Morgunblaðið - 13.11.1941, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 13. nóv. 1941
Áhrifamfklir
hljómleikar
Tkyff ,íef þykiv vænt. um að heyra
að dómkirkjukórinu ætl
ar að endurtaka. tónleika sína í
dómkirkjunni í kvöld. Og mjer
finst það beinlínis skylda mín, að
vekja athygli alls almennings á
þessari snildaríegu söngskemtun.
Jeg hlýddi á þessa tónleika og
jeg skrifa uni þá eins og hver
annar leikmaður á þessu sviði.
En einmitt þess vegna finst mjer
jdg geta með góðri samvisku á-
varpað míha iíka, Jeg hef sjald-
an iiotið betúr tónjeika. Sjálft
tónverkið, sem hjer nm ræðir,
Requiem Cherubinis, er klassiskt
rnöistaraverk, sem um leið er svo
fagurt og áhrifamikið, að hver
máður nýtur þess óskorað þegar
í stað. Iltfærsla kórsins nndir
stjórn Páls ísólfssonar og undir-
leikur dr. Urbantschitseh á orgel-
ið, gáfu þessu snildarverki svo
mikla mýkt og tign, að jeg vissi
várla af fyr en verldð var, mjer
til mikils saknaðar, búið. Þó að
ekkert væri annað en heyra dóms-
dagssálminn mikla: Dies iræ, þá
ætti enginn, sem því getur við
komið, að láta hjá líða að fara í
dómkirkjuna og hlusta á þessa
tónleíka, ■-'* —
Jeg er sannfærður um, að ef
menn alment vissu um það, hvílík
nautn það er, jafnvel þeim, sem
ekki eru meiri sjerstakir hljóm-
listarvinir en t. d. jeg er, að hlusta
á þetta meistaraverk í útfærslu
kórsins, þá myndi hann verða að
endurtaba þessa hljóinleika oft við
húsfylli. Þeir verða margir, sem
eins og jeg, verða ráðnir í að
fara í annað sinn, ef þeir eiga
þess kost. Magnús Jónsson.
,Loftárásir Þjáðverja1
á allri víBlínunni"
Loszovsky, fulltrúi rússnesku
stjórnarinnar sagði í gær,
að horfurnar á Moskvavígstöðv-
unum hefðu batnað síðustu dag-
ana. Þó viðurkennir Moskvaút-
varpið, að horfurnar sjeu ískyggi-
legar við Tula.
I gærkvöldi var í rússneskur.t
freghnm skýrt nokkuð frá bar-
dögúm við Kalinin.
Þjóðverjar skýrðu í gærlcvöldi
frá miklum loftárásum á allri víg-
línunni, og er talið að árásir þess
ar geti verið undirbúningur að
nýrri sókn.
Flugvjel eftir ástlun
Flugvjel, sem var á. leiðinni
frá Kuibishév með Litvinoff,
Steinhardt, sendihérra Bandaríkj-
anna í Kuibishev og Walter Mon-
ckton, starfsmann breska upplýs-
ingamálaráðuneytisins, hafði ekki
komið fram í Teheran (Iran) í
gærkvöldi á rjettum tíma.
En í London var þó ekki óttast
um flugvjelina (segir í Reuters-
fregn) vegna þess að flugveður
var slæmt, svo að flugvjelinni get
ur hafa seinkað.
V Iðhafnarleg
þingsetning
i Lonclon
Ræða Georgs VI. Bretakonungs
Georg VI. Bretakonungur setti í gær, með
hefðbundinni viðhöfn sjöunda þing þessa
kjörtímabils í Englandi. í fyrradag hafði
hann slitið þinginu, sem hófst fyrir tólf mánuðum.
Að þessu sinni var sú venja látin niður falla, að konungshjón-
in ækju í gullinni kerru, með mörgum hestum spentum fyrir, til
þinghúshallarinnar. I staðinn óku konungshjónin í bifreið.
Ennfremur var það látið niður falla, að lávarðarnir kæmu
til þings í skrautlegum skikkjum. Bæði lávarðar og þingmenn voru
i óbreyttum morgunfötum, eða í hermapnabúningum.
Konungur var klæddur í ein-
kennisbúning aðmíráls. Úr há-
sæti flutti konungur ræðu sína
og mælti á þessa ieið:
.,ÞaS, sem gerst hefir undanfarið,
hefý styrkt þá föstu ákvörðun þjóðar
minnar og bandamanna, að halda áfram
stríðinu gegn ágeþgni þar til endan-
legur sigur er unninn.
En stjórn mín er nú, í samráði við
stjómir bandamanna og með vitund
Bandaríkjanna, farin að íhuga aðkall-
andi vandamál, sem leysa verður, þegar
þjóðir þær, seiq nú búa við kúgun
harðstjóra, fá frelsi sitt aftur“.
„Jeg er viss um, að þjóð mín mun
halda áfram að bregðast af heilum hug
við þeim fjárkröfum, sem gerðar
verða til hennar, svo að bægt sje að
sjá herjmn mínum fyrir verkfærum Big-
ursins og að hún sje staðráðin í því að
fnllnægja eftir ítrustu getu þörfum
sovjet-rikjanna í hinu liugprúða stríði
þeirra".
„Bandaríkin sjá þjóð minni og
bandamönnum fyrir aiskonar hergögn-
um í mæii sem er einsdæmi í sögunni“.
„Sambúð mín við Tyrki er enn sem
fyr bygð á gagnkvæmu trausti og vin-
áttu“.
„Við fögnutu því, að keisarinn í
Abyssiniu hefir eniiurheimt krúnu sína.
Þannig hefir fyrsta þjóðin, sem varð
ágengninni að bráð, orðið sú fyrsta til
að endurheimta frelsi sitt“.
„Hinir dyggu þegnar minir á Malta
halda áfram að mæta loftárásum með
hugprýði, sem jeg hefi hina mestu að-
dáun á“.
„Til þess að ljvika því verkefni, sem
\ið höfum tekist á hendur, verður hver
okkar að leggja að sjer án hlífðar. Jeg
er sannfærður um, að þ.jóð mín mun
hlýða þessu kalli með hugrekki og alúð,
sem forfeður okkar ljetu aldrei undir
liöfuð leggjast að sýna, þegar þjóðin
var í hættu“.
„St.jórn mfn mun halda áfram að
gera allar nauðsynlegar ráðistafanir til
þess að þjóðin geti búið við góða líðan.
á meðan ]ningi stríðsins hvílir á henni“.
orðum um baráttu Grikkja og Júgó-
plafa. „Jeg býð hjartanlega velkomna
sem bandamenn, hin miklu sovjetríki.
Hið hugprviða viðnám herja sovjetríkj-
anna hefir vakið hjá mjer dýpstu að-
dáun“.
Konungur mintist á hinn „sjerstak-
lega góða árangur“, sem varð af
Moskvaráðstefnunni, og hjelt síðan
áfram. „Breska heimsveldið veitir, í
samvinnu við Bandaríkin sovjetrfkj-
unum alla þá hjálp, sem hægt er að
iáta í tje, gegn hinum sameiginlega ó-
vini“.
„Þing þetta, sem liðið er, hefir verið
minnis^tætt fyrir það, að atyrkja þau
bönd, sem þegar voru orðin náin milli
stjórnar minnar og þjóðar, og stjórn-
or og þjóðar Bandaríkjanna“. Konung-
ur nefndi sem dæmi um þessi auknu
tengsl, fund Churchills og Roosevelts
og undirskrift Atlantshafs yfirlýsing-
arinnar.
„Pioti minn hefir haldið áfram árás-
um á óvinina, hvar sem hann hefir
gc-tað náð til þeiiTa“, og haldið sjóleið-
inni opinni með aðstoð kaupskipa og
fiskiskipa. „Aðstaða herjanna við
austanvert Miðjarðarhaf hefir batnað
mjög. Hin glæsilega herferð í Anstur-
irdnnaAfríku, sýnir kunnáttu herfor-
ingja minna og þol herjainna, sem
safnast hafa til okkar víðsvegar úr
lieimsveldinu. Hernaðaraðgerðir þess-
ar, sem spá góðn um framtíðina, var
bægt að framkvæma, vegna þese, að ó-
vinaber, sem reyndi í fyrra að ráðast
inn í Egyptaiand frá Cyrenaiea, hafði
veiið gjörsigraður“.
Konungur sagði, að breski flugher-
inn hefði nú, með vaxandi árásum, flutt
vígstöðvamar inn í lönd óvinana og
í’ór lofsamlegum ummælum um hug-
dirfsku breska flughersins, sem „neytt
liefði óvininn til að hafa stóran flug-
her í Yestur-Evrópu“.
Breska stójmin fylgdist jstöðugt
með því, sem gerðist í Austur-Asíu, og
nauðsynlegt hefði verið að „auka her-
þia, sem verja lönd mín á þeim slóð-
iim“.
RÚSSUM FAGNAÐ.
I ræðu, sem konungur flutti
í fyrradag, er hann sleit þing-
inu, sem hófst fyrir 12 mánuð-
um, hóf hann máls á því, að
hrósa „hinni vaxandi einbeitni
og festu“ bresku bjóðarinnar.
„Jeg hefi sjeð hugrékki og hugprýði,
er hún varð að þola viliimannlegar á-
rásir úr lofti, og jeg hefi horft á með
aðdáun hina óeigingjörnu trúmensku,
sem varðmenn úr borgaraliðinu hafa
sýnt“.
Konungur sagði, að undanfarið ár
hefðu herir Breta, haldið áfram, með
■öflugri aðstoð bandamanna að verja
rcálstað frelsisins, og fór iofsamiegum
Hásætisræðunni svaraði, af
hálfu lávarðadeildarinnar Bird-
wood lávarður, og af hálfu
fulltrúadeildarinníar fulltrúar
allra stærstu flokkanna. Full-
trúi frjálslynda flokksins ljet í
ljós þá trú að ,,-á næstu 12 mán-
uðum munum við sjá a. m. k.
rofa fyrir sigrinum“.
NAIROBI í gær —: Opinber-
lega er tilkynt, að innikróun
Gondar, síðasta virkis Itala í
Abyssiniu, hafi verið fullkomn-
uð með töku Gianda í vetur frá
aðal Gondar-Gorgowa veginum.
Rœða
€hnrchílls
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
Itala, um að þeir myndu verða
komnir til Snez í maí síðastliðn-
ipn, myndi ekki verða orðið að
venileika um næstu jól.
MATVÆLIN
Churchill gaf síðan yfirlit yfir
matvælaástandið í Englandi. Hann
sagði að hirgðir af kjöti væri nú
svo miklar, að hægt myndi verða
að auka kjötskamt verkamanna.
Hann sagði að birgðir af helstu
kornvörunum, og sykri, væru nú
tvisvar sinnum meiri heidur en
í stríðsbyrjun. Hjer við bættist
uppskeran í Englandi, sem hafði
stórlega aukist. Uppskeran hefði
ekki orðið eins mikil og hann bjóst
við í sumar, en væri þó 45%
meiri en í fyrra. Eins gengi kvik-
fjárræktin vel. Um kolin sagði
Churchill að horfurnar værn hetri
heldur en fyrir nokkrum mánuð-
um, og að góðar horfur væru á
því að Bretar myndu lifa af vet-
urinn, án þess að teknir yrðu
menn úr hernum og settir í kola-
námurnar.
HESS
Þegar hjer var komið, lyfti
Churchiil í fyrsta skifti hulunni
iítið eitt frá því, hvað Hess hefir
upplýst, eftir að hánn kom til Eng
iands. Churchili sagði að Hitler
myndi líka illa upptaling sín.
er sýndi, hve matvælahorfurnar í
Englandi væru bjartar. Hitler og
herforingjar hans óttast ekkert
meir, en það, að Bretar geti af-
borið langa styrjöld. 'Af því, sem
Hess hefir látið sjer um munn
fara við ýms tælrifæri í fangabúð-
um sínum í Englandi, væri Ijóst,
að Hitler treysti meir á það að
korna Bretum á knje með því að
svelta þá, heldur en beinlínis með
innrás. En þegar hann sæi vonir
sínar gjörsamlega bregðast árið
1941, þá geti farið svo, að hann
í örvinglan sinni ráðist að okkur
með beinni ínnrás næsta vor. Þess
vegna yrðu Bretar að starfa af
kappi til þess að vera við öllu
búnir vorið 1942.
GAGNRÝNI
Churchill lióf nú að ræða gagn-
rýnina. sem breska stjórnin hefði
orðið fyrir og byrjaði með því að
segja sögu frá forn-Kínverjum.
Hann sagði að í fornöld hefði öll-
nm Kínverjum verið heimilt að
gagnrýna það, sem þeim þótti'
miður farið, með því að senda
keisaranum boðskap. En það þótti
líklegra til árangurs, ef þeir
fremdu um leið sjálfsmorð. Að
þessu gamni sieptu, sagði Chnr-
chiil, að stjórnin viðnrkendi nanð
syn gagnrýni, ef hún væri borin
fram af heilum hug.
Hann sagði að gagnrýna yrði
stjórnina sem eina heild, en ekki
taka út einstaka ráðherra. Ilann
sagði að engin gerbreyting á
stjórninni væri ráðgerð, og engin
breyting á þeirri stjórnaraðferð,
sem nú væri við höfð í rekstri
stríðsins. En hinsvegar útilokaði
hann ekki það sem hann kallaði
einstakar „endurbætur“ á stjórn-
inni.
Svar Finna
FRAMH. AF ANNARI 8ÍÐU.
rikin að rjúfa hið forna vináttu
saniband við Finna, vegna hinn-
ar hörðu baráttu, sem finska
] jóðin neyðist til að he.vja.
UMMÆLI CORDELLS HULL.
Cordell Hull sagði á fundi
sjnum með blaðamönnum í gær
(segir Reuter) að með því að
neita að verða við uppástungu
Bandaríkjanna um að ræða friö
við Rússa, væru Finnar að
koma sjer hjá því að ræða
k.jarna málsins. Hull sagði, að
margir Ameríkumenn hefðu
ekki skilið hina „afar mikii-
vægu og haldgóðu hjálp, sem
Finnar veittu málstað Hitlers,
með því að taka þátt 1 hinu al-
rnenna stríði“.
Hull mintist á fregnir frá
Berlín í amerískum blöðum, sem
sýndu greinilega, að því er hann
sagði, að Finnar væru að hefja
nýjar hernaðaraðgerðir handan
við landamæri þeirra. Hann gat
þess, að hann hefði nýleg^ sagt.
finska sendiherranum í Was-
hington, Proeope, að kjarni
málsins væri hvort Finnar ætl-
uðu umfram það, sem landvarn-
ir þeirra krefðust, að veita Þjóð-
verjum afar dýrmæta hjálp í
viðleitni þeirra að setja hafn-
bann á siglingar breskra og
amerískra skipa vestur til rúss-
neskra hafna eins og t. d. Mur-
mansk og Arkangelsk. Hann
kvaðst hafa þá von, að
Finnar kynnu enn að taka tillit
til hefðar lýðræðisins,, sem
ameríska þjóðin hefði ávalt
tengt við nafn finsku þjóðarinn-
ar, og að Finnar væru ekki ó-
afturkallanlega skuldbundnir
til samstarfs, sem hann kvaðst
sannfærður um að hafa myndi
í för með sjer fyrir þá, að þeir
glötuðu sjálfstæði sínu.
Hlnlatelta
K. S. F. I.
Framkv.stjórn Slysavarnafje-
lags íslancls hefir beðið Mbl.
fyrir eftirfarandi:
Fjelagskonur í Kvennadeild
Slysavarnafjelags íslands í
Reykjavík eru vinsamlega beðnar
að muna eftir hlutaveltunni sem
á að verða á sunnndaginn 16. þ.
m. og koma munum á skrifstofu
fjelagsins fyrir föstudagskvöld 14.
þ. m. Þótt ekki sje nema eirm
hlutur frá liverri fjelagskonu,
munar það miklu.
Skipbrotsmannaskýlin, sem ver-
ið er að koma upp á sÖndunjim í
Skaftafellssýslu, kosta mikið fje..
En fjöldi fólks vill að reynt verði
að koma í veg fyrir önnur eins
hörmunga slys og þar hafa oft orð-
ið að nndanfÖrnu. Þess vegna veit
hlutaveltunefndin, að margir eru
þeir, sem vilja stuðia að því að
skýlin komist upp sem fyrst og
vona að það dragi úr slysahætt-
unurn á þessum slóðum í framtíð-
inni, og því verði margur til þess.
að leggja hlutaveltunefndinni
öflugt lið við þessa hlutaveitu.