Morgunblaðið - 13.07.1941, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.07.1941, Blaðsíða 7
Sunnudagur 13. júlí 1941. MORGUNBLAÐIÐ 7 Húsin í Skerjafirði FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. ing hafði fengið um bætur fyr- ir tjón sitt annan en þann, sein fólst í munnlegu loforði hins breska foringja, sem með þessi mál hafði haft að gera. Er nú einnig tekið að rífa hin tvö húsin, sömuleiðis án þess að samningur hafi verið undirrit- aður og gegn mótmælum húseig enda. Húsin, sem rifin hafa verið, eru númer 6, 8 og 10 við Reykja víkurveg. Hafa Bretar lofað að flytja þau þangað, sem leyfi fæst til að reisá þau. Hefir nú samkvæmt upplýs- ingum Gunnars Þorsteinssonar tekist að útvega lóðir undir þau í Lauganesbygð við nýja götu, sem áformað er að liggi sam- hliða Lauganesvegi. En all hart sýnist vera geng- ið að fólki því, sem þannig nær fyrirvaralaust er rekið úr hús- um sínum, án þess þó að hafa fengið nema munnleg loforð um að fá tjón sitt og óhagræði bætt. * Kona slasast FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. ósködduðu og lagði af stað með það aftur niður stigann. En efst í stiganum verður henni fótaskortur og fellur niður hann allan með barnið. Tókst stúlku, sem nærstödd var að grípa það neðst í stiganum. Var það mjög lítið meitt. En Jódís var með- vitundarlaus og var eins og fyr segir, ekið á Landsspltalann. Þegar blaðið átti í gær tal við sjúkrahúsið, var hún við slæma líðan, en var þá komin til með- vitundar. Töldu læknar hana hafa feng ið töluverðan heilahristing. en ytri áverkar væru litlir. Móttekið áheit á Viðeyjarkirkju frá Jóni 20 kr. Kirkjuhaldari. Verkfæri Járnheflar, J árnhef ilstannir, Vasalóðbretti, Glerskerar, Útskurðarverkfæri (,í settum), Skrúfjárn, margar teg. Trjeborar, allar stærðir, Sirkiar, Meitlar og margt fleira. VERSLUNIN Brynja RekMurdiilf- um fjölgar Upp á síðkastið hefir borið all mikið á rek-tundur- duflum víðsvegar fyrir Norður- og Vesturlandi. Um tíma í vetur var og nokk uð um þau, en síðar dró tölu- vert úr hættunni. I vetur voru settir rifflar á Óðinn og Sæbjörgu, auk Þórs. Fengu þessi skip- það hlutverk að skjóta niður rekdufl, sem sæj ust á skipaleiðum og hvar sem þau anars sæjust við landið. Hafa allmörg dufl vérið skot in niður í vetur, ennfremur nú í sumar upp á síðkastið. Rorður-ísfirðingar tiefjast handa um samgðngumál sln 200 þús. kr. lofað til nýs Djúpbáts t’kriður er nú kominn á Djúp- bátsmál Norður-ísfirðinga og ísfirðmga. Var fyrir skömmu haldinn fundur á ísafirði og skil- aði þá nefnd sú, sem kosin var á fundi í Reykjanesi í vetur, af sjer störfum. Það fje, sem lofað liefir verið til býggingar nýs djúpbáts, nemur ;uú alt að 200 þús. krónum. Alþing'i samþykti í vetur að leggja fram 150 þús. kr. í þessum tilgangi* þó ekki yfir % bvgging- arkostnaðar; sýslusjóður N.-ís. 10 þús. kr.: ísaf jarðarkaupstaður 10 þús. kr.; hreppsf jelög og einstalc- ingar 15 þús. kr.. og Kaupfjelag Isfirðinga 10 þús. kr. Heldur fjársöfnun t.il fyrirtæk- isins áfram. Eru það áform hjer- aðsbúa að vinna að því með oddi og egg að ekki þurfi að byggja í skuld. En ætla má að skip, sem vel hentar, alt að 50 smálesta stórt, niuni nú kosta um 300 , þús. kr. Vantar því enn allmikið á að nægilegt fje sje fyrir hendi. Væri vel t.il fallið að Djúpmenn, sem burtu eru farnir úr heimahögum, eví eiga fjárráð nú. legðu eitthvað af mörkum til þessa mikla nauð- synjamáls bygðarlags síns. Á fyrgreindum fundi var sanx- þykt fjelagsstofnnn, sem annist | Djúpferðir og uin Vestfirði með nýju skipi, sem smíðað verði eins fljótt og unt er. » í stjórn fjelagsins voni kosnir: Af hálfu sýslunefndai; N.-ís.: Torfi Hjartarson og Einar Gnð- finnsson, sem aðalmenn, en vara- menn Grímur Jó.nsti.on og Bjarni Sigurðsson. Af hálfu ísafjarðar- kaupstaðar: Jón Auðunn Jónsson og Hannibal Valdemarsson. sem aðalmenn, en varamenn Olafur Pálsson og Helgi Hannesson. Fundurhm kaus af sinni hálfu Ketil Giiðmundsson til þess að taka sæti í stjórninni. Fór fundurinn hið besta fram og sýndi mikinn einhug jijeraðs- búa urn að hrinda þessu máli í framlcvæmd. Dagbók NætUrlæknir er í nótt Krist- björn Tryggvason, Skólavörðustíg 33. Sími 2581. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Hallgrímsprestakall. Hámessa í Dómkirkjunni í dag kl. 2, síra Jakob Jónsson. Síra Árni Sigurðsson verður fjarverandi næstu vikur í sumar- leyfi. í fjarveru hans geta safn- aðarmenn falið þeim presti,- er þeir kjósa sjáifir til þess, að ann- ast þau prestsverk, sem þeir þurfa að fá unnin á þessum tíma. Þingvallakirkja. Messað í dag kl. 15, síra Hálfdan H'elgason. Hjúskapur. í gæp. voru gefia Saman í hjónaband af síía Garð- ari Svavarssyni ungfrú Ásta Þór- ariiisdóttir og Guðmundur G'. Guð- mundsson. Heimili ungu hjónanna er á Bragagötu 23. Eimreiðin, 2. liefti 47. árgangs, er nýkomin út og flytur margar athyglisverðar greinar, sögur, myndir o. s. frv. Fremst í heftinu er mynd af ríkisstjóra fslands, en 1 ritstjórnargreininni Við þjóðveg- inn er rætt um ályktanir Alþingis í sjálfstæðismálinu, ríkisstjóra- kjörið og ýms uý viðhorf í ís- lenskum stjórnmálum. Steingrím- ur Matthíasson læknir ritar þriðju og síðustu grein sína um Ný- fundnaland, og nefnist liún Við- reisn Nýfundnalands. Þá er grein eftir síra Guðmund Einarsson á Mosfelli um .Áhrif hebresku á ís- lenska tungu. Mjög fróðleg grein ei- í heftinu eftir ísólf Pálssoii: Um veðurfar og örimmerki. Rit- stjórinn skrifar grein, sem hann nefnir: Fórnarlund og auðsótti. Eun eru í heftinu gi'ein efti.r Indvterjann Mahatma Gandhi, OIíixu Andijesdóttui' o. f!.. sögur eftir Helga Valtýsson og Friðgeir II. Berg og' aðrar tvSer eftir unga og áður óþekta höfunda, þau Ki'istmann Bjarnason frá Mælifelli og Guðnýju Sigux’ðardóttur, kvæði eftir IIöllu Loftsdóttur, Sigurjón Friðjónsson og Thor Lauge (í þýðingu eftir Sigurð Jónsson frá Brixn), Raddir, Ritsjá o. fl. Útvarpið í dag: 14.00 Messa í Dómkirkjunni (sjera Jakob Jónsson). Sálmar: 303, 235, 105/358, 26. 15.30—16.30 Miðdegistþnleikar (plötur): Ýms lög. 10.30 Hljómplötur: Slavnesk rap- - sódía eftir Dvorák. 20.20 Hljómplötur: Katólsk tón- list. 20.30 Erindi: Ogmundur biskup, d. 13. júlí 1541 (Magnús Jóns- son prófessor). 21.00 Einleikur á píanó: Sónata eftir Skúla Halldórsson (höf- undurinn leikur). 21.20 ,,Systra-tríóið“ syngur (Bjámheiður, Guðrúix og Margrjet Ingimundardætur). 21.35 Hljómplötur: Lýrisk svíta eftir Grieg. Útvarpið á morgun: 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 15.30 .Miðdegisútvarp. 10.30 Hljómplötur: Tónverk eftir Ravel. 20.30 Erindi: Roosevelt Banda- ríkjaforseti (Vilhjálmxxr Þór bankastjói'i). 20.55 Hljómplötur: Forleikirnir eftir Liszt. 21.00 Erindi: Bastillu-daguririn í París 1030 (Jón úr Vör). 21.30 Hljómplötur: Frönsk tónlist. S. K.T. Pansleikig í kvöld í G. T.-húsinu kl. 10. Eldri og yngri dansarnir. Hljómsveit S. G. T. Áskriftarlisti liggur frammi frá kl. 4. Sími 3355. Pantaðir aðgöngumiðar sækist fyiár kl. 8. HITS OF THE MOMENT A6H0ST0FAGHANCE. HOTFEET LADY OF MYSTERY — LOVE NEVER GROWS — MEXICAN SWING — YOU, YOU, DARLING — DAYBREAK EXPRESS — OLD — THE DAY WE MEET AGAIN — GONGA BRAVA — A Nightingal sang in Berkeleysoure. — Bassin the Boss. 12th Street Rag — I want you to night — When day is done og fl. af nýjustu Jazzlögum. — STRAUSS — WALDTEUFEL — KALMAN LEHAR, vinsælustu valsar og óperettulög. — „NITOUSHE“ — REGIMENTAL MARCHES. — Mikið úrval af harmonikuplötum — HAWAIN- og GUITAR-plötur. — KLASSISKAR plötur í stóru úrvali. — Nálar allar tegundir. Hlfóðf œrahúsið 2-3 herbcrgi óskast fyrir hárgreiðslustofu, strax eða 1. október. SIGRÚN EINARSDÓTTIR. Sími 5053. Tilkynning. Að gefnu tilefni, er því hjer með lýst yfir af hálfu undirritaðra, að Eggert Gíslason, Hverfisgötu 39, rekur ekki Hárgreiðslustofuna Centrum, Þingholtsstræti 1. Reykjavík, 12. júlí 1941. Dagbjört Finnbogadóttir. Hlíf Imrarinsdóttir. Breska hersljórxiin á íslandi tilkynnir: að allar kröfur á herstjórnina, sem stofnaðar eru fyrir 1. juní 1941, verði að sendast: Heirings Office, Laugaveg 16, Reykjavík, fyrir lok júlímánaðar 1941. ... - •« . - ■imi 1380. __ LITLA BILSTOÐIN Er nokkuð *tór, UPPHITAÐIR BÍLAR. BEST AÐ AUGLYSA I MORGUNBLAÐINU. Jarðarför ekkjtmnar STEINUNNAR FINNSDÓTTUR, sem andaðist á Elliheimilinu, 5. júlí, fer fram frá Dómkirkjunni, mánndaginn 14. júlí Börn hinnar látnu. JarSarför fósturföður okkar, GUÐMUNDAR HANNESSONAR, fer fram frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 15. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili hins látna, Hverfisgötu 89, kl. 1 e. h. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Bjarnína Snæbjörnsdóttir. Karl Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.