Morgunblaðið - 15.04.1942, Side 5

Morgunblaðið - 15.04.1942, Side 5
Mlðvíkudagur 15. apríl 1942. I JSlorgtmMafóft Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Pramkv.stJ.: Sigfö* Jönason. Rltstjórar: J6n Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgHarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjörn, auglýsingar og afgreiOala: Austurstræti 8. — Slml 1600. Áakrif targ jald: kr. 4,00 á. mánuOl innanlands, kr. 4,50 utanlands. S: 1 lausasölu: 25 aura eintakltJ, 30 aura meS Lesbðk. Sökin UM miðjan febrúar í vetul samþykti miðstjórn Fram- sóknarflokksins ályktun, þar sem flokkurinn taldi „óumflýj- ;anlegt“, að almennar kosningar fari fram í vor, og þar með skyldi horfið frá þeirri ákvörð- nn er Alþingi tók nærri einróma aim þessi mál í fyrra. Síðastliðinn sunnudag birtir Tíminn þessa ályktun á ný og revnir um leið að gera gjein fyrir, bversvegna Framsóknar- flokkurinn hafi talið sig til knúðan að fara inn á þessa Jjraut, sem að áliti flokksins væri þó stórhættuleg. Og skýr- ingin er sú, að Sjálfstæðisflokk- nrinn og Alþýðuflokkurinn hafi ekki getað komið sjer saman um livaða aðferð skyldi við hafa í líorður-ísafjarðarsýslu, þegar þíngsætið losnaði þar! í>að þarf ekki að lýsa því fyr- rir lesendum þessa blaðs, að þetta yfirklór Tímans á enga stoð í veruleikanum. Enda veit öll þjóðin, að það var ekki þessi • ágreningur, sem varð til þess að rjúfa stjórnarsamvinnuna. En það er rof hennar, sem er þess valdandi, að þjóðinni verð- ur nú sigað út í kosningar. Framsóknarflokkurinn ætti •og best að vita, hvenær stjórn- ^arsamvinnan rofnaði, og hver á- stæðan var. Það var á nóvember -aukaþinginu í haust, sællar aminningar. Og það var Fram- sóknarflokkurinn, sem rauf stjómarsamvinnuna, með því að Ikrefjast þeirrar afgreiðslu dýr- ‘tíðarmáliánna, sem isartistarfs- flokkarnir gátu ekki aðhylst. 'Ef ekki þá hefði staðið svo á, að framundan var svartasta skamm ■degið, þá hefði forsætisráðherr- ann notað vald sitt til þess að 'knýja fram kosningar þá þegar. Hann sagði þetta skýrt og á- %veðið, forætisráðherrann, bæði -á þingi og utan þings. Hjer var teningunum kastað. Framhald þessa leiks — svik Alþýðuflokksins við hina frjálsu leið i dýrtíðarmálunum ■og lausn þessara mála með gerð ardómnum — þekkjum við vel. 'l>á fór Alþýðuflokkurinn að hugsa um sinn þátt í kosningun- um, er forsætisráðherrann hafði lýst yfir, að fram ættu að fara. •Þannig er hinn rjetti gangur -málanna. Ef Framsóknarfl. er nú kominn á þá skoðun, að tieillavænlegast hefði verið að standa fast á kosningafrestun- inni, hefir hann engan að ásaka nema sína eigin glópsku og fljótfærni. Það gagnar ekki 'Framsokn, að ætla að velta sök- ínni yfir á Siálfstæðisflokkinn, 'Oins og 'Tíminn reynir að gera. 'Sökin er fyrst og fremst hjá for- tsætisráðherranum, sem gleymdi 'blutverki sínu þegar mest á reið. H vert liggur vegur Indlands? Undanfarnar vikur hefir Sir Stafford Cripps set- ið austur í Delhi í Indlandi og teflt skák við forustu- menn 350 miljón þegna, sem líklega eru ósamstæðastir allra ríkisborgara í veröld- inni, þó að þeir teljist tii sömu ríkisheildarinnar: keis- aradæmisins Indlands- Taflið er því ærið flókið og lausn þess gat hvortjBorðið mát eða jafntefli. Þrátefli verður það eins og fýr. Indlandsmálin hafa verið þrátefli undanfarna ára- tugi og eins verður nú, jafnvel þó taflmaðurinn af Breta hálfu sje talinn færasti samningamaður Breta, þeirra, er sæti eiga í stríðs- stjórninni og hefði að ýmsu leyti góða aðstöðu til þess að leiða mál- ið til „farsællegra lykta“, sem kallað er. Hann er kunnugur Ind- landsmálum og dvaldi lengi í Ind- landi árið 1940 og eignaðist þar ýmsa góða vini, þar á meðal Pan- dit Jawaharlal Nehru, mesta á- hrifamann Congressflokksins svo- nefnda síðan Mahatma Gandhi Ijet af forustu hans. Og hann er róttækur umbótamaður að eðlis- fari, lipurmenni í viðræðum, rök- fimur og markviss. Tilboðin, sem Sir Stafford fór með til Indlands, af hálfu bresku stjórnarinnar, voru þau, að Ind- land fengi „Dominion“-aðstöðu að stríðinu loknu — samskonar stöðu í heimsveldinu og t. d. Canada hef- ir nú. En um herstjórn Indlands vildu Bretar einir fjalla, og ekki var gert ráð fyrir, að staða Ind- lands kæmist á rjettan stjórn- skipulegan grundvöll fyr en eftir stríð. En krafa Congressflokksins, langstærsta stjórnmálaflokks Ind- lands, var: fult sjálfstæði þegar í stað. Á hinu leytinu voru svo Mú- hameðssinnar, undir forustu dr. Jinnah. Þeir kváðust ekki láta sjer lynda, að Hindúar (Congress- flokkurinn) fengi meirihlutaað- stöðu um stjórn Indlands, og hót- uðu að segja sig úr lögum við Ilindúa eða jafnvel leggja út í borgarastyrjöld, ef Cortgress- flokknum yrði trúað fyrir völd- unum. — > Þetta var hnúturinn, sem Sir Stafford Cripps átti fyrst og fremst að’ leysa: að sætta flokk apa tvo á sameiginlega aðstöðu gagnvart sjálfstæðismálum Ind- verja. ★ Hjer verður varla komist hjá að víkja nokkrum orðum að Ind- landi sjálfu, þjóðum þeim, er landið bvggja, trúarbrögðum þeirra, stjettaskipun og atvinnu- lífi, ef verða mætti til nokkurrar glöggvunar. Efni þetta er hins- vegar svo yfirgripsmikið, marg- þsett og flókið, að eigi er hægt að gera því nema flaustursleg skil í stuttri blaðagrein. Stærð keisaradæmisins Indlands er röskir 4.000.000 ferkílómetrár eða rúmlega þriðjungur allrar Ev- rópu. Þetta land byggja nær 360 miljónir íbúa. 'Stjórnarfarslega má skifta landinu í tvo aðalhluta; breska hlutann svonefnda, um 2 miljón ferkílómetra með 275 miljón íbúmn, og indversku fursta dæmin, um 1.8 ferkm. með rúm- um 80 miljón íbúum. Elstu sögulegar heimildir greina frá því, að hinn ariski kynstofu hafi ráðist inn í landið og lagt það undir sig á árunum 3000— 1500 f. Kr. Þetta voru forfeður hinna svonefndu Hindúa, sem enr. eru stærsti þjóðflokkur landsins og trúbragðakerfi þeirra byggist enn á Vedabókumun, en talið er, að þær sjeu til orðnar 2500—1000 árum f. Kr. En skömmu eftir að ísland bygðist fóru Múhameðs- sinnar að gerast ágengir við Hindúa og leggja lönd þeirra und- ir sig. Þegar kom fram á 16. öld mátti lieita, að alt Indland væri komið undir veldi þeirra, eða Mó- gúlsins, en svo hjetu höfðingjar hinna sigursælu landvinninga- manna að vestan. En á 18. öld lið- aðist ríkið sundur í mörg sinærri ríki, og mörgum þeirra ráða inn- lendir furstar enn í dag, undir yfirforræði bresku krúnunnar. Talið er, að í Indlandi játi um 200 miljónir manna Bramatrú, um 70 miljónir Múhameðstrú og um 12 miljónir Búddatrú (þar af helm- ingurinn á Ceylon). Stjórnmála- stefnan markast nokkumveginn af tniarbrögðunum, en þó ekki alveg, því að talið er að Múham- eðssinnar hafi um 90 miljón á- hangendur í stjórnmálum, ert Con- gressflokkurinn um 200 miljónir. En um 50 miljónir Hindúa eru ,,paría“ — úrhrak -— rjettlausir menn. ★ Á hnignunartímum Mógúla- stjórnarinnar voru erlendar þjóðir farnar að seilast til valda og verslunarviðskifta í Tndlandi. Voru það einkum Bretar og Frakk ar. Bretar höfðu betur, reyndust slyrmari kaupmenn og atliafna- samari í almennum málum. Furst- a.rnir voru í sífeldum deilum inn- bvrðis og oft bar það við, að Bret- arnir skárust í deilur þeirra og veittu öðrum aðilanum lið, en þágu fríðindi í staðinn. Mógúla- stjórnin var ekki orðin nema nafn- ið tómt og því tóku hinir ensku verslunarherrar oft að sjer að halda uppi lögum og reglu, hver í sínu umdæmi, en það var skilj- anlega einkum með sjó fram, sem verslnnarfyrirtækin höfðu bæki- stöð sína og þá einkum í hinum stærri borgum. Þó var áhrifasvæði þeirra orðið svo vítt, að árið 1803 tóku Englendingar völdin í Delhi, höfuðborg Mongúlanna, en hún stendur um 700 mílur inni í landi. Það var eitt verslunarf jelag, Aust- ur-indverska fjelagið. sem hafði forustuna í þessum landvinninga- málum; f jelag þetta hafði á gamlársdag árið 1600 fengið leyf- isbrjef Elísabetar Engladrotning- ar til verslunar á ýmsum stöðum í Tndlandi og efldist mjög undir stjórn ýmsra dugnaðarforka, sem þó ljetu sjer ekki alt fyrir brjósti brenna, margir hverjir, og hafa gert ættjörðu sirtni álitshnekki, sem seint fyrnist vfir. Náði fje- lagið fullum vfirráðum og stjórn- aði ýmsum frjósömustu hlutum Indlands og auðgaðist bæði með rjettu og röngu, þangað til Ind- verska samsærið braust út í byrj- un ársins 1857, en ná næsta ári var fjelagið levst upp og enska stjórnin tók í sínar hendur völd þess og skipaði sjerstakt Indlands- ráðuneyti í London. Og 1. janúar 1877 fjekk Victoría drotning heit- ið „Empress of India“. Síðan hef- ir Indland heitið keisaradæmi. Fram að styrjöldinni 1914 var fremur rólegt í Indlandi. Breskir embættismenn rjeðu þar öllu fyrst í stað og lögðu kapp á að friða landið, jafna erjur furstanna, setja innlenda menn til menta í Englandi og láta þá síðan taka við embættum og sýslunum í landinu, koma upp skólum, bæta samgöngurnar og hefja umbætur í verklegum framkvæmdum, eink- um í landbúnaði. Eiginlegar inn- anlandsóeirðir voru sjaldgæfar á þessu tímabili, helst voru það landamæraskærur, sem eitthvað kvað að, og má sjerstaklega nefna ófriðinn við Afganistan á árunum 1879—80. Tilgangur Breta var vitanlega sá, að koma vestrænni menningu á í landinu, kenna Indverjum að hagnýta sjer tækui vesturlanda, nota vjelar við landbúnaðinn og reisa, verksmiðjur til iðnaðar. En það kom brátt á daginn, að Ind- verjar voru alls ekki ginkeyptir fyrir þessum umbótum. Þeir ern í eðli sínu afar íhaldssamir menn. Hugsunarháttur þeirra og viðhorf við lífinu í heild sinni er svo ger- ólíkur því, sem gerist á Vestur- löndum, að það mun taka aldir að samræma þær andstæður. ★ Vesturlandabúanum finst það helber forneskja, sem Indverjinn telur svo sjálfsagt, að við því megi ekki hrófla. Svo er t. d. um heilbrigðismálin. Indverjar eru ó- fáanlegir til að láta af ýmiskon- ar sóðaskap og kreddum, sem læknavísindi nútímans hafa , sann- að, að sje til beins voða. Enda stendur almenningur þar ber- skjaldaður fyrir allskonar drep- sóttum og meðalæfi Indverjans er ekki nema 25 ár. Á Vesturlönd- um eru fjelagsmálin sífelt að hækka í sessi, það er reynt að bæta kjör þeirra, sem verst eru settir, og gera þjóðskipulagið þannig úr garði, að það banni ekki einstakl- ingnum að njóta hæfiieika sinna. Með víðtækri tryggingastarfsemi er reynt að afstýra því, að fólk komist á vonarvöl vegna veikinda eða annara óviðráðanlegra orsaka. En Indverjar ríghalda í einhverja þá mannúðarlausustu stjettaskift- ingu, sem til er í víðri veröld; þeir útskúfa mönnum í lifanda lífi, dæma þá frá samfjelagi við aðra, til aumasta lífs sem hægt er að hugsa sjer á jörðinni. Og þetta er trúaratriði en ekki skoðunar, — þar kemst engin röksemda- færsla að. Atvinnuhættir allir eru svo úr- eltir, að öll samkepni við erléndá vjelaframleiðslu er óhugsandi nema fyrir sultarlaun, sem betr- unarhúsfangar Vesturlanda þætt*- ust ekki ofsælir af. Smábændurn- ir liafa að meðaltali 5 dekörum minna land til ræktunar, en talið er að menn geti lifað af, og verka- laun voru fyrir nokkrum árum sem svarar 22 aurum á dag. Yfir- gnæfandi hluti þjóðarinnar lifir við æfilangan sult og þrældóm í húsakynnum, sem ekki eru skepn- um bjóðandí. En hinir fáu útvöldu hafa öldum saman mergsogið fjöldann og indversku furstarnir safna gulli og gimsteinum og lifa í æfintýrálegum allsnægtum. Þannig er þjóðskipulag Ind- verja. Það virðist svo, sem jafn- aðarstefnur nútímans ættu erindi til þessara þjóðfjelaga, en Ind- verjar eru ekki sjerlega móttæki- legir fvrir þær. Það eru, að heita má, aðeins mentamennirnir — hejst þéir, sem hafa hlotið ment- un sína í Vesturlöndum — sem hafa augun opin fyrir því stein- aldarlagi, sem nú er á þjóðskip- un og fjelagsmálum Indlánds. Og að vísu hefir á síðari árum mynd- ast flokkur nokkur um þessar stefnur, einkum sameignarstefn- una. En annars eru það einkum sjálfstæðismálin út á við, sent mentamennirnir berjast fyrír. Þeir trúa því, að Indland eigi að vera frjálst og öllum óháð, þ. e. a. s. Hindúarnir'. En þeir trúa því líka, að það sje óhagganlegur guðs. dómur, að fáum eigi að líða vel, en flestum illa. Og þeir sætta sig við það. Meim. T Djúpbðturinn Sigurður Kristjánsson flytur svohljóðandi þingsályktun- artillögu í Sþ.: ,,Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að taka að s.;er, fyrir hönd ríkissjóðs. að gieiða 3/5 hluta af byggingarkostnaði báts þess, sem fyrirhugað er, að bygður verði til Djúpferða í N.- Isafjarðarsýslu, og verðj stærð bátsins 60-70 smálestir brúttó“. 1 greinargerð segir: Á fjárlögum fyrir árið 1943 er ákveðið, að ríkissjóður skuli leggja fram 3/5 kostnaðar við byggingar flóabáts til Djúp- ferða í Norður-ísafjarðarsýslu. Gert var ráð fyrir að báturinn yrði nál. 70 smál. að stærð, og- var áætlað, að hann mundi kosta nálægt % miljón króna. Framlag ríkissjóðs var því tak- markað við 150 þús. kr. Nú hefir verið ákveðið að bát- urinn verði rúml. 60 smál. En eigi að síður mun verð hans fara verulega fram úr því, sem áætl- að var á fjárlagaþinginu 1941. Stjórn Djúpbátsins hefir þeg- ar látið gera uppdrátt af bátn- um og gert samning um kaup á vjel í hann, en útboð í bygg- inguna hefir ekki verið gert, því Djúpbátsstjórnin telur sig ekki geta gert samning um bygging- una fyr en hún á það víst, að ríkissjóður greiði 3/5 bátsverðs jns, þótt það fari fram úr því, sem upprunalega var gert ráð fyrir. Þingsályktun þessi er því skil- yrði fyrir því, að bygging báts- ins geti hafist. N áttúr ulækningaf j elag fslands. heldur útbreiðslufund í kvöld k). 20,30 í Kaupþingssalnum. Eru all- ir velkomnir á fundinn meðam húsrúm leyfir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.