Morgunblaðið - 26.07.1942, Blaðsíða 5
‘Stinnudagur 26. júlí 1942.
* J
jPtot^ttnMa&ié
: H.f. Árvaknr, Reykjavlk.
FramkT.at].: Sl*fúa Jðnaaon.
Rltatjðrar:
Valtýr Stefánaaon (ábrrcSaraa.).
Jön KJartanaaon,
Auglýalngrar: Árnl óla.
Rltatjörn, auglýglngar og afgrelbala:
AuBturstrœtl 8. — Slml 1*00.
lnnanlanðs, kr. 4,80 utanlanda.
I iausasölu: 25 aura elntaklb.
30 aura meO Leabðk.
| Áakrlftargjald: kr. 4,00 & mknubl
Reykjauíkurbrjef
Miiiiimiiiiiiiiiiiiiiiinnniimm
Rafveitumátin
M ikið gleðiefni verður það
mörgum mönnum í viðkom-
andi kauptúnum og hjeruðum,
ef takast má að koma upp raf-
veitunni suður um Reykjanes-
skaga og eins frá Sogi niður á
Eyrarbakka og Stokkseyri.
Þegar trygt verður, að efnið
fáist frá Ameríku verður hafist
lianda um samtök þau sem til
þarf í hreppum og kauptúnum
Ciullbringusýslu, til að hrinda
máli þessu áleiðis. Eftir því, sem
hlaðið hefir frjett, munu horfur
á, að hernaðaryfirvöldin stuðli
,að því, að efniskaup þessi kom-
ist í kring.
Austanfjalls er svo önnur
megin rafvQÍtuálman eftir, sú,
sem á að ná til Vestmannaeyja.
Komið hefir til orða, að virkja
Tungufoss í Rangá, að vissu
ieyti með tilliti til Vestmanna-
eyja, því sjerfræðingar telja, að
í framtíðinni verði hentugt að
hafa orkuverin fleiri en eitt, inn
an sama rafveitukerfis. T. d. þó
"Tungufoss yrði virkjaður, en
hann er næsta fallvatn sem
Kemur til greina, fyrir raforku
til Vestmannaeyja. þá mundi
'lína verða lögð alt fyrir það
'þangað austur frá Sogsstöðinni.
Með þvi móti yrði rafveita Vest-
mannaeyja mikið tryg'gari gegn
truflunum af ofveðri og öðrum
askemdum.
Eins er mikill hugur í Borg-
firðingum með það, að fá virkj-
aða fossana í Andakílsá. Yrði
:-rafmagn þaðan fyrst og fremst
leitt til Akraness. En þó það
- orkuver yrði reist, mundi lína
■ verða lögð síðar meir í samband
' við þá rafveitu., svo t. d. Akra-
aiesi yrði trygt rafmagn eftir því
..sem henta þætti, hvort heldur
frá Sogi eða Andakílsá. Þegar
sú lína yrði lögð, kæmi t. d.
Kjósin í samband við rafveitu-
kerfið.
En rafveitumálin hjer sunnan
lands snúast ekki einasta um
það. að dreifa rafmagninu sem
víðast yfir. Annað er það, að
opp af hinni miklu orku, sem
:fæst úr Soginu, geti risið stór-
feldari iðja, en áður hefir verið.
Hjer í nágrenni Reykjavíkur
'þurfa m. a. að rísa áburðarverk
smiðja, sementsverksmiðja og
lýsisherslustöð. Áburðarverk-
ismiðjan á að tryggja ræktun
landsins, sementsverksmiðjan
;:að tryggja innlent byggingar-
’efni. En lýsisherslan gerir eina
af aðalútflutningisvöru okkar
stórum verðmætari en hún er
*nú.
'Fyri’r sveitabúskap'inn sjálf-
am verður aðgangur að raforku
ákaflega m:’kils virði. Gera þarf
landbúnaðinn vjelgengari en
nann er n'ú. Og þá verður lögð
æðaláhersla á ræktun landsins
*og bú.skap í nánd við þjettbýlið.
Eitt ár eða mörg.
Brátt eru 3 ár liðin síðan styrj-
öldin braust út. Og sífelt
spyrja menn og spá um endalok-
in. Að vísu ekki svo mjög hvern-
ig þau verða. En þá er spurning-
in þessi: Gera Bandamenn innrás
á meginland Evrópu í sumarf Eða
verður ekkert af því fyr en næsta
ár ?
Fáir vita hverjar fyrirætlanir
eru gerðar í þessu efni. En líklegt
virðist manni að Bandamenn hafi
ætlað sjer lengri undirbúningstíma
en svo til innrásar, að þeir hafi
hugsað sjer að láta til skarar
skríða á þessu sumri. Og fari svo,
að þeir hraði innrásinni og leggi
út í hana í sumar eða haust, er
líklegt að tilefnið sje það, að þeir
vilji fyrir hvern mun „opna nýjar
vígstöðvar“, eins og það er kall-
að, áður en viðnámsþróttur Rússa
þverr.
Fari svo, að Rússar verði ger
sigraðir, áður en til vopnavið-
skifta kemur í Vestur-Evrópu, má
búast við, að styrjöldin standi í
mörg ár. En lendi Þjóðverjar aft
ur á móti í þeirri úlfakreppu, að
þurfa að berjast á tvær hendur
samtímis, þá má búast við, að
skjótt kunni að draga til úrslita.
En um það, hver endalokin
verði, ætti ekki að þurfa að efast.
Styrjöld þessi er vjelastyrjöld. Og
Þjóðverjar eiga nú í Böggi við
þjóðir, sem geta aukið vjelafram
leiðslu sína meira en þeir sjálfir.
Mismunurinn á vjelaframleiðslu
ófriðaraðila eykst, eftir því sem
tímar líða, og aðstaða Banda-
manna verður betri.
Auk þess sem ofbeldi Naaism
ans getur aldrei staðið mjög lengi
gegn logandi hatri undirokuðu
þjóðanna, hvað sem .vjelunum
líður.
Styrjöld og friður
Fx egar menn ræða um endalok
1 * styrjaldarinnar, þá er fyrst
: °S fremst átt við úrslit vopna
■ viðskiftanna. En síðan koma þau
| hin miklu vandamál, hvernig ráða
skuli fram úr því, að ekki fari
eins og síðast, er sigurvegararnir
„töpuðu sigrinum“.
Þjóðverjar hafa alveg ákveðn-
ar framtíðaráætlanir um, hvernig
þeirra sigur á að vera, hin svo-
nefnda „nýskipun“ Evrópu, sem
síðar, eða von bráðar á að verða
„nýskipun“ heimsins. Því engum
dettur lengur í hug, að þeir hugsi
sjer að takmarka vald sitt innan
vjebanda Evrópu.
Á árunum fyrir styrjöldina var
það viðkvæði þýsku Nazistanna,
að „Nazisminn væri ekki útflutn-
ingsvara“. Iíann væri þýskt fyrir-
brigði, þýsk menning, sem ætti
ekki heima nema með Þjóðverj-
unj.
Menn áttuðu sig ekki á því þá,
að þessi kenning þurfti ekki að
bera það með sjer, að Nazismi og
þjóðskipulag Nazista væri einung-
"s ætlað fólki innan þáverandi
Iandamæra Þýskalands. Það lá á
bak við í orðum þessum, að for-
ingjar Nazismans ætluðu sjer að
gera fyrst allar Evrópuþjóðir
þýskar, umturna menning þeirra,
]mrka út ])jóðareinkennin og gefa
svo hinum andlega sem líkamlega
og efnalega undirokuðu þjóðum
náðargjöf Nazismans.
Menn hafa hingað til haldið, að
það tæki meira en mannsaldur eða
nokkra mannsaldra að steypa
frjálslyndar þjóðir upp í nýtt
mót, í nazistiskt tólgarkerti, þar
sem allir ljetu sig > bráðna í ó-
skapnað hins eina andlega ljóss
Adolf Hitler til dýrðar. En land-
nemar Nazismans í Noregi og víð-
ar hafa sýnt, að þeir víla ekki
fyrir sjer smáhluti, þar sem um
er að ræða viðureign efnis og
anda. Leiðtoga þjóðarinnar hneppa
þeir í varðhald, misþyrma þeim,
handleggsbrjóta þá, fótbrjóta,
snúa úr liði, eða fremja á þeim
önnur svipuð ódæðisverk. En svo
blindaðir eru þessir menn í ofríki
sínu, að þeir virðast enga hug-
mynd hafa um það, hvernig þeir
lifa í meðvitund þjóðanna, þeir er
láta lífið fyrir trú sína og trygð
við föðurlandið. Þeir virðast ekki
þekkja hinn eilífa „dóm um dauð
an hvem“.
Fyrirbrigði.
Mjer dettur í hug í þessu
sambandi hið einkennilega
fyrirbrigði í þjóðlífi okkar, sem
óendanlegt umtal hefir vakið —
af því það er svo óíslenskt.
Venjan er sú, að þeir menn,
sem hafa hug á, og leggja eitt-
hvað í sölurnar til þess að æfistarf
þeirra verði einhvers virði fyrir
aðra en þá sjálfa, þeir hafa fyrir
augum hvað um þá verði sagt að
æfilokum — livað þeir þá eiga
raunverulega skilið. En jarðarfar-
arsannleikann láta þeir sig litlu
skifta, sem fölnar jafnskjótt og
blómin á kistunni.
En hjer á landi er nú einn mað-
ur starfandi og skrifandi, er byrj-
aði milli þrítugs og fertugs, eða
jafnvel fyr, að skrifa sín eigin
eftirmæli, og fá ótal marga aðra
til að leggja þar orð í belg.
Það er eins og þessi maður
þurfi að lesa um sig eftirmæla-
greinar með blómstrandi jarðar-
farasannleika í hverri viku. Og
fáist sem sagt enginn til þess ann-
ar, þá skrifar hann þetta sjálfur.
Kapphlaupið.
T T innulaun hækka, með því sem
kommúnistar nefna smá-
skæruhernað. Afurðir hækka. Og
vinnulaun hækka af því afurðir
hækka. En afurðir hækka af því
vinnulaun hækka. Þannig snýst
skrúfan. Og fleiri og fleiri skrúf-
nr losna.
En kapphlaupið um hlutdeild í
stríðsgróðanum er undirrótín.
Menn telja honum misskift. Vilja
fá sinn hlut af honum í beinhörð-
hm peningum. Kapphlaupið snýst
svo um það fyrst og fremst að
gera þá peninga, sem verið er að
sækjast eftir, sem verðlausasta.
Menn hrifsa þá til sín til þess að
fleygja þeim frá sjer við fyrsta
tækifæri, eignast eitthvað annað,
sem sitt gildi hefir. Og eftirspurn-
in eykst eftir öllum þeim tak-
markaða vöruskamti, sem til lands
ins kemur. En verðið hækkar, af
því birgðirnar eru svo litlar
samanburði við ,.hina innilokuðu
kaupgetu“, sem fjármála-„leiðtog
inn“ okkar, hann Eysteinn .Tóns-
son talaði mest um hjer á árua-
um.
Kommúnistar róa undir. Þeim
er skemt. Þetta eru gæftir fyrir
þá. Að alt verðlag hækki. Og
krónan, sem menn fá í lófann fyr-
ir sem allra minst, verði sem
verðminst. Við skulum sjá eftir
stríð hvernig þá fer. Þegar stríðs-
þjóðirnar geta farið að bjarga
sjer betur og þurfa ekki á ís-
lenskri framleiðslu að halda, en
stríðsgróðinn allur hjer á landi er
fokinn út í veður og vind eins
og opinn „blikkbraggi" í sunn-
lensku ofsaroki.
En margt það fólk, sem fær
margar krónur, heldur að það sje
þeim mun efnaðra, sem krónurn-
ar eru fleiri, finnur ekki hvað
peningagildið minkar, og veit
ekki enn hvernig útlitið verður
eftir stríð, þegar við þurfum með
niðurníddum framleiðslutækjum
að byrja samkepni við aðrar þjóð-
ir að'nýju.
Sjálfboðavinna.
Nú býðst hverjum unglingi
hátt kaup og tveir eða fleiri
um einn, sem bjóða atvinnu, en
framleiðslan fær lítt kept við
„landvarnar“-vinnuna, sem kunn-
ugt er.
Þar sem varnir landsins eru í
höndum þjéðarinnar sjálfrar, er
annað uppi á teningnum- Þar býð-
ur æska landsins vinnu sína í
þágu fósturjarðarinnar —- og spyr
ekki um kaup. En þeir, sem ekki
þurfa að íklæðast hermannabún-
ingi, spyrja hvar þjóðin þurfi
mest á vinnuafli að halda. Þftngað
fer unga fólkið og vinnur. Eins
og lýst er í grein, sem birtist hjer
í blaðinu um sjálfboðavinnu unga
fólksins vestanhafs við sveita-
vinuu.
Það kemiir að því áður én lýk-
ur, að eins þurfi að gera hjer.
íljer þarf margt að vinna éftir
stríð, þegar ekki , verða lengur
hernaðarsjóðir tveggja stórvelda
til að dæla fje inn í landið. •
Ofríki Framsókn-
armanna.
TT yrir fáum árum var Reykvík-
*- ingur einn, sem fæddur er
og alinn upp á Norðhrlandi, á ferð
um æskustoðvar sínar ásamt
nokkrum Vestur-íslendingum.
Vjek hann úr leið og gékk upp á
sjónarhól með samferðafólki sínu.
Meðan ferðafólkið var að dást
að útsýninú, bar þar að bónda frá
ræsta bæ, er hafði ánægju af að
sýna aðkomufólkiriu svéitina, er
auðsjáanlega var honum kær. Þá
barst í tal, að þarna sæist heim
að bæ eiiis tiltekiris Framsókriar-
manns. En er Framsóknarmaður-
inn barst í tal, breyttist alt tal
bónda, er jós ókvæðisorðum yfir
þann flokk. Reykvíkingnum brá i
brún við svo snögga breyting og
hann segir:
— Jeg er enginn Framsóknar-
flokksmaður. En mjer finst óþarfi
að nota svona Ijót orð um mann
þenna og flokk hans.
Þá svaraði bóndinn á þessa leið:
— Það getur verið að þið Reyk-
víkingar getið talað þykkjulaust
um stjórnmálaandstæðinga. En þið
vitið þá víst lítið um, hvað við
Sjálfstæðismenn eigum við að búa
í sveitum, þar sem við erum í
minnihluta. Við erum, hvar sem
Framsóknarmenn geta því við
komið, settir hjá, hundsaðir og
hundeltir í smáu og stóru. Mjer
þætti ólíklegt, ef þið Reykvíking-
ar gætuð tekið því öllu með jafn-
aðargeði, ef þannig væri með ykk-
ur farið.
Aðalfundur S. í. S.
\ ðalfundur Sambands ísl. sam-
vinnufjelaga var haldinn að
þessu sinni að Laugum í Suður-
Þingeyjarsýslu. Var funduriim
haldinn á þessum slóðum í því
tilefni, að liðin eru 60 ár síðæn
Kaupfjelag Þingeyinga var stofn-
að.
Framkvæmdastjórar Sambanda-
ins skýrðu frá störfum og hag
þess á síðastliðnu ári, m. a. frfi
því, að samanlögð vörusala þesa
nam á árinu 1941 55 miljónjim
króna, en var árið áður 19 milj.
kr. lægri. Stafar hækkunin að
mestu af hækkandi vöruverði.
Sameignarsjóðir S. í. S. eru nú
3 miljónir króna, en sameignar-
sjóðir Sambandsfjelaganna 7^4
milj. kr. Inneignir sambandsfje-
laganna hjá S. í. S. 10.7 milj. kr.,
en skuldir þeirra við S. í. S. 1.8
milj. kr.
Starfsmenn Sambandsins eru nú
alls 444, en sambandsfjelaganna
741.
Formaður Sambandsins var koa-
inn til næstu þriggja ára Einar
Árnason alþiugismaður. Mikið fje-
lagsbákn er S. í. S. orðið, og vélt-
ur á miklu hvernig stjórnað er.
En einkennilegt væri það, ef engp-
| um hinna 64 fulltrúa, sem aðal-
fundinn sóttu, hefir ekki dottið S
hug, að nokkuð þykja viðskipti við
kaupfjelögin vera nú með ófrjáls-
legra sniði en þeir forvígismenn-
irnir höfðu hugsað sjer, er stofn-
uðri Kaupfjelag Þingeyinga fyrir
60 árum.
Og ekki lofar það góðu um
andann í þeim mikla fjelagsskap,
hvernig orð fjellu hjá hínum
gætna formanni Sambandsins, Ein-
ari Árnasyni, þar sem hann segir^
á þingmálafundi á Siglufirði, þegar
rætt var um dýrtíðarmálin:
„Hvað varðar okkur Framsóbn-
armenn um mál, þegar við emm
orðnir stjórnarandstæðingar ?“
Ef allir þeir Framsóknarmenn,
sem hafa áhrif og störfum gegna
innan hins mikla fjelagsskapar,
hugsa eins og formaðurinn talar,
er hjer um nokkuð alvarlegt mál
að ræða.
Brjef frá Norðurlandi.
brjefi, sem mikilsvirtur bóndi
* á Norðurlandi skrifaði mjer
nýlega, kemst hann svo að orði:
— Að láta kaupfjelagsstjórann
alveg sjálfráðan um það, hváða
■verð hann reiknar bændum til
reikningsskila, er alveg óþolandi.
Hvaða iðnfyrirtæki þyldi það, að
selja framleiðslu sína með þeim
hætti að fá aðeins útborgað 2/3
hluta verðs, með von í uppbót
síðar? Það færi á hausinn sam-
stundis. Hvernig eiga bændur að
meta aðstöðu síua til framkvæmda,
og þá einkum til að borga kaup
það, sem nú tíðkast, meðan þeir
búa við þau verslunarskilyrði, að
þeir fá 2/3 hluta verðs af fram-
leiðslu sinni, og uppbót ef vel
gengur. en annars okkert, fram
yfir tvo þriðjungana. Ef kaup—
FRAMH Á SJÖUNDU StÐTJ.