Morgunblaðið - 30.09.1941, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.1941, Blaðsíða 2
MORTtUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. sept. 1941- Bresk-rússnesk varnarlína frá Norður-lshafi til Miðjarðarhafs Wavell heldur mikilvægar ráðstefnur í Austurlöndum „Tíminn er dýrmætur segir Molotoff** Wavell hershöfðingi er nú að undirbúa breska varnarlínu frá Sýrlandi austur og norður að Kákasus, þar sem hún sameinast vam- . ✓ arlínu Rússa. Það var tilkynt í London í gær, að Wavell hefði á föstudag og laugardag haft mikilvæga ráðstefnu í Bagh- dad með Auchinleck yfirhershöfðingja Breta í hinum vest- lægari austurlöndum, að viðstöddum hershöf ðingjum Breta í Sýrlandi, Iraq og Iran. Frá Baghdad fór Wavell til Teheran, höfuðborgar Irans og hjelt þar ráðstefnu með rússneska hershöfðingjanum þar í gær. Wavell sagði við blaðamenn, að hann teldi ekki nauðsynlegt, að sett yrði á fót sameiginleg bresk-rússnesk herstjórn í Iran, en hinsvegar myndi verða náin samvinna milli bresku og rússnesku herjanna þar. Wavell var spurður, hvort útvarpsfregnir um að Bretar ætl- uðu að senda herleiðangur til Rússlands væru rjettar, og svaraði hann þá: Útvarpsþulir segja svo margt, sem ekki er satt. Búist er við, að Churchill munj næstu daga gefa þinginu yfirlit um horfurn- ar í austri og víkja þá sjer- staklega að viðbúnaði Breta í Austurlöndum. Yiðskiftaráðstefnan í Moskva hófst í gær undir. forsæti Molo- toffs. I setningarræðu sinni lagði Molotoff áherslu á, að tíminn væri dýrmætur og Bea- verbrook og Harrimann, for-: menn bresku og amerísku nefnd anna undirstrikuðu ákvörðun þjóða sinna um að veita Rússum alla þá hjálp, sen. hægt væri að láta í tje, og það strax. VÍGSTÖÐVARNAR. Litlar fregnir hafa borist af ?„álfum vígstöðvunum í Rúss- landi. Rússar virðast hafa stöðv- að sókn Þjóðverja frá Poltava í áttina til Kharkov (segir í fregn frá London) en tilkynn- ing þýsku herstjórnarinnar í gær um bardaga fyrir norð- austan Dniepropetrovsk gæt: bent til þess, að Þjóðverjar væru byrjaðir sókn að Kharkov, einn- ig að sunnan eða suð-austan. Er talið, -ð þýsku herirnir hjá Dniepropetrovsk kunni að hafa komist á hlið við þýska Poltava- herinn og sótt þannig fram um ea. 120 km. Þjóðverjum virðist ekki hafa tekist að brjótast í gegnum x-x-x-x-x-x-x-x-x-:-x~x~x~x* varnir Rússa á Krim-eiðinu, en hinsvegar er talið, að þeir hafi gert miklar loftárásir á sam- gönguæðar á sjálfsm Krim- skaganum. Harðir bardagar virðast enn lialda áfram á Leningradvíg- stöðvunum. Rússar segjast hafa sókt þýsku beitiskipi, sennilega 6 þús. smál. skipniu Köln, og auk þess tveim þýskúm tundur- spillum. f X I t *f T T x T T x 5* T T NýsoBin svið með rófustöppu fást daglega. Hótel Hekla. Sími 1520. x-:-x-x-x-x-:-x-x-:-:-:-:-x-X“X-:* Þýska hersffórnar- tilkynnftnglii Þýska herstjórnin tilkynnir: F-j ýskar og ítalskar hersveib- * ir rjeðust á og afmáðu þrjú rússnesk herfylki norð- austur af D.niepro-petrovsk. Samkvæmt upplýsingum, sem fyrir liggja, voru 13 þús. fang- ar teknir, og 69 fallbyssur auk mikils af öðrum hergögnum. Hlutar af liði óvinanna voru hraktir út í mýrlendi. Tjón ó- vinanna fallnir og særðir, var mikið og blóðugt Öflugar sveitir flughersins rjeðust með góðum árangri á járnbrautarlínur og önnur mannvirki á Donetz-svæðinu og einnig umhverfis Moskva. Á hafinu við Kronstadt var rússneskt beitiskip hæft með sprengju . Eins og þegar hefir verið skýrt frá í aukatilkynningu, hefir þýskum kafbátum tekist að sökkva 12 óvinakaupskipum, samtals 67 þús. smál., úr skipa- ílota, sem var á leiðinni frá Gi- braltar til Englands. I Suður-Atlantshafi sökti þýskur kafbátur 12 þús. smál. eiíuflutningaskipi. Bardaglmillj skipatlota og flugvjela í Miðjarðarhafi Ifregn frá London í gær var skýrt frá því, „að enn hefði breskur skipafloti barist í gegn- um Miðjarðarhafið, gegn ítrekuð- um óvinaloftárásum“. Þrátt fyrir hinar ítrekuðu ár- ásir segjast Bretar hafa mist að- eins eitt kaupfar, sem laskaðist svo, að ekki var hægt að taka það í eftirdrag, og söktu bresk herskip því. Eitt breskt herskip laskaðist, en þó ekki meir en svo, að það gat haldið áfram að berjast, en nokk- uð dró úr ferð þess. ítalska herstjórnin hefir þó aðra sögu að segja. í aukatilkynn- ingu, sem hún birti í gær, er skýrt frá því, að ítalskar tundurskeyta- flugvjelar hafi sökt tveim stórurn beitiskipum og einu litlu, auk þess hafi orustuskip og annað stórt her skip verið hæft, og einnig 3 minni herskip og 1 tundurspillir. Enn- fremur segir herstjórnin að þrjú kaupför hafi verið hæfð. í tilkynningunni er því lýst ínokkuð, hvernig könnunarflugvjel ar urðu fyrst varar við skipaflot- ann, rjett eftir að hann lagði úr höfn í Gibraltar, og hvernig hver flugsveitin af annari tók sig upp til árása frá Sardeniu og Sikiley. 6 breskar flugvjelar(frá flugvjela- móðurskipi, sem var með skipa- flotanum) eru sagðar hafa verið skotnar niður, en 6 ítalskra flug- vjela er saknað. BRESK SPÍTALASKIP TIL NORÐUR-FRAKKLANDS Ólgao fi Tfekkoslówakfiu Heydarich, ,stað- gengill von Neuraths' Berlín í gær. Heyderich, S.S.-foringi, sern settur hefir verið til að gegna ,,verndara“-embættinu í Bæheimi og Mæri, á meðan von Neurath er fjarverandi í heilsu- bótarfríi (von Neurath hefir l'ongið lausn frá störfum aðeins um stundarsakir), gekk þegar eftir komu sína til Prag á sunnudaginn á fund Hacha pró- fessors. Þýska frjettastofan kallar Hacha „forseta sjálf- stjórnarverndarríkisins Bæheim ur og Mæri“. Tilkynti Heyde- rich forsetanum, að hann hefði látið handtaka forsætisráðherra verndarríkisins, Elías, og að mál hans — hann er sakaður um landráð —, muni verða tekið lyrir af þjóðardómstólnum í Þýskalandi. Elías hefir verið fluttur til Berlín, og er hann sakaður um að hafa haft samband við stjórn dr. Benesch í London. Fulltrúi þýsku stjórnarinnar sagði í gær, að það væri vafa- samt, hvort erlendum blaða- mönnum yrði leyft að Vera við- staddir, þegar mál hans verður tekið fyrir. Þýska frjettastofan segir, að Hacha hafi heitið Heyderich 'fullum stuðningi, og einnig stuðningi tjekknesku stjórnar- innar við það, að vinna bug á starfsemi hemaðarverkamanna og landráðamanna í verndar- ríkinu. LOFTÁRÁS Á NORDUR ÍTALÍIJ W vissneska stjórnin hefir boöist til að láta þýjsku stjóminni í tje tvær spítala-eimreiðar, til þess að flytja særða breska stríðsfanga til frönsku strandarinnar. Hefir orSið samkomu- lag milli Breta og Þjóðverja um skifti á særðum stríðsföngum og verða fang- arnir fluttir yfir Ermarsund á breskum. spítalaskipum. Er ráðgert, aS bresku skipin fari með þýsku fangana til Norður-Prakk- lands og taki bresku fangana þar um borð. Þar sem hjer er um að ræSa um 1000 fanga frá bvörri hlið, er búist við að skipin verði að fara margar ferðir. Skifti þessi fara sennilega fram um miðjan næeta mánuð. Stórar, breskar, fjögra hreyfla sprengjuflugvjel- ar, Stirling-flugvjelar, ásamt Wellington-flugvjelum flugu í fyrrinótt 2300 km. vegalengd fram og til baka frá Englandi til hafnarborgarinnar Genoa og 'iðnaðarborg'krjnnar Turin í Norður-Ítalíu. „Elnn blóðugasti lærisveinn Hitlers" London í gær. Dr. Benesch, forseti tjekk- neska þjóðráðsins í Lond- on, kallaði nýja „verndarann“ í Bæheimi og Mæri „blóðug- asta liðssvein Hitlers“, í ræðu sem hann flutti í gær. Forset- inn sagði, að vænta mætti nýrr- ar ógnarstjórnar í Tjekkíu, við valdat.öku hans, en hann sagði. að viðnám emstaklinganna rayndi verða ríkisharðstjórn- inni yfirsterkari og spáði því, að á sama hátt myndu einstak- lingarnir í Þýskalandi, sem neyddir hefðu verið út í þessa ftyrjöld, steypa ríkisharðstjórn liitlers að lokum. Eitt fyrsta verk hins nýa „verndara“ var að handtaka og láta taka af lífi 6 Tjekka, sem sakaðir voru um landráð og eign óleyfilegra vopna, þar af 2 aldraða hershöfðingja. I gær fyrirskipaði Heyderich, að öll umferð skyldi bönnuð á götum úti í nokkrum helstu borgum verndarríkisins eftir kl. 11 að kvöldi. Því var lýst yfir af hálfu á- byrgra manna í London í gær, að það væri algerlega tilhæfu- að Elías, ,,forsætisráðherra“ verndarríkisins, hefði haft noklc urt samband við London. Þýskar fregnir í gærkvöldi hermdu, að alt væri rólegt í Prap, eftir komu Heyderichs þangað. En klukkustundu síðar tilkynti útvarpið í Prag, að 20 liienn hefðu verið teknir fastir samkvæmt herlögunum. 90 mínútum síðar barst Reut- ersfregn um, að þessir 20 menn 1- fðu verið skotnir. ÁRÁS Á ÖSEL Þýska frjettastofan skýrði frá því í gær, að Rússar hafi reynt að gera atlögu að eyjunni Osel, en þýska varnar- liðið hafi hrundið árásinni. 2 fbúOarhús til sölu. Húsin eru í byggingu og verða þau íbúðarhæf í lok októbermánaðar. íbúðir lausar. Upplýsingar gefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.