Morgunblaðið - 26.07.1942, Blaðsíða 6
%
MORGuNBLAÐIÐ
Sunnudaprur 26. júlí 1942..
CB DAQLEQA
LlFIND
»Og það þií fremnx..
Franabjóðandi Sjálíatœðiaflokkaina
á Ströndum, Pétur Guðmundsaon <nd
aði rwðu atna á tesanboðatundi á
þeaaa leið:
þuiar umrœOur «ru nú að enda
ifl þeasu sinni og betir eerið mikill
munsr á málflutningi, eins og þið
haflð heyrt. Jeg hefi litið fengist
yið stjómmál og ræðuhöld, eina og
þið ▼itið, en þatta hrort tveggja, bæði
atjómmálin og ræðuhöld eru íþrðtt
Hamianns Jónassonar eins og þið
Iflth hafið heyrt. En nú æfla jeg að
▼ona að þið látið ekki hinn betri mál
staöinn gjalda þess, þó að ekki hafi
ysrfl) Te) á honum haldið.
*•* held, að það myndi aldrei koma
lyrir, að jeg kysi Hermann Jónasson
á þjng. En ætti jeg hins vegar að fá
SinhTern til að verja mál fyrir mig.
j>á mýndl jeg engan fremur kjósa til
þess en Hermann Jónasson, og það
fremur, sem málstaðurinn væri
lakari.
„Ein saga er 8009“
Margar sögur ganga úr „ástand-
inu“ og margar upplognar, en sumar
sannar eins og gengur. Lygasagan
þessi þykir mér einna bragðlegust.
Blökkumaður á að hafa komið inn
I skrautgripabúð hér í bænum, vel
svartur á hörund. því að hér era
■aenn með alls konar litarhátt, eins
®g allir vita. Á sá svarti að hafa
spurt eftir hálsfesti. Voru honum
sýndar festar og keypti hann eina
þeirra.
En næsta dag á hann að hafa kom
ið inn í sömu búð og sagt sínar far-
Ir ekki sléttar. Að hálsfestin, sem
hann hafi keypt þar daginn áður hafi
reynzt of stutt.
Búðarmaður, sem annaðist af-
greiðsluna á að hafa vefengt þennan
lramburð negrans og talið þetta fá-
sinnu hina mestu. En sennilegt að
sagán sé1" hugsuð þannig, að af-
greiðslumaðurinn hafi ekki álitið að
sá dökki hafi haft ta;kifaerí til að
mæla háls sinnar útvöldu síðan í
gær.'ög hafi því haldið fram, að slík
festi næði utan um hvaða háls sem
væri.
En þá á sá svarti að hafa dregið
Ijósmynd upp úr vasa sínum af þrif-
legum peysufatakvenmanni, og sagt
*ð þama væri hún, sem of gild væri
um hálsinn fyrir festina.
Svona tala illar tungur um kven-
þjóðina okkar.
Sparsemí.
Sú saga er sögð af norsku skipi,
sem fékk tundurskeyti í sunnanverðu
Atlantshafi, sem dæmi um það, hve
nýtnir sumir norskir sjómenn eru:
Skipið var að því komið að sökkva.
Skipstjóri kallaði á þjón sinn og bað
hann að hlaupa inn í káetu eftir yíir
höfn sinni áður en hann stykki nið-
ur í bátinn. þjjónninn kom að vörmu
spori. En þegar hann var kominn út
að borðstokknum til skipstjóra, tók
hann eftir því að hann hafði tekið
nýjustu og vönduðustu yfirhöfn skip
stjóra: — þetta er allt of fínn frakki
til þess að nota í svona volk í björg-
unarbát, og hljóp þjónninn því eftir
lélegri frakka, en skyldi þann fína
•ftir.
Kosnfnp til BðnaOar-
þings i Búnaðarsam-
baodi Kjalarnessþiugs
VT ýlega fór frans kosning
Á-' tveggja fulltrúa á Búnað-
arþing í Búnaðarsambandi Kjal
amessþings.
Þrír listar voru boðnir fram.
Á lista Sjálfstæðismanna voru
þessir: Einar ólafsson í Lækjar-
hvammi, Ólafur Bjarnason í
Brautarholti, og- varamenn Gísli
Gunnarsson í Hafnarfirði og
Kristinn Guðmundsson að Mos-
felli.
Á lista Framsóknarflokksins
voru Bjöm Bimir í Grafarholti
og Stefán Jónsson, Eyvindar-
stöðum.
Auk þess var þriðji listinn, er
nokkrir Sjálfstæðismenn studdu.
Á honum vom þeir Stefán Þor-
láksson, Reykjahlíð og Einar
Halldórsson að Setbergi.
Listi Sjálfstæðismanna fjekk
168 atkvæði og fekk báða full-
trúana kosna. Framsóknarlist-
inn fekk 70 atkv., en sá þriðji
fekk 50 atkvæði.
Fulltrúar búnaðarsambands-
ins á Búnaðarþingi voru áður
Magnús heit. Þorláksson og
Pálmi Einarsson. Við þá kosn-
ingu var bandalag milli Sjálf-
stæðisflokksins og Bændaflokks
ins.
Handknatt-
leiksmótið
Handknattleiksmótið heldur
áfram á Iþróttavellinum í
kvöld. Þar keppir Valur við 1. R.
og Víkingur við Ármann. Úti-
handknattleikar er hér tiltölulega
ný íþrótt, sem vel er þess verð
að kynnast, því að oft getur ver-
ið mjög gaman að horfa á hana.
Á þeim leikjum, sem þegar eru
búnir, sýndu liðin yfirleitt góðan
leik, þótt sumir leikmanna virtust
dálítið óvanir svo stórum leik-
vangi í handknattleik. I liðunum
eru líka margir þekktir menn,
bsgði úr knattspymu og öðmm í-
þróttum, eins og ég hefi getið um
áður. Full ástæða er því til að
benda mönnum á þessa leiki, sem
góða skemmtun, og segja eins og
oft áður: Allir út á völl.
J. Bn.
3 japönsknm
skipum sökt
Sidney 24. júlí.
Talið er, að steypiflugvjelar
bandamanna hafi sökt þrem
kaupförum Japana undan
Buna á Nýju Guineu, er Jap-
anar gengu á land þar síðastlið-
inn miðvikudag. 1 fylgd með
kaupförunum voru beitiskip,
tundurspillar og smærri skip.
Ekki er talið, að Japanar hafi
komið miklu liði á land, en Port
Poresby stafar hætta af því, því
þangað er vegur frá Buna.
Steypiflugvjelar bandamanna
gera sífeldar árásir á landgöngu
sveitir Japana og valda usla í
liði þeirra.
General Motors
smíðar skriðdreka
Hinar miklu bifreiðaverksmiðj
ur General Motors í Detroit
smíða nú risaskriðdreka af svo-
nefndri M.-4 gerð.
Eru það hinar kunnu Fischer-
verksmiðjur, sem áður smíðuðu
yfirbyggingar á bifreiðir, sem ann
ast þessa framleiðslu. Var byrj-
að á smíði skriðdrekanna aðeins
6-mánuðum eftir að hafizt var
handa um að reisa verksmiðju-
byggingamar, sem kostuðu 25
miljónir dollara.
Fyrstu skriðdrekamir hafa þeg
ar fengið eldskímina í orustum
við möndulherina.
Uppbðtaþingsætin
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU
8. landkj. Gísli Sveinsson (S)
1531% atkv.
9. landkj. Sigurjón Á. Ólafs-
son (A) 149614 atkv.
10. landkj.-Eiríkur Einarsson
(S) 1435 15/16 atkv.
11. landkj. Gunnar Thorodd-
stn (S) 1351 8/17 atkv.
Varamenn hinna landkjörnu
þingmanna eru þessi:
Sjálfstæðisflokksins: 1. Pjet-
ur Hannesson; 2. Þorleifur Jóns
son* 3. Ámi Jónsson frá Múla ;
4. Friðrik Þórðarson; 5. Bjöm
Björnsson; 6. Guðbrandur ís-
berg.
Sósíalistaflokksins: 1. LÚð-
vík Jósefsson; 2. Sigurður Thor
oddsen; 3. Kristinn Andrjesson;
4. Árni Ágústsson.
Alþýðuf lokksins: 1. Barði
Guðmundsson.
Fyrirliggj andi:
Handsápur
Citron þvottasápu
Raksápur
Talkum
Brillantine
í glösum, 3 teg.
Shampo
Sólarolía
Kinnalitur
Tokalon snyrtivörur.
| Lítilsháttar birgðir eftir, e nmikið úrval væntanlegt á |
= næstunni. §
1 Helldferslun Jðb. Karlssonar & Go. 1
Sími 1707 — 2 línur.
EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI
ÞÁ HVER?
Charles Howard Smith
FRAMH. AF ÞRIÐJU Sfi)U.
lögum, til Englands, ásamt fjöl-
skyldu sinni og starfsfólki.
Það var strax talinn góðs viti,
að hinn nýskipaði sendiherra
skyldi koma hingað einmitt
þenna dag. 1 því fekst viðurkenn
ing í verki frá hálfu Breta, að
þeir vildu, þrátt fyrir hemám,
viðurkenna fullveldi okkar og
sjálfsforræði.
En hvemig var þetta fram-
kvæmanlegt? Hvað gat starf
sendiherra hemámsþjóðar orðið
hjer, meðal vor? Um þetta var
spurt hinn fyrsta dag og hinn
næsta, þangað til menn fóru að
kynnast sendiherranum.
Hin fyrstu kynni mín af Mr.
Howard Smith eru mjer og
minnisstæð. — Hve alþýðlegur
maður hann var í framkomu.
Hve fráleitt það var, að hann
bæri það utan á sjer, að hann
væri fulltrúi herveldis. Hvernig
hann notaði hvert tækifæri til
þ<*ss að kynnast íslenskum efn-
um og staðháttum, rjett eins og
hann fyrst og fremst væri kom-
inn hingað okkar vegna, en ekki
til að gæta breskra hagsmuna.
Máske var það svo. Einhverjar
slíkar tilfinningar hefir hann þá
þegar alið í brjósti. Hann bar
það með sjer. Það kom betur
fram síðar.
Eftir að jeg hafði talað við
hann í fyrstu tíu mínúturnar,
höfðu kynni mín við bresku
þjóðina aukist. Þá dagana var
vopnagnýrinn einna hæstur á
meginlandi Evrópu. Hið þýska
stál var að keyra hverja þjóðina
af annari á bak aftur. En sendi-
herra Breta, í litlu herbergi á
Hótel Borg, kendi mönnum þar,
að það er styrkur þjóðar hans,
að sendimenn hennar geta unn-
ið hjörtu manna með hverju
handtaki sínu.
★
Á hernaðartímum gerist
margt á sviði viðskifta þjóða í
milli, sem ekki kemur fram í
dagsljósið, fyrri en styrjöldinni
lýkur. Eins mun vera margt um
starfsemi hins látna sendiherra
hjer á landi. En þeir, sem þektu
hann best og höfðu af honum
mest kynni, eru á einu máli um
það, að hann hafi verið sannur
vinur Islendinga og oft sýnt
jþann hug sinn í verki.
Þegar hann eitt sinn var að
því spurður, hvað honum þætti
ájerkennilegast við íslenskn
þjóðina, benti hann fyrst á Há-
skólann. Að svo fámenn þjóð
hefði hug og dug til þess að reisa
slíka mentastofnun. Og að svo
fámenn þjóð risi undir því, og
legði mikið í sölurnar fyrir þaðr
að eiga svo fjölþætt menningar-
líf. En þið lifið líka í andlegnna
efnum á gömlum merg, bætti
hann við.
★
Mr. Howard Smith var mjög
fyrirmannlegur maður í fram-
göngu. Hann var á vissum svið-
um nokkur dulur í skapi, en jafnt
an glaður og reifur í vinahóp,
gestrisinn með afbrigðum og að
eðlisflari ákaflega hjálpsamur,
hið mesta göfugmenni, eins og
blaðafulltrúi Norðmanna, S*
Friid rjettilega tók fram í minn-
ingarorðum er hann flutti á
blaðamannafúndi er haldinn var
á skrifstofu hans á föstudaginn
var.
Hann var í fáum orðum sagt
virðulegur fulltrúi og þjónn hina
volduga heimsveldis, en reynd-
ist jafnframt sannur vinur okk-
ar fámennu þjóðar.
★
Mr. Howard Smith var fædd-
ur 17. maí 1888. Faðir hans var
dómari í Wolvershampton. —■
Hann giftist árið 1920. Kona
hans, Sarah, er dóttir Augustin-
ar Thomer. Þau eignuðust þrjú
börn, einn son og tvær dætur.
Hann gekk í skóla í Winchester
og síðar í Brasemore College í
Oxford, þar sem hann lauk;
námi.
Árið 1912 gekk hann í þjón-
ustu utanríkismálaráðuneytisins
breska og yar einkaritari Mr.
Cecil Harmsworth þingmanns.
En varð skrifstofustjóri í utan-
ríkisráðuneytinu 1929. Árið
1933 varð hann fulltrúi aðstoð-
ar utanríkismálaráðherra og
f j ármálafulltrúi í því ráðuneytí
1935.
1 október 1939 gerðist hanm
pendiherra Breta í Danmörku„
og dvaldi þar í landi fram til
13. apríl 1940. En sendiherra.
Breta á Islandi var hann skipað-
ur þ. 8. maí 1940.
Vegna kveðjuathafnar
BresKa sendiberrana Mr. Howard Smith,
sunnudaginn 26. þ. m., verður Hringbraut milli Njálsgötu
og Laugavegs lokað fyrir allri umferð frá kl. 15,15 e. h., til
kl. 16,00 (þ. e. kl. 3,15—kl. 4 e. h.)
Ennfremur verður lokað: Laugavegi frá Hringbraut
að Bankastræti, Bankastræti að Lækjartorgi, Lækjartorgi
að Kalkofnsvegi, Kalkofnsvegi að Faxagötu frá kl. 16,00
til 16,20 (þ. e. frá kl. 4 til 4,20)
Á sama tíma er þverakstur yfir hinar lokuðu götur
einnig bannaður.
Reykjavík 25. júlí 1942.
LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK.