Morgunblaðið - 26.07.1942, Blaðsíða 3
Sunnudagur 26. júli 1942.
MORGUNBLAÐIÐ
Kjarkur bresku þjóð-
arinnar óbilandi
Skýrslum um
hðsnæðisvaDd-
ræfii loktð I gær
Ástandið svipað
og í fyrra
Shraoúg fjtíirra axanna, er
telja sig í ▼andrœSum með
húsnæði í ha,ust, var lokið á há-
degi í gær.
Alls komu til skárningar 852
fjölskyldufeður og einhleyping-
ar. En hve margir eru einhleyp-
ir og hve margir fjölskyldufeð-
mt, eða hve margt fólkið er, sem
hjer kemur til greina, er ekki
vitað, fyr en unnið er úr skýrsl-
unum.
I fyrra var styttri tími til
skárningar, en nú, og minna
gengið eftir því, að gólk gæfi
sig fram. Þá komu 750 til skrán-
ingar hína auglýstu daga. En
starfsmaður húsaleigunefndar
hefir skýrt blaðinu frá, að eftir
hina auglýstu skráning hafi mik-
ill fjöldi komið til viðbótar, svo
telja má að húsnæðisvandræði
bæjarbúa sjeu svipuð nú, eins og
þau voru í fyrra.
[Samtal við Hjálmar Björnson
viðskiftafulltrúi
H
Yfirkjörstjórn iauk störfum í g»r:
Sjálfstæðisflokkur-
inn fær 6 uppbóta-
þingmenn
UTHLUTUN uppbótarþingsæta fór þannig, að
Sjálfstæðisflokkurinn fekk 6 uppbótarþing-
menn, Sósíalistaflokkurinn 4, Alþýðuflokkur-
inn 1 og Framsóknarflokkurinn engan.
Samkvæmt útreikningi yfirkjörstjórnarinnar voru atkvæða-
tölur flokkanna á öllu landinu, sem hjer segir:
Sjálfstæðisflokkurinn 22975 atkv.
Framsóknarflokkurinn 16033 atkv.
Sósíalistaflokkurinn 9423 atkv.
Alþýðuflokkurinn 8979 atkv.
Landsmálaflokkur Þjóðveldismanna 618 atkv.
j Frjálslyndir vinstri menn 103 atkv.
Uppbótarþingsætin fjellu til
flokkanna í þessari röð, og er
hlutfallstala tilgreind við hvern
þingmann:
1. landkj. Sigfús Sigurhjart-
aTson (Sós) 3141 atkv.
2. landkj. ísleifur Högnason
(Sós) 2355% atkv.
3. landkj. Sigurður Kristjáns-
son (S) 1914 7/12 atkv.
JÁLMAR BJÖRNSON og K. N. Lewis, sem
eru á vegum landbúnaðarráðnneytis Banda-
ríkjanna, eru komnir til íslands frá London.
I London var gengið frá samningum um kaup á íslenskum
afurðum og mikilvægar ráðstefnur haldnar um það, hvern-
ig ætti a ðbirgja ísland upp að nauðsynjum.
f för með Hjálmari Björnson og Lewis til London voru
þeir Charles S. Gage og A. W. Anderson, og fjalla þeir
um láns- og leigusamninga. Þar ræddu þeir við sendiherra
íslands í London, Pjetur Benediktsson. Einnig áttu þeir
tal við birgðamálaráðuneytið og matvælaráðuneytið.
Gengið var frá öllum þeim samningum, sem snerta kaup á
matvælum frá Ijslandi siamkvæmt láns- og leigulögunum, að svo
miklu leyti, sem þeir snerta Bretland. Hjálmar skýrði frá því,
að Bretar væru mjög ánægðir með viðskiftin við Island.
Hjálmar kvaðst búast við því,
að fara til Washington innan
skamms. Þar mun hann ráðgast
við landbúnaðarráðuneytið og
nefnd þá, sem fjallar um láns-
og leigulagaframkvæmdir, um
kaup á vörum frá Islandi og út-
vegun á nauðsyjnum til íslands.
„För okkar til Engliands var
mjög skemtileg og ánægjuleg“
sagði Hjálmar. Sendiherra ís-
lands í London hafði mikið að
gera og leið honum vel. Mig
langar til að óska honum og
starfsfólkinu við íslensku sendi-
sveitina í London til hamingju
með það, hve vel og fasetulega
þau koma fram fyrir Islands
hönd“.
„Það er fróðlegt að koma til
London á stríðstímum“, bætti
Hjálmar við.„Verið er að byggja
upp hús, sem laskast hafa í loft-
árásum, enda þótt mikið bygg-
ingarefni fari til hernaðarþarfa.
Loftárásir hafa ekki verið gerð-
ar á London í langan tíma, og
alt er þar mjög vel útlítandi. —
Meðan við dvöldumst í London
var gefið loftvarnamerki og var
það fyrsta loftvarnamerkið í
langan tíma“.
„Alss staðar fanst greinlega,
að kjarkur þjóðarinnar er ó-
bilandi. Enginn er þar í vafa
um, hvernig lykta muni baráttu
Bandamanna fyrir frelsinu. —
Þótt skömtun sje nú á öllu þar
og mikilla fórna krafist af þjóð-
inni, sáum við hvergi, að fæðu-
skortur væri. Þar var nógur ó-
brotinn, en kjarnmikill matur.
„Það er ekki hægt að kynn-
ast lífinu í Englandi nú, án þess
að koma þaðan aftur með sterk-
ari trú á ósigrandi styrk lýðræð-
isins og mátt þess til að sigrast
á harðstjórn möndulveldanna“.
Charles Howard Smlth C. M, G.
Minningarorð
MENN setti hljóða við hið sviplega fráfall C.
Howards Smith sendiherra. Það kom svo
óvænt. Hann, sem margir aðrir íbúar Reykja-
víkur, brá sjer frá fjölþættum þreytandi störfum, upp í
sveit, til þess að njóta þar hressingar í faðmi íslenskra
fjalla. Enginn sá annað en að hann gengi heill til skógar.
En á einu augnabliki hnígur hann niður, og liggur liðinn nár
Öllum Islendingum, og Reykvíkingum sjerstaklega, verður
minnisstæður dagurinn, er hinn lántni sendiherra Bretaveldis stje
hjer fæti sínum fyrst á land. Dagurinn, sem verður, hvað sem
framtíðin ber í skauti sínu, einn af örlagaj-íkustu dögum í sögu
þjóðarinnar.
L.V. .Reykjanes'
sðkk I fyrrinðtt
Maanb)ðvg
vavð
4. landkj. Áki Jakobss. (Sós)
1884 3/5 atkv.
5. landkj. Ingólfur Jónsson
(S) 1767 4/13 atkv.
6. landkj. Garðar Þorsteins-
son (S) 1641 1/14 atkv.
7. landkj. Steingrímur Aðal-
steinsson (Sós) 15701/2 atkv.
Hjónaband: Síðastliðinn föstudag
voru gefin saman í hjónaband af sr.
Garðari Svavarssyni ungfrú Margrót
Guðmundsdóttir frá Bakkavík, Vatns
str. og Gísli Finnsson yfirbyggingar-
maður. — Heimili ungu hjónanna er
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. að Helgudal við Kinglumýrarveg.
Línuveiðarinn Reykjanes sökk
á þrem mín. í fyrrinótt, en
mannbjörg varð. Er slysið vildi til
var skipið á síldveiðum austan við
Tjörnes. — Var það orðið mjög
fermt.
Orsök slyssins er talin hafa ver
ið sú, að annar nótabáturinn féll
úr báta-uglunum, en þá olli bát-
urinn hinum megin því, að skip-
ið kastaðist á hliðina og sökk á
þrem mínútum.
öll áhöfn Reykjanessins að und
anteknum vélamönnunum var í
bátunum er slysið vildi til. En:
vélamennimir komust á kjöl ög
var þeim bjargað þaðan.
„ólafur Bjamason“ flutti alla
áhöfnina óskaddaða til Hjalteyr-
ar í gærmorgun.
Reykjanesið var gott skip, 103
brúttó-smálestir að stærð.
Eigandi þess var Pétur John-
son.
Landið hernumið, hrifið út úr
einangrun sinni á einu vetfangi,
þeirri einangrun, sem verið
hafði mikilvægasti þátturinn í
sjálfstæði voru og sjálfstæðu
þjóðemi. Við vorum ekki leng-
ur einir, íslendingar, í okkar
eigin landi.
Mjer er svo minnisstæður, sem
heyrt hefði jeg í dag, hávaðinn
af flutningi hernaðartækjanna
fyrstu, sem sett voru hjer upp
á hafnarbakkann snemma morg
uns þann 10. maí 1940, hinar
vopnuðu fylkingar og skipunar-
hróp liðsforingjanna. Svo mikil
nýjung var það í íslensku um-
hverfi, sem þar var að gerast, og
þótti meira en uggvænt hverjum
er sá.
Ein fyrsta fregnin er flaug um
bæinn eftir landgöngu fyrstu
herflokkanna var sú, að hinn ný-
skipaði sendiherra Breta hjer á
landi, Mr. C. Howard Smith,
væri hingað kominn samtímis.
Nokkrar spurnir höfðu af hon-
um borist hingað, og að öllu
hinar bestu, frá því hann hafði
verið sendiherra Breta í Dan-
mörku, en þýska innrásarliðið
hafði mánuði áður tekið hann1
þar höndum, en síðan fekk hann
fararleyfi samkvæmt alþjóða-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.