Morgunblaðið - 14.08.1941, Side 5

Morgunblaðið - 14.08.1941, Side 5
Tlmtudagur 14. ágúst 1941. fftorjgim&Ia&td í' út*ref.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. ; Ritstjðrar: Jðn Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgrtSar*.). I Auglýsingar: Árni Óla. I Ritstjðrn, auglýsingar o* afgrelBala: Austurstræti 8. — Slasl 1600. i Áskrlftargjald: kr. 4,00 á mánuBl í innaniands, kr. 4,60 utanlanda. í iausasölu: 26 aura eintaklB, 30 aura meB Lesbðk. Lítilsigld krafa Aljiýðublaöið sýnist nú liafa sætt sig' við, að samkvæmt ákosningalögum verði aukakosning látin fram fara í Norður ísafjarð- arsýslu. Bn jafnframt gerir það þá einstæðu kröfu, að frambjóð- andi sósíalista verði kjörinn þar gagnsókríárlaust! Telur blaðið, að tvenn rök hnígi til þess, að að þeirri kröfu verði. gengið. í fvrstá lagi hafi svo ver- ið um samið milli stjórnarflokk- •anna, er alm. kosningum var frest að ,s.l. vor, að ef þingsæti losnaði, skyldi sá flokkur, er kjördæmið hefði haft, fá kjörinn frambjóð- anda sinn gagnsóknarlaust. í öðru lagi myndi kosning í Norður-ísa- fjarðarsýsiu nú í haust tefla stjórnarsamvinnunni í voða! Þetta álit sósíalista sannar í senn lýðræðislegan vanþroska þeirra og misskilning þeirra á eðli stjórnarsamvinnunnar. Hvern- ig má það verða til þess að stjórn- arsamvinnan spillist, að kosninga- lögum og stjórnarskrá landsins er fylgt og kosning með venjulegum Iiætti látin fara fram í afskektu hjeraði, sem þingmannslaust er orðið? Heldrír blaðið, að ráðheír- am þjóðstjórnarinnar myndi hitna svo í hamsi þótt Norður-ísfirð- inguríi væri gefinn kostur á að velja sjer þingmann sjálfir, að þeir gleymdu þeirri háleitu köll- un sinni að viðhalda því frið- samlega samstarfi, sem Alþýðu- Waðið ræðir um, og æsast upp til herskapar ? Það verður að teljast harla ótrúlegt. Og tvímælalaust væri um ábvrgðartilfinningu af sk'oéííum skamti að ræða hjá þjóð stjórn, sem"ekki þyldi, þótt póli- i tískur andblær ljeki við annes eða í fjarðabygðum á Yestfjörð- um eða á Snæfellsnesi, árí þess að stíga sjálf á stokk og bíta í skjaldarrendur. Þá er fyrri ástæðan, sem A1 þýðublaðið grípur fálmandi hönd- nm, samkomulag stjórnarflokk- anna um, hvernig með slík tilvik skvldi fara. Það kann að vera, að um það hafi verið rætt, að frambjóðandi þess flokks, er kjördæmi hafði, skyldi kjörinn gagnsóknarlaust, ef þingmanns misti við fyrir gild og eðlileg forföll. En um það tilvik var aldrei rætt og var heldnr ekki hægt um að semja, að þingmenn afsöluðu sjer þingmensku án þess að tilgreina nokkur gild forföll. En það er það, sem hjer hefir gerst Ef um slíkt samkomulag hefð’ verið að ræða stafaði af því aug !jós háski. Með því væri opnuð lexð til pólitískrar spákaupmensku með kjördæmi. En þetta skilur Alþýðublaðið ekki. þótt það telji sig kjörinn ntálsvara lýðræðisins. En Norður- ísfirðingar nnunu skilja ]>að — og j '>það nægir. I EMIL LUDWIG, hinn frægi æfisöguhöfundur og sagnfræðingur hefir ritað eftirfarandi grein í »Toronto Star« um Avila Camacho — í Mfiyirn CÁ sem reynir að kynna ^ sjer æfiferil sumra þjóð- kunnra manna tekur það oft til bragðs, að grenslast eft- ir hvernig konur þeirra eru, eða hvaða konur hafa helst haft áhrif á há. Ef til vill væri rjett að byrja með bví að spyrja um móður þeirra. Það sem töfraði mig mest í sam- bandi við hinn nýja forseta í Mexico var myndin af móður hans. Þegar jeg- stóð frammi fyrir stóru ljósmyndinni af henni í vinnuu- stofunni hans, vissi jeg ekki af hvaða konu myrídin var nje hvort þessi manneskja væri enn á lífi. Jeg sá aðeins göfugmannlega and; litsdrætti alvarlegrar konu, en al- varan í andlitinu virtist ekki sprottin af erfiðum lífskjörum heldur af trúarlegum og háleit- um tilfinningum og af djúpri skyldurækni. Þegar jeg frjetti að hún væri komin af óbreyttu fólki og hefði ekki alið bernsku sína nje hjóna- bandsár meðal fyrirfólks heldur í bændahýlum uppi í sveit, skildist mjer að þetta hlyti að vera kona, sem hefði varið æfi sinni til þess, að ala upp börn Sín við góða siði. Hún er ekkert svipuð hinni met orðagjörnu móður Gracchanna njj koniim þeim, sem ala upp bylt- ingamenn, en þó urðu allir synir hennar við byltingar riðnir í æsku. Hún var kona, sem alla æfi sína hafði æruhugsjónina í hávegum og vænti bins sama af sonum sín um. Jeg gat markað, af því hvem- ig hann tók eftir því að myndin af riióður hans hafði' áhrif á mig, og af upplýsingum sem vinir hans gáfu mjer síðar uni æsku hans, að móðir hans hafði ávalt verið honum leiðarstjarna. Og fyrir að- eins einu ári liafði hann fylgt henni til grafar og gert útför hennar veglega. ★ Avila. Camacho, sem jeg býst við að sje yngstur allra þjóðhöfðingja vorra tíma, er ellilegri en hann hefir aldur til. Hann er digur og með nndirböku, þungur í vöfun- um og virðist þetta vera í sam- ræmi við skapsmuni hans. Hann er orðfár, alvnrlegur og hátíðlegur í framgöngu eins og sannur Spán- verji. Hermenskubragðurinn er ekki áberandi í fasi hans, enda virðist hann leyna honum af á- settu ráði. Hann er maður sem ávalt hefir gát á sjálfum sjer, og sem jeg er viss um að aldrei gefur sjer lausan tauminn, jafnvel í góðvina hóp, maður sem ekki gerir sjer far um að þóknast öðrum eða vera alúð- legur. Skapfastur maður með skap- andi vilja, sem krefst aga og reglu í hvívetna. Enginn mundi væna hann um byltingahug, og hafi hann nokkurntíma verið bylt ingasinnaður þá var það ekki nið- urrifsbylting sem hann óskaði. Sem herrnaður virðist hann hafa meiri hæfileika sem herforingja- ráðsmaður og skipuleggjandi en sem bardagamaður í fremstu víg línu. í daglega lífinu lætur hann aðra nálægjast sig án þess að reyna að nálgast þá, og maður firínur, að hann hefir ávalt verið þannig gerður, einnig áður en hann varð æðsti maður þjóðar sinnar. Þannig bíður hann þegj- andi eftir því að hann sje spurð- ur, yfirvegar svar sitt rólega og spyr síðan sjálfur. I ölluu dagfari hans kemur fram festa og alvara og hins sama krefst harm af öðrum. Út úr brún- um augum hans, sem gletninni bregður fyrir í, má lesa kald- hæðni. ★ Þeir sem muna þá staðreynd, að maðurinn, sem stjórnar Mexico, er í rauninni hálfgildings einvalds- herra, geta skilið hve mikið er undir forsetanum komið og lund- arfari hans. — — — Camacho er ekki hálffimtug • ur enn. Hann byrjaði starfsferil sinn þegar hann var seytján ára, sem hérmaður í byltingarmanna ■ hernum. Hann var átján ára þegar hann fann sinn fyrsta foringja, Cabrera, mvrtan. Tuttugu og þriggja ára var hann orðinn ofursti, tuttugu og sjö ára var hann faugi sem beið dóms. Þá virtist hann vera eini maðurinn í sínum flokki sem sýndi staðfestu — er hann neit- aði að setja nafn sitt undir stefnu- skrá hinna sigrandi óvina sinna. Fjórtán ár af æsku hans, að minsta kosti, fóru -í borgarastyrj- öldina, en þegar henni lauk var hann orðinn hershöfðingi. ,.Jeg hefi lært margt sem ungur liðsforingi í byltingahernum“, sagði hann við mig, og það var ekki mikill hreimur í röddinni fremur en vant var. „Hjerna í okkar landi er það ekki j,af n hættulegt og fólk í Evrópu held ur, að hershöfðingjar verði ríkis stjórar“. Camacho var ávalt hermaðurinn og hefir, eins og flestir hershöfð- ingjarnir í Mexico, engar stóror- ustur en því meira af flokkavígum að baki — sífeld vopnaskifti með eða mót úppreisriármönnum, sem reyna að endurheimtá völdin eða verja þau. í æsku hjeit hann í víking með fjelögum sínum til þess að berja á einvaldsherranum Porfirio Diaz og brjóta á bak aftur völd stór- laxanna, sem höfðu sölsað undir sig stórjarðirnar. Hann vildi berj- ast fyrir frelsi og rjettindum þjóð- ar sinnar. — En það er ekki hægt að finna í honum skaplyndi æfin- týramannsins, sem þyrstir í óeirð- ir; hjá honum ræður ávalt vilji umbótamannsins, sem vill binda enda á óeirðirnár. ★ Þegar byltingin stóð Sem hæst skipaði hann s.jer í flokk þeirra sem vildu semja frið. Árið 1935 var hann sendur til Tabasco til þess að binda enda á hættulega deilu. Honum tókst það, án þess að úthella einum blóðdropa. Jafnvel hinir mörgu óvinir hans viðurkenua, að liann sje hinn á- gætasti stjórnandi. Á sama tíma og ýmsir samtíðarmenn hans hafa auðgað sjálfa sig á því að gefa sig við stjórnmálum, hefir hann lagt mesta áherslu á að endur- hæta herinn. Hann hefir ekki safn- að fje, þó hann hafi haft hæði tíma og tækifæri til, og hann.virð. ist ekki hafa neina tilhneigingu til að auðga sjálfan sig. Hann hef- ir ekki verið vaninn við það hjá fátækum foreldrum sínum í föður- garði, að leggja sig eftir meira fje en þau höfðu. Hann hafði meiri áhuga á að endurbyggja herinn og sem fje- hirslustjóri hans í mörg ár hefir hann komið skipulagi á fjármál hans. Hver sá, sem helst óspiltur í slíkri stöðu spillist aldrei. Hann stofnaði skóla og sjúkrahús handa liernum og hefir gert afar mikið til þess að auka mentun hermann- anna ; hann hefir jafnvel þýtt leið- beiningabðk handa þeim úr frönsku. Síðar, þegar hann varð hermálaráðherra, útvegaði hann nýtískuvopn handa hernum. Þegar æðsti maður stjórnarinnar talar um bættan hag og betri kjör þjóðar sinnar — og maðir* finnur að honúm er alvara — verður útlendur géstur þess var, að hugsanir forsetans hafa fesx rætnr bæði í því ahnenna og því einstaka. Jeg sá til dæmis hraust- lega sveitakonu með barnið sitt í kjöltunni. Hún horfði alvarleg og hugsandi á bónda sinn, sem gekk á eftir plógnum á akrinum fyrir neðan. Þessi sýn samræmisfullrar lífs- gleði er árangur af starfi dugandi stjórnar, sem hefir lyft okinu af hérðum daglaunamanna og leigu- liða og gefið þeim kost á að eign- ast jarðnæði og lifa sjálfstæðn lífi; þeim er trvgt hús, skóla og læknishjálp; og prestgr eru ekld bannfærðir og grænir rísakrarn- ir fvrir utan gluggann hjá þeim eru þeir sömu sem feður þeirra ræktuðu. Af þessari ástæðu finst mjer þjóðmálastefna Camachos frjáls- lynd en ekki soeialistisk. í stjórn- málareglu hans liefi jeg greint rússnesku þrenninguna, „hændur, verkamenn og hermenn“ og hann viðurkennir „syndicalisma", opin- bert uppeldi, hugsanafrelsi og strangt þjóðfjelagsrjettlæti. En hann virðist halda aftur af hinurn róttækari umbótatilraunum fyrír- rennara síns og reyna að koma á hófsemi og kyrð, enda er það í samræmi við skapgerð hans. Hann vill endurskipuleggja hin svo- nefndu ejidos — kommúnistisku sameignarbúin, sem síðasta stjór i stofnaði. ★ „Skifting jarðeignanna heldur enn áfram, lögum samkvænodú, sagði hann við mig. „Við höfum gert ráðstafanir til þess, að hver einstaklingur hafi lagalega kröfu til þess jarðnæðis sem honum ber, þ. e. a. s. fái sinn skerf af hinnr sameiginlegu jarðeign þjóðarinnar. Á þann hátt vonum við að geta aukið framleiðsluna. Með því a5 tryg".ia bændmn smábýlin vonimi við að áhugi þeirra glæðist aftur, er þeir vita að landið er í raun og veru þeirra eign og að böra þeirra erfa það eftir þá“. Þegar jeg mintist á vantraustíö við hann, sem jeg hafði orðið var hjá ýmsum málsmetandi mönnum. á stefnu hans gagnvart Banda- ríkjunum, þá færðist fjör í hann allan er hann neitaði því, að þettA væri á rökum bygt: ,,Á liðiimi tíð höfðum við sögu- legar ástæðnr til að vera á verði. En síðan Roosevelt tók við hefir vingjarnleg framkoma nágrannans unnið fulla samúð okkar“. Forseti Mexicomanna var jafnvel í flest- um atriðum samþykkur stefnn Roosevelts í inríanríkjsmálum. „Auðvitað ermn við ekki sam- mála um ýmislegt“, sagði hann, „og stafar þetta af ólíku viðhorfi og tverínskonar þjóðarlund. En yfirleitt er þjóðmálastefna Roose- velts í samræmi við þá stefnu, sem við börðumst fyrir með bylting- unni“. Þá spurði jeg: „Eruð þjer þá eins og Roose- velt í því, að vilja fremur stjórna fyrir þá fátæku en þá ríku ?“ „Jeg vil ekki undir neinum kringumstæðum stjórna fyrir for- rjettindastjettirnar. Jeg vil stjórna fyrir hinn mikla meirihluta þjóð- arinnar, á grundvelli velviljaðs lýðræðis" „En eruð þjer ekki hræddur xon, að valdgráðugir stjórnmálamenn reyni að trufla starf yðar?“ „Auðvitað eru ávalt þeir meim til, ekki síst á tímum stórvægi- legra þjóðf jelagsbreytinga, sem ekki eru of hreiríir um hendurnar. En yfirleitt væri naumast rjett, að seg.ja þetta um stjórnmálamenn okkar. Flestir þeirra voru í fram- varðaliði byltingarinnar og börð- ust þar fyrir hugðarmálum sín- um“. ★ Jeg spurði hann. þvínæst nni liðstyrk kommúnistanna í Mexieo, en flestir í höfuðborginni virtust ekki liafa hugmynd um, hve fjöl- mennír þeir væru. „Hjer er enginn kommúnista- flokkur“, sagði hann. „Hjer er að eins lítill hópur, sem ekki hefir fest rætur, en er að reyna að FRAMH. Á SJÖTTTJ SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.