Morgunblaðið - 24.03.1942, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.1942, Blaðsíða 6
' « MORGUNBLAÐIÐ 1‘riðjiidafíur 24. mars 1942. Minningarorð um Sigurbjört Halldórsdóttur Merlíiskonati Sigurbjört Hall- (Jéj'sðóttir í Kirkjubrú á Áfttóesí Ijest 25. júlí s. 1. í sjúkrá húsi 'íi Hafaarfirði, eftir stutta iegu. Hún var fædd á 'Grundum í;j.Kollsvík 27. okt. 1878. Poreldrar Kennar vpru Ilalldór Ólafsson bóndi á Grundum og kona hans, Halldóra M. Halidórsdóttir. Eign- uðust þau tíu börn. Sigurbjört var snemmá tápmikil og neytti þess yið hið fjölmenna heimili. En eins og oft átti sjer stað á þeim heim- ilum, þar sem systkinin voru hpörg, varð Sigurbjört að ráða sig Ijvist hjá vandalausum. Urðu þeir ujnglingar, sem það gerðu, jafnan ajð leggja krafta sína fram sleitu- laust, og svo > mun Sigurbjörtu hafa reynst þetfa í framkvæmd- inni. Um tvítugt varð hún fyrír þeirri raun að missa heilsuna. Varð hún þá að flytja til Reykja,- vikirV tíl áð leita sjer heilsubótar, sern húu fjekk, en var þó alla ævi heiís/utæp mjög og lá með köflum rúmföst. Árið 1900 giftist hún eftirlif- andi manni sínum, Helga Gísía- Syni skipstjóra. Um langt skeið var hann sjómaður og skipstjóri á þilskipum frá Reykjavík. Þau reistu hjer hús í Revkjavík og bjúggu þar þangað til vorið 1910, að þau kaupa jörðina Hliðsnes á Álftanesi og bjuggu þar þangáð til þau kaupa Brekkú í sömu Sveit og síðar Kirkjubrú, og hafa búið þar síðustu árin. Gigurbjort var gáfuð og sköru- leff kona. Heimili hennar var mesta mvndar heimili, þrátt fyrir heilsuleysi og þar af leiðandi' erf- iðleika. Gerði hún sjer far um góða reglu og sýndi mjög í starfi sínju fyrir heimili sitt alúð og festu og naut mikillar tiltrúar ná- búa sinna. Uengst- af var hún forstöðukona kvenfjelags sveitarinnar, og var það, er hiín fjell frá. Sýnir það best hvaða traust konur sveitar- innar báru til hennar, enda stjórn- aði hún fjelaginu með festu og myndarskap, svo að var til mikils sóma og gagns fyrir sveit hennar, sem of langt yrði upp að telja. Þeim hjónum varð flmm barná auðið. Þrjú þeirra ljetusie ung, en tvö kofnúst upp, bæði vel gefin, Björgvin, sjómaður, búsettur í Hafnarfirði og Hulda Sigurveig, feeinia hjá föður sínum, vel mentuð og mesta efnis stúlka. Þau hjón- in ólu auk þess upp tvö vanda- laus börn og það þriðja að nokkru leyti. Af þessu fáorða yfirliti um æfi- feril Sigurbjartar Halldórsdóttur er það Ijóst, að lát bennar vakti vinum og vandamönnum sáran söknuð og ekki eldri en hún var, sár vonbrigði, þar sem heilsa henn ar ívar með besta móti, er bana- meinið bar að garði, betri en oft áðUr. Vinir hennar og nágrannar sakna hennar og sjá að sbarðið verður eigi fylt, en minningarnar frá samverunni gleymast eigi, þær breiða óafmáanlega hugljúfar til- finningar yfir söknuðinn. Fjelagssystur. Næturakstur annast Áðalstöðin. Sími 1383. Sigurbjört Halldórsdóttir. Til almennings Margir hafa spurt loftvarna- nefnd hvaða gagn sje að því að hafa sand og önnur eld- varnatæki í húsunum, þegar al- menningur á að hafast við í kjöll- urum, meðan loftárás fer fram, því fólk verði þess þá ekki vart, þegar íkveikjusprengja fellur á húsið. Það er að vísu rjett, að ef allir eru í kjallara, þá er óvíst að fólk verði þéssa vart. Þessvegna Kefir loftvarnanefnd frá upphafi ráð- lagt að í hverju húsi sje að minsta kosti 1 maður eða. kona á varð- bergi og gæti að því, sem fram fer. Ef íkveikjusprengja fellur á húsið, reynir þéssi húsvörður að granda henni eins og áður þefir verið frá skýrt. Auk þess hafa verið stofnaðar sjerstakar slökkvi- liðssveitir, hverfaslökkvilið, sem hafa það starf að aðstoða almenn- ing við eyðileggingu á íkveikju- sprengjum og að slökbva smáelda Hver þeirra manna, sem þessar sveitir skipa, gæta 8 ákveðinna húsá. Með samvinnu þessara slökkviliðsmanna og almennings á að vera hægt að koma í veg fyrir stórtjón af völdum íkveikju- sprengja. (Prá Loftvarúanefnd). Þýskir, ílalskir og japanskir einkennis- búningar í U. S. A. WASHINGTON í gær. inkennisbtiningar þýska, ít- alska og japanska hersins og flotans, landabrjef og myndir af hersvæðum voru meðal muna þeirra, sem erindrekar rannsókn- arskrifstofu Bandaríkjanna fundu í leitinni sem gerð var í íbúðum yfir átta þúsund óvinaþegna hjer vestra, að því er sakadómari Bandaríkjanna, Praneis Biddle, tilkynti í gær. Hann skýrði einnig frá því, að 2400 óvinaþegnar hefðu verið handteknir fyrir að hafa u ndir höndum hluti, sém bannaðir voru með forsetatilskipun, þ.á.m. 1500 byssur, 131 myndavjel, 1200 út,- varpstæki, 157 þúsund skotfæri, og auk þess sverð, rýtinga og dynagút. — Reuter.( Árshátíð Menta- skólans á Akur- eyri Akureyri í gær. Arshátíð Mentaskólans á Ak- ureyri var haldin laugar- daginn 21. þ. m. Fór hún fram í samkorauhúsi bæjarins og hef- ir svo verið nokkur síðustu ár végna þrengsla í skólanum sjálfum. Skólameistari, Sigurður Guð- mundsson stjórnaði samkom- unni og bauð gesti velkomna. Við borðhald voru flutt þessi minni. Steindór Steindórsson kenn- ari: Minni íslands. Magnús Torfason, 5. bekk: Minni skól- ans, Bjarni Benekitsson 4. bekk: Minni kvenna óg Anna Snorra- dóttir 6. bekk: Minni karla. - Sigurður Eggerz bæjarfógeti þakkaði fyrir hönd gesta og niintist skólameistara. Hátíðin fór hið besta frám og var dans stiginn til kl. 4að morgni. MiOjarOarhafíð FBAMH. AF ANNARI MtÐXS bresku beitiskipi hefði verið sökt og stóru flutningaskipi og auk þess hefðu önnur skip ver- ið alvarlega löskuð. í hinni opinberu tilkynningu, sem birt var um loftárásir á Malta í gær, er m. a. skýrt frá látlausum árásum þýskra flug- vjelá á skip í grend við Málta. Arásimar voru gerðar af stór- um hópum þýskra sprengjuflug vjela og stóðu yfir allan daginn, segir í tilkynningunni. Samtímis halda lofthernaðar aðgerðir áfram við Miðjarðar- haf og hjeldu öxulsríkin vuppi hinum hörðu'stu áírásum á Malta yfir helgina. Einhver harðast árás sem gerð hefir ver- ið á Malta í öllu stríðinu var gerð á laugardagsnóttina, og segjast Bretar hafa skotið nið- ur 17 þýskar flugvjelar í þess- ari árás. 1 gær voru gefin lO loftvarna merki á Malta og þrjár þýskar flugvjelar skotnar niður að því er breska herstjómin tilkynn- ir. Breskar flugvjelar hafa fyrir sitt leyti gert loftárásir á her- stöðvar í Grikklandi og á Krít. • Þýska herstjómin skýrði frá því í gær, að þýskar flugvjelar hefðu í fylrradag sökt 6 þús. smál. flutningaskipi úr breskri skipalest í Miðjarðarhafi og laskað mörg önnur skip. Austur-Asía rRAMH. AF ANNARI «lÐU hur heillaóskaskeyti í tilefni af hinni nýju stöðu, er hann hefir tekið við í Ástralíu og tekur það fram í skeytinu að hersveitirnar á Bataanskaga muni halda áfram að verjast. SUMATRA: Jap'anar tilkynna að síðustu hersveitir Hollend- inga á Sumatra hafi nú gefist upp. Harðnandi omræðnr um kjðrdœmani FRAÍÆH. AF ÞRIÐJU SlÐU JÓu Pálmason í Akri talaði næst. Hann kvað fáa hafa gert ráð fyrir. að ákvæði stjórnarskrár innar varðandi kosningafyrirkomu lagið, sem Sett, var 1933, myndi standa lengi. Væri furðanleg þol- inmæði Sjálfstæðisflokksius og Alþýðuflokksins, að þeir skyldu ekki fyrir löngu hafa knúið fram breytingar. Hitt væri ánægjulegt, að Alþýðuflokkurinn væri horfinn frá fyrri ste.fnu sinni í þessu máli, að gera landið alt að einu kjör- dæmi, en í þess stgð koma nú með þá tillögu, sem Sjálfstæðismenn liefðu altaf verið að klifa á, sem sje að fá hlutfallskosningar í tví- meuningskjördæmum. Þessi breyt- ing ein myndi að mestu nægjan- leg fil þess að ná jöfnuði milli flokka. Það vaui hinn mesti misskilri- ingur, að með þessari breytingu væri verið að rýra áhrifavald sveitanna. Þvert á móti. Útkoman hefði verið sú við síðustu kosning- ar, að þeir sem voru í minnihlnta í sveitakjördæmnm, hefðu minst- an rjettinn. Þeirra hlutur væri algerlega fyrir borð borinn. Hlutfallskosningar í tvímenn- ingskjördæmum mvndu því tryggja og auka rjett. dreifbýlis- ins, en ekki minka. Og það væri undarlegt, að Pramsóknarmenti skvldu berjast gegn þessari rjett- arbót. Þeir liefðu þó undanfarin ár sótt. það fast og fengið í gegn, að kosið var hlutfallskosningu til Búnaðarþings um land alt. Var ekki meining þeirra, að með þessu yrði meira rjettlæti? Hvernig fara þeir að því, að samræma framkomu sína nú og þá? Þessu næst ræddi J. P. nokk- uð önnur ákvæði frumvarpsins, fjölgun þingmanna í kaupstöðum og breyting á tilhögun landslist- anna. Var hann á móti báðum þessum breytingum. Að lokum kom J. P. inn á þær ástæður, sem færðar væru fram gegn lagfæringu á kosningafyrir- komulaginu og var þá all-þung- orður í garð forsætisráðberrans, sem befði haft aðalforustuna í andstöðunni. Ræðumaður Inintist á kosninga- frestunina og allan hringlanda- háttinn í því máJi, hjá forsætis- ráðherra og hans flokki. Ein ástæðan gegn málinu væri sú, sagði ræðumaður, að eklci mætti koma fram með slík deilu- mál á þessum tímum. Um þetta væri það að segja, að forsætisráð- berranum hefði verið falin stjórn- armyndun með það fyrir augum, fyrst og fremst, að draga úr deil- um flokkanna. Hvernig hefði bann svo rækt það hlutverk? Þannig, að hann hefði sjálfur ferðast um landið til áróðurs gegn aðal samstarfsflokknum. Hann hefði og þrásinnis flutt áróðurs- ræður í útvarpið, þar sem enginn hefði verið til andsvara. Og í ný- afstöðnum bæjarstjórnarkosning- mn hefði forsætisráðherrann sett sjálfan sig á oddinn í kosninga- baráttunni. Þar befði lionum hug- kvæmst að kalla stefuu samstarfs- flokksins dauðastefnuna! Vinning- lirinn hefði orðið sá, íið kjósend- ur bæjarins hefðu sýnt. ráðherr- anum vantraust með nærri 95%- greiddra atkvæða. Jeg get ekki sjeð, sagði Jón á Akri að lokum, að ef kosningar eiga bvort eð er að fara fram í yor, þá sje neitt því til fyrirstöðu, að þetta mál, breyting á kosn- ingafyrirkomulaginu fái að vera með' þeim raálum, sem nm yerður kosið. Hermann Jónasson svaraði JónL á Akri. Hann mintist fyrst á kosningafrestunina og kvaðst íús* lega taka ábyrgðina á sig af þeirri ákvörðun. Hann væri sömu skoðuuar enn, að öllum kosning- xim þefði átt.að fresta, þar til birti í lofti. En flokkarnir hefðu ekki borið gæfu til, að standa saman um þetta mál. — Tap Pramsókn- armanua við bæjarsf jórnarkosn- ipgarnar í Rvík skýrði ráðherrann á sama bátt og Tíminn gerði dag- inn eftir kosúingarnar. Ráðherr- ann mintist ekki á- hvað blaðið' sagði kosningadaginn. Að síðustu sagði ráðherrann við Jón Pálmason, að hann væri sá. meðal þingmanna í deildinni, sem, hann (ráðberrann) vildi síst hafa sem stuðningsmann. Umræðunni var ekki lokið. Slysið í Sandgerði FRAMH. AJF ÞXIBJU «Í3>L. Er þeir höfðu siglt dálitla stund bar að vjelbátinn „Þráinn“. Sáu skipverjar á honum að eitthvað var að hjá „Brynjari". Tókst þeim að kasta línu um borð í „Brynjar“. Bundu þeir Óskar og Sigurjón strenginn um sig, hvor í sínu lagi, og köstuðu sjer í sjóinn. Voru þeir síðan dregnir úm borð í „Þráinn*. Skipstjóri á þeim bát er Óskar Sigurfinns- son. Segir Sigurjón að skipverjar á „Þráinn“ hafi komið fram af mestu hugprýði og sýnt mik- ið snarræði viði að bjarg þeim fjelögum og bað um að þakk- læti fyrir björguniria og aðhlynninguna, kæmi fram hjer í blaðinu. Gustav Svíakon- ungur á batavegi ustav Svíakonungur er nú á batavegi. Frá því er skýrt, að hann hafi fótávist nokkrar klukkustundir á dag. Næsta tilkynningin um líðan hans verður ekki birt fyr en á fimtudaginn. MiLAFUMNCSSKRffSTOH Pjetur Magnússon. Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Símar 3602, 3202 og 2002. Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.