Morgunblaðið - 26.07.1942, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1942, Blaðsíða 2
2 MCSGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 26. júll 1942. _________i__________________________ | áigötunrr Þjóðverjar herða sóknina Óbreytt aðstaða við Voronezh RÚSSAR neita því enn, að Þjóðverjar hafi her- I tekið Rostov, en játa hinsvegar, að Þjóðverjar hafi brotist gegnum vamarlínu þeirra. I tilkynningum Þjóðverja segir, að borgin Rostov sje á valdi þeírra, að öðru leyti en þvi, að verið sje að uppræta smáhópa rússneskra hermanna, sem enn verjist á nokkrum stöðum í borginni. Ekki fer hjá því, að mikils kvíða gæti í Rússlandi vegna bardaganna við Rostov og í nágrenni hennar. Rússnesk blöð og útvarp h'afa birt ávarp til Rauða hersins, þar sem minnst er hinn- ar hreystilegu vamar Rostov og menn eru hvattir til þess að gera hið ítrasta til þess að stemma stigu við framrás fjandmann- anna. Rostov Barist Flugvjelarnar voru rússueskor Tilkynnt hefir verið opinber- lega, að þrjár ókunnar flug- vélar hafi varpað sprengjum á Öland í nótt. Fyrst var varpað niður svif- blysum, og þvínæst tveim 200 kg. sprengjum, sem komu niður um 500 metrum frá Bergholmhöll. Eldsprengjum var einnig varpað niður og kviknuðu nokkrir eldar, þó ekki miklir. Annað tjón varð ekki. Sprengjumar voru af rússn- neskri gerð, og stjómin hefir op- inberalega mótmælt þessu athæfi við Sovét-stjómina. 5 japönskum skipum sökt Þar al einn tundur- spillir Flotamálaráðuneyti Bandaríkj anna tilkynnti í gær, að am erískir kafbátar á Kyrrahafi hefðu enn sökkt 5 japönskum skip uf og sennilega því sjötta. Einum tundurspilli af nýjustu gerð var sökkt, einu olíuflutninga skipi af miðlungsstærð og þreir flutningaskipum. Eitt flutninga- skip af miðlungsstærð laskaðist mikið. Loguðu eldar í skipinu, sem var komið að því að sökkva, er frá var horfið. Veikindi italskra barna London í fyrrad. jóðverjar hafa það eftir ít- alska blaðinu Popolo d’ It- alia, að um 200 ítölsk börn hafi dáið í Diridawa í Abyssiníu úr hungri og vegna meðalaskorts. Lundúnaútvarpið segir um þetta mál, að sannleikurinn sje hinsvegar sá, að af um þúsund ítölskum börnum, sem flytja átti til Ítalíu, hafi 76 látist og nærri öll úr mislingum. Geisaði mislingafaraldur á heimilum barnanna áður en þau komust í umsjá Breta. — Tekið er fram, að enginn skort- ur hafi verið á mat og gnótt lyfja var fyrir hendi. Er bent á það, að börnin hafi dafnað á- gætlega meðan umsjár Breta naut við og flest þyngdust þau verulega. Oeirðir hafa komið upp í Burma. Einkanlega eru það Múhameðstrúarmenn, srm þátt taka í þeim, en þeir hafa orðið harðast úti, síðan Japanar her- tóku landið. Rússar viðurkenna, að Þjóð- rerjum hafi tekist að rjúfa varn arlínu þeirra á einum stað, en segja að meginher þeirra sje ekki kominn til Rostov. Þjóðverjar tilkynna að þeir hafi tekið borgina Novo Cher- kassk, sem mikið hefir verið barist um, en Rússar segja, að harðir bardagar sjeu háðir á þeim slóðum. Horfurnar eru einnig mjög alvarlegar við borg- ina Tsimlyanskaya, eri þar hafa Þjóðverjar teflt fram öflugum hersveitum og hörfa Rússar undan, en veita enn sem fyr harð vítugt viðnám. Þjóðverjum hefir enn tekist að koma nokkru liði yfir Don, sunn- arlega á þessum slóðum, með að- stoð flughersins. Fyrir austan Ro stov vinna þeir að því að byggja brýr yfir fljótið, þrátt fyrir skæð ar árásir rúsneska flugvéla. Við Voronezh halda Rússar á- fram sókn sinni, en fara hægt. — Þjóðverjar segja, að Rússar geri mörg áhlaup á þessum slóðum, en þeim hafi öllum verið hrundið við mikið manntjón í liði Rússa. — Segjast þeir hafa eyðilagt 103 brynvagna á þessum slóðum í á- köfum bardögum. Rússar hafa gert skæðar árásir á hersveitir Þjóðverja við Bry- ansk, norðvestur af Voronezh. í gærkveldi var sagt frá því í út- varpi frá Moskvu, að Þjóðverjum hafi borist liðsauki, en að Rúss- ar sæki fram engu að síður, og fari sókn þeirra harðnandi. Eink- um voru skriðdrekasveitir Rússa athafnasamar og sóttu fram inn í víglínu Þjóðverja og rufu sam- gönguleiðir og ollu miklum spjöll um öðrum. ÞviHiunariinnan aku- in i Noregi Fregnir frá Oslo herma, að í miðri síðastliðinni viku hafi fyrir alvöru verið byrjað að kveða menn til þvingunarvinnu í Oslo. Bandaríkjamenn taka að sér viðhald ameriskra flugvjela í Bretlandi að var tilkynnt í Washington í gær, að framvegis muni Bandaríkjaflugherinn annast allt viðhald og viðgerðir á öllum flug- vélum, smíðuðum í Bandaríkjun- um, hvort heldur þær eru í þjón- ustu Breta eða Bandaríkjamanna, Segir í tilkynningunni, að þetta sýni, að mjög náin samvinna sé nú að komast á milli ameríska og brezka hersins á Bretlandseyjum. Er þetta gert til þess að flýta fyr ir, spara skiprúm og flýta fyrir því, að byrjað verði á algerðri sókn. Hins vegar munu Bretar ein- beina sér að því að gera við og sjá um viðhald flugvéla, sem smíð aðar eru í Bretlandi. Amerískur hershöfðingi mun stjórna deildum þeim, sem eiga að fjalla um þessi mál, og mun hann vera ábyrgur gagnvart Eisen- hower hershöfðingja, yfirmanni Bandaríkjahers í Evrópu. Germanskir. ekki norskir *| onas Lie, einn helzti maður J Quislings og ráðherra i stjórn hans, hefir tilkynnt, að hinar svonefndu SS-sveitir Nor- egs skuli hér eftir nefnast Ger- manskar SS-sveitir í Noregi. Er þetta gert til þes að auka samhug og bræðralag hinna tveggja germönsku þjóða, Þjóð- verja og Norðmanna. Var skýrt frá þessu í norska út varpinu frá London í gærkveldi, og því bætt við, að þess yrði ekki Iangt að bíða, að bann yrði lagt við því, að menn kölluðu sig Norð menn, heldur Germani. Nleirl hluti Norð- marna hlyntur Bretum — setfir norskt nazistablaO 1 blaðinu „Aftenposten“, sem kemur út í Oslo og er á valdi quislinga, birtist nýlega bréf frá einum lesanda blaðsins, þar sem stungið er upp á, að þjóðaratkv. greiðsla verði \átin fara fram í Noregi um eftirfarandi atriði: 1) Hvort meiri hluti norsku þjóðarinnar sé hlyntur Bretum eða Þjóðverjum. 2) Hvort um meiri hluta þjóð arinnar kysi heldur að lúta Bret- um eða Þjóðverjum. 3) Hvort meiri hluti þjóðarinn ar æski þess að fá hina fyrri stjórn landsins aftur. I grein með fyrirsögninni „Þjóðaratkvæði" skrifar blaðið á þessa leið ? „Þjóðaratkvæðagreiðslan er ó- þörf til þess að leiða í Ijós, að meiri hluti norsku þjóðarinnar er hlynntur Bretum. Margir dást að öllu því, sem brezkt er. Frá því 1905 hefir Noregur orðið fyrir brezkum áróðri í menningar-, stjómmála- og viðskiptalegu til- liti. Hvað snertir annað atriðið er skömm að því, að þjóðarstolt okk ar hefir rýrnað svo, að við get- um rætt um það, að koma Noregi á vald annars ríkis. Spurningin er ekki um Bretland eða Þýzkaland, heldur Þýzkaland og Rússland“. Bretar berjast m I GrikKlandi Samkvæmt tilkynningu grísku sendisveitarinnar berjast enn að minnsta kosti 3500 brezkir hermenn með grískum föðui-lands vinum í Grikklandi og á Krít. Yfir 1500 brezkir hermenn berj ast á Krít, en þar er mótspyma Grikkja afar hörð. Á megin landi Grikklands berjast um 2000 Brét ar með Grikkjum, sem neita því, þeir sjeu sigraðir. Mussolini kominn heim frá Libyu Rómaborgarútvarpið hefir skýrt frá því, að Mussolini, sje nú kominn heim aftur úr för sinni til Líbyu, en þar dvaldist hann um þriggja vikna tíma. — Skoðaði hann flugvelli og flota- stöðvar og ítalska og þýzka her- mannaspítala. Á heimleiðinni kom hann við í Aþenu og ræddi þar við yfirmann ellefta ítalska hersins, svo og gríska quislinga. Tíðindalaust íEgyptalandi Ekkert markvert hefir gerst í Libyu und'angengið dægar. Stórskotalið beggja aðila hefir skifst á skotum, og framvarða- flokkar Breta hafa verið all-at- hafnasamir. Hinsvegar hafa flugsveitir Breta ráðist á stöðvar fjaad- mannanna á nokkrum stöðum og valdið miklu tjóni. Meðal an»- ars var ráðist á fugvöllinn í Ei Daba. Þrjár flugvjelar Þjóð- verja voru skotnajr niður, en tvær voru eyðilagðar, er þser voru að hefja sig til flugs. 2® flugvjelar voru eyðilagðar á jörðu niðri. Á Joniska hafi varð 700® tmá- lesta flutningaskip fyrir sprengj um breskra flugvéla og er talið, að það hafi sokkið. Gripps ræðir um vandamál eftir stríð Sir Stafford Cripps sagði í ræðu í gær, að menn yrðu að vinna að því, að bæta kjör mann- kynsins og koma í veg fyrir sér- réttindi einstakra þjóða. Sagði hann, að nú þegar yrði að athuga vandlega, hvernig mál- um yrði sem bezt skipað að styrj- öldinni lokinni, þannig, að félags legt rjettlæti yrði meira en nú. Þá sagði hann, að gera yrði ná- kvæmar áætlanir um framléiðslu og dreifingu afurða og að bæta yrði það, sem nú hefir verið lagt í eyði í svo mörgum löndum. Þjóðverjar boða auk- ino kafbðtahernað Karl Dönitz flotaforingi, sem stjórnar kafbótaflota Þjóð- verja, hefir flutt útvarpsræðu, þar sem hann boðaði aukinn kaf- bátahernað. Þá gat hann þess, að starf kafbátsmanna væri mjög á- hættusamt og andleg áreynsla mikil, en hins vegar væri hvíldar- tími þeirra ekki nægilega lang- ur. I London er litið svo á, að erf- iðara sé nú fyrir Þjóðverja að fá og æfa nýjar kafbátaáhafnir. — Áður var mönnum frjálst, hvort þeir gegndu störfum á kafbátun- um, en nú verða menn skyldaðir til þeirra starfa. Þá er á það bent, að kafbátar sjeu nú framleiddir í mjög stór- um stíl, en langan tíma þurfi til að þjálfa skipverja á þá. Dönsk fiskiskip kvödd heim Þýzka stjórnin hefir sent út eindregna áskorun danskra fiski skipa á Norðursjó, um að snúa þegar til næstu hafnar í Dan- mörku. Ekki er vitað, hverju áskorun þessi sætir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.