Morgunblaðið - 14.02.1942, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1942, Blaðsíða 2
2 morgunblvðið Laugardagur 14, febr. 1042. Japanar gera atlögu að flotahöfninni í Singapore Rússar segjasi vera komnir inn f Hvfta-Rússland Frjettaritari Reuters lýsir lít- inu í Singapore BRETAR verjats enn á Singapore-eyju, en þeir hafa orðið að hörfa og Japanar eru nú aðeins 5 km. frá sjálfri Singapore-borg, að því er sagt var í fregn frá London í gærkvöldi. Japanár skýra hinsvegar frá bardögum í sjálfri borg- inni og segja að 20 þús. breskir hermenn hafi búið um sig í austurhluta borgarinnar og að verið sje að hrekja þá úr varnarstöðvum þeirra. Er barist um hvert hús. Það er nú l.jóst að Japanar náðu fyrst á sitt vald öllum vest- urhluta eyjarinnar. Á fimtudaginn voru Bretar búnir að koma sjer fyrir í víglínu, sem náði norðan frá flotahöfninni suður um þvera eyna og lá sjálf borgin að baki þessari víglínu, fyrir austan hana. „Ermarsimdsorustait* Þýsku herskipin í hðfn í Norður- Þýskalandi AÐ VORU þýsku orustuskipin „Scharnhorst'", „Gneisenau“ og 10 þús. smál. beitiskipið „Prinz Eugen“, sem sættu árásum bresku i'lugvjelanna í Ermarsundi í fyrradag. Þegar árásunum var hætt undir myrkur í fyrradag, voru skipin komin í gegnum sundið og inn í Helgolandsflóa, en þar skiidust leiðir þeirra og hjelt hvert þeirra til sinnar hafnar í Norð- ur-Þýskalandi. „Það verður að gera ráð fyrir að skipin sjeu nú komin í höfn“, var sagt í fregn frá London síðdegis í gær. En í gær höfðu Japanar rofið viglínuna um miðbik hennar og náð á sitt vald birgðaskemmum eyjarskeggja, sem þar voru, og hafa horfur Breta versnað mjög við það, Varnir Breta eru taldar öfl- ugastar í flotahöfninni á norð- urhluta eyjarinnar. En Japanar tilkyntu í gær, að þeir væru byrjaðir tangarsókn að höfn- inni að sunnan og vestan. í gær bii’tu Japanar einnig fregnir um bardaga á austur- hluta eyjarinnar, og i London var í gærkvöldi sagt, að ekki væri ljóst hvort Japanar hefðu ráðist þangað að. vestan. eða hvort nýtt lið hefði verið sett þar á land. Báðir áðilar halda uppi öf 1- ugri stórskotahríð, en Japanar höta einnig steypiflugvjelar. — Japanar nota einnig miðlungs- stóra skriðdreka. Japanskar sprengjuflugvjel- ar halda uppi stöðugum á/ásum á borgina og varpa niður sprengjum úr mikilli hæð. LÍFIÐ í SINGAPORE Hjer fer á eftir skeyti frá írjettaritará Reuters í Singa- pore, en það er fyrsta skeytið, sem berst þaðan í tvo daga. — Skeytið var sent frá Singapore kl. 2 í fyrrinótt eftir ísl. tíma, og var 13 klst. á leiðinni: „Lífið hjer í Singapore var sjerkennilegt í morgun (föstu- dag). Næstum hvei maður, er maður hitti, var kátur og von- góður um að hörmungar þær, sem nú ganga yfir borgina muni fljótlega enda farsællega. Kaffistofur og veitingastofur opnuðu snemma um morgunim og viðskiftin voru ör. Stór versi- unarfyrirtæki opnuðu einnig. Engin ofboðshræðsia hefir gr p- ið fólkið, þótt Japanar hafldi uppi stórskotahríð á borgina og óvinaflugvjelar sjeu á sveimi uppi yfir okkur. Mikil ánægja FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU Japanar segjast hafa rofið varn- arllnu Breta f Burma T apanar tilk. í gær, að þeir hefðu rofið Salween-varnar- Iínu Breta í Burma á breiðu svæði. Þegar Bretar hörfuðu frá Moulmein, komu þeir sjer fyrir í varnarvirkjuum fyrir austan Salweenfljótið, en nokkru síð- ar tókst Japönum að ráðast yf- ir fljótið við mynni þess og taka borgina Matapan. En nú virðast þeir hafa ráð- ist yfir fljótið fyrir norðan Matapan og skýrðu' Bretar frá hörðum bardögum þar í gær.En þeir sögðu að hernaðaraðstaðan þar væri óljós. Rangoon er þó ekki enn tal- in í hættu. 0g í Reutersfregn frá Rangoon í gær var sagt að kínverskt herlið hjefdi áfram að streyma suður til Burma og að lið þetta væri skipað mönn- um, sem vánir eru bardögum við Japana í Kína. Þegar Chiang Kai Shek var á leiðinni til Indlands, kom hann við í Burma og undirbjó þá komn þessa fiðs. Qusiling iijá Hitler að var tilkynt í Berlín í gær að Hitler hefði tekið á móti Quisling og að þeir heíðu talast við langa stund. I sömu andránni er skýrt frá því, að Alfred Rosenberg, höf- uðprestur nazista, heði 'ir.nig rætt við Quisling. Vegna þess hve skygni er ’slæmt (segir í fregn frá Lon- don) var ekki hægt að sjá, hvert tjón var unnið á skipun- um. En þegar skipin sáust fyrst á fimtudagsmorgun, er þau voru að sigla inn í Ermarsund við frönsku ströndina hjá Le Touqet, fóru þau með 30 mílna hraða, en þegar sást til þeirra úm kvöldið var lfraðinn ekki nema 18—20 mílur á klst. Bresku flugmennirnir halda því fram. að þeir haíi hæft skip- jn með ekki færri en 6 tundur- skeytum, og auk þess er talið; ’íklegt, að tundurskeyti frá ein- um tundurspilli Breta, er þátt tók í eftirförinni, hafi hæft í mark. Áhafnir sprengjuflugvjelanna þykjast einnig sannfæraðar um að spfengjur hafi hæft ölf skip- in. Vitað er um að sprengja hæfði 500 smálesta skip og klofnaði það og sökk og annað lítið skip var einnig hæft og var það hulið reyk, þegar frá var horfið. Þýska herstjórnin tilkynnir að ekkert tjón hafi orðið á þýsku skipunum. Eina* tjónið var, að framvarðaskip var hæft og sökk, eftir að það hafði skot- ið niður eina óvinaflugvjel og tundurskeytabátur laskaðist lít- illega. FLUGVJELATJÓN Flugvjelatjónið í viðureign- inni segja Bretar hafa orðið 42 eigin íkigvjelar, þar af 20 sprengjuflugvjelar, 16 orustu- fiugvjelar og 6 flugvjelar flot- ans, af hinni svokölluðu „sverð- fisks“ gerð. Tjón Þjóðverja: 18 orustuflugvjelar, þar af skutu- sprengjuflugvjelar niður þrjár. En Þjóðverjar segjast hafa skotið niður 43 breskar flug- vjelar, en mist sjálfir aðeins 7. Auk þess segjast Þjóðverjar hafa sökt breskum tundurspilli og kveikt í öðrum. En þessu er hvo>rutveggja mótmælt í Lon-' don. Þýska herstjórnin segir, að ýiðureignin hafi veríð háð milli bresks sjóhers og flughers, og f:jó- og flughers Þjóðverja í Krmarsundi og Vesturhluta Norðursjávarins, og var þýska l lotadeildin ,,en í henni voru m. a. skipin Scharnhorst. Gneisen- iu og Prinz Eugen, auk annara smærri skipa“, undir stjórn Iliaz, vara-aðmíráls. EFTIRFÖRIN Það voru tvær Spitfire-flug- vjelar, sem fyrst urðu ílota- deildarinnar varar um ki. 11 um morguninn. — En þær urðu jafnsnemma fyrir árás sextán þýskra orustuflugvjela, er þeim tókst þó að hrista af sjer og hverfa heim til stöðva sinna til þess að tilkynna fund sinn. — — Hófst eftirförin með því, að að tundurskeytaflugvjelar, sem nutu stuðnings 50 orustuflug- vjela, gerðu árás á skipin og skýrir einn flugliðsforinginn svo frá, að tundurskeyti hafi íallið á annað orustuskipið og rax á eftir var hægt að sjá að sprengingar urðu umhverfis skipið. Næst fóru sprengjuflugvjelar FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. ( Þýska sjóveldið Isambandi við för þýsku her- skipanna til hafna í Norður Þýskálandi var sagt í fregn frá London í gær áð „Þjóðverjum hefði nú loks tekist að sameina rllan flota sinn“. Frá því var skýrt að Þjóð- verýar ættu auk þessara þriggja skipa, orustuskipið Tirpitz, vasaorustuskipin / Admiral Scheer og Lútzow, tvö eða e. t. v. þrjú stór beitiskip og þrjú lítil beitiskip og auk þess eitt ffugvjelamóðurskip. Stórhríðar við Moskva tilkynningu rússnesku her- * stjórnarinnar í gær var ekki vikið að fregn, sem birt hafði ver- ið í blaðinu „Pravda“ fyr í gær u.m að rússneskar hersveitir hefðu farið yfir landamærin inn í Hvíta Rússland. En í tilkynningunni er skýrt frá því ,,að rússneskar her- sveitir hafi enn barist áfram. Gagnárásum, sem óvinurinn gerði á nokkrum vígstöðvum, var hrund ið og biðu þýsku hersveitirnar mikið mannfall“. 1 þýsku herstjórnartilkynning- unni í gær. var skýrt frá árásum Rússa á norður- og miðvígstöðv- unum, en þeim var hrundið „og varð mannfall óvinarins mikið“. bjóðverjar segja að hersveitum þeirra háfi órðið nokkuð ágengt. í gagnárásum á Ðohets vígstöðv- umun. I salnbandi við fi-egnina í ,,Pravda“ er þess getið til í 'Lond- on að rússneskár skíðáhersvéitir og e. t. v. fallMífáhermémi hafi ráðist í gegnúm vígfínu Þjóðverja og inn í Hvíta Rússfand fvrir norðan Smólensk, í stefnu á Yit- ebs'k. En ekki er tafíð að þarna sje ntn mikið lið að ræða. Lovell, frjettaritári Reuters símaði í gær frá Moskvá. að Þjóð- verjar væru tiú aftur í varnarað- stöðu á þeim. hluta Kalininvíg- stöðvanna, þar sem þeir hófú fvr- ir nokkru gagnsóku, með það t'vr- ir aiigum að brjóta sjer leio til þýskrar herdeildar, sanv Rússar höfðu króað iiini. I fyrstu varð Þjóðverjiim liokkuð ágengt. en síðar stöðvuðu Russar þá. Lovell segir að harðir bardag- ar sjéu háðir á íniðvígstöðvunum óg að Rússar sjéu þar enii í sókti þrátt fvrir öflugá Varnarsköthríð Þjóðverja á mörgum stöðum.- — Frjettaritarinn talar um stórhríð og mikinn snjó á þessum víg- stöðvum. „Orustan um Malta“ MAI/fA í gær: — Orustan um Malta heldur áfram, og hvert loftvarnamerkið fylgir í kjöl- farið á öðru. En fólkið í ey- vikinu lætur ekki búgast við hinar grimmilegu árásir nazista. Fjogur loftvarnamerki voru gefin í nótt og fjögur í viðbót í dag. t eitt skiftio gerði sprengi flugvjeladeild árás, og voru margar orustuflugvjelar í för með henni. En loftvarnabyss- urnar gerðu óvininum heitt í hamsi. Við og við í dag vörpuðu sprengjuflugvjelar sprengjum gegnum skýin, og ollu nokkru n.anntjóni. Tvær Junkers 88 voru lask- aðar. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.