Morgunblaðið - 16.12.1941, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.12.1941, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. des. 1941. Skvrslan um Hawai FRAMH. AF ANNARI 8lÐV móðurskip í Pearl Harbour. — „Utah“ varð fyrir harðvítugri árás, vegna þess að Japanar hjeldu að það væri flugvjela- pióðurskip. Skotið sem hæði Arizona var ,,happaskot“, sagði Knox. — Hæfði sprengja í gegnum rauf beint ofan í eina púðurgeymslu skipsins. En áður hafði sprengja fallið niður í ketilrúmið. Knox sagði að ekkert tjón Jiafi orðið í þurkvíunum í höfn- ínni, og olíugeymarnir hefðu einnig sloppið. Ennfremur mik- ilvæg tæki flotans á landi. En ílugvjelatjón hersins hefði orð- ið mikið, og nokkur flugvjela- skýli hefðu einnig verið eyði- 3ögð. En tæki til endurnýjunar væru á leiðinni. Engar flugvjelar ameríska hersins eða flotans voru á flugi, ■þegar árásin var gerð, en könn- uriarflugvjelar flotans, er venju' lega taka sig upp . um dögun, voru að leggja af stað. Flotinn liafði ekki haldið uppi neinu könnunarfíugi að næturlagi, þar sem talið var að það væri tilgangslaust. Knox hjelt að þurft hefði 300 könnunarflug- vjelar til að gæta Hawai gagn- vart sknyidiárásum. 150—300 FLUGVJELAR Hann hjelt að um 150—300 japanskar flugvjelar hefðu gert árásina, of margar til þess að þær hefðu getað komið frá einu ílugvjelamóðurskipi. Það var greinilegt að það voru ein- göngu einhreyfilsflugvjelar, er árásina gerðu, svo að þær gátu ekki hafa haft bækistöð á iandi. Að því er kunnugt væri hefði engri þeirra Verið stjórn- að af þýskum flugmönnum og þær höfðu engin ný vopn. ,,Jeg held, sagði Knox, að meira 5. herdeildarstarf hafi verið unnið á Hawai, heldur en áður hefir þekst í stríðinu, e. t. ’ . að Noregi fráteknum“. Er nú erið að leita uppi 5. herdeild- •armennina og koma þeim fyrir. Kjarkur hersins á Hawai er ágætur. Knox fór lofsamlegum orð- um um dugnað áhafnanna á herskipunum. Innan 4 mínútna, eftir að fyrsta hættumerkið var gefið, byrjuðu hinar stóru byss- ur flotans að gelta, og sekúndu síðar hrapaði fyrsta japanska flugvjelin i sjóinn. Mestu hetjudáðina vann deyjandi skipherra á orustu- skipi einu. Þó hann væri særð- ur til ólífis, stóð hann í brúnni bg neitaði að láta flytja sig í burtu. Hann stjórnaði skothríð- inni frá logandi brúnni. Ferðaf jelag íslands tilkynnir, að árbókin 1941 verður afhent f jelög- nm gegn greiðslu árgjaldsins hjá gjaldkera fjelagsins, Kristjáni Ó. Skagfjörð, Túngötu 5, þriðjudags- kvöldið 16. þ. m. kl. 8 til 10 og rniðvikudagskvöldið sama tíma. MORGUNBLAÐIÐ 7 Skýrsla Roosevelts I langri skýrslu, sem Rooseveit '*• hefir sent Bandaríkjaþingi um samningana við Japana, skýr- ir hann m. a. frá því, að síðustu samningaumleitanirnar hefðu far- ið fram samkvæmt eindreginni ósk Japana, og að þeir hefðu stungið upp á að hann, Boosevelt, og Ko- nóve prins hittust; Jeg myndi hafa viljað ferðast þúsund mílur til þess að hitta japanska forsætisráðherrans ef jeg hefði getað treyst því, að sam- komulag næðist á þeim grundvelli, sem Bandaríkiu vildu semja á, sagði Roosevelt, en engin slík trygging fekst. Roosevelt sagði að hann hefði í miðjum samningaumleitununuin frjett að Japanar væru að undir- búa árás, án þess að kunnugt væri, hvar þeir ætluðu að hera niður. Hann bað nm skýringu, en fekk ekkert svar. 33 ríki fá láns- og leiguhjálp Washington í gær. oosevelt forseti hefir sent þjóð- þinginu þriðju skýrslu sína um framkvæmdir í sambandi við láns- og leigulögin. Samkvæmt skýrslunni nam hjálpin, sem veitt hafði verið 33 þjóð- um þar til 13. nóvember, 1200 milj. dollurum. Láns og leiguhjálpin hefir verið stórlega aukin síðustu 3 mánuðina. Hinum upphaflegu 7 þús. milj. doll- urum hafði öllum verið ráðstafað fyr- ri 13. nóv., og yfir 2 þúsund dollarar af annari fjárveitingunni höfðu ver- ið lagðir til hliðar, til sjerstakra nota. í skýrslunni segir, að auka þurfi framleiðsluna á skotfærum og vopn- um umfrarn það, sem framleitt er nú eða ráðgert hefir yerið að framleiða. Árangurinn af hjálp þeirri, sem ráðgert er að veita með láns og leigu- lögunum, veltur á því (segir í skýrsl- unni) að hve miklu tekst að hraða og auka skipasmíðarnar. f sambandi við þetta er skýrt frá því, að nú sje hleypt af stokkunum í Bandaríkj- unum tveimur skipum á viku, en um mitt ár 1942, verður tveim skipum hleypt af stokkunum á dag. Dagbók ^ STUART 594112167 R 5 I.O.O.F. = O.b. l.P. = 12312168V2 — ES — KE. □ Edda 594112187 — Jólahl. atkv. Næturlæknir er í nótt Ólafur Þ. Þorsteinsson, Eiríksgötu 19. Sínn 2255. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Fimtugur er í dag Lárus Hans- son innheimtumaður hjá bæjar- gjaldkera. Hefir hann verið við starf þetta um tuttugu ára skeið, vænn maður og vel látinn. • „Bridge“-kvöld Anglíu verður í Oddfellotvhúsinu uppi annað kvöld kl. 8.45. Annar kvöldsöngur í Landakoti annað kvöld kl. 8.30. Davina Sig- urðsson, Björg Guðnadóttir, Kjart- an Sigurjónsson og blandaður kór syngja Davíðs sálm 113 eftir Hándel og 4 kafla úr Hámessunni eftir Bach. Þórir Jónsson og Þor- valdur Steingrímsson leika Largo eftir Bach með hljómsveitarundir- leik undir stjórn Dr. V. Urbant- schitsch. Aðgöngumiðar fást á venjulegum stöðum. Nýjasta hefti fsl. fyndni fæst á afgreiðslu Morgunblaðsins. Afgreiðsla Morgunblaðsins tek- ur á móti peningagjöfum til Vetr- arhjálparinnar. Skrifstofa Vetrarhjálparinnar er í Bankastræti 7 (hjá Ráðningar- skrifstofu Reykjavíkurbæjar). Þar or tekið á móti gjöfum til starf- seminnar. Sími 4966. Peningagjafir til Vetrarhjálpar- innar í Reykjavík: Frú Arnar, Mímisveg 8, kr. 25.00. Kunnugur kr. 10.00. Sigga kr. 10.00. Þorst. Sch. Thorsteinsson lyfsali ltr. 500.00. Kærar þakkir. F. h. Vetr- arhjálparinnar, Stefán A. Pálsson. Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20.30 Erindi: Siðskiftamenn og trúarstyrjaldir, II: Machiavelli (Sverriri Kristjánssou sagnfræð- ingur). 21.00 Tónleikar Tónlistarskólans: Strengjasveit (stjórn.: dr. Ur- bantschitseh) : Konsert í d-moll fyrir fiðlur og stroksveit. 21.30 Hljó.mplötur: Píanókonsert í A-dúr eftir Mozart.. 21.55 Frjettir. 41 Elskuleg dóttir okkar ÓLÖF JÓNA andaðist í spítala laugardaginn 13. þ. m. Guðrún Jónsdóttir. Þorgrímnr Sigurðsson. Börn og tengdabörn. Kunn<íjörixi^. Matros i Den norske flygeavdeling KÁRE JENS ROALl) hjemmehörende i Vigra pr. Álesund avgikk ved döden den 11. desember 1941. Bisettelsen finner sted fra Domkirken den 18. desember 1941 kl. 11. Jordfestelse i Fossvogi. DEN KGL. NORSKE LEGASJON I REYKJAVÍK. Það tilkynnist hjer með að minn- ingarathöfn um skipshofn botnvðrpungsins „Sviða" fer fram í Hafnarf jarðarkirhfu á morgun, 17. þ. m. kl. 1 síðd. H.f. JSviði“ Hafnarflrði. Okkar kæra dóttir og systir PÁLÍNA GUÐLAUGSDÓTTIR Þrastargötu 3, andaðist í gær. Foreldrar og systírinL Maðnrinn minn, faðir okkar og tengdafaðir ÁGÚST K. LÁRUSSON málarameistari andaðist að heimili sínu sunnudaginn 14. desember. Ágústa Magnúsdóttir, böm og tengdasonur. Maðurinn minn, sonur okkar og tengdasonar, EMIL GUNNAR ÞORSTEINSSON, andaðist 14. þ. m. Sigrid Thorsteinsson, fædd Mogensen. Lára og Þorsteinn Sigurðsson. Ingeborg og Peter Mogensen. Litli somir okkar, BJÖRN, andaðist s. I. sunnudag. Sigurbjörg og Morten Ottesen. Faðir okkar, PJETUR EINARSSON, fæddur að Stað í Aðalvík 10. júní 1851, látinn 13. des., verður jarðsunginn fimtudaginn 18. des. kl. 10 f. h., frá dómlrirkjunni. Fyrir hönd fjarstaddra bræðra og annara aðstandenda. Rakel Ólöf Pjetursdóttir. Sigurlinni Pjetursson. Jón Þorleifseon. Jarðarför konunnar minnar, móður okkar og tengdamóður, GUÐMUNDÍNU GUÐLAUGAR PÁLSDÓTTUR, fer fram frá dómkirkjunni miðvikndaginn 17. desember. Athöfn- . '<(y in hefst með bæn á heimili hiirnar látnu, Bergþórugötu 8, kl. 1 e. h. * Sæmundur Magnússon. Páll Sæmundsson. Iingibjörg Sæmundsdóttir. Eygerður Björnsdóttir. Jarðarför ekkjunnar ÞÓRLAUGAR ÞORVARÐARDÓTTUR, Shellveg 10, fer fram frá fríkirkjunni miðvikndaginn 17. des. og hefst með bæn heima kl. 1. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Kristín Bjarnadóttir. Eyvindur Eyvindsson. Jarðarför konunnar minnar, móður okkar, dóttur og systur GUÐRÚNAR MARGRJETAR FINNBOGADÓTTUR fer fram frá dómkirkjunni föstudaginn 19. desember 1941 og hefst með bæn á heimili foreldra hennar, Vesturvallagötu 5 kl. 1 e. hád. Pjetur Jóhannsson og synir. Dagmar Gísladóttir, Finnb. Magnússon og systkini. Hjartanlega þökkimi við öllum, sem veittu aðstoð og sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför STEINUNNAR JÓHANNESDÓTTUR. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.