Morgunblaðið - 30.09.1941, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.09.1941, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. sept. 1941. MORGUNBLAÐIÐ Hvað skiflir flokkuín? Sambýli bóndans og verkamannsins í Sjálístæðisflokknum miiiiiiniiimiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiinninjii | Bátur ferst með [ I fimm mönnum I Lík eins bátverja fundið á reki Efflir Ólaf Thors ÞEIR, sem að staðaldri lesa Tímann og Alþýðu- blaðið, hafa áreiðanlega veitt því athygli, að ráðist annað hvort þessara blaða á Sjálf- stæðisflokkinn, gerir hitt blaðið venjulega samstundis svipaða árás á flokkinn. Til langframa fær engum dulist, að þetta eru samantekin ráð. Þar er að vísu vart ein og sama hönd að verki. En það er sama tungan sem talar. Sami heilinn, sem segir fyrir verkum. Engu leyndarmáli er uppljóstrað, þótt skýrt sje frá því, að langa hríð hafa kunnugir vitað, hvernig á þessu stendur. Ástæðan er ekkí einvörðungu all náinn pólitískur skyldleiki Framsóknar- og Álþýðuflokks- ins. Heldur ekki forn kynning r.je föst vináttubönd. Það, sem um veldur og úr sker er,,að enda þótt Framsóknarflokknum sje \el Ijóst, að tæplega sje áhætt- andi fyrir hann að treysta á samstarf Alþýðufl. eins um löggjöf og stjórn landsins, svo sem nú háttar högum í þjóðlífi íslendinga, þá telur þó Fram- sóknarfl., að Sjálfstæðisflokk- urinn sje orðinn svo sterkur, og Alþýðufl. svo veikur, að aldrei megi starf úr hendi falla, er færi gefst á að veikja hinn fyr- ræfnda, en efla Alþýðuflokkinn. Og Alþýðuflokkurinn treystir eigi sem stendur meir á mátt sinn og megin en það, að hann þiggur með þakklæti þessa að- stoð, enda þótt hún sje keyþt því verði, að hann oftlega verði að lúta forsjá Framsóknar, fremur sem útibú þess flokks, en sem sjálfstæður stjórnmála- flokkur. * .1 Em þessara herferða á hend- ur Sjálfstæðisflokknum, hefir staðið yfir undanfarna daga. Á- deiluefnið er, að Sjálfstæðis- menn í sveitum landsins krefj- ist þess, að kjötverðið sje sem hæst, en verkamenn og ýmsir aðrir liðsmenn flokksins við sjávarsíðuna vilji að kjötið sje sem ódýrast. Blöð flokksins og stjórnmálaleiðtogarnir sitji hinsvegar hjá í þessari hags- munadeilu, og felli um það eng- an úrskurð hvor rjettari hafi fyrir sjer, sá, sem vill selja kjöt- ið háu verði, eða hinn, er vill kaupa það lágu verði. Tíminn og Alþýðublaðið, — þau sauðfrómu málgögn, — fá nú ekki orða bundist, yfir þessu „ábyrgðarleysi Sjálfstæðis- flokksins" þessari ,,tvöfeldni“ og „lýðskrumi", sem átt hefir verulegan þátt í hruni lýðræð- isins t. d. í Frakklandi" o. s.. frv.!! Og loks er svo snaran kert að hálsi Sjálfstæðisflokks- ins með þessari ægilegu spurn- ingu: „Hver er þá hin raunveru- lega stefna Sjálfstæðis- flokksins í þessum mál- um?“ Sá, sem að þessu spyr, er nú tæplega svo skyni skroppinn, að hann gangi þess dulinn, að Sjálf stæðisfl. hefir aldrei haft neitt stefnuskráratriði um það, hversu hátt yerð skuli vera á kjötkíló- inu, þess vegna geta þeir Jakob 'Möller og Ólafur Thors verið á- fram í flokki með Jóni á Akri og Þorsteini sýslumanni, enda þótt Þorsteinn og Jón vildu á- kveða kjötverðið hærra en Ólaf- ur og Jakob. Og eftir sem sem best er vitað, gegnir nákvæmlega sama máli um Framsókharfl. og Alþýðufl. Fullvíst er, að Jón FRAMH. Á FIMTU SÍÐU. Borgnesingar kveðja Ingólf Gíslason lækni TI> orgnesingar ' hjeldu lækni sínum, Ingólfi Gíslasyni, samsæti á laugardagskvöldið og færðu honum gjafir að skiln- aði. Ingólfur er nú á förum úr hjeraðinu, eftir 18 ára starf þar. Hann hefir fengið lausn frá cmbætti frá og .með deginum á rnorgun. Um 200 manns tóku þátt í samsætinu. Kom fyrst saman eldra fólk staðarins og voru fluttar undir kaffiborðum um 10 ræður. Aðalræðuna fyrir rninni læknisins flutti Magnús Jónsson, sparisjóðsgjaldkeri, en fyrir minni læknisfrúarinnar talaði frú Ólöf Sigvaldadóttir. Þeim hjónum var fært að gjöf málverk eftir frú Kristínu Jóns- dóttur, ásamt leðurmöppu, þar sem skráð voru nöfn gefenda. Síðar kom ungt fólk á stað- inn, um 40—50 manns, og sam- cinaðist veislugestum. Færði það læknishjónunum einnig gjafir. Samsætið var haldið í sam- komuhúsinu í Borgarnesi og stóð það fram á nótt. Lauk því með dansi og fór á allan hátt prýðilega fram. Mæðiveikin Ekki meir orðið vart austan Þjórsár C’ ftir að upplýst var, að mæðiveikin væri komin í fjeð á Kaldárholti í Rangár- vallasýslu, hafa menn, sem von er, mjög óttast, að veikin myndi breiðast út austan Þjórsár. Enn sem komið er, hefir þó ekki orðið vart við veikina á öðrum bæjum austan Þjórsár. Hefir nákvæm rannsókn farið fram á fje frá bæjum, sem ræstir eru Kaldárholti, en veik- io hefir hvergi fundist. Þessi rannsókn hefir farið fram bæði lifandi fje og einnig hafa lungu og innýfli fjár verið rann- sökuð jafnóðum og slátrað hef- ir verið. En hvergi hefir fund- ist sýkt kind. Þessari rannsókn verður vit- an)(ega haldið áfram, því að veikin getur enn leynst í fjenu, enda þótt það sje góðs viti, aó hennar hefir hvergi orðið vart. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIE Ottast er um að 10 tonna vjelbáturinn „Pálmi“ S. I. 66, er fór í róður í fyrrakvöld frá Siglufirði, hafi farist. 5 menn voru á bátn- um og hefir lík eins þeirra þegar fundist á reki í björg- unarbelti. Fanst það um fjórðungs stundar leið undan landi út af Sauða- nesi, sem er vestan Siglufjarðar. Báturinn fór í róður í fyrrakvöld í góðu veðri. En með morgninum hvesti nokkuð þar nyrðra, en lægði þó fljótlega aftur og var besta veður í gær og gott sjóveður. Stúkurnar sameinast um ina Rannsóknaferðir _ Náttúrufræðifjelagsins TT ið íslenska náttúrufræði- fjelag fór s. 1. sunnudag skemtiför til Þingvalla. Var förin jafnhliða farin í rann- sóknaskyni, í senn á gróðri og jarðmyndunum. Er þetta önnur ferðin, sem fjelagið fer á sumfinu í þess- um tilgangi. Samkv. upplýsingum, sem blaðið fekk í gær hjá dr. Finni Guðmundssyni, hefir Náttúru- fræðifjelagið í hyggju að halda iramvegis uppi slíkum ferðum öðru hverju. Verða þetta stuttar fannsóknaferðir, sem meðlimir fjelagsins, gestir þeirra og aðr- ir áhugamenn um náttúrufræði- leg efni, taka þátt í. Fyrri ferð fjelag'sins í sumar var farin til Eyrarbakka, Stokkseyrar og Hveragerðis. Þann 29. ágúst síðastl. kl. 21,15 varð breskur hermaður fyrir bif- reið, sem ekið var eftir Shellvegi, og meiddist hermaðurinn nokkuð. Hann var í fylgd með öðrum her- manni. íslenskur máður kom þarná að og hafði tal af bæði hermönn- unum og bifreiðarstjóranum. Nú óskar rannsóknarlögreglan eftir að hafa tal af þessum íslenska manni. Fyrir rjettum 4 árum (27. sept. 1937) var því fyrst hreyft í st. Framtíðin, að Góð- templarareglan ætti að kaupa hús Thor Jensens við Fríkirkju- veg. En til þess að úr kaupum gæti orðið, urðu undirstúkurnar í Reykjavík að samþykkja þetta. Ágreiningur varð um mál ið, og þegar til kom, hafnaði Reglan kaupum á húsinu. Þá tóku sig saman nokkrir Templarar, sefn voru sannfæro- ,ir um það, að. betri stað gæti Reglan hefir eignast í Reykja- vik fyrir framtíðarheimili sitt, og í öðru lagi að hún gæti ekki komist að betri kaupum. Stofn- uðu þeir „Húsfjelag bindindis- manna“ og rjeðust þeir í það að kaupa eignina, og geyma hana óselda, ef unt væri, þangað til Reglunni snerist hugur. Vori! þeir sannfærðir um það, að svo mundi fara, fyr eða síðar. Það lá þó við sjálft, að þetta færi á annan veg, því að ríkis- ."tjórn íslands var að hugsa um að fá húsið og gera það að ríkis- stjórabústað. Úr því varð þó ekki, eins og allir vita, og nú hefir Reglan í Reykjavík á- kveðið að kaupa eignina, eða öllu heldur að ganga inn í kaup- samning „Húsfjelags bindindis- manna“. Var þet.ta endanlega samþykt í Húsráði Góðtempl- arastúknanna í Reykjavík á föstudaginn var. Öðrum bátum, sem á sjó voru frá Siglufirði, hlektist ekkert á. Það var vjelbáturinn Villi, er var á leið til lands úr róðri, sem fann lík eins skipverjans af „Pálma“ og flutti það í land. Urðu skipsverjar á Villa einskis frekar vísari og sáu ekkert til bátsins. eða braks úr honum. Var það um kl. 5 í gær, sem líkið fanst. Eigandi „Pálma“ var Jóhann Stefánssón og voru þessir menn á bátnum: Mennirnir, sem fórust. Júlíus Einarsson, formaður, kvæntur og átti 3 börn. Júlíus Sigurðsson, giftur og átti börn. Kristján Hallgrímsson, giftur og átti 3 börn. Snorri Sigurðsson (Björgólfsson ar), giftur og átti 1 bam. Jóhann Viggósson, unglingsþilt- ur, ógiftur. Var það lík hans, er fannst. „Pálmi“ var nýuppgerður og hafði þá verið lengdur. Er þeim getum leitt að hvarfi bátsins, að leki hafi komið að honum eða vjelarsprenging orðið, en ólíklegt er talið, að veður hafi' grandað honum. oooooooooooooooooo Nýr blóðmör Lundabaggar Hangikjöt, nýreykt Egg — Mör o. fl. Versl. BLANDA Bergstaðastr. 15. Sími 4931. oooooooooooooooooo Stórt 1. flokks minkabú í nágrenni Reykjavíkur, til sölu. í búinu eru sjérstaklega góð og hraust dýr. Búinu fylgir geymslubús, viðleguskúr, tæp dagslátta rækt- að graslendi og rúmir 1000 fermetrar fyrir garð- ávöxt, einnig fylgir vörubifreið, vjelar og ýms áhöld. Allar nánari upplýsingar gefur KAtlPHÖLLIN Sími 1710. Hafnarstræti 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.