Morgunblaðið - 23.09.1941, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 23.09.1941, Qupperneq 5
íriðjudagur 23. sept. 1941. Ctgef.: H.f. Árvakur, Keykjmylk. Ritstjörar: Jón Kjartanason, Valtýr Stefánsson (ábyrgiJarm.). A.uglýsingar: Árni óla. Ritstjórn, auglýsing&r o* afjsy*13*i&. Austurstrætl 8. — Síati 1100. Ackriftargjald: kr. 4,00 á xnánuBI mnaniands, kr. 4,50 utanlands. I lausasölu: 25 aura elntakiO, 30 aura meC Letbók, ö ; L.v. „3aí linn“ falinn af Ofugstreymi C* IN sðnnun þess, hve íslensk- um stjórnarháttum og em- bættaveitingum síðari ára hefir verið ábótavant, er óvirðing sú, sem veitingarvaldið oft og iðulega hefir sýnt gagnvart sjerþekkingu og sjermentun. Nýjasta dæmi þessarar óvirð- ingar og sjálfbyrgingslegs steig- mrlætis veitingarvaldsins er veit- ing skólastjórastöðunnar við Flens borgarskólann. Staðan er veitt tmgum lækni, sem nýkominn er frá prófborði, en háskólamentuð- nm mönnum í kennarafræðum er vísað á bug. Að þessu silini muu kenslumálaráðherra þykjast báð- tun fótum í étu standa, þar sem skólanefnd skólans mælti með þeim, sem embættið hlaut. Bn í því felst engin afsökun á hinni fráleitu stefnu, sem frain- sóknarmenn hafa rutt braut í em- bættaveitingum og glegst kemur fram í veitingu Hermanns Jónas- sonar á lögreglustjóraembættinu í höftiðborg landsins, þar sem ung- nm flugmanni er fengin yfir- stjórn lögreglumþlanna. Má segja að með þeirri veitingu háfi veit- ingarvaldið bitið höfuðið af skömminni, og var þó ýmislegt á nndan gengið. Það er óþarfi að rekja hjer þær, afleiðingar, sem slíkar ráðstafanir geta haft og hafa nú þegar haft i þessu efni. Það er hverjum heilvita manni Ijóst, hvert öfugstreynii er í því að æðsti maður lögreglumálanna í höfuðborg landsins skuli með öllu ófróður nm lög og rjettargang. En veitingarvaldið hefir skort skilning á því, að flugméntun og, það sem þar að lýtur miðast við alt annað en stjórn lögreglumála og nám í læknisfræði við annað en skólastjórn og uppeldi ung- linga. Undirrót þessa misskilnings veitingarvaldsins er óvirðing þess fyrir sjerþekkingunni, en fákæn •dýrkun hálfmentunar og yf- irborðsháttar. Gegn þessari stefnu verður að snúast. Það verður að tryggja þjóðinni, að bestu kraftar liennar sjeu hagnýttir í samræmi við þörf hennar. Flugmenn eiga að stýra flugvjelum og læknar að stunda læknisstörf. Lögfróðir menn eiga hinsvegar að hafa yfir- stjórn lögreglumála, en uppeldis- fræðingar og kennaramentaðir menn að fást við skólastjórn. Þetta skilur ekki núverandi kenslumálaráðherra. En þjóðin verður að snúast til varnar gegn stefnu hans áðúr en það er of seint. Einn af fyrirboðum einræð- isins eru handahófskendar og ranglátar embættáveitingar. 011 vahlabraut framsóknarmanna er vörðuð slíkum minnismerkjum. En Sjálfstæðismenn verða áð krefjast þ>ess meðan ]>eir bera að nokkru xábyrgð á stjórn landsins, að slík- mr andhælisháttur vaði ekki uppi. 'C1 R leið að miðjum septem- •*-'* ber fóru menn að óttast um citt af skipum íslenska fiskiflot- ant, línuveiðarans ,,JarIinn“. — Hann fór frá ísafirði með fisk- farm 21. ágúst, áleiðis til Eng- lands, kom við í Vestmannaeyj- um, fór þaðan 23 ágúst. Vitað var að hann seldi afla sinn í Fleetwood 1. sept. Er menn fóru að vera hrædd- ir um skipið, var reynt að grensl- ast eftir ferðum þess frá Eng- landi, en þá var sæsíminn slit- inn og því erfitt að síma nokk- uð er að skipaferðum laut. —- Fyrir milligöngu bresku yfir- valdanna hjer barst Óskavi Halldórssyni eiganda skipsins skeyti nú fyrir helgina frá um- boðsmanni hans í Fleetwood, Þórarni Olgeirssyni. en til hans hafði Óskar komið fyrirspurn. Skeyti Þórarins var svohljóð- andi: ,,Símskeyti móttekið í dag. Það hryggir mig mjög að frjetta að „Jarlinn“ er ekki kominn fram. Hann sigldi frá Fleet- wood miðvikudagsmorguninn 3. september og ætlaði að halda beina leið til Vestmannaeyja. Hefi ekkert frjett síðan skipið sigldi“. Svo langur tími er liðinn síð- an skipið lagði úr höfn, að talið er vonlaust að nokkuð spyrjist af því framar. ,,Jarlinn“ hafði verið í ísfisk- flutningum til Englands frá árs- byrjun 1940. „Jarlinn“ var járnskip með 250 hestafla gufuvjel, bygður í Englandi 1890 sem togari. — Síðar var honum breytt í línu- veiðara. Hann var 190 brúttó- smálestir að stærð, var keypt- ur hingað 1925, og var gerður út á flestum vertíðum og á síld á sumrin. „Jarlinn“ var með stærstu línuveiðurum hjer. Eigendur skipsins sameignarfjelagið Jarl- inn“, eða Óskar Halldórsson og börn hans. Einn eigandinn, son- ur Óskars, Theódór, 22 ára, var með skipinu. Skipshöfn „Jarlsins“ var þessi: Jóhannes Jónsson, skipstjóri, Öldugötu 4, Reykjavík. — Fæddur 22. apríl 1877. — Ókvæntur. Guðmundur Matthíasson Thord- arson, stýrimaður. Búsettur í Kaupmannahöfn. Var stadd- ur í Englandi þegar Danmörk, var hertekin. Fæddur í Rvík 26. janúar 1904. Kvæntur. Átti 1 barn. Eyjólfur Björnsson, 1. vjelstjóri, óðalsbóndi í Laxnesi, Mos- fellssveit. Fæddur 23. febr. 1883. Kvæntur. Átti 3 börn. Jóhann Sigurjónsson, 2 vjelstj., Siglufirði. Fæddur 12. febr. 1897. Kvæntur. Átti 2 börn og 1 fósturbarn. Sigurður Gíslason, kyndari, Óð- insgötu 16, Rvík. Fæddur 21. janúar 1915. Ekkjumaður. Átti 2 þörn. Dúi Guðmundsson, kyndari, Siglufirði. Fæddur 4. febrúar 1901. Ókvæntur. Átti 1 barn og aldraða foreldra. Halldór Björnsson, matsveinn, Ekkert spurst til hans síðan 3. sept. er hann fór frá Fleetwood r A skipinu voru 11 menn Jóhannes Jónsson. Guðm. Matthíasson Thordarson Eyjólfur Björnsson. Jóhann Sigurjónsson. Sigurður Gíslason. ;a<k,....... ..vwpíjp ; Dúi Guðmundsson. Halldór Björnsson. Ingólfsstræti 21, Rvík. Fædd- ur 20. febrúar 1920. Ókvænt- ur. Ragnar Guðmundsson, háseti, Gufá, Mýrasýslu. Fæddur 13. ágúst 1911. Ókvæntur. Konráð Ásgeirsson, háseti, Bol- ungavík. Fæddur 22. júlí 1912. Ókvæntor. Sveinh’örn Jóoh'on, háseti, Skólavörðustfg 15. Reykja- 1 vík. Fæddur 23. nóvember 1923. Ókvæntur. Theódór Óskarsson, háseti, Ing- ólfsstræti 21, Reykjavík. — Fæddur 22. febrúar 1918. — Ók'* ,'æntur. Ragnar Guðmundsson. Konráð Ásgeirsson. Sveinbjörn Jóelsson. Theódór Óskarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.