Morgunblaðið - 16.12.1941, Síða 5

Morgunblaðið - 16.12.1941, Síða 5
!»rið3udagur 16. des. 1941 6 jPl0OTgtfttf&t$& Útgef.: H.f. Árvakur, Heykjavlk. Ritstjórar: J^n Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgTÍar*.). A.uglýsing-ar: Árni Óla. Ritstjárn, auglýsingar og: afgrreibsla: Austurstræti 8. — Slml 1600. Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánutti innanlands, kr. 4,50 utanlands. í lausasölu: 25 aura eintakib, 30 aura meö Lesbök. Sami sónninn l-v AÐ er segin saga, í hvert *■ skifti er einhver hreyfing kemst á hitaveitumálið, þá 'koma ónot og dylgjur frá þeim lorkólfum Alþýðuflokksins. — Andúðin gegn fyrirtækinu er svo rótgróin í hugum þessara Txianna, að þeir geta ekki á sjer setið að kasta hnútum til þeirra, sem vinria að fram- : gangi málsins, í hvert sinn sem oitthvað rofar til. Nú síðast eru þessir herrar rneð dylgjur og ónot yfir því, ..að ekki skyldi hafa verið gert alment útboð í Ameríku í stál- pípurnar í aðalleiðsluna frá Reykjum og fleira efni, heldur skyldi það ráð tekið að semja við eitt firma aðallega, um kaup á þessu efni. Reykjavíkurbær hafði sent menn vestur, til þess að reyna að sjá um útvegun á efni, sem vantar til þess að fullgera Hita- veituna. Sendimennirnir hafa símað, að ,,kringumstæður“ væru þannig, að ekki væri hægt að hafa alment útboð á efninu. Þeir geta ekki um hverjar þess- ar kringumstæður éfu, en þær geta vitanlega verið margar á þessum tímum. En er þá tilboðið, sem kom — aðallega frá einu firma — svo óhagstætt, að ástæða sje fyrir bæjarstjórn að kvarta? JSTei, vissulega ekki. — Tilboðið virðist einmitt vera mjög hag- stætt. Efnið, sem um ræðir á að kosta 3 milj. króna og sam- svarar það 214 milj. kr. verði á sambærilegu efni, er liggur í Danmörku. Hækkunin er m. ö. ■ o. 20%. En þar sem hjer er að- - allega um að ræða stálpípur, þ. • e. vörur úr efni, sem mjög er eftirsótt í stríðinu, verður ekki annað sagt, en að þetta sjeu "kostakjör og að við fáum mjög hagkvæm kaup á þessu dýr- mæta efni. Eftir að allir möguleikar á því að fá hitaveituefnið frá Ðanmörku lokuðust og bæjar- stjórn ákvað að þreifa fyrir sjer um efniskaup annarsstaðar, :gengu menn að sjálfsögðu út frá því sem gefnu, að þetta efni yrði miklu dýrara en hitt, er búið var að kaupa fyrir stríð. Samt var bæjarstjórn einhuga i því, að gera alt sem unt væri til þess að fá Hitaveituna full- . gerða. Hitaveitan verður svo arð- samt fyrirtæki, að sjálfsagt er að halda henni áfram, þótt stofnkostnaður verði nokkuð meiri en ráðgert var upphaf- !ega. Nú ætti einnig að ver,a T.leift að fá hagkvæmt lán til ryrirtækisin^. til langs tíma og 'það Ijetfir byrðina. Vetrarhjálpin hefir í mörg horn að líta Samtal við Stefán A. Pálsson E INS OG kunnugt er af ávarpi því, sem Vetrar- hjálpin hefir birt hjer í blaðinu, hefir hún nú þegar hafið starf sitt. Sneri blaðið sjer í gær til Stefáns A. Pálssonar, sem eins og áð- ur er franikvæmdastjóri hennar, og leitaði frjetta hjá honum um fyr- irhugað starf Vetrarhjálparinnar að þessu sinni. — Telur þú þörfina fyrir starf Vetrarhjálparinnar eins ríka nú og áður? — f hreinskilni sagt verður að telja að sú nauðsyn sje nauinast eins rík, þar sem alt vinnandi fólk hefir nú nægilega atvinnn og á- stæður þar af leiðandi það góðar, að það ekki þarfnast hjálpar. En engu að síður er í ýms önn- ur horn að líta. Sjest það á því einu, að nú þegar liafa , Vétrar- um, sem litlu hafa af.að taka til jólanna, bætta aðstöðu til þess að njóta þeirra án Jfess að skuggi fá- tæktar og skorts grúfi yfir þeim um hátíðisdagana. Reykvíkingar! Verum samtaka um að gera för skátanna fyrir Vetrarhjálpina sem glæsilegasta og munið að engin gjöf er svo lítil, að hún ekki komi að notum. Kantötukór Ak- ureyrar Ireldur tvo hljómleika Akureyri í gær. Kantötukór Akureyrar hefir haldið tvo samsöngva ný- !ega undir stjórn Björgvins Guðmundssonar tónskálds og fóru þeir fram í samkomuhúsi bæjarins. Söngskráin var fjölbreytt og lagði söngstjórinn sjálfur þar til drjúgan skerf. Voru mörg viðfangsefnin gamlir kunningj- ar, er kórinn hefir farið með áður. Einsöngvarar voru frú Helga Jónsdóttir og Hermann Stefánsson, en undirleik á hljóð færið annaðist Jakob Tryggva- son. Söngnum var vel tekið af áheyrer.dum. inni borist um 200 hjálpar- beiðnir. Er það eingöngu frá eldra fólki, sem orðið er óstarfhæft og ekki hefir annað við að styðjast en ellilaun og örorkubætur, sem þó hrökkva það skamt, að þetta fólk hýr við miklu lakari aðstæður en 'áðrir vegna hinnar stórauknu dýrtíðar. Ennfremur eru það fyrirvinnu- Íausar ekkjur með ung börn, sem aðstoðar þarfnast. Að síðustu eru ýms fjölmenn barnaheimili, þar sem aðeins hús- bóndinn einn vinnur fyrir heimil- inu, sem erfitt eiga og styrktar eru þurfi. GHlu þessu fólki þarf Vetrarhjálpin að hlaupa undir bagga með fyrir jólin. — Hvernig verður svo starfsem- inni hagað í ár? — Aðallega þannig, að þeim, sem hjálpað er, verður úthlutað mjólk, öðrum matvælum og kolum. Hvað fatnaðargjafir áhrærir er það að segja, að við munum af fremsta megni reyna að úthlnta þeim eft- ir því, sem getan leyfir. En sök- um skorts á vinnuafli og húsnæði er mjög erfitt um vik í þessu efni. — Hvert á fólk að snúa sjer með gjafir til Vetrarbjálparinnar ? — Við höfum fyrir skömmu opn að skrifstofu í Bankastræti 7 (hjá Ráðningarskrifstofu Reykja- víkurbæjar). Þangað geta þeir smiið sjer, sem liðsinna vilja þessu starfi. Símanúmer skrifstof- uníiar er 4966. Eiíis og að undanförnu hafa skátar hæjarins reynst Vetrar- hjálpinni haukar í horni. Munu þeir tvö næstu kveld frá kl. 8—11 heimsækja hvert hiis í bænum og veita viðtöku gjöfum. Annað kveld (miðvikudags- kveld) fara þeir um Miðbæ, Vesturbæ og Skerjafjörð, og er fólk í þessum bæjarhlutum beð- ið að hafa gjafirnar tilbúnar þegar þeir berja að dyrum. Á fimtudagskveld mnnu þeir svo heimsæjcja Austurbæinn. Þær gjafir, sem að þessu sinni henta best, eru peningagjafir. Þess er að vænta, að Reykvík- ingar hi-egðist vel við kaili Vetr- arhjálparinnar nú. Sjaldan hafa ástæður manna alrnent verið jafn góðar og nú. Það ætti því að vera Ijett verk að Skapa þeim heimil- Jóhanna Gnðrún Frí- mannsdótlir 70 ára dag er 70 ára þessi merka kona hjer í Reykjavík, þótt mest hafi hún unnið sitt mikla lífsstarf í kyr- þey- —— Hún er fædd og uppalin í Hvammi í Langadal í Húnavatnssýslu, clóttir Frímanns Björnssonar bónda þar. Stóðu að henni góðar bænda- ættir, sem jeg kann þó ekki að rekja. Árið 1894 giftist hún Ófeigi Ófeigs- syni Ófeigssönar bónda á Fjalli og er það kunnugt nafn. Er Ófeigur kominn yfir áttrætt, og hefir verið nokkur ár blindur, en gengur þó enn milli húsa. Hann er. maður vel greind- ur, stálminnugur enn og margfróður og'gaman að heyra hann segja frá mörgu. Þau hjónin bjuggu fyrst nyrðra 4 ár, en fluttust þá á Suður- nes, fyrst í Keflavík, en lengst bjuggu þau í Ráðagerði í Leiru í 20 ár. Síð- an árið 1926 hafa þau búið hjer í Reykjavík. Þau hafa eignast 10 börn, öll þau sem aldri náðu óvenjulega vel gefin, en 3 dætur hafa þau mist, eina uppkomna en 2 á barnsaldri. Á lífi eru 5 synir og 2 dætur og eru þau þessi: Tryggvi, togaraskipstjóri, kvæntur Herdísi Ásgeirsdóttur Þor- steinssonar frá Kjörvogi, Ólafur Frímann, einnig togaraskipstjóri, var kvæntur amerískri konu af íslenskum ættum, sem er látin, Ófeigur J. starf- andi læknir hjer, stundaði eftir há- skólanám 4 ár framhaldsnám í Winni- peg hjá hinum nafnkunnu Mio-bræðr- um, Björn bókhaldári í Hafnarfirði, kvæntur Jensínu Jónsdóttur, Guð- lnundur Frímann skrifstofumaður, ó- kvæntur. Dætur eru Jóhanna, nú sjúk á Vífilsstöðum og Þórdís gift Birni Snæbjörnssyni, kaupmanni. Sjest af þessu, að dagsverk frú Jóhönnu hef- ir ekki verið lítið og þau hjón auðg- að þjóðina að nýtum borgurum, sem hafa náð fremstu menningarstigum, ] ótt ekki hafi verið auði fyrir að fara og er það ekki síst hennar kyrláta, yfirlætislausa starfi að þakka. Hún hefir verið fríð kona með frábærum mannkostum, góð eiginkona, sem ann- ast hefir heimilið rneð elju og alúð, en einkanlega frábær móðir. Hún er einlæg trúkona og hefir verið mesta éhugamál hennar að kenna og inn- ræta börnum sínum með hógværð sinni allt það sem til dáða og dygða má horfa, enda unna þau mjög sinni ágætu móður. Þessi fáu orð eru eng- in tæmandi æfisaga, enda er henni áreiðanlega engin þægð í, að haft sje hátt um hana. En jeg hef skírt og fermt nokkur börnin hennar og er injer ánægja að lýsa með þessu við- kynningu minni við hana. Um leið og jeg bið hana að afsaka, árna jeg henni mikilla heilla á þessum minningardegi og þeim hjónum allrar blessunar á æfikveldinu og börnunum þeirra, er jeg kann ekki betra að biðja, en að þsu sæki sem mest til sinnar góðu móður ekki síður en til síns mæta föður. Þjóðin á margan dýrgrip í góðum móðurhjörtum, sem nær þvi tnginn veit af, en er þó einn aðal- liornsteinninn í því besta, sem hún getur hrósað sjer af. Krístinn Daníelsson. Bygð í Þjórsárdal lagðist niður um miðja 11. öld Háskölafyrirlestur prófessors Jóus Steffensen, um Þjórs- dæli hina fornu, í Háskólanum á sunnudaginn, var mjög vel sóttur. Var hvert sæti skipað í hátíða- salnum. Gerði prófessorinn við'fangsefni sínu glögg skil og var fyrirlestur hans hinn merkilegasti. Ein eftirtektarverðasta niður- staða lians var sú, að nm 30% dauðsfalla meðal Þjórsdæla hefðu orsakast af herklmn. Hallaðist prófessorinn að þeirri skoðun próf. Ólafs Lárussonar, að hygð hefði lagst niður í dalnum um miðja 11. öld. Hæstirjettur Deiit um þókn- un fyrir útveg- un iánstilboðs Hæstirjettur kvað í gær upp dóm í málinu: Adolpb Bergsson gegn stjórn Bygging- arsamvinnuf jelags Reykjavík- ur og gagnsök. Mál þetta er þannig til orð-» io, að Adolph Bergsson fulltrúi, sem er formaður Byggingar- samvinnufjelagsins Fjelags- garður ræddi einhverju sinni kringum áramótin síðustu við Guðlaug Rosenkranz, formann Byggingarsamvinnuf jelags Reykjavíkur um breyting á sterlingspundalánum fjelag- anna í hagstæðari innlend lán. Hafði Adolph nokkru síðar fengið tilboð um innlend lán, er Byggingarsamvinnuf jelag Reykjavíkur samþykti að taka. Að vísu breyttist þetta síðar, þannig að væntanlegir lánveit-* endur leystu þá frá tilboðinu. En A. B. áleit sig eiga kröfu til bóknunar fyrir útvegun lánstil- boðsins, alt að 5% af upphæð- inni, sem var rúmar 700 þúsund íslenskar krónur. Stefndi hann itjórn byggingarsamvinnufje- lagsins og karfði hana aðallega im kr. 35.377,17 og til vara um einhverja lægri upphæð, sem dómarinn teldi hæfilega. Undiji'jjettur (Theódór Lín- dal, setudómari) tildæmdi A. B. 14' <: upphæðar lánstilboðájns (25 þús. f eða kr. 655.500,00 ísl. kr.), eða kr. 1638,75. Adolph áfrýjaði þessum dómi og gerði fyrir Hæsta- rjetti þá kröfu, að hann fengi 2% af upphæðinni, eða krónur 13812,00, eða lægri kröfu eftír mati rjettarins. Hæstirjettur tildæmdi honum 2000 krónur og 500 ki. í málskostnað. í forsendum dóms Hæstarjett- ar segir: „Aðaláfrýjandi og formaður gagn- áfrýjanda virðast snemma á þessu ári fcafa orðið á það sáttir, að aðaláfrýj- andi aflaði tilboða um lán handa gagn áfrýjanda jafnframt tilraunum til ut- vegunar láns handa fjelagi því, sem aðaláfrýjandi svarar fyrir. Þetta tókst aðaláfrýjanda, og samþykti gagn- áfrýjandi að taka tilboði í þessa átt, er fram kom fyrir atbeina aðaláfrýj- anda. Formaður gagnáfrýjanda verð- ur ekki talinn hafa haft næga ástæðu til þess að ætla, að aðaláfrýjandi ynni endurgjaldslaust að öflun láns- tilhoða til handa gagnáfrýjanda, og með því að gagnáfrýjandi gekk að tilboðinu og hagnýtti sjer þannig verk aðaláfrýjanda, enda þótt til- boðsgjafi leysti gagnáfrýjanda síðar undan samþykki hans, þá verður að telja aðaláfrýjanda, sem ekki hefur atvinnu af málflutningsstörfum, eiga kröfu á hendur gagnáfrýjanda um sanngjarna þóknun fyrir starf sitt, sem þykir hæfilega ákveðin 2000 kr. með 5% ársvöxtum frá 11. ágúst 1941 til greiðsludags. Eftir atvikum þykir rjett, að gagr- áfrýjandi greiði aðaláfrýjanda sam- tals kr. 500,00 í málskostnað fyrir báðum deildum“. Adolph flutti sjálfur sitt m’. en Guðmundur I. Guðmundsson hrm. fyrir byggingarfjelagið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.