Morgunblaðið - 24.03.1942, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.03.1942, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. mars 1942. MORGUNBl. AÐIÐ 3 er „bannsvæði" Samningaumleitaðir smábátaeigenda við setuliðið Smábátaeigendiir við Skerja- fjörð geta ekki róið til fiskj- ar á Skerjafirði eins og er vegna þess, að hernaðaryfirvöldin hafa lýst Skerjafjörð sem „bannsvæði". Én samningaumleitanir fara nú fram milli setuliðsstjórnarinnar amerísku og formanris bátafjelags- ins „Björg“ um þessi mál. Ríkis- stjórnin mun einnig hafa þetta xriál til athugunar. Pörmaður Bátafjelagsins Björg er Henrik Ottósson. Hann átti s.l. Jaugardag tal við fulltrúa frá áíriéríáku herstjórninni, Sagði hann blaðinu, að fulltrúar Banda- ríbjahers liefðu tekíð málaleitun sinábátaeigénda vel og með vin- semd. f>eir skildu vel erfiðleika þá, sem lokun Skerjafjarðar skap- aði smábátaeigendum. Samninga- um'Jeitunum er ekki Jokið og á meðan má enginn bátur fara á sjó á Skerjafirði. Formaður „Bjargar" ságoíst hafa góða von um að mál þetta leystíst á þann hátt, sem báðir mættu vel við una. Það er milli 20 og 30 srnábát- ar víð Skerjafjörð og alger lokun fjarðarins myndi hafa hinar vérstu afleiðingar fyrir aí'komu manna, sem eiga báta við fjÖrðinn. Einkum er lökuri fjarðarins baga- leg nu, er hrognkelsaveiðitíminn fer í hönd. í fyrra fengu smábátaéigendur að róa til fiskjar við Skerjafjörð, en u.rðn að hJýta vissum reglum. -AOvörun til almennings— frá ríkissfjórninni Samkvæmt ósk foringja setuliðs Bandaríkj- anna hjer, skal athygli alnrennings leidd að því, er hjer fer á eftir, um skyldur hermanna á verði. Skylclur herrnanna á vérði: Til þess að öllum megi skilj- mannvirkjum eða tækjum. ast, hve mikjlvægt er og nauð- synlegt að hlýða fyrirmælum þeim, sem gefin eru af her- mönnum á verði, skulu eftir- fárandi upplýsingar gefnar: Þegar leið liggur inn í her- mannabúðir og að hemaðar- mannvirkjum, eru fyrir greini- leg aðvörunarmerki á ensku og íslensku, þar sem greint er frá, að vopnaðir varðmenn sjeu á verði. Samkvæmt lögum er það á ábyrgð varðmanns, að hann framkvæmi skyldustörf sín fljótt og nákvæmlega, og er um hemað er að ræða, get- ur hann átt á hættu að verða tekinn af lífi, samkvæmt dómi herrjettar, ef hann gerir sig sekan um vanrækslu í skyldu- störfum sínum. Komast mætti þannig að orði, að hermaður sá, sem er á verði sje hið vak- andi auga herbúðar sinnar. — Hann verður að vera viðbúinn því, að ekki sje komið að hon- um að óvörum, og vera stöðugt á varðbergi gegn þeim, sem kynnu að vilja komast hjá því, að hann taki eftir þeim. Hann verður að hafa það hugfast, að óvinir geta hafa komið úr lofti, Aldrei má hann víkja af verði, hvemig sem veður er og hvað sem líður aðbúnaði hans sjálfs, jafnvel þótt hann, ef því er að skifta, eigi á hættu að verða fyrir skothríð óvinanna. Ef hann bregst skyldu sinni og einhver sleppur framhjá hon- um í heimildarleysi, á varð- maðurinn á hættu að sæta þungri refsingu fyrir van- rækslu á hinni afarmikilvægu skyldu sinni, án þess að að því sje spurt, hver ástæðan hafi verið, eða hverja afsökun* hann hafi fram að færa. * Oft hafa menn, sem enga heimild hafa til þess haft, komist inn í herbúðimar og getað nálgast mikilvæg hem- aðarleg mannvirki. Ekki sjald- an hafa þessir menn komist undan, vegna þess að varð- maður hefir hikað við að skjóta á þá, er honum hefir verið ókunnugt um, hverjir þeir væru. Með þessu móti hef- ir öryggi og vöm herliðsins og islands sjálfs verið stofnað í hættu á alvarlegan hátt. Því miður hafa saklausir menn, oft vel dulbúnir, með þeim bæði óbreyttir borgarar og fasta ásetningi að afla sjer hermenn, særst eða látið lífið mikilvægra hernaðarlegra upp nýlega af völdum varðmanna, lýsinga, eða til þess að vinma sem hafa verið að framkvæma óbætanlegt t jón á hemaðar- skipanir, er þeir verða að hlýða við framkvæmd skyldustarfa sinna. Það er ekki síður ástæða til að harma þetta, þar sem hemaðaryfirvöldin hafa það hugfast, að Islendingar hafa verið óvopnaðir svo öldum skiftir og eru óvanir heraaðar- aga. Vegna þessa og vegna hinna hörmulega slysa ér orð- ið hafa, skora hemaðaryfir- völdin á almenning að sýna skilning á skýringu þeirri, sem hjer hefir verið gefin, og að veita samstarf öllum þeim her- mönnum, sem á verði eru, við framkvæmd hins erfiða vemd- arhlutverks þeirra. * Allar skynsamlegar ráðstaf- anir, sem ekki koma í bága við hemaðamauðsyn, eru gerðar til þess að koma í veg fyrir, að saklausir menn verði fyrir slysum. Er maður fær skipun um að nema staðar, verður hann að nema staðar þegar í stað og víkja ekki úr stað, fyr en honum eru gefin fyrirmæíi eða merki um að halda áfram. — Ef óbreyttum borgara er ekki fyllilega ljóst, hvemig honum beri að haga sjer á leið inn í herbúðir, eða þegar hann er þangað kominn ber honum að bíða hjá varð- manní og fara þess á leit, að sóttur sje liðsforingi sá, sem á verði er (Officer of the Day). STJÓRNMÁLAS AMBAN D PÁFAGARÐS OG JAPAN. WASHINGTON í gær: — Páfa- ríkið hefir ákveðið að taka epp stjórnmálasamband við .lapan, þrátt fýrir mótmæli, er stjórnir Bretlands og Banda- ríkjanna hafa lagt fram gegn þessari fyrirætlan í páfagarði. Matzuoka, fyrverandi utan- ríkismálaráðherra Japana verð ur sendiherra þeirra í Páfarík- inu, en Morello kardináli, sem nú dvelur í Tokio, verður skip- aður sendiboði páfa þar. — Reuter. Hrakningar siglfirskra fiskibáta UM 14 smábátar — flestir trillubátar — frá Siglu- firði, lentu í vestanstormi, er þeir voru í róðri á sunnudag. Voru sendir þrír stærri bátar til að aðstoða þá ef með þyrfti. — Eru allir bátarnir komnir ,til hafnar heilu óg höldnu. Einn báturinn .,Bjarmi“ S. í. 82, var ekki kominn til Siglu- fjarðar í gærmorgun og var farið að óttast um hann. En um hádegi 1 gær bárust frjettir um að hann befði náð höfn í Flatey á Skjálfanda. ;,Iljarmi“ er uú kominn til Siglufjarðar. Harðnandi um- ræður á Alþingi um kosninga- fyrirkomuiagið • . UMRÆÐUR hjeldu áfram í neðri deild í gær um stjórnarskrárbreytinguna varðandi kosn- ingafyrirkomulagið og voru nú miklu harð- ari en undanfarið. Til máls tóku Sveinbjöm Högnason, Jón Pálmason, Sigurður Kristjánsson og Hermann Jónasson. Sveinbjörn andmælti frumvarp inu, sjerstaklega því höfuðákvæði Þetta er útlitsuppdráttur af hinum fyrirhugaða sjómannaskóla samkvæmt teikningu arki- tektanna Sigurðar Guðmundssonar og Eiríks Einarssonar. Þeir hlutu II. verðlaun í hugmyndakepn inni um uppdrætti að Sjómannaskóla í Reykjavik. Engin I. verðlaun vorn veitt. þess, að hafa hlutfallskosningar í tvímenningskjördæmum. Með þessu kosningafyrirkomulagi væri sagt við kjósendur í tvímennings- kjördæmunum: Þið, sem ebki viljið kjósa mig,! skuluð samt koma mjer inn í þingið. M. ö. o. flokkar, sem ekki hefðu fylgi í kjördæmunum, vildu þvinga kjör- dæmin til þess að senda menn inn í þingið, sem ekki hefðu neitt fylgi í kjördæminu. Þessi rök Svhj. H. eru vita- skuld fráleit í Jandi, þar sem rjettur minnihlutans er ekki með öllu fyrir borð borinn. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐlT Þrjð menn teknr út nf bát vlO SandgerOi Frækileg björgun tveggja manna DAÐ hörmulega slys vildi til í Sandgerði á sunnudag, að þrjá menn tók út af vjeíbátnum „Brynjari“ frá Ólafsfirði. Voru þeir allir ofanþilja. Tveir menn sem voru undir þiljum, björguð- ust nauðulega yfir í annan bát. Var kastað til þeirra Iínu og voru mennimir síðan dregnir milli bátanna. Þeir, sem drukknuðu, voru: Gunnlaugur Friðriksson, skip- stjóri, kvæntur og átti eitt barn. Jón Þ. Björnsson, háseti. Kvænt ur og átti eitt barn og Mikael Guðmundsson. haseti, ókvænt- ur. \ Þeir, sem af komust, voru vjelamaður bátsins, Sigurjón Jónasson og Óskar Karlsson há- seti. Slysið varð klukkan 3,45 á sunnudag, rjett við Sundið við innsiglinguna í Sandgerði. — Stormur var og ósjór eftir því. Kom tvisvar sinnur ólag á „Brynjar“. Fyrra ólagið reið aftan á bátinn. en hitt á ská á stjórnborða. Stýrishús bátsins brotnaði og aftur mastur og fleiri skemdir urðu á bátnum. Þeir, sem björguðust eru viss- ir um að bátnum hafi aldrei hvolft, eins og ranglega hefir verið skýrt frá í blaði. ,,Brynjar“ náðist, er hann var að reka á land. Voru það skip- verjar af vjelbátnum „Jórij Dan“, sem tókst að koma tveim mönunm um borð í bátinn, og koma streng í hann og draga til hafnar. Formaður á „Jóni Dan“ er Axel Pálssdn. VJELAMAÐUR Á „BRYNJARI“ SEGIR FRÁ Sigurjón Jónasson vjelamaður á „Brynjari“ segir svo frá þessu hörmulega slysi í viðtali við Morgunblaðið. — Við Óskar Karlsson háseti vorum báðir undir þiljum, er ólögin rjeðu yfir bátinn. Óskar var í hásetaklefa fram í, en jeg var í vjelarrúmi. Okkur er því ekki vel kunnugt um hvar fje- lagar okkar voru staddir ofan- þilja, nema að Gunnlaugur skip stjóri var í stýrishúsi. Eftir að seinna ólagið reið yi~ 3r bátinn, komum við upp. Var vjel bátsins þá enn í gangi og stýrið í lagi, en línan hafði lent í skrúfunni. Tókst að snúa bátnum upp í vindinn og sigld- um á móti til hafs. Var vjelin í gangi í 20 mínútur, eða þar til skömmu áður en við yfirgáf- um bátinn. FRÆKILEG BJÖRGUN Sigurjón vjelamaður rómar mjög framkomu skipverja á vjel bátnum „Þráinn“ frá Norðfirði, sem björguðu honum og Óskari. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.