þjóð,
síðan Rússa, fremur en alla aðra,
til að vernda ísland, og muna þá
ekki eftir því í svipinn, að Rússar
komast ekki á sjó, að heita má,
og eiga ekki skip til þess. Eiga
12. júlí
auk þess nóg með sig, að manní
virðist.
Þegar kommúnistar fá fyrirskip-
anir frá Moskva um það, hvað þeir
eigi að gera og hvernig greiða at
kvæði, furðar okkur íslendinga oft
á þeim fjarstæðum. Menn hjeldu
að Rússinn gerði Brynjólf og Co.
vitlausari, en hann væri ef hann
væri sjálfráður. En þetta sýnist
vera misskilningur. Bjálfæðið og-
kjánaskapurinn brýst fyrst út fyr-
ir alvöru, er Brynjólfur stjórnar
upp á eigin spýtur. Því ólíklegt
er að þeir kommúnistar hafi feng-
ið fyrirskipun frá Moskva um
þessa ,,línu“. Þeir hafa öðru að
sinna þar eystra þessa daga.
Austurvígstöðvarnar.
Q íðustu 2—3 daga virðist hafa
verið alger stöðvun á fram-
sókn Þjóðverja í Rússlandi. Þær
þrjár vikur, sem þeir nú hafa bar-
ist við Rússa, liafa þeir komist
lengst um 250 mílur inn í Rúss-
land. Mun láta nærri að sú fram-
sókn sje álíka hröð og á vestur-
vígstöðvunnm í fvrravor. En þá
voru þeir alls 26 daga til Somme,
þar sem síðasta mótspyrna Frakka,
sem nokkuð kvað að, var brotin
á bak aftur.
En hjer er víðáttan meiri, lengra.
að sækja sigurinn, víglínan lengn,
her andstæðingsins mannfleiri. Og
gera má ráð fyrir, að hervarnir.
Rússa sjeu þannig undirbúnar aS
þeir hafi hugsað sjer frá önd-
verðu, að nota sjer víðáttu lands-
ins, láta óvinaherinn þurfa að
hafa fyrir því að sækja langt inn
í landið þegar kemur til árása.
hans á sterka bakvörn þeirra.
En stríðsfrjettaritarar Bretv
halda því fram, að sennilega sje
hjer aðeins um stutt hlje að ræða.
Þjóðverjar sjeu að hvíla Iið sitt,
áður en þeir hefja nýja sókn. Þeir
segja að vísu, að hlje þetta getí
Rússar líka notað til að draga
saman sem mestan herstyrk þang-
að sem þeir velja sjer að gera
gagnsókn. En viðnám Rússa verði
naumast langvint, nema þeim tak-
ist að tefja fyrir Þjóðverjum með
öflugri gagnsókn lijer og þar.
Nitonche heillar
Akureyringa
Akureyri í gær.
ITI jórða og síðasta sýrting
óperettunnar Nitouche
hjer á Akureyri fór fram í dag
við jafn mikla hrifningu leik-
húsgesta sem verið hefir og virS
ist jafnvel aðdáun þeirra á þess
ari bráðskemtilegu óperettu
hafa farið vaxandi eftir því, sem
hún hefir verið sýnd oftar og
aðsókn að henni hefir verið
langt um meiri en nokkur gat
Iátið sjer til hugar koma áður
en sýningar hófust.
Verða þessar leikhússtundir
áreiðanlega Akureyrarbúum og
öðrum hjer ógleymanlegar og
mættu slíkar leikferðir verða
sem flestar í framtíðinni.
H. Vald.