Morgunblaðið - 16.12.1941, Blaðsíða 2
2
M0RGUNSLAÐI3
Þriðjudagur 16. des. 1941.
Skýrsla Knox flotamálaráðherra
Einu orustuskipi, fimm öðrum
herskipum sökt hjá Hawai
Oðru orustuskipi hvolfdi
Manntjón 2800 manns
japanar notuöu tveggja
manna kafbáta
FRANK KNOX, flotamálaráðherra Bandaríkj-
anna skýrði blaðamönnum frá því í gær, að
Bandaríkin hefðu mist í árásinni á Hawai,
eitt orustuskip, „Arizona“ og fimm önnur herskip. Þetta
eru fyrstu opinberu upplýsingarnar frá Bandaríkjunum
um tjónið á Hawai.
Manntjónið í árásunum nam: 2729 liðsforingjum og
hermönnum föllnum og 656 særðum.
Knox sagði, að herskipatjónið hefði dfðið minna en hann
gerði ráð fyrir, en manntjónið hefði farið fram úr því, sem hann
ótaðist það verst.
Auk Arizona. var þrem tundurspillum Cassin, Downes og
Shaw (allir af sömu gerð, 1500 smálestir) sökt, enn fremur
skipinu Utha, sem Bandaríkjaflotinn notar sem skotskífu við
æfingar, og auk þess tundurduflaskipinu Oglawa.
Knox upplýsti einnig að orustuskipinu „Oklahama" hefði
hvolft, en að hægt myndi vera að gera við það.
„En öll önnur skip Kyrrahafsflotans (sagði Knox), orustu-
skip, flugvjelamóðurskip, stór og lítil beitiskip, tundurspillar og
kafbátar eru ólaskaðir og þau eru öll á sjó úti að leita að óvin-
inum“.
„Japanar náðu ekki þeim tilgangi sínum að gera út af við
Bandaríkin, áður en stríðið hófst“.
g.s.s.R.
MONGOLEI
Japanar mistu þtjá kafbáta
og 41 flugvjel í árásinni, sagði
Knox. Þær flugvjelar, sem
komust undan, flugu í fjórar
áttir, til þess að rugla amer->.
ísku flugmennina, sem eftirför-
ina veittu.
EKKI VIÐBÚNIR
Knox sagði, að orðrómur,
sem gengi um að flotinn hefði
áður verið aðvaraður um að
árás væri yfirvofandi, væri
rangur, og bætti síðan við: —
„Herskip Bandaríkjanna voru
ekki viðbúin óvæntri árás“. En
hann sagði að Roosevelt hefði
þegar byrjað rannsókn í þessu
máli og þar til henni væri lok-
ið myndin engin breyting verða
gerð á yfirstjórn flotans.
Knox upplýsti að litlir 2.
manna kafbátar hefðu tek-
ið þátt í árásinni. Af þeim
þrem kafbátum, sem vitað
er, að Japanar mistu, var
einn af venjulegri stærð,
einn var lítill, og hinn
þriðji, sem Bandaríkin
náðu á sitt vald. var einn-
ig lítill.
Knox neitaði að svara spurn-
ingu um það, hvort Bandaríkin
hefðu vitað af þessum tveggja-
manna kafbátum Japana.
EKKERT FLUGVJELA-
MÓÐURSKIP
Þegar árásin var gerð (sagði
Knox), var ekkert flugvjela-
FRAMH. Á SJÖUNDU 8ÍÐU
Bretar bOrfa á
Malakkaskaga
BRETAR tilkynna, að þeir hafi
orðið að hörfa undan hörðu
áhlaupi Japana í Norður-Kedah, i
norðvestur horni Malakka-skag-
ans, og í tilkynningunni frá Singa-
pore er talað um harða bardaga í
Suður-Kedah.
í fregn frá London í gærlcvöldi
var skýrt frá því, að horfurnar' í
Suður-Kedha, væru óljósar, ekki
væri vitað hvort Japanar væru
komnir að norðan, alla leið s\iður,
eða hvort annað japanskt lið, sem
sett var á land á austurströndinni,
hefði byrjað þar árás.
BURMA.
Breskt herlið, sem varnarstöð
hafði á landræmunni í Burma, sem
liggur suður með Thailandi, næst-
um suður að Malakkaskaga, hefir
hörfað þaðan, að því er tilkynt
var í Rangoon í gær.
Landræma þessi er næstum ó-
bygt land, að öðru leyti en að þar
var flugstöð, sem notuð var á leið-
inni frá Rangoon t.il Singapore.
FILIPSSEYJAR.
Barist er á norður og norðvestur
hluta Luzon, og á suðaustur horni
hennar.
Wake og Midway-eyjar verjast
Varnarþríhyrningur Breta í Aust-
ur-Asíu, Hong Kong, Port Darwin
og Singapore,
Ortístan ttm
Hong Kong
BRETAR draga nú her sinn
burtu frá þeim hluta Hong-
Kong nýlendunnar, sem er á meg-
inlandi Kína, yfir á eyjuna, sem
er hin raunverulega flotabækistöð
þeirra, og sem ýmist er kölluð
Hong Kong eða Victoria.
Það verður ekki annað sjeð en
að Bretar ætli að verja þessu
eyju, sem er 18 ferkílómetrar að
flatarmáli, þar til yfir lýkur. Hafa
Bretar reist þar öflug varnarvirki
undanfarin ár, og þótt eyjan sje
ekki aðskilin frá meginiandinu
nema af 500 metra breiðu sundi,
þá skýla henni háir hamraveggir.
Churchill hefir sent yfirhers-
höfðingja Breta á eynni skeyti,
þar sem hann hv.etur hann til að
verjast.
Japanar tilkynna, að þeir hafi
í fyrradag byrjað skothríð á eyna
af landi og rir lofti, eftir að breski
yfirhershöfðinginn neitaði að
þiggja boð hans um að gefast upp.
Á sjó halda japönsk herskip
uppi skothríð á eyna. 1
í Lundúnafregnum er lögð á-
hersla á, að það geti orðið Japön-
um dýrt, ef þeir reyna að taka
Hong Kong með áhlaupi.
í Reutersfregn er vakin athygli
á því, að enda þótt gera megi ráð
fyrir að breska liðið verjist, hraust
lega, þá sje aðstaða þess alt ann-
að en skemtileg.
Svinhufvad
heiðraður
Svinhufvud. fyrverandi forseti
Finna, varð áttræður í gær. — I
tilefni af því, var honum afhent skjal
undirritað af Ryti forseta og. allri
finsku stjórninni, þar sem honum eru
þökkuð störf hans í þágu finsku þjóð-
Harðir |bardagar
byrjaðir aftur
í Líbyu
HARÐIR BARDAGAR eru byrjaðir að nýju í
N Libyu, um 70—80 km. fyrir vestan Tobruk.
I tilkynningu bresku herstjórnarinnar í gær
var skýrt frá því, að Þjóðverjar hefðu gert tvö gagnáhlaup
fyrir suðvestan Gazala, og að svo virtist, sem það væru
ekki lengur aðeins bakverðir öxulsríkjanna, sem berðust,
heldur væru það aðalherir þeirra.
Bretar segjast hafa hrundið báðum gagnáhlaupunum.
n
arinnar.
Oxulsrfkio
ð ráDstefnu
Uvakar hafa farið að dæmi
ngverjar. Króatar og Sló-
Rúmena og Búlgara og sagt Bret-
um og Bandaríkjumnn stríð á
hendur. í Berlín er á það bent, að
þet.ta sýni hve transtum fótum
þríveldabandalagið stendur.
f gær hófst í Berlín ráðstefna
Þjóðverja, Japana og Ltala, seni
lialdin er í áframhaldi af sáttmála
gerð þeirri, sem tilkynt var um
leið og Þjóðverjar og ítalir sögðu
Bretum og Bandaríkjamönnum
stríð á hendur. Fulltrúi Þjóðverja
eru von Ribbentrop, von Reader
flotaforingi, von Keitel, vfirmað-
ur þýska herforingjaráðsins, og
Milch flugmarskálkur, fulltpúi ít-
ala Alfieri, sendiberra í Berlín og
fulltrúi Japapa Oshima, sendjherra
í Berlín.
Willkie
ánægðar
Wíndell Willkie snæddi árdeg-
isverð ineð Iioosevelt, eftir
að Knox hafði gefið skýrslu sína
um horfurnar á Hawai. Á eftir
sagði Willkie ,,að sjer iiði mifelu
betur".
Hann sagði, að tjón það, sern
Jápanar hefðu unnið á Hawai,
hefði ekki vérið eins mikið og orð-
rómurinn hefði gefið tileíni til að
halda. Ekkert gerðist í árásinni,
sem haft getur alvarleg áhrif á
getu Bandaríkjanna til að sigra
Japana, sagði Willkie.
RÆÐA ROOSEVELTS.
Roosevelt forseti ætlaði að
flytja útvarpsræðu í nótt og
átti hún að hefjast kl. 2 eftir ísl.
tíma.
í tilkynningu þýsku her-
stjórnarinnar í gær, var skýrt
frá því ,,að í Norður-Afríku
hefði árásum Breta verið
hrundið“.
í ítölskum fregnum er talað
um að Bretar hafi meira lið en
öxulsríkin, en með því að hörfa
í vestur frá Tóbruk, hefðu öxuls
ríkin skapað sjer aðstöðu til
þess að verjast hinu breska of-
urefli.
Sir Claude Auchinleck, yfir-
hershöfðingi Breta í mið-aust-
urlöndum hefir sent Ritchie,
hinum nýja yfirmanni 8. hers-
ins breska, sem berst í Libyu,
örðsendingu, þar sem segir: —
Eftir að hafa dvalið 10 daga í
aðalbækistöðvum yðar, langar
mig til að láta í Ijós aðdáun
mína á því, með hve miklum
dugnaði og krafti þjer hafið
stjórnað 8. hernum, enda hefir
ágætur árangur náðst.
En óvininum hefir enn ekki
verið tortímt, og hann má enga
hvíld fá. Jeg fel yður þetta
verkefni, og hefi hið mesta
traust á ,yður. Heill 8. hernum
og öllum, sem í honum eru.
ítalska herstjórnin tilkyntí í
gær, að tveim ljettum ítölsk-
um beitiskipum hefði verið sökt
í Miðjarðarhafi, en eins og áður
er getið, skýrði breska flota-
málaráðuneytið frá því á laug-
ardaginn, að í viðureign vjð ít-
ölsk beitiskip hefðu breskir
tuádurspillar sökt einu þeirra
og annað hefði verið logandi
stafna á milli þegar síðast sást
til þess.
I tilkynningu, sem breska
flotamálaráðuneytið birti í gær,
var skýrt frá því, að breskir
kafbátar hefðu sökt 12 þúsund
smálesta hafskipi í Miðjarðar-
hafi, og er talið.að skip þetta
hafi haft hermenn um borð. —
Enn fremur hafa bátarnir sökt
nokkrum m|eðalstórum kaup-
skipum, seglskipi, og grískum
fiskibát.