Morgunblaðið - 17.12.1941, Side 5
Jföðvikudagur 17. des. 1941
JPfrorgtttiMaðtd
ÚíBef.: H.f. Arvakur, Heykjavlk.
Rltstjðrar:
Jðn KjartanBson,
Valtýr Stefánsson (ábyrsrBar*.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Rltstjðrn, auglýsingar og afgrelBsla:
Austurstræti 8. — Slml 1600.
Askriftargjald: kr. 4,00 á mánuBl
innanlands, kr. 4,60 utanlands.
í lausasölu: 25 aura eintakiB,
30 aura meB Lesbðk.
Minningarathöfnin í
Setuliðsvinnan
KOMMÚNISTAR eru ákaf-
lega gramir yfir því, að
„Dagsbrún“ skuli ekki fara út
í kaupdeilur á næstu áramót-
um. Þeir eru og argir yfir því,
að verkamenn skuli nú vera svo
uppteknir við margvísleg störf,
að þeir fást ekki til að sinna
Tindirróðri kommúnista. Svona
*er það altaf, að þegar atvinna
er nóg, þá er enginn jarðvegur
fyrir öfga- og niðurrifsmenn.
Samt eru kommúnistar alltaf
-að reyna að vekja upp óánægju
og sundrung meðal verka-
manna. Nú síðast eru þeir sí og
æ að tönnlast á því, að ríkis-
stjórnin sje að reyna að fá því
til leiðar komið, að verkamenn
verði flæmdir úr Bretavinnunni.
Tilefni þessa áróðurs komm-
únista er það, að ríkisstjórnin
skipaði fyrir nokkru nefnd til
þess að athuga hve mikið ís-
ienskt vinnuafl setuliðið not-
aðL Athugunin leiddi í ljós, að
nú munu vera á fjórða þúsund
manns "í vinnu hjá setuliðinu;
'þar af um 1500 búsettir utan
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar,
eg af þéim 600 úr sveitum og
Ó00 úr sjávarþorpum og kaup-
túnum.
jÞessar 'tölur eru merkilegar.
Þær sýna, að það er ekki nema
Túmlega hélmingur þess vinnu-
. afls, er setuliðið notar, sem er
úr Reykjavík og Hafnarfirði.
Um utanbæjarmennina er það
að segja, að margir þeirra eru
'í þessari vinnu um stundarsak-
ir, meðan lítið er að starfa
heima fyrir. Svo er um marga
bændur, sem nú eru í Breta-
vinnu og bændasyni.
Ætlun ríkisstjórnarinnar er,
^ið ná samningum við stjórnir
setuliðanna um þessa vinnu. —
Ekki til þess að flæma menn úr
vinnunni, þegar ekki er þörf
-vinnuaflsins við framleiðslu-
störfin, heldur til hins, að setu-
liðsvinnunni sje hagað í sam-
ræmi við þarfir atvinnuveg-
anna á hverjum tíma. Þetta er
öllum fyrir bestu og ekki síst
verkalýðnum, sem1 á alla fram-
tíð sína undir atvinnuvegunum.
En það er einnig annað at-
riði, sem er mjög mikilsvert í
þessu sambandi. Það er vitað,
að hlutur verkamanna i setu-
liðsvinnunni er mjög misjafn.
Stafar það af misskiftri eftir-
vinnu og helgidagavinnu. Þetta
/eldur rjettmætri óánægju
meðal verkamanna. En til þess
að ráða bót á þessu, þarf öll
vinnan að vera háð eftirliti op-
snberrar skrifstofu. Það er ekki
-íst vegna verkamannanna, að
betta eftirlit er nauðsvnlegt. Þá
-ætti og aö hverfa ým« spákaup-
v.ienska, sem nú virðist ríkja í
þessari vinnu.
Kveðja til skip-
stjórans
Mýrdalurinn að sumarlagi,
mun vera ein fegursta sveit
hjer á landi, sjeð af sjó. Sandur-
inn er þar aðeins hæfileg rönd
milli sjávar og graslendis, bæirnir
standa afar fallega alla leið frá
sjávarkambi upp að fjallshlíðum.
Fjöllin var frábærilega f,alleg og
s.jerkennileg, svo sem Pjetursey,
Reynisfjall og Hatta, en Ey.ja-
fjallajökull og Mýrdalsjökull ör-
uggur skjólgarður fyrir norðanátt,
alla leið frá Vestmannaeyjum aust
ur fvrir Iljörjeifshöfða. 1 þessari
fögru sveit var Guðjón Guð-
mundsson uppalinn, ekki við
sjómensku, heldur sveitavinnu.
Vegna hafnleysis er lítið um sjó-
sókn í Mýrdalnum, en næstum
því ótölulegur grúi útlendra veiði-
skipa, sem á þeim árum stunduðu
fiskveiðar meðfram „söndununTV
mun hafa verið ögrandi sjón dug-
miklum og ósjerhlífnum unglingi
sem Guðjóni. Hann mun þá þegar
hafa fundið sannleiksgildi orða
Einars Benediktssonar:
,,Þú býrð við lagarband —
bjargarlaus við frægu fiskisviðin,
fangasmár, þótt komist verði á
miðin,
en gefur eigi
á góðum degi,
gjálpi sær við land.
Vissirðu hvað Frakkinn ,f jekk til
hlutar?
Fleytan er of smá, sá grái er
utar.
Hve skal lengi
dorga, drengir,
dáðlaus’ upp við sand?
Guðjón mun þá hafa sjeð, að
ógrvnni fiskjar, sem Frakkar,
Englendingar og Þjóðverjar, mok-
uðu upp meðfram söndunum, varð
til lítilla nytja landsmönnum á
opnum smábátum við brimasaman
sandinn.
Þess vegna var það, að Guðjón
fór þangað sem stærri skip höfðu
verið tekin í notkun, til Reykja-
víkur, fvrst á þilskip, svo á tog-
ara.
Um liaustið 1917 byrjaði Guðjón
nám við Stýrimannaskólann í
Revkjavík. Það kom þegar í ljós,
að hann var ágætur námsmaður,
og svo góður stærðfræðingur, að
fáir af hans skólabræðrum voru
betri, ef nokkur var. Hann'lauk
farmannaprófi (meira prófinu)
með ágætum vitnisburði, vorið
1919. Vegna hæfileika sinna komst
Guðjón fljótt í stýrimannsstöðu
og var stýrimaður sjö ár samfleytt
hjá Jóni Högnasyni skipstjóra.
Arið 1928 varð Guðjón skip-
stjóri á b.v. „Sviða“ frá Hafnar-
firði, og var það alla stund síðan
, til dauðadags^ þrettán ár sam-
| flevtt. Þar var hans aðalæfistarf.
og með honum bar hann beinin.
Með Guðjóni er genginn einn af
mætustu mönnum íslenskrar skip-
: stjórastjettar. Hann var gleðimað-
^ ur í vinahópi, fjelagslvndur og
* skemtilegur, kunni mikið af ljóð-
um, og hafði næman smekk fyrir
skáldskap. Ilaun var laglega hag-
orður, þótt fáum væri kunnugt.
Sem skipstjóri var Guðjón í
fremstu röð, ratvís og öruggur í
siglingum, enda ágætur ..Naviga-
tör“, aðgætinn í besta lagi og fór
alla tíð vel að sjó.
Ilann var ágætur aflamaður,
sjerstaklega á erfiðum og vanda-
sömum miðum, enda glöggþekkinn
á fjallamið, botnslag og aðra stað-
háttu. Á slíkum stöðum var hann
stjettarbræðrum sínum til mikils
stuðnings, og þeim minnisstæðast■
ur, enda mun mörgum af okknr
samferðamönnum hans ýmsar
stundir frá þeim tímum ógleyman-
legar.
Guðjón Guðmundsson var fædd-
ur að Kirkjulandi í Landeyjum
27. september 1894, fluttist á
fyrsta ári í Mýrdal, og var þar í
skjóli sinnar ágætu og dugmiklu
móður, Málfríðar Erlendsdóttur,
öll sín uppvaxtarár, þar af 12 ár
á Hvoli, hjá EvjóJfi Guðmunds-
syni, og mintist hann veru sinnar
þar jafnan með hlýjum huga.
Móður sinni launaði Guðjón mikla
umhvggju með því að hún var
á heimili lians síðustu 10 ár æfi
sinnar. Hann fluttist til Revkja-
víkur 1916. Kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Steinþóru Grímsdótt-
ur frá Nikhóli í Mýrdal, 26. júní
1924. Börn þeirra eru: Steingrím-
ur, 17 ára, Eyjólfur, 15 ára,
Guðjón, 9 ára. Allir mjög mann-
vænlegir drengir.
Guðjón Guðmundsson var góð-
ur maður, og við hann eru tengd-
ar góðar minningar.
Tryggvi Ófeigsson.
Æsku-
menn
hníga
Vefrarlijálpitt
Skátasöfnunin
hefst í kvöld
Skátarnir fara í kveld kl. 8—
11 um Miðbæinn, Vesturbæ-
inn og Skerjafjörð og veita mót-
töku gjöfum til Vetrarhjálparinn-
ar.
Vonandi verður för þeirra gero
góð eins og jafnan áður, þegar
, Vetrarhjálpin hefir kvatt Reyk-
víkinga til aðstoðar bágstöddum
samborgurum um jólin.
\7 ngstu mennirnir á bv. Sviða
* vorn þeir Bjarni Ingvarsson
og Gunnar Björnsson. Þeir voru
leikbræður, vinir og fjelagar frá
því er þeir kvntust á barnsaldri.
Hugir þeirra og framtíðaráform
beindust að sjómensku. Þeir lögðu
út á djúpið á sama skipinu og unnu
þar saman síðast, uns kallið kom.
Og nú fvlg.ja þeim saknandi og
biðjandi kærleikshugir ástvina
þeirra, er þeir hafa lagt út á eilífð-
arsæinn. „Ástúðlegir í lífinu,
skildu þeir ekki heldur í dauðan-
um“.
Bjarni Ingvarsson var fæddur
II. okt. 1923. sonur Ingvars
Ágústs Bjarnasonar skipstjóra og
konu hans, frú 'Guðrúnar Einars-
dóttur. Faðir hans fórst, eins og
kunnugt er. ásamt miklum hluta
skipshafnar sinnar, með skipi sínu.
b.v. Braga, við Englands strönd,
30. okt. 1940. Það var fyrsta stóra
fórnin af mörgum sem síðan hafa
verið heimtar af sjómannastjett
íslands.
Jeg Jiekti Bjarna frá því um
fermingu. Ilann var fríður piltur,
bjartur yfirlitum og sviphreinn.
Hann var elstur bræðra sinna, og
var gæddur framsækni og starfs-
áhuga í ríkum mæli. Þessi góði
drengur einsetti sj^r að verða.
móður sinni og heimili sem styrk-
ust stoð. Hann var alráðinn í að
taka upp og bera fram það merki,
sem faðir hans hafði starfað og
strítt undir, verða dugandi sjó-
maður eins og hann, og afJa sjer
sem fyrst rjettinda til þess að
sækja Sjómannaskólann. Þessa
karlmannlegu og dreilgilegu fyrir-
ætlun var hann að framkvæma,
þegar Jiað vald, er ræður lífi og
dauða, kvaddi hann til annars lífs
og starfs.
Jón Gunnar Björnsson var fædd-
ur 21. mars 1924, sonur Björns
prentara Benediktssonar og konu
hans, frú Guðríðar Jónsdóttur.
Hann hefir alist upp í foreldra-
húsum með systkinum sínum tveim
ur og öldruðum móðurforeldrum,
sem eiga ástúðlegs dóttursonar að
sakna, þar sem hann var. Ilann
á einnig aldurhnigna föðurforeldra
á lífi. Gunnar var hinn mannvæn-
legasti og besti drengur og horfði'
eins og vinur hans í bjartri von
til framtíðarinnar. Sjórinn heillaði
hann ungan, og mun hann hafa
hugsað sjer aðsver$a vini sínum
samferða í Sjómannaskólann. En
önnur skólavist og önnur framtíð
var þeim báðum ætluð. — Ástvin-
ir Gnnnars allir minnast íneð
viðkvæmni og söknuði alls þess,
sem þeim var hjartfólgið í hugar-
fari hans og daglegri framgöngu.
Það er þjóð vorri harmur mik-
ill, að sjá á bak sonum sínum í
blóma aldurs. En sárast brennur
hjartað í brjósti þeirra, sem næst-
ir standa. „Dáinn, horfinn, harma-
fregn! Hvílíkt orð mig dynur yf-
ir“. Þau orð sannast sífelt á ný,
er slíkar helfreghir berast. En vjer
höfum sjeð, að Drottinn leggur
líkn með þrant, öllum þeim, sem
einnig geta sagt: „En eg veit, að
látinn lifir. Það er huggun harmi
gegn“.
Guð blessi þá ungu vini báða,
sem hjer var minst. Guð blessi alla
hina horfnu fjelaga, og styrki’ og
huggi ástvini þeirra.
Á. S.
Minning
skipverjanna á togaranum „Sviða“
er fórst 2. des. 1941.
Ó, drottinn guð, lát harm í
hjörtum dvína,
heyr þeirra bæn er lealla á
miskun þína,
ekkjum, og börnum rjettu
lijálpar hendur,
og hverjum, sem í þungum
raunum stendur.
Þú gefur lífið, líka burt Jmð tekur
til lífsins dána upp þú aftur
vekur,
þú veitir sár, en líka grætt þau
getur,
því gæska og náð þín öllu tak-
mörk setur.
Við söknum þeirra, er særinn
kaldur geymir,
og samvinnunni hjer ei nolckur
gleymir,
á himnum allir lialda fögur jólin
þó horfin sje þeim jarðnesk æfi-
sólin.
Hugdjörfu sjómenn, holdið
aðeins sefur
lieimkomnar sálir, guð að
brjósti vefur,
fvlgja ykkur kveðja og þakkir
þjóðarinnar
þennan við endir síðstu
leiðarinnar.
Fagna ykkur allar áður dánar
lietjur,
umhverfið nýja þar ei raskast
getur,
hafið ei lengur hættum gerir
valda,
hljóðnuð að fullu er þrungin
sjávaralda.
Ó, drottinn, lieyr þú hjartans
bænir mínar,
huggaðu þá, sem leita á náðir
, þínar.
Ástvini blessa bæði gamla og unga,
bjargaðu þeim, er liryggir sorgin
þunga.
Með innilegri saniúð og hlut-
tekningu.
Ágúst Jónsson.