Morgunblaðið - 15.04.1942, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Brú á Hvítá
hjá Iðu
Eiríkur Einarsson flytur svo-
hljóðandi þingsályktttnartil-
iögu í sameinuðu þingi:
„Alþingi ályktar að skora á rík-
Isstjórnina að láta nú á þessu ári
gera brú á Hvítá hjá Iðu og heim-
ilar fje úr ríkissjóði, er nægi til
þeirrár brúargerðar“.
í greinargerð segir:
A meðal hinna stærri brúa, er
gerðar skulu samkvæmt brúalög-
um, án þess að enn sje komið til
framkvæmda, er Ilvítárbrú hjá
Iðu í Biskupstungnahreppi, Vega-
málastjórn landsins mun Ijóst, að
brú þessi er aðkallandi og þolir
eigi bið, er eitthvað verður að-
háfst hjer eftir um brúargerðir.
iVíðlent og fjölm,ent, læknishjer-
að, er nær yfir uþþsveitir Arnes-
sýslu, er svo að kallá skift í tvo
jáfna hluta af hinu mikla sund-
vatni, Hrítá. Er læknissetrið,
Laugarás, í námunda við ána að
vestanverðu, en 3 stórir hreppar
læknishjeraðsins, með heimila-
fjþlda eitthvað á annað hundrað,
austan og sunnan árinnar, og eiga
þar allir enn sem komið er yfir
þessa óbrúuðu stórá að sækja,
þégar læknis er vitjað. Hinn lög-
mælti þjóðvegur, Skálholtsbraut-
in, sem verið er að leggja, er um
bfúarstæði' þetta og tengir saman
Grímsnes—Biskupstungnabráut
annars vegar og Skeiða- og
Hreppaveg hins vegar. Til þess
að sá vegur fái notið sín til sam-
göngubóta, er Iðubrúin höfuð-
nauðsyn. — Með símakerfi því,
sem nú er um hjeraðið og nær
til allra hreppanna, má kallast
hart, er mikið liggur við og búið
er að eiga símtal við hjeraðslækn-
inn, að eftir skuli vera að sækja
hann á hestum langar leiðir,
hverju sem viðrar og þótt enginu
eigi heimangengt, eins og nú er
kómið allvíða, einungis vegna
þéss að brú þessa vantar ásamt
herslumun á vegagerðina. Þegar
b§t er ráðin á þessu, er fyrst búið
að læknishjeraði þessu líkt því,
•sem á sjer stað um flest önnur
slík þjettbýl og stór læknishjeruð,
þ, e. að læknirinn sjálfur á bif-
réið sinni sjér um hraðari og greið
ari gang.
Auk þéssa segir það sig sjálft,
að Iðubrúin verður til margs kon-
at hagræðis fyrir hjeraðsbúa og
trjyggir að öðru leyti nauðsynleg-
ar samgöngur milli sveita þessara
með allri þeirri' öru samgangna-
þörf, er til greina kemur.
Að öðru leyti er cþarft að fjöl-
yrða um tillögu þessa. Það eina,
sem vekja má undrun, er rætt er
um framkvæmd í þessu sambandi,
er það, að brú þessi og"aðliggjandi
vegur skuli ekki vera þegar gert
og það fyrir löngu.
Tímaritið Ægir er nýkor. ið út.
Efni þess er m. a.: „Jöfnunarsjóð-
ur aflahluta, „Rauðaskemdir í
saltfiski“ eftir Svein Árnason
fiskimatsstjóra, Matthías Ólafs-
son, fyrv. alþingismaður (minning-
argrein) eftir Kristján Bergsson,
„Griðastaðir sjómanna“ eftir Ein-
ai Magnússon mentaskólakennara,
, Prá Fiskiþinginu", , Aðalfundur
*S. í. F.“. Fleiri greinar eru í rit-
inu.
Brúnkolavinslan og aðrar
framkvæmdir á Vestfjörðum
• Frá frjettaritara Morgun-
blaðsins á ísafirði.
Betri efnahagur og afkoma
hafa í flestum bygðalögum
hjer vestra ýtt undir nýjar fram-
kvæmdir. Víða eru þær bundnar
við aukningu og endurnýjun út-
vegsins, en sumstaðar einnig við
aðrar framkvæmdir í almennings
þágu. Verður hjer nokkuð sagt
frá slíkum framkvæmdum.
Brúnkol.
Merkasta framkvæmdin í al-
mennings þágu hjer á Vestfjörð-
um — og máske á öllu landinu —
er brúnkolanámið við Botn í Súg-
andafirði. Að vísu er þarna ekki
um brautryðjandastarf að ræða,
því í síðustu heimsstyrjöld voru
reknar brúnkolanámur á Tjörnesi
og að Gili í Bolungarvík, og víða
brotinn surtarbrandur til elds-
neytis. En Tjörnesnáman var rek-
in á ríkisips kostnað og Gils-
náman af ísafjarðarkaupstað og
Hólshreppi í sameiningu, en tapið
á þessum námurekstri varð geysi-
lega mikið. Við Botn var líka rek-
ið brúnkolanám á fyrri heims-
styrjaldarárunum. Var Kristján
sál. Torfason á Sólbakba aðal-
hvatamaður þeirra framkvæmda,
en verkstjóri var Steinn Emils-
son jarðfræðingur í Meirihlíð í
Bolungarvík. Viðskilnaðurinn í
Botnsnámi sýndi, að þar kló sem
kunni og kar Steini til mesta
sóma.
Síðastl. haust hóf h. f. Brúnkol
hjer í bænum að vinna Botnsnám-
una, eins og hún er alment köll-
uð. Hafði fjelagið þá fyrir nokkru
útvegað sjer nauðsynlegustu á-
höld til vinslunnar og fengið
færeyskan verkstjóra, sem unnið
hafði í kolanámunni í SuðUrey á
Færeyjum, til þess að standa fyrir
námuvinslunni.
Byrjað var að vinna í námunni
um miðjan desember s. 1. Fram
að þeim tíma var unnið að vega-
gerð tíl námunnar og öðrum nauð-
synlegum undirbúningi. Hefir
vinslan gengið vel að öðru leyti
en því, að erfitt er að fá fólk í
námuna. Af þeim sökum hafa
lengst af unnið aðeins þrír menn
að námuvinslunni. Hafa nú verið
unnin liðl. 100 smálestir af brún-
kolum. Síðan skriður komst á
námuvinsluna hefir eftirtekjan
eftir 3 menn verið að meðaltali
um 1 smálest á dag. Meirihluta
kolanna telur ve'kstjórinn, Olsen,
að sjeu samskcnar og í Suðurey.
Eru allar horfur á því, að brún-
kolanámið sje ekki r’ngöngu bjarg
ráða framkvæmdir á styrjaldartím
um, heldur öllu fremur líkleg at-
vinnugrein á venjulegum tímum.
Sala á brúnkolum sýnist líka geta
verið trygg. Liggja þegar fyrir
hjá h. f. Brúnkol meiri pantanir
en hægt verður að fullnægja á
næstu mánuð.im. Framkvæmda-
stjóri h. f. Brúnkol er Ólafur
Guðmundsson forstjóri hjer í bæn-
um. Hefir hann sýnt mikinn dugn-
að í starfi sínu.
Framkvæmdir h. f. Brúnkol eru
líklegar til þess að opna augu
þjóðarinnar fyrír því, að brún-
kolalögin eru mikilsverðir fjársjóð
ir, sem nota þarf til almennra
hagsbóta.
Þá er einnig myndað hlutafje-
lag til þess að starfrækja brún-
kolanám að Tindum á Skarðs-
strönd. Eru kolalögin þar rjett við
sjó og óvenju mikil og góð. Er
það vel farið, að hafist er handa
tím auknar framkvæmdir til þess
að hagnýta þau auðæfi, sem jörð-
in geymir.
Aukin raforka.
Það er engin tilviljun, að strax
og betur lætur í ári, snúast hugir
manna um framkvæmdir í almenn-
ingsþágu mest um aukna raforbu.
ísafjörður hefir viðbótarvirkjun á
prjónunum. Rætt er uro sameigin-
lega virkjun Dynjanda fyrir
Vestfirði. Súðavíkurkauptiin hefir
látið athuga virkjun á Eyrardalsá,
skamt frá kauptúninu. Er aðstaða
þar sögð allálitleg, etí orkan frem-
urlítil. Er ráðgertað virkja þarna
um 110 hestöfl. Kostnaður áætl-
aður um 180—200 þús. krónur.
Nýir bátar. ,
Allmargir nýir bátar eiga að(
bætast í vestfirrka vjelbataflotann
á þessu ári. Alls er mjer kunnugt^
um 7 nýja báta, en aðeins einn
þeirra er smíðaður fyrir ísfirð-
inga — eða rjettara sagt, að út-
gerðarfjel. Njörður gengur inn í
kaup Hnífsdælinga. j
Afkomu horfur
Eins og stendur má telja af-
komu almennings hjer vestra góða,
miðað við undanfarin ár. Hæstu
hlutir hjer í bænum frá riýári til
páska eru-um 4500 krónur. Munj
Huginn I., skipstjóri Ragnar Jó-
hannsson, vera aflahæsti báturinn.
Ilæsti vjelbátur Samvinnufjelags
ísfirðinga mun hafa um 3500
króna hlut á sama tíma. En hlut-
arhæsti landróðrabáturinn hjer í
bænum er vjelb. Pólstjarnan, skip-
stjóri Benedikt R, Steindórsson.
Hefir hann um 5 þúsund króna
lilut frá nýári til pási.a. En fjar-
stætt er að miða afkomu sjó-
manna við þessá hæstu hluti, sem
hjer er sagt frá. Meðalhlutir munu
ekki vera meira en um helroingur
þeirrar upphæðar.
Þrátt fyrir góðan afla fer því
fjarri, að afkoma útgerðannnar
sje að sama skapi góð. Mun það
roála sannast, að þeir bátar, sem
ekki hafa aflað yfir meðallag eða
tapað veiðarfærum, sýna halla en
ekki hag yfir vertíðina; hvað þá
heldur ef haustmánuðirnir eru
teknir með, en þá var tiltölulega
lííill afli. Ilætta er á, að íitgerð-
in dragist saman, vegna þess að
fiskvrerðið helst ekki í hendur við
aukinn útgerðarkostnað.
Enn er sá skuggi ekki svartur
hjgi' um slóðir, að menn fáist ekki
til sjóróðra vegna ástandsvinn-1
unnar, þó er svo komið, að altaf
verður tregara um menn til þess1
að vinna á sjónum. Og ef afla-1
brögðin yrðu minni en nú, má
eiga víst, að manneklan yrði al-
varlegt m .in. |
Gæftir hafa verið stirðar frá
nýári. *
Vestfirðingabók.
Eins og áður hefir verið getið
í Morgunblaðinu, hafa Vestfirð-
ingar hafist handa um stofnun
bygðasafns og verður því valinn
staður hjer á ísafirði. Til þess að
safna fje, var gerð Vestfirðinga-
bók. Gekk hún fyrst milli Vest-
firðinga í^teykjavík. Vestfirð-
ingabók hffr nú um hríð gengið
milli mamm lijer í bæ og vel safn-
ast fje í hana. Bygðasafnsmálið
er gott mál.
Þormóður Eyólísson
sextuQur
Dormóður Eyólfsson, ræðis-
maður, á Siglufirði, er sex-
tugur í dag.
óhætt er að fullyrða, að síð-
an Bjarna Þorsteinsson leið, sje
Þormóður víðkunnastur allra
Siglfirðinga og ber margt til
þess. Hann hefir komið mjog
við sögu Siglufjarðarkaupstað-
ar og síldarútvegsins síðan hann
settist þar að fyrir 33 árum. -
Þormóður var um skeið síldar-
saltandi í stórum stíl, formað-
ur í stjórn Síldarverksmiðja
ríkisins lengst af frá stofnun
þeirra árið 1930 og gegnir hann
þeim starfa enn, jafnframt er
hann umboðsmaður Brunabóta-
fjelags fslands og Sjóvátrygg-
ingarfjeHigs íslands, afgreiðslu-
maður Eimskipafjelags Islands
cg Skip'aútgerðar ríkisins og
norskur ræðismaður.
Þormóður hefir stutt að efl-
ingu Síldarverksmiðja ríkisins.
Hann hefir haft mikil afskifti
af bæjarmálefnum Siglufjarð-
ar og átt lengi sæti í bæjarstjórn
og hafnarstjórn. Hann hafði for
göngu fyrir því, að Siglufjarð-
arkaupstaður keypti „Goos“-
eignirnar, er þær voru til sölu
fyrir>ágt verð og hefir það orð-
ið bænum til mikilla hagsbóta.
Þormóður hefir mjög beitt sjer
fyrir samgöngubótum á landi til
Siglufjarðar og átt manna
drýgstan þátt í því, að vegalagn
ingunni yfir Siglufjarðarskarð
miðar nú vel áfram.
Þormóður hefir um langt
skeið verið lífið og sálin í starf-
semi karlakórsins Vísis, er getið
hefir sjer góðan orðstýr undir
stjórn hans.
Þormóður er kominn af hún-
versku og skagfirsku kappa-
lcyni. — Hann er svo kapp-
samur og jafnframt laginn
að koma máli sínu fram, að í
því mun hann eiga fáa eða enga
jafningja hjer á landi.
Þormóður er maður höfðing-
legur sýnum, hrókur alls fagn-
aðar í samkvæmum og manna-
mótum og allra manna gestrisn-
astnr heim að sækja.
Hinir mörgu vinir hans og
kunningjar fjær og nær, munu
senda honum bestu heillaóskir
í tilefni af afmælinu og óska
honum langra lífdaga.
Miðvikudagur 15. apríl 1942.
Fjárhagsáætlun
Breta
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
sögðu mjög fjárhagslega byrði
bresku þjóðarinnar vegna ófrið
arins.
Bresku stjórninni hefði tekist
að halda niðri vöruverði svo að
segja mætti að vöruverð hefði
ekki hækkað að neinu ráði síð-
ustu 10 mánuðina. Þetta hefði
kostað ríkið 125 miljónir ster-
lingspund, en það væri minni
upphæð en ráð hefði vérið fyrir
gert.
Vinnulaimum væri einnig
haldið niðri eins og unt væri og
hefðu þau ekki hækkáð á árinu
nema sem svaraði 6%.
Útgjöld breska ríkisins fóru
síðastliðið ár 228 miljón pund
fram úr áætlun.
Fjárhagsáætluninni hefir ver-
ið vel tekið í Bretlandi.
Frakkland
FRAMH. AF ANNARI »ÍÐU.
spurði, til utanríkismálaráðuneytis
ins með spurninguna.
En það er vitað, að mífeið hefir
kólnað milli Frakka og Banda-
ríkjanna upp á síðkastið. Einkum
fjekk það á Vichy-stjórnina, að
Bandarikjastjórn skyldi senda
ræðismann til frjálsra Frakka f
Brazza.viIIe.
Opinbera frjettastofan í Vic-
hy sagði í gær, í sambandi v’ð
skipun ræðismannsins í Brazza-
ville:
„Franska stjórnin hefir fyrir-
skipað sendiherra sínum í Wash
ington, að skýra utanrikismála
ráðherra Bandaríkjanna frá því
að hún muni ekki láta bjóða sjer
að henni sjeu sendar móögandi
orðsendingar. Franskir þegnar
þurfa ekki á því að halda, að
útlendingar kenni þeim ættjarð-
arást.“
Heíflutningaskipið
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
frá skipinu. Tundurspillarnir vörp
uðu niður djúpsprengjum og skutu
á kafbát, sem sást í aðeins 800
metra fjarlægð. Tundurspillar og
korvettur leituðu uppi kafbáta og
síðan var haldið áfram í þeirri von
að kafbáturinn hefði skotið sínu
síðasta skoti.
Á fjórða degi biluðu vjelar
skipsins. í 12 klukkustundir fór
skipið ekki nema 4 mílur á kluklcu
stund, dregið af dráttarbáti. Þá
tókst vjelstjóranum að koma vjel-
i'nni' í lag.
Þegar 200 mílur voru eftir til
Gibraltar, biluðu vjelarnar á ný
og nú liðu 18 klukkustundir þar
til hægt var að lcoma þeim í lag
aftur.
Þegar skipið kom hjer í höfn,
var stýri þess ónothæft. Stórt
gat var á annari síðunni, eftir
tundurskeytið.
Breska setuliðið tilkynuir: Næstu
daga fara fram loftvarna skot.
æfingar, þegar veður leyfir.
S. B.