Morgunblaðið - 26.07.1942, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagiir 26. júlí 1M2.
Minningarorð um
Jðn Helga Ingvarsson
Þann 30. des. s.l. andaðist á
farsóttahúsinu í Reykjavík
Jón Helgi Ingvarsson frá Hóli í
Tungusveit.
A síðastliðnu hausti fór hann
suður að Reykjum í Mosfellssveit
til vetrardvalar. Bn 24. des. kendi
hann fyrst þess sjúkdóms, er svo
akyndilega dró hann til dauða.
Líkið var flutt til Skagafjarðar
»og jarðað að Goðdölum 15. jan.
Jón Ingvarsson var maður vel
•gefinn, enda kominn af greindu
fólki. Hann var prúður í fram-
komu og vann sjer traust allra
’þeirra, sem kyntust honum. Góður
fjelagi var hann og hinn besti
drengur. Hann var frjór í hugs-
un og hagorður, en fór vel með.
Hann var barn sinnar sveitar
<sg kunni vel að meta þann gró-
anda, sem felst í íslensku sveita-
lífi. Hann vildi verða virkur
•starfsmaður íslspskrar frjómoldar.
'Því var það, að hann fór til náms
ú Bændaskólann á Hólum haustið
1938 og lauk búnaðarnámi við
•skólann vorið 1940 með góðum
vitnisburði.
Jón Ingvarsson var fæddur á
Hóli í Tungusveit 20. sept. 1917.
Hann var sonur Ingvars Jónsson-
ar bónda á Hóli og fyrri konu
hans Mörtu Helgadóttur. Móður
sína misti hann skömmu eftir að
hann fæddist. Hann ólst upp hjá
föður sínum og ömmu sinni, Mar-
grjeti Björnsdóttur, sem þá stóð
fyrir búi hjá föður hans um
margra ára skeið. Hún var góð
kona í þess orðs bestu merkingu
og munu áhrif þau, er hún hafði
á hann í bernsku, hafa reynst hon
um giftudrjúg til æfiloka.
Nokkur hin síðari ár dvaldi
hann öðru hvoru á heimili móð-
urbróður síns, Magnúsar Helga-
vsonar bónda í Hjeraðsdal og konu
hans Jónínu Guðmundsdóttur.
Munu þau hjónin hafa reynst hon-
um mjög vel og jafnan komið
fram við hann eins og hann hefði
verið sonur þeirra.
Nú er Jón Ingvarsson horfinn
sjónum. Hans er sárt saknað af
•öllum, sem þektu hann. Bn eftir
•er minning um prúðmenni, sem
gerði sjer far um að rækja störf
sín af trúmensku og fylgdi í hví-
vetna því, er hann vissi sannast
og best.
Hugheilar árnaðaróskir fylgja
honum á ófarinni þroskabraut. —
Blessuð sje minning hans.
Vinur.
Betanía: Almenn samkoma i kvöld
kl. 8þ^. Ólafur Ólafsson kristniboði
talar. — Allir velkomnir.
aBMMMMM
Dagbóh
Næturlæknir er í hótt Theodór
Skúlason, Vesturvallagata 6, sími
2621. —Helgidagalæknir er Halldór
Stefánsson Ránargötu 12, sími 2234.
Næturvörður er í Reykjavíkur Apó-
teki. — Nætnrakstnr £innast Bifreiða-
stöð íslands.
Laugarnessókn: Messað í Laugar-
nesskóla í dag kl. 2, sr. Garðar þor-
steinsson.
Sr. Garðar Svavarsson biður þess
getið, að hann muni ekki verða til við
tals næstu 2—3 vikur vegna sumar-
leyfis.
ÁttræÖ er á morgun, mánudaginn
27. júlí, Sigrún þórðardóttir, til heim-
ilis að Sunnuhvoli, Sandgerði.
Hjónaband: í dag verða gefin sam-
an í hjónaband af sra. Jóni Thoraren
sen Sigríður Kristín Sigurðardóttir
og Magnús Kr. Jónsson. — Heimili
þeirra verður á Smiðjustíg 9.
Hjónaband: í gær voru gefin sam-
an í hjónaband af sra. Jóni Thorar-
ensen ungfrú Soffía Kristjánsdóttir
og Sverrir Ólafsson starfsmaður hjá
Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. —
Heimili þeirra verður á Skólavörðu-
stíg 46.
Hjónaband: í gær voru gefin sam-
an í hjónaband ungfrú Fanney Ingi-
mundardóttir og Stefán Pétursson,
málarameistari, Stýrimannastíg 10.
Hjónaband: í dag verða gefin sam-
an í hjónaband af sra. Jóni Thorar-
ensen ungfrú Kristín S. Sigurðardótt
ir, Hringbraut 180 og Magnús Kr.
Jónsson, bifreiðastjóri, Smiðjustíg 9.
Heimili þeirra verður á Smiðjustíg 9.
þegar hættan steðjar að hét neðan-
málssagan, sem birtist hér í blaðinu
næst á undan þeirri, sem nú er. —
Sagan var mjög vinsæl, énda spenn-
andi og þó falleg. Kaupendum blaðs-
ins yfirleitt þylcir mikill kostur að í
blaðinu birtist skemmtileg saga neð-
anmáls, en margir missa meira og
minna úr af ýmsum ástæðum og aðr-
ir hafa ekki þolinmæði til þess að
bíða útkomu sögunnar allrar. Enn
aðrir vilja lesa söguna í heild, þótt
þeir hafi fylgzt með henni í blaðinu.
Til þess að verða við þessum óskum
kaupenda blaðsins, er sagan sérprént
uð — og er nú komin í bókaverzlan-
ir.
Frjáls framlög til kirkjugarðar f
Nessókn. Safnað af Sigurjóni Jóns-
syni, oddvita, Helgafelli, og afhent
sóknarnef ndinni:
Ólafur H. Jónsson, Bergstaðastr. 67
Rvík, kr. 500,00, Sigurjón Jónsson og
frú, Helgafelli, 1000,00, Jón B. Elías-
son og frú, Sólbergi, 500,00, Geir Borg
og frú, Víðimel 50, Rvík, 500,00, Ólaf-
ur Jónsson og frú, Grænumýri, 250,00
Sólveig Jónsd. og börn, Nesi, 1000,00,
Einar Guðmundsson og frú, Bolla-
göiðum, 500,00, Sigfús Bjarnason og
frú, Stóra-Ási, 500,00, Sesselja Árna-
dóttir og dætur, Breiðabliki, 600,00,
Sigurður Flygenring, Tjörn, 100,00
Guðmundur Pétursson og frú, Hrólfs-
skála, 200,00, Björn Ólafs og frú, Mýr-
arhúsum, 1000,00, Sigurður Pétursson
og frú, Pálsbæ, 500,00, samtals kr.
7650,00.
þá hefir sóknarnefndinni einnig
\erið afhent 5000 króna framlag úr
sveitarsjóði Seltjamarnesshreppi til
k'uipa á innanstokksmunum í hina
væntanlegu Neskirkju.
Með þakklæti kvittast hjermeð fyr-
ir móttöku framangreindra fjárfram-
laga. — 24. júlí 1942. F.h. sóknarncfnd
ar Nessóknar. Sigurður Jónsson.
Áheit og gjöf til Neskirkju. Frú
þóra og Einar Vídalín, Bjargi: áheit
30 krónur. Gjöf frá S. H. kr. 50,00. —
Beztu þakkir. — S .J.
Vítaverður stráksskapur amerísks
hermanns. Klttkkan rúmlega 8 í
gærkvöldi var áætlunarbifreiðin G.
202 á leið frá Reykjum í Mosfells-
sveit til Reykjavíkur.
Er hún ók fram hjá amerískmn her-
mannabröggum fyrir ofan Álafoss,
kom amerískur hermaður út að veg-
inum og kastaði heljarmiklum stein-
hnullungi inn um aftur rúðu bifreið-
arinnar. Glerbrotin flugu um allan
bílinn, en til allrar hamingju sat eng
inn í þrem öftustu sætunum. En
‘ -*j*
maður, sem sat í fjórða sæti að aftan
særðist á hnakka. — Var mesta mildi
að ekki skyldi af þessu hljótast meira
slys. Verknaður þessi er hvorttveggja
í senn ófyrirgefanlega strákslegur og
fautalegur.
Útrarpið í dag.
12.10 Hádegisútvarp.
11.00 Messa í dómkirkjunni (síra
Priðrik Hallgrímsson).
15.30 Miðdegistónleikar (plötur):
i Ýms tónverk.
19.25 Hljómplötur: Lög eftir Duk-
as og Ravel.
20.00 Prjettir.
20.20 Hljómplötur: Amerísk lög
eftir Foster og Herbert.
20.40 Brindi: Erum vjer eilífir?
(Gretar Pells rithöfundur).
21.05 Hljómplötur: Kirkjulög,
sungin af ísl. söngvurum.
21.20 Upplestur; Kafli úr „Pilti
og stúlku“ (ungfrú Edda Kvar-
an).
21.35 Danslög.
21.50 Prjettir.
Útvarpið á morgun.
12.10 Hádegisútvarp.
15.30 Miðdegisútvarp.
19.25 Hljómplötur: Lög leikin á
í bíó-orgel.
20.00 Prjettir.
20.30 Sumarþættir: Gylfi Þ. Gísla-
son.
20.50 Hljómplötur: Danssýningar-
lög eftir Berners.
21.00 Upplestur: „Loeksley-hölT',
kvæði eftir Tennyson (Þórarinn
Guðnason læknir).
21.20 Útvarpshljómsveitin: Syrpa
af alþýðulögum. — Einsöngur
(frú Helga Jónsdóttir): a) Saló-
mon Heiðar: Jeg fæddist npp
til fjalla. b) Þór. Guðmundsson:
Kveðja. c) Piceolomini: Ora pro
nobis. d) Salómon Heiðar:
Yagga, vagga. e) Adolf Hesse:
Ritornerai fra poco.
21.55 Prjettir.
REYKJAVÍKURBRJEF
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU
fjelagsstjórann hendir slysni í
rekstrinum, fáum við bændur
I 7
enga uppbótina.
í sama brjefi talar bóndi þessi
um hinn gífurlega sölukostnað,
sem legst á framleiðslu bændanna,
og hve lítil tök eru á, að fá það
rannsakað, hvernig í þeim kostn-
aði öllufa liggur.
En annar bóndi af Norðurlandi
hefir skrifað mjer nýlega og lýst
því allnákvæmlega, hvernig hið
fjölmenna starfslið sumra kaup-
fjelaganna er tekið traustataki
fyrir kosningar og það gert að
starfandi áróðursliði fyrir Pram-
sóknarflokkinn. Þannig er fje
okkar Sjálfstæðisbænda notað,
segir hann, til þess að greiða
fólki kaup, er vinnur beint gegn
okkur óg áhugamálum okkar.
Rfklsstjórnin leifllr atbygli
almennlngs afl eftlrfarandl:
1. Samkvæmt ákvörðun amerísku herstjórnarinnar er al-
menningi bannaður aðgangur inn í herbúðir nema með
sjerstöku vegabrjefi eða sjerstöku leyfi yfirmannsins.Til
að koma í veg fyrir að menn óafvitandi fari inn á svæði
þessi eru þau afgirt og eru merkt með spjöldum með
eftirfarandi áletrun á ensku og íslensku: tín
Keep uut . ......Aðgangur bannaður
Military property Hernaðar útbúnaðnr
Armed guatds . . . Varðnienn með bysaor
2. Inngangar í herbúðir eru lokaðir með hliðum á með-
an dimt er, og eru varðmenn með byssur á ver'ði við inn-
gangana. Þeir, sem fara inn á bannsvæði þessi, án sjer-
staks leyfis, gera það á eigin ábyrgð.
3. Sjerstök vegabrjef til umferðar um herbúðir og baön-
svæði í nágrenni Reykjavíkur geta menn, sem á þvf
þurfa að halda, fengið hjá hernaðaryfirvöldunum, mieð
milligöngu hlutaðeigandi íslensks yfirvalds.
Dómsmálaráðuneytið, 24. júlí 1942.
Konan mín,
MATTHILDUR FINNSDÓTTIR
andaðist að heimili sínu Gerðum í Garði, föstudaginn 24.
þessa mánaðar.
Einar Magnússon.
Hjer með tilkynnist að faðir okkar
ÖGMUNDUR GUÐMUNDSSON, verkstjóri,
andaðist í gær 25. júlí á heimili sínu Barónsstíg 23.
Sveinbjöm ögmundsson. Guðm. ögmundsson.
Maðurinn minn,
EIRÍKUR GÍSLASON, trjesmiður,
andaðist að heimili sínu, Gunnarshólma, Eyrarbakka, 24.
þessa mánaðar.
Fyrir mína hönd, barna minna og annara vandamanna
Guðrún Ásmundsdóttir.
Jarðarför tengdamóður minnar,
GUÐLEIFAR ERLENDSDÓTTUR,
fyrv. hjúkrunarkonu, fer fram þriðjudaginn 28. þ. m. og
hefst með húskveðju að Sólvallagötu 25 kl. 1 % miðdegis.
Jarðsett verður í Bessastaðakirkjugarði, eftir kveðjuat-
höfn þar í kirkjunni. - nw
Pjetur Lárusson.
ÁstkæV móðir mín, tengdamóðir, amma og systir
okkar,
ÞÓRUNN S. JÓNSDÓTTIR SKAFTFELD
frá Bárugerði á Miðnesi verður jarðsett þriðjudaginn 28.
þ. m. Áthöfnin hefst með húskveðju kl. 12% að heim-
ili hennar, Blómsturvöllum í Garði.
Helga Þ. Skaftfeld. Guðmundur Guðmundsson.
Valgerður G. Skaftfeld og systkini.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát
og útför móður okkar
GUÐLAUGAR ARONSDÓTTUR,
sem andaðist 7. þessa mánaðar.
Þorvarður ó. Guðbrandsson. Eulalia St. Guðbrandsdóttir.
Aron Guðbrandsson.