Morgunblaðið - 16.12.1941, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.12.1941, Blaðsíða 3
Þriðþadagur 16. des. l'Hl MORGUNBLAÐIÐ 3 Gullna- hliðið Jólaleikritið #• * r \ ar Leikf jelagið hefir, sem kunnugt er, tekið leikrit Davíðs Stef- ánssonar, „Gullna Miðið“, sem jólaleikrit sitt. Verður frumsýning á 2. jóladag, Er leTkrit þetta rni æft af rniklu kappi. Er leikútbiínaður allur með rnesta ug vandaðasta móti. Leikstjöri er Larus Pálsson. En aðaUtlntverkiri Jeika þau Arndís BjÖTOsdóttir og' Brynjólfur Jó- txannesson. .„'ProTagus“ les Indriði Waage. Auk þess eru tuttugu leikendur og þar að arik þegjandi persónur, söngkór og 'hljómsveit. Hljóm- sveitiirni stj'órnar dr. Urbant- sehitseh. L'árus íngólfsson hefir ■sjeð um gerð búninga og málað öil iéiktjöld. 011 tónverk í léikritið hefir Pgii ísölfsson samið. Leikendur eru ’þessir: 'Gunnþór- linn Halldórsdóttir, Bjarni Bjöms- ‘’sori, Anna Guðmundsdóttir, Gunn- ar , Stéfánsson, Jón Aðils, Karl Andrjesson, Alfred Andrjesson, Þöra Piorg Einarsson, Lárus Ing- ólfsson, Pjetur Á. Jónsson, Lárus Páísson, Guðný Berndsen, Soffía Guðlangsdóttir, Valdimar Helga- son, Gestur Pálsson, Ilaraldúr Björnsson, Edda Kvaran, Ævar R. Kvaran, 'Válur Gíslason, Þorsteóma Ö. Steþhensén. Ameríkupústurinn EINS ®g kunnugt er, hefir allur almennur póstur millí Islands og Ameríku verið send- ur yfir Eagland frá því skömmu eftir hernám Islands. — Virðist ýmislegt benda til þess, að breyting hljótí að geta orðið á þessu á næstunn’i. Nú þegar Ameríka er komin i ófrið, Tilýtur af því að leiða að ritskoðun verði komið á í landinu. Allur póstur, sem út úr landinu fer, verður skoðaður og ætti því að vera óþarfi að senda hann til Englands til rit- skoðunar. Stendur því aðeins á, að hjer verði komið á ritskoð- un á pósti, sem sendur er hjeð- an vestur um haf. Ætti að vera auðvelt að fá Bandaríkjamenn til að koma upp slíkri ritskoð- un hjer. Áður en Bandaríkin fóru í stríðið höfðu farið fram samn- ingar milli íslenskra og amer- ískra stjórnarvalda um að .kippa því ólagi í lag, sem var á póstsamgöngum milli íslands cg Ameríku og var útlit fyrir að samningar tækjust um bein- ar póstsamgöngur. Hjónaefni. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína ungfrú Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Þrastalundi, Saiid- gerði og Kristinn H. Magnússon skipstjóri', Berg. 86, Rvík. Þrenn mikilsverö bráðabirgöalög Miniiingarathöín m skipverjana á „Sviöa" Úlför annars kyudarans Minningarathöfn um skipverjana, er fórust með togaranum „Sviða“ fer fram í Hafnarfjarðar- kirkju á morgun og hefst kl. 1 s. ih. Samtímis fer fram útför Julíusar Ágústs Hallgríms- sonar kyndara, en það var lik hans, sem rak á Rauða- sandi skömmu eftir slysið. Líkið verður í Hafnarf jarðar- kirkju meðan minning-arat- höfnin fer fram og þvínæst jarðsett í Fossvogs-kirkjn- garði. Báðir prestar Hafnarfjarð- ar munu tala við minningar- athöfnina. Söngfjel. „Þrestíri* aðstoöar við sönginn. Athöfn- inni verður útvarpað. 400 manns á árshátíð Siáifstæðismanna f KeflavfK Sjsálfstæðísfjelag Keflavíkur. hrepps hjelt árshátíð sína jlJL laugardag. Hófst samkoman kl. 9 um kveld- »8 í ungmennafjelagshúsinu á -staðnum. Saméiginleg kaffi- da*ykkja var og voru ræður flutt- ar undir iborðum. Sverrir Júlíusson, formaður S.já,ífstæðisf jelagsins, setti sam- konrnna og hauð fjélagsmenn og gesti velkonœa. Þá fluttu ræður ólafur Thors atvinnumálaráðherra, Bjarni Bene diktsson borgarstjóri, Bjarni Snæ- björnsson alþm. og Jóhann Ilaf- stein lögfræðingur. Ágsptur rómur var gerður að ræðunum. Til skemtunar var kórsöngur, blandaður kór söng undir stjórn síra Eiríks Brynjólfssonar, Ágúst Bjarnason og Jakob Hafsteín sungu tvísöng með aðstoð Bjarna Þórðarsonar og Lárus Iugólfsson siing gamanvísur. Að lokum var dansað fram eft- ir nóttu. Nær fjögur hundruð manns sátu árshátíðina og fór hún í hvívetna hið besta fram og mmn ein hin allra f jölmennasta, sem haldin liefir verið í Keflavík. Er fylgi Sjálfstæðismanna mjög öflugt eins og sjá má af þessari þróttmiklu samkomu þeirra. Allir beri vegabrjef - Eftir- lit með ungmennum ~ Skyldur á húseigendur NÝLEGA hafa verið gefin út þrenn bráðabirgða lög pg snerta þau öll almenning. Ein lögin . veita stjórninni heimild til að skylda alla meim, 12 ára og eldri, til að bera vegabrjef. Önnur fyrir- skipa eftirlit með ungmennum innan 20 ára aldurs. Þriðju leggja skyldur á húseigendur. Hjer verður getið í stórum dráttum efni þessara laga, en þau eru íbirt í síðastö Lögbirtingablaði. VEGABRJEF Ríkisstjórnin getur fyrirskip- -að að allir merm, konur og karl- ar, 12 ára og éldri, skuli bera vegabrjef, er lögreglustjóri gefur úr. Skylt er að sýna vega- brj-ef þessi, hvenær sem lög- gæslumemi kre'fjast. —• Einnig geta við'komandi eftirlitsmenn, svo sem dyraverðir, krafist þess að vegabrjef sje sýnt, ef tiltek- Inn aldur eða hæfileiki er skil- yrði fyrir komu eða dvöl á staðn m Stjórnin setur reglugerð v.m gerð og inriihald vega- brjefa. Brot varða 10 þúsund króna sektum. EFTIRLIT MEB UNGMENNUM Barnavérndarnefndir og skólanefndir hafa eftirlit með nppeldi og hegðun ungmenria ínnan 20 ára áldurs. — Verði nefndír þessar þess vísar, að hegðurt ungmQnms sje ábóta- vant, „svo sem vegna lauslæt- is, drykkjuskapar, slæpings- háttar, óknytta eða annara slíkra lasta“, gera þær foreldri eða Tögráðamanrii aðvart. —!- Batní ekki hegðun ungmennis, má beita þvingunarráðstöfun- um, koma því í vist á góðu heímilí, á hæli eða skóla. Slík vist getur komið í stað refsivist- ar, ef um refsivert athæfi ung- mennis er að ræða. — Greiðir ríkíð kostnaðinn. — Sjerstakur dómstóll, ungmennadómur, sem hjeraðsdómari og tveir sam- dómdómlendur skipa, fer með öll slík mál, einnig refsimál ungmenna innan 20 ára aldurs. Þung refsing er lögð við, að leiða ungmenni í siðferðilega glapstigu, „eða lætur saurlífi viðgangast í húsum sínum, bif- reiðum eða öðrum þeim stöð- um, sem hann ræður yfir“. — Refsingin er sektir, varðhald eða fangelsi, allt að 4 árum; einnig rjettindasvifting. ELDVARNARTÆKI í HÚSUM Þar segir: „Húseigendum skal skylt, hinu opinbera að kostnaðarlausu, að annast um, að til sjeu í húsum þeirra nauðsynleg eldvarnar- tæki, eftir því sem loftvarna- nefnd með samþykki bæjar- eða bæjarstjórnar nánar ákveður“. Rússar taka K]in Rússar bafa náð borginni Klin, 80 fem. norðvestur af Moskva, á sitt vald aftur. í tilkynniugu russnesku her- stjórnarinnar í nótt segir : Þaan 15. deserriber börðust herir okkar víð óvinína á öllum vigstöðv- nmmu Á mörgum hlutum vestur og Fuðvesturvígstöðvanna háðu herir okkar harða bardaga við óvinina tog fcjeldu áfram sðkn sinni og töku borg- írnar Klin, Yesnaya Polyana (í suð- ur frá Tula), Bedilovo og Bogoro- ditsk (í suðaustur frá Tula). Þann 14. desember voru 24 þýskar flugvjelar skotnar niður, við mistum sjö. Þ. 15. des. voru 6 þýskar flug- vjelar skotnar níður í loftbardögum í grend við Moskva. HEIL KYNSLÓÐ Næstum allir herír sovjeti-íkjanna á Moskvavigstöðvunum sækja fram, sagði Moskvaútvarpið í gærkvöldi. 31 þorp hefir verið tekið aftur. — Teknar hafa verið 300 þýskar bíf- reiðar, þrjátiu fallbyssur, margar aðrar byssur og gífurlegt magn byssukúlna. Deild (regiment) úr 35. fótgönguliðsherfylki Þjóðverja hefir verið afmáð. Þýsku hermennirnir, segir útvarpið liggja undir „ægilegum“ árásum frá rússneska flughernum. Flugvjelar hafa eyðilegt 120 bif- reiðar, 11 skriðdreka, 6 fallbyssur og drepið yfír 500 þýska hermenn. Á norðurvígstöðvunum segjast Eússar hafa hrakið óvinina frá járn- brautarlínunni Tikhvan-Volkov. Rússneska frjettástofan segir, að Þjóðverjar hafi mist í minna en mán- aðarorustum við Moskva 85 þúsund menn fallna. í 5 mánaða styrjöld, segir frjetta- stofan, hefir heil kýnslóð Þjóðverja, 6 miljónir manna, farist, særst eða verið teknir til fanga. „STAÐBUNDNAR“ í tilkynningu þýsku her- stjórnarinnar í gær var skýrt frá því, að staðbundnum árás- um Rússa hefði verið hrundið, cg að tjón Rússa hefði orðið mikið. DagheimillD „Tjarnaiborg“ Bamavitiafjelagið Sumargjöf hefir nú aukið við starf- semi sína með því, að setja á stofn nýtt barnaheimili, Tjam- arborg, í Tjamajrgötu 33. Þetta nýja heimili gerir fje- laginu fært að starfa allan árs- :ns hring, en áður var starfsemi þess aðallega bundin við sumar- mánuðina. Blaðamönnum var í gær boð- ið að skoða nýju húsakynnin kynna sjer starfsfyrirkomulag þess. Húsið hefir reynst tiltölu- lega hentugt, þegar tekið er til- lit til þess, að þetta var áður íbúðarhús og hefur fremur litlu þurft að breyta, sem héfir þó orðið mjög kostnaðarsamt. Neðri hæðin er notuð fyrir dagheimili og leikskóla. Eru það þrjár rúnigóðar og sólrík- ar stofur. Dagheimilið starfar frá kl. 9 á morgnana til 6 síðd. Þar eru börnin 36, á áldrinum 21/2—6 ára. Leikskólinn, en í honum eru 35 börn, er tvískift- ur og fást börnin við leiki. teikningar o. fl. Á efri hæðinni er vöggu- stofa. Er hún aðallega ætluð börnum á fyrsta ári, en sem stendur eru börn þar, alt að tveggja ára gömul. Eldri börn- in hafa verið tekin vegna hús-/ næðisvandræða eða annara erf-X Iðleika. Vögg-nstofan hefir til umráðaX 3 stofur. og í einu þeirra hefir^ verið afmarkaður klefi, ef/ nauðsyn bæri til að einangra börn vegna sjúkdóms. Góður garður er þarna kring-0’ um húsið, en leikvöll vantar þarX enn. Leikur fjelaginu hugur áÞ að fá óbygðan lóðarblett, sem^ bærinn á þarna rjett hjá og> væri það mjög hentugt. — Til þessa hafa, börnin notað HljÓTrtgj skálagarðinn. J| Forstöðukona cfagheimilipins og leikskólans er ungfrú Þórþ hildur Ólafsdóttir, en forstöðuT, kona vöggustofunnar er ung- frú Guðrún Ö. Stephensen. Aðsóknin að þessum stofnurtT" unum hefir verið meiri en hægt er að fullnægja og æskilegt væri að hægt yrði að koma upp fleiri slíkum stofnunum í bæn- um. Væri það mikill ljettir fyrir foreldra, sem þurfa að koma þangað börnunum sínum, ati1 sem stytst væri að fara. II9(i -----»—------- n ■/ Þýskirflugmenníflug- liði Japana Frjettastofa hollensku stjórnar- innar í Austur-Indlandseyjum tilkynti í gær, að það væri opinber- lega uppl. að þýskir flugmenn hefðu tekið þátt í loftárásum Japana á Kota Bahru, hina mikilvægu flugvjelabæki- frtöð Breta í norð-austur homi Mál- akkaskagans. j Flugliðsforingi breska flughersins, sem nú er staddur í leyfi í Singapore, hefir skýrt frá því, að þýskur flug- liðsforingi hefði stýrt einni flugvjel- inni, sem skotin var niður við yl^^taj *> Bahru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.