Morgunblaðið - 30.09.1941, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.09.1941, Blaðsíða 5
! IJriðjudagur 30. sept. 1941. i oupmMafcid Otget.: H.f. Árvakur, Kaykjavlk. Kltí tjörar: Jón Kjartaniaon, Valtýr Stefó.n*»on (abrrgrQarm.). Auglýslngar: Árnl óla. Rltstjórn, auglýslngar og afgroiOala: Austurstrœtl 8. — Slaei 1800. Áskriftargjald: kr. 4,00 á m&nuOi innanlands, kr. 4,50 utanlanda. t lausasölu: 25 aura elntaklB, 30 aura met) Lesbók. Langur vinnudagur Þjóðarviljinn í áfengismálunum Dað er sagt að reynslan sje sá kennari, sem jafnvel tor- mæmustu menn geti lært af. Bn þó að þetta sje þannig, finnast þó jafnan einhverjir, sem lemja höfð- inu við steininn og hvorki vilja sjá nje heyra lærdóma hennar. Þessir menn halda áfram ferð sinni eftir fyrirfram dregnu striki, fullir fordóma með óbifanlega sannfæringu um óskeikulleik sinn. Eitthvað svipuð lýsing þessari á við ýmsa þá menn, sem nú þykjast kjörnastir til þess að frelsa þjóðina frá brennivíns- drykkju og þar af leiðandi áfeng- isböli'. Án tillits til alls, reynsl- unnar, þjóðarviljans, gildandi 'lagaákvæða um sölu áfengis, heimta þessir menn nú að Áfeng- isverslun ríkisins verði ekki' opnuð á ný. Hjer á íslandi var sett á áfeng- isbann á sínum tíma. Til grund- vallar því lá ákvörðun meirihluta þijóðarinnar. Það bann reyndist hraldega. Margskonar spilling •sigldi í kjölfar þess, forrjettinda- brennivín, smygl, brugg, í stuttu máli sagt, flóð lögbrota og það var drukkið áfram, að vísu nokkru minna í bili. Þetta áfengisbann var afnumið. Vegna hvers? Vegna þess að þjóðin hafði lært af reynslunni. Mikill meirihluti hennar kastaði banninu fyrir borð vegna þess að <dómur reynslunnar hafði fallið á 4>að. Þetta er þá sá þjóðarvilji, sem gleggstur liggur fyrir í þess- um málum. í samræmi við hann hefir sala áfengis farið fram í landinu síðan. En á því lýðræðisári 1941 koma fram menn sem vilja gera undir- •skriftaskjöl í kaupstöðum lands- ins að mælikvarða á þjóðarviljan- um í þessúm efnum. Leynilegri þjóðaratkvæðagreiðslu á að ýta til hliðar með opinberri undirskrifta ■smölun! Svona er lýðræðisþroskinn mik- Íll. En hvað þá um „ástandið"? "Ríður það ekki baggamuninn? „Á- standið" er til margra hluta nyt- samlegt, m. a. sem skálkaskjól •grunnfæmislegra tiltekta.Ollum er auðsætt, sem á annað borð vilja sjá, að lokun áfengisverslunarinn- ar leiðir til stóraukinna kynna hins erlenda setuliðs við lands- menn. Brennivínssníkjur íslend- Inga hjá setuliðinu er lítill sómi fyrir þjóðina og bætir hvorki sið- ferði karla nje kvenna, sem þær stunda. Að lokum þetta: Sá sýnilegi þjóðarvilji, sem fyrir hendi er í þessum málum, afneitaði banninu, smyglinu, lögbrotunum og yfir- drepsskapnum sem af því leiddi og kaus sölu á áfengi í landinu. Þangað til þjóðin hefir látið gagn stæðan vilja sinn í ljós, verður að teljast sjálfsagt að sala á áfengi fari fram í landinu. Gísli Einarsson, fyrrum bóndi, er nú á heima hjá dótturson- um sínum á Hæli í Gnúpverja- hreppi, varð níræður í gær (29. sept.). TJm þennan öldung eiga þær andstæður heima, að þrátt fyrir traustan og athafnamikinn búskap um nærfelt 50 ára skeið, er óhægt að kenna hann nú í ellinni við bújörð sína, því að þar var hann ekki við eina fjölina feldur og flutti oft búferlum. Eru jarðir þær, er Gísli hefir setið, á milli' 10 og 20 og ýmsar þeirra höfuðból, svo sem Fjall á Skeiðum, Hagi og Ásar í Gnúpverjahreppi og Nes í Selvogi. Þetta f jöllyndi fyrir gafst honum vel, því að allar jarðirnar sat hann með prýði, bætti flestar þeirra að húsum og notagildi og varð uppgangsbóndi hvar sem hann bar að garði og verkefni var fyrir hendi. Átti hann í þess- um efnum alt við sjálfan sig og þurfti aldrei að biðja náungann um vorgbtt, þrátt fyrir hin tíðu jarðaskifti, er svo mörgum öðrum hafa orðið að fótakefli. Lengstur varð búskapartími Gísla í Ásum og bjó hann þar í 11 ár. Gísli Einarsson er fæddur að Urriðafossi í Villingaholtshreppi og voru foreldrar hans Einar Einarsson, hreppstjóri og kona hans, Guðrún, dóttir Ófeigs „ríka“ Vigfússonar á Fjalli. Mun mann- taks hans og áræðis fljótt hafa gætt, því að innan við tvítugt var hann orðinn formaður á róðrarbát frá Vatnsleysuströnd. Var Gísli þar formaður í nokkur ár, fiskaði vel og fárnaðist hið besta. Ungur að aldri reisti hann bú, en hvarf frá því um nokkur ár og gerðist ráðsmaður hjá sjera Valdimar Briem, fyrst í Hrepphólum og síð- an á Stóranúpi. Græddist þá báð- um fje og var vinátta þeirra óslitin síðan. Um þær mundir kvæntist Gísli Margrjeti Guð- mundsdóttur Þormóðssonar frá Ásum. Varð sambúð þeírra far- sæl, enda var Margrjet afbragðs- kona og ólust börn þeirra upp við starf, reglusemi og siðprýði. Gísli misti konu sína, er hann bjó í Bitru í Hraungerðishreppi, árið 1917. Allir, sem kynst hafa Gísla Ein- arssyni, munu sammála um, að hann hafi búmaður verið svo góð- ur, að slíkir sjeu torfundnir. Var hann jafnan skjótur til hyggilegra ráða, framkvæmdahraður og úr- ræðagóður og hafði, svo sem sagt var um Snorra Sturluson, „hinar bestu forsagnir á öllu því, er gera skyldi“. Hjúum sínum var hann hollur húsbóndi' og hjelst vel á þeim og með búpening sinn fór hann ágætlega, gáfu skepnurnar honum góðan arð og stóð bú hans víðast með miklum blóma. Gísli var hinn mesti reglumaður í allri bústjórn og vildi að vel væri unnið, enda vann hann vel sjálfur, en harð- stjóri var hann ekki. Oll sín bú- skaparár var hann veitandi en aldrei þurfandi og fátækum ná- grönnum reyndist hann hjálpar- hella. — Gísli er ör í lund og opin- skár við vini sína og hollráður, en jafnframt var hann sáttfús maður, þar sem snurða hljóp á. Þótti geðs- Gísli Einarsson. lag hans að öllu leyti tilþrifa- mikið. — Hann er fróður og stál- minnugur og segir skemtilega frá mörgu, er skeð hefir á langri leið. Þegar fundum okkar bar síðast saman, sagði hann mjer t. d. um svaðilför í eftirleit á Eystrihrepps- afrjetti, er hann lenti eitt sinn í ásamt Ólafi Bergssyni á Skriðu- felli, sem er fjallagarpur og ást- vinur afrjettarlandanna. Urðu þeir fjelagar að láta kindur, sem þeir fundu í Arnarfellsleit, eftir vegna snjóþyngsla og illveðurs, en komust sjálfir með hestana við illan leik í Kjálkaverssæluhús, sunnanvert við Fjórðungssand og höfðust þar síðan við, nær bjarg- þrota, í 7 dægur fyr en upp stytti. Telur Gísli sig aldrei hafa komist í hann jafn krappan sem að þessu sinni. Þessi níræði kappi hefir orðið vel við ellinni og ber hana fádæma vel. Sjónin hefir að vísu daprast, en af kröftum og vilja er það eftir, að á slætti þeim, sem nú er nýlokið, gekk hann alla virka daga með orfið á engjar og skár- aði þar á greiðri jörð sem ungur væri. Er hann enn sem fyr að- sópsmikill og bognar held jeg aldrei. Þegar frá eru talin uppvaxtar- árin á Urriðafossi hefir Gísli nú lengst átt samastað á Hæli, því að þangað flutti hann, er hann brá að fullu búi, árið 1926, og hefir dvalið þar síðan í skjóli Mar- grjetar, elstu dóttur sinnar. 1 ná- vist hennar hefir honum altaf þótt gott að vera. — Þótt margt megi um Gísla segja, umfram það, sem hjer hefir verið drepið á, og eítt- hvað út á hann setja sem aðra dauðlega, þá hefir hann nú sem fyr búið vel í haginn, þegar um hann kann að vera deilt, með vitnisburði barnanna, sem hann umgengst, því að þeim þykir öll- um svo vænt um hann og þekkja ekki hetri mann. Hefir hann altaf verið vinur þeirra og yfirleitt allra, sem lítils hafa mátt sín, manna og málleysingja. — Glöð börn, fallegur söngur og vonin um, að alt megi ganga vel, er nú elligleði hins gamla og góða söng- manns og bústólpa, og óskum við, vinir hans, að það megi endast honum uns yfir lýkur. E. E. Sambýli bóndans og verkamanns- ins i SjðifstæBisflokknom PRAMH. AF ÞRIÐJTJ SÍÐU. Árnason og Páll Zophóníasson voru ósammála um kjötverðið. Samt munu þeir báðir telja sig Jylgja „stefnu“ Framsóknarfl. Lika er víst, að Stefán Jóh. Stefánsson og Ingimar Jónsson hafi eitthvað greint á um kjöt- verðið, en hvorugur mun þó teljast genginn af ,,stefnu“ Al- þýðufl. Og: „hver er þá hin raunveru- lega stefna“ Alþýðufl. og Framsóknarfl. „í þessum málum“? „Lýðskrum". — „Ábyrgðar- leysi“? ★ Sje hinsvegar átt við það, að bóndi og t. d. verkamaður, geti ekki verið í sama stjórnmála- flokki vegna þess, að bóndinn vill selja verkamanninum kjöt- ið sem dýrast, en verkamaður- inn vill gjalda bóndanum sem r.iinst fyrir kjötíð, þá er sú skoð- un engu skynsamlegri. Það er alt annað en þetta, sem fiokkum skiftir, eins og t. d einkarekstur gegn ríkisrekstri, frelsi gegn viðjum, eignarjett- ur einstaklinga gegn ríkisráni o. s. frv. Að framleiðendur og neyt- endur berjast báðir með sama áhuga fyrir stefnu Sjálfstæðis- flokksins, stafar af þvf, að báð- um er ljÓst, að sú stefna trygg- ir best, að aðdrættimir í þjóð- arbúið verði það miklir, að þeir nægi til að skifta milli allra, eða með öðrum orðum, að Sjálfstæð- isstefnan veiti mest öryggi fyrir góðri afkomu hvers einstakl- ings og heildarinna,r. Að bónd- inn og verkamaðurinn una vel sambýlinu í Sjálfstæðisflokkn. um, stafar af því, að báðir trúa því, að þegar Sjálfstæðisstefn- an er orðin als ráðandi á Islandi, þá muni aðstaða framleiðenda batna svo að bændur megi vænta meiri framleiðslu og hærra verðlags en verkamenn stöðugri vinnu, hærri tekna og meiri kaupgetu. Sú trú er rjett. Og loks aðeins þetta: Ef bændur og verkamenn geta ekki átt samleið í einum flokki vegna þess, að þess sje J’firleitt enginn kostur að sjá báSum borgiS í senn, bvernig getur þá Framsóknarflokkur- inn, sem læst vera flokkur bænda og bændanna einna, tryggt hag bænda, og hvemig getur Alþýðufl., sem vill telja sig flokk verkamanna og verka manna einna, sjeð verkamönn- um borgið í margra ára nánu samstarfi hvor við annan um löggjöf og stjórn landsins - svo nánu samstarfi, að þeir hafa oft mátt fremur teljast einn flokkur en tveir? ö. Th. AlmennorkirkjU’ fundur um trú og safnaöarmál A lmennur kirkjufundur verð ur haldinn hjer í Reykja- vík dagana 12. til 14. október nœstk. Sjerstök nefnd hefir sjeð um allan undirbúning þessa fundar og hefir hún boðað til fundar- ins alla presta landsins, sókn- arnefndarmenn og safnaðar- fulltrúa. í undirbúningsnefnd eiga þessir sæti: Gísli Sveins- son sýslum. (formaður), Ás- mundur Guðmundsson prófess- or, Friðrik J. Rafnar vígslu- jiskup, Ólafur B. Bjömsson íaupm. (Akranesi), Sigurbjörn. Á. Gíslason cand. theol., Sigur- geir Sigurðsson biskup og Valdi- mar V. Snævarr, Hafnarfirði. í fundarboðinu, er nefndin sendi í sumar, segir m. a.: „Aðalmál fundarins verða: 1. Safnaðarstarf. 2. Kirkjuþing fyrir hina ís- lensku þjóðkirkju. 3. Kirkjusöngur. Auk þess verður flutt erindi um kristilegt starf nú á stríðs- tímunum. Ennfremur má gera ráð fyrir, að fleiri erindi verði haldin og önnur mál rædd, er fundarmenn kunna að óska. Bú- ast má við, að ýmsu verði út- varpað frá fundinum. Eins og kunnugt er, hefir al- mennur kirkjufundur farist fyr- ir 2 undanfarin ár sökum for- falla, og er af þeim ástæðum og ýmsum öðrum mjög nauðsyn- legt, að þessi fundur verði vel sóttur, svo að starf fundanna geti náð sem mestri festu og góðum árangri. Ti þeim söfnuðum, þar sem sóknarnefndarmenn geta ekki sótt fundinn sjálfir, er ætlast til þess, að fultrúar verði tilnefndir til að sækja hann, 1—3 úr hverjum söfnuði. Þeir, sem lengst eiga að sækja, geta vænst nokkurs ferðastyrks að fundin- um loknum. Þeir, sem hafa einhver sjer- stök mál fram að bera á fund- inum, eru beðnir að láta ein- hvern reykvísku nefndarmann- anna vita um þau, með ekki skemri en hálfs mánaðar fyrir- vara fyrir fundinn. Að öðrum kosti má búast við því, að ekki verði unt að ræða þau á honum. Dagskrá verður afhent í upp- hafi fundarins. » Enginn vafi er á því, að kirkjufundirnir hafa þegar unnið mikið gagn, og mun svo enn. En eitt höfuðskilyrði þess er góð fundarsókn“. ÚTHLUTUN SKÖMTUN ARSEÐLA f gær höfðu 24 þús. matvæla- seðlar verið afhentir. Síðasti dagur úthlutunarinnar er í dag og er því áríðandi að fólk vitji seðla sinna. Afgreiðsla þeirra fer fram í Gúð templarahúsinu kl. 10—12 og 1—S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.