Morgunblaðið - 06.11.1941, Page 6

Morgunblaðið - 06.11.1941, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 6. nóv. 1941, Bardagamir í Rússlandi FRAMH. AF ANNARI SÍÐD skagann. Hann vekur athygli á þVí, að Novorossisk, næsta flotahöfnin á eftir Sebastopol, i>je aðeins um 150 km. frá Kersh, og þessvegna eigi þýsk- ar flugvjelar hægt með að gera þar loftárásir. ,,Svo virðist þess- vegna (segir frjettaritarinn), sem flotinn myndi neyðast til að leita bækjstöðvar í Batum, þar sem eru hafnarskilyrði, þótt þau sjeu ekki eins góð og í ninum tveim borgunum. Höfnin þar liggur ejnnig opin fyrir vestlægum og norðvestlægum stormum. Hann vekur á hinn bóginn at- hygli á því, að Sebastopol sje öfl- nglega víggirt og því ekki auðsótt fyrir Þjóðverja. Öðru máli gegni hinsvegar um Kercþ. Víggirðingar eru þar ekki miklar, og litlar varn ir gegn steypiflugvjeium- AÐRAR VÍGSTÖÐVAR. • Frá vígstöðvum Ukrainu bárust þær fregnir í gær, að barist væri á svæðinu við Voroshilovgrad. Rússar segjast vera í sókn á ein um stað á Donetz-svæðinu og Moskvaútvarpið skýrði frá því í gærkvöldi, að sveitir úr rauða hernum undir stjórn Tretyakov- skys elti flótta óvinanna, sem beð- ið hafi mikið manntjón. Ffá Leningradvígstöþvunum ber ast. fregnir um útrásartilraunir Rússa, sem Þjóðverjar segjast, hafa hrundið. í London var skýrt frá því í gær, að engin staðfesting hefði fengist þar á því, að Finnar væru byrjaðir sókn til Murmansk. Var látin í ljós sú skoðun, að Þjóð verjar dreifðu þessum frjettum til þess að binda hendur Finna, áður en þeir svöruðu orðsendingu Bandaríkjastjór^ar. dagaflugvjelar 5 þúsund smálesta vöruflutningaskipi og hæfðu með sprengjum annáð stórt kaupskip. — Framvarðabátar hrundu ítrekuðum árásum breskra hraðbáta í Ermar- sundi. — í stórskotaviðureign var hraðbát sökt, og 2 aðrir hæfðir og laskaðir. í Suez-flóa var þ. 3. nóv. breskur tundurskeytabátur laskaður með sprengju úr þýskri bardagaflugvjel. Breskar flugvjelar gerðu í nótt á- hrifalausar árásir á vestur og norð- vestur Þýskaland. Rússnesba her- slfóraartilkynningin Rússneska herstjórnin til- kynti í gærkvöldi: l-^ann 5. nóvember háðu herir okkar orustur við óvinina á allri víglínunni. ★ I viðbótartilkynningu við her stjórnartilkynninguna á þriðju- daginn, segir: „Sovjet-flugsveitir eyðilögðu eða gerðu óstarfhæfa 80 óvina skriðdreka, 350 bifreiðar með fótgönguliði og skotfærum, 30 olíugeyma-bifreiðar, 13 fall- byssur, og 7 fallbyssuvirki stór- skotaliðsins. Þrjátíu þýskar flugvjelar voru eyðilagðar þ. 4. nóvember. Rússar mistu 11. 27 þýskar flugvjelar voru eýðilagðar í grend við Moskva 5. nóv. í viðbótartilkynningu við herstjórn artilkynninguna segir að sveitir úr rauða hernum og rauða flughernum á miðvígstöðvunum hafi á tímabilinu frá 2.—4. nóv. eyðilagt 96 skriðdreka, 18 fallbyssur og nokkra olíugeyma, margar flutningabifreiðar með fót- gönguliði og skotfærum og meir en hersveit (batallion) fótgönguliðs Breyttur heimur eftir stríÐið Þý«ka hersfjúrnar- tllkynningin Þýska herstjórnin tilkynnir: AKrím e^ hinum sigraða óvini veitt eftirför í suður og austur- átt. Þrátt fyrir mjög torsótt landslag, hafa þýsku hersveitirnar ráðist yfir Jailafjöllin á einum stað og sótt fram til Svartahafsstrandarinnar. — Þýski flugherinn varpaði sprengjum á Krim hafnirnar Sebastopol, Jalta og Kerch og söktu á þessu svæði tveim kaup- skipum, samtals 10 þúsund smálestum og einu varðskipi. Fimm önnur kaup- skip og lítið beitiskip sovjetríkjanna voru allmjög löskuð með sprengjum. Við Leningrad strandaði ný tilraun óvinarins, sem gerð var eftir mikla stórskotahríð til að setja lið yfir Neva á vörnum Þjóðverja, og beið and- stæðingurinn mikið manntjón. Af um 100 bátum var helmingnum sökt, en hinir neyddir til að snúa við. ítrekuðum útrásartilraunum ó- vínarins, sem gerðar voru með aðstoð skriðdreka, á öðrum stöðum innikró- nnárvígstöðvanna var hrundið, flest- um þegar er verið var að undirbúa þær. — Öflugar bardag'áflugvjelasveitir gerðu í birtu harðar loftárásir á hina mikilvægu iðnaðarborg bifreiða og flugvjelaframleiðslunnar, Gorki. — Þungar sprengjur fjellu á Molotoff bifreiðaverksmiðjuna, á skipasmíða- stöðvár við Volga og á jámbrautar- stöðvar borgarinnar og ollu miklu tjóni. Miklir víðfeðmir eldar komu upp. í loftárásum, sem gerðar voru á Leningrad, var eldur kveíktur í hem- aðarlega mikilvægum mannvirkjum. Loftárásir voru einnig gerðar á , Moskva í nótt. Á hafinu við Færeyjar söktu bar- DURBAN í gær —: Smuts íorsætisráðherra Afríku, sagði í ræðu í dag: „Við erum ekki komnir enn út úr skóginum. — Við ferum í honum miðjum og við eigum langa leið fyrir hönd- um. Enginn veit hvað dramund- aji er“. Smuts talaði einnig um hinar miklu fjelagslegu breytingar í heiminum, sem stríðið hefir orsakað. — „Eftir stríðið mun blasa við okkur ný framtíð, því að enda þótt breytingin hafi byrjað að gerast í síðustu styrj- cld, þá er henni ekki lokið enn þá“. * „Við kunnum að sjá nýtt skipulag ólíkt því, Sem við höf- um átt við að búa frá fæðingu“ (Reuter). Vinnuhæli S. I. B. S. Gjafir til Vinnuhælis S. í. B. S. (afh. Morgunbl.). Frá föstu starfsfólki í Kveldúlfi Þ. Sv. N. N. J. J. kr. 1000.00 — 40.00 — 30.00 — 10.00 Til minningar um móður mína á afmælisdegi hennar — 25.00 Bretar hafa hertekíð 44 frönsk skíp Prjátíu og níu frönsk skip hafa verið stöðvuð á ýms- um siglingaleiðum á þessu ári, auk skipaflotans, sem um var getið í gær, að því er fulltrúi breska stríðsviðskiftamálaráðu- neytisins í London upplýsti í gær. Þessi 39 skip voru að burð- armagni samtals 164 þúsund smálestir. Fulltrúinn sagði, að Vichy-skip hefði gert ítrekaðar tilraunir til að rjúfa hafnbann Breta írá því í sept- ember í fyrra. Mikilvægasta síglinga- leiðin, sem frönsku skipin hafa reynt að nota, er frá Indo-Kína um Mada- gaskar til Frakklands. Þau 5 skip, sem skýrt var frá í gær, að tekin hefðu verið eru yfir 39 þús. smálestir. Er þetta ekkert lítilræði hvorki fyrir Vichystjórnina nje hina þýsku yfir- boðara hennar, sagði fulltrúinn. Þeirri viðbáru, að Bretar hefðu enga heimild haft til að stöðva skip- in, svaraði fulltrúinn með því að benda á, að Vichystjórnin hafi viður- kent að skipin hefðu verið á leiðinni inn á svæði, þar sem krafist er flota- skírteinis, af breslcum flotayfirvöld- um. Bretar hafi því aðeins haldið sjer við þá stefnu, sem þeir fylgja fram til hins ítrasta. í Öðru lagi streyttust frönsku yfir- piennirnjr á skipunum á móti því, að frám færi lögleg leit í skipunum. Fulltrúinn sagði, að Bretar gætu þegar um hafnbannið væri að ræða, engan greinarmun gert á hinum her- numda og óhernumda hluta Frakk- lands og benti á að innkaupanefnd óvinanna i Marseilles gerði kröfu til að fá alt að 80% af þeim skipsförm- um, sem þangað kæmu. í samþandi við þá yfirlýsingu Vichy stjórnarinnar að skipin hafi haft með ferðis matvæli, sagði fulltrúinn: — „Hvaða skoðuh sem menn kunna að hafa á því, hvað er ófriðarbannvara og hvað ekki, hljóta matvæli, sem eru á leiðinni til umboðsmanna óvinanna, að vera ófriðarbannvara. 800 þús. smál, VICHY í gær —: 800 þús. smá- lestir af skipastól Frakka hafa annaðhvort verið „herteknar í höfnum, herteknar á hafi úti, eða sökt af Bretum“, frá því að fransk þýska vopnahljeið var gert í júní 1940, segir hin opinbera frjetta- stofa í Vichy. Þfóðverjar bjóða bælur LISSABON í gær —: Talið er að þýska stjórnin hafi boðið portúgölsku stjórninni skip, sem nú er í höfn í Portúgal í skaðabætur fyrir gufuskipið „Carte real“, sem kafbátur skaut í kaf 13. október, er það var á leiðinni til Bandaríkj- anna. Þýska skipið, sem hjer um ræðir, er stærra en skipið, sem kafbáturfnn sökti. (Rjepter). Bókin, sem allir lesa sjer til ánæffju, heitir Fokker flugvjelasmiður. Hitler neitar „tilboði" Banda- rlkjastjðrnar Um skaðabætur fyrir „Robin Moore“ að var opinberlega upplýst í gær að ameríska utan-< r íkismálaráðuneytið hefði þann 19. sept. sent þýsku sendisveit- inni í Washington, þau skila- boð, að ameríska stjórnin væri að undangenginni rannsókn, „reiðubúin til að taka á móti fjárhæð, sem næmi 2,967,092 dollurum í amerískum gjaldeyri í skaðabætur og til fullnæging- ar öllum kröfum Bandaríkjanna og þegna þeirra á hendur þýsku stjórninni vegna tjóns, er hlaust af því, er ameríska skip- inu Robin Moore var sökt í sum- ar“: Bandaríkjastjórn áskildi sjer rjett til þess að sjá um dreif- ing þessa fjár og setti það skil- yrði að greiðslan færi fram i Washington innan 90 daga. Þýska sendisveitin viður- kendi samdægurs (segir í Reut- ersfregn frá Washington), að hún hefði móttekið þessi skila- boð, og kvaðst hafa sent þau til þýsku stjórnarinnar. Svarið við þessu tilboði barst þ. 26. september og er í svarinu vísað til upphaflegra mótmæla Bandaríkjastjórnar sem fólust í boðskap Roosevelts til þingsins um árásina á Robin Moore, og til orðsendingar Cordells Huljs, þar sem hann býðst til að taka á móti ofannefndri f járupp- hæð. Hans Thomsen, þýski sendifulltrúinn 1 Washing- ton, sem svaraði fyrir hönd Þjóðverja, sagði „að báðar bcssar orðsendingar væru þann- ig, að ekki væri að vænta neins svars við þeim frá stjórn sinni“. I þessu sambandi vekur ame- ríska utanríkismálaráðuneytið athygli á því, að 20. júní hafi éintak af boðskap Roosevelts til þjóðþingsins verið sent þýsku sendisveitínni, til þess að þýsku stjórninni yrði skýrt frá efni hans, og svaraði Thomsen þá með brjefi, dagsettu 24. júní, til Sumner Wells, aðstoðarutr anríkismálaráðherra: s,Jeg tel mjer ekki fært, að verða við ósk yðar, um að senda áfram textann af ræðu Roosevelts“. Átökin um norsku skipin F>jettarhöld í máli norsku skipafjelaganná, sem gera kröfu til þess að fá afhent skip sín, sem liggja í höfnum í Sví- þjóð, hófust í Gautaborg í gær. Lögð voru fram í rjettinum skýrslur frá bresku stjórninni í London. Rjettarhöldin halda áfram í dag. Eítiflit með þrifnaði.. FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. mundir. Ef til vill þarf skæð far- sótt að verða afleiðing sleifarlags- ins, svo að Reykvíkingar rumski', ’en á því má eiga von, ef áfram- hald verður á ástandinu hjá bæj- arbúum, eins og nú er. Fyrir nokkru mim hafa verið samþykt í bæjarstjórn Reykjavík- ur, að ráða 2 menn af lögregluliði Reykjavíkur til eftirlits með þrifn aði utanhúss og með öllum sölu- búðum og veitingahúsum bæjar- ins. Ekki mun enn vera búið að veita þessar stöður, en kunnugt er mjer um það, að nokkrar áhuga- samar konur um heilsuvernd þessa bæjar hafa farið þess á leit við> borgarstjóra og lögreglustjóra, að í aðra stöðuna yrði ráðin kona með heilsufræðilegri mentun og einhverri þekkingu á gerlafræði, til eftirlits með innanhiissþrifnaði framangreindra staða. Væri þá eðlilegast, að til þessa starfa yrði ráðin hjúkrunarkona, ef þess væri kostur. Tel jeg mjög hæpið, að völ sje á karlmanni til slíks starfa, með nægilegri þekkingu og reynslu, enda mikið heppilegra 'að hafa til þess konu, sem oft hefir næmara auga fyrir því, sem í fljótu bragði virðast smámunir, en eru stórvægileg atriði á sviði heilsuverndar, þegar nánar er að gætt. Auk þess ætti hjúkrunar- kona að hafa hetri skilyrði til þess að veita ýmiskonar uppfræðslu, sem m. a. ætti að vera sjálfsagð- ur hlutur, þegar um ráðningu starfsfólks er að ræða í alla þá staði, sem úthluta matvælum til almennings. Er þess fastlega að vænta, að þeir, sem þessnm málum ráða, verði við þeirri ákveðnu ósk kvenna alment hjer í bænum, að nú þegar verði hafist handa með eftirlit þetta, og að til þess verði valin hæf kona með sjerþekkingu á þessum málum. Sigríður Eiríksdóttir. „Engin rússnesb loftárás" að var opinberléga borið til baka í Berlín í gær, að rúss- neskar flugvjelar hefðu gert loftárás á Danzig, Königsberg og Riga aðfaranótt fimtudags. Tass-frjettastofan hafði skýrt frá þessum árásum í fyrradag. PETAIN-STJÓRNIN. VICHY í gær: — Petain undirskrifaði í gær tilskipun um útnefningu 20 nýrra með- lima í frönsku þjóðsamkund- una. Fimm þeirra eru stríðs- fangar, sem Þjóðverjar hafa látið lausa. Samtímis hefir nokkrum með limum verið vikið af samkund- unni, þ. á. m. öldungadeildar- þingmanni og sex þingmönnum úr fulltrúadeildinni. Aðrir hafa vikið, samkvæmt eigin ósk, meðal þeirra Suhard kardínáli, erkibiskup í París. Eugen Frot, fyrverandi innanríkismálaráð- herra hefir einnig verið vikið úr samkundunni, eftir að opinbert blað hafði skýrt frá því, að hann væri háttsettur embættis- maður í frímúrarastúkunni. — (Reuter).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.