Morgunblaðið - 22.09.1942, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1942, Blaðsíða 2
2 MOKGUJNl BLAÐlö Þriðjudagur 22. sept. 1942. UfifuOborg Madagaskar umkringd ■■■■■■■■ ■■■■■■■■ I) retar tilkynna að hersveit- A-* ir þeirra sæki hyarvetna fram á Madagaskar og hafi nú að mestu umkringt höfuðborg- ina, Antananarivo. Sagt er að Annet landsstjóri sje flúinn úr borginni með starfslið sitt, til annara stöðva. Þá segjast Bretar hafa tekið mikilvæga járnbrautarstöð, og ennfremur, segja þeir, að her- sveitir þeirra á norðvestur- ströndinni sæki hratt fram í suðurátt. REUTER segir í fregn frá Vichy í gærkvöldi, að bresku hersveitunum sem sækja fram frá Majunga hafi nú í tíu daga verið veitt hin harðasta mót- spyrna, af hermönnum Frakka. Einnig er sagt í þeirri fregn að Frakkar geri bresku her- sveitunum alla vegi eins tor^ færa og þeir mega, og þá sjer- staklega herdeildum, sem stigú á land við Tamatava. Einnig var látið svo um mælt í fregn- inni, „að innbornir eyjarskeggj ar væru rólegir og trúir Frökk-i um“. Klelst lallinn. segfa Iiússar Þjóðverjar bera það til baka. Rússneskar frjettir hermdu í fyrradag, að skriðdrekafor- inginn nafntogaði, von Kleist, hefði fallið á Modzokvígstöðvun- um. Þýska herstjórnin bar þetta samstundis til baka, en Rússar hafa endurtekið fregnina, og bætt því við, að von Kleist hafi verið skotinn í höfuðið af rússneskum hermanni, er hann var að svipast um af hæð nokkurri á vígstöðv- unum. Þjóðverjar hafa neitað sann- leiksgildi fregnar þessarar af nýju og segja von Kleist við bestu heilsu. Willkie kominn til Rússlands Wendell Willkie, sjerstakur sendiboði Roosevelts for- seta, kom til Moskva í fyrrakvöld til þess að hefja viðræður við Stalin, Molotov og aðra rússneska stjórnmálamenn. í fylgd með Willkie var Stanley flotaforingi, sendiherra Bandaríkjanna í Rúss- landi. Þeir flugu frá Kubishev í hernaðarflugvjel. Áiitið er að Willkie hafi með- ferðis nýjan persónulegan boðskap til Stalin frá Roosevelt. En aðal- tilgangi með þessari ferð Willkies hefir verið stranglega haldið leyndum. Eftir dvöl sína í Rúss- landi mun Willkie fara til Kína, og máske til Ástralíu. Hann mun ekki koma við í Indlandi. Oll Stalingraðborg er nú vígvöliur Fallbyssur von Bocks þruma án afiáts Mesti ósigur Breta á sjó, 38 skip, 270 þús- und smálestir — segja Þjóðverjar Manntjúo Mðndul- licrjanna er mikifj Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá REUTER. MOSKVA f GÆRKVÖLDI. Harold King ritar um Stalingradorrustuna. HERSVEITIR Timoshenko marskálks berjast nú um hvern þumlung lands á strætum Stal- ( ingradborgar, þar sem annaðhvert hús er í rústum, og verða Þjóðverjar að borga framsókn sína dýru verði, en hringur þeirra um borgina frá norðvestri til suð- austurs er nú algerlega lokaður og þrengist stöðugt. Borgin, sem stendur á þrjátíu mílna löngu svæði með- fram Volgu-fljóti, er nú öll vígvöllur. Þykkur reykjar- mökkur, sem slær á rauðum bjarma frá brennandi bygg- ingum, grúfir yfir borginni. Þar sem von Bock tókst ekki að taka borgina með áhlaupi, hefir hann fært að borginni hinar risavöxnu umsátursfallbyssur þýska hersins, sem með óhugnanlegri hæfni spúa sprengikúlum yfir verjendurna. Manntjón Þjóðverja og sam herja þeirra er mjög mikið. — Þeir hafa hvorki tíma nje mannafla, til þess að grafa fallna men,n, nje koma illa særðum mönnum af vígvellin-J um. Það er nú liðinn nærri mán- uður síðan von Bock reyndi að gera allsherjar skriðdrekaárás á Stalingrad að norðvestan. Á tæpum fjórum vikum hafa herir möndulveldanna misst um hundrað þúsundir manna. Ef Stalingrad fellur, fá Þjóðverjar ekki annað en rúst ir einar, en orustunum er alls ekki lokið enn, nje heldur full komlega víst um úrslitin, því að þótt Rúsar eigi enn í vök að verjast í borginni, berjast þeir þó enn af mestu harðneskju. Aðallega hafa Þjóðverjar nú unnið á í norð-vestur og suð- austurhverfunum, en annars liggur nú öll, borgin undir faljl- byssuskothríð þeirra, og nýjar stórskotaliðsdeildir koma sífelt á vettvang. AÐRAR VlGSTÖÐVAR Þjóðverjar segjast hafa tek- ið bæina Terek og Vladimirov- ski eftif fimm daga harðar or- ustur. Segjast þeir hafa tekið bæi þessa með skyndiáhlaup- um. Segja þeir að borgir þess- ar sjeu mjög mikilvægar til framhaldandi sóknar til Groz- ny olíulindanna. Miklir bardagar eru enn háð ir við Voronesh og vinna þar hvorugir á. Þá hefir verið bar- ist allmikið við Ilmenvatn, þar sem Rússar hafa gert áhlaup. ÁLIT TALSMANNS ÞJÓÐVERJA London í gærkv. Talsmaður þýsku herstjórn-: FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Breska flugmálaráðuneytið tilkynti í gær, að breskar sprengjuflugvjelar hefðu gert harða árás á Miinchen aðfara- nótt sunnudags, en Múnchen er sem kunnugt er, ,,höfuðstaður“ Nazistaflokksins. I tilkynningunni segir, að mikill flokkur breskra risa- sprengjuflugvjela hafi gert á- rásina, og hafi komið upp mikl ir eldar í borginni. Annar hóp-i ur sprengjuflugvjela rjeðist á iðnaðarstöðvar í Saarhjeraði. Flugvjelar úr orustuflugflot- anum, sem voru í árásarflugi yfir herteknu löndunum,rjeðust á járnbrautarlestir. FlugvjeÞ ar strandvarnarliðsins gerðu á- rásir á skip fyrir Hollands- ströndum. Flugmálaráðuneytið tilkynti ennfremur, að 10 sprengjuflug vjelar hefðu ekki komið aftur úr þessum ái’ásum. Síðasta árásin á Miinchen til þessa var gerð 8. nóvember ’40, þegar Hitler var að tala til flokksmanna sinna á hinni ár- legu samkomu þeirra þar. — Munchen er mikil hernaðariðn- aðarborg og eru þar t. ■ d. hiin- ar þektu bajersku vjelasmiðj- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Tjónið ýkt — segja Bretar PÝSKA herstiórnin gaf út aukatilkynnigu í fyrra dag þess efnis, að mikil skipalest Breta hefði orðið fyrir áköfum árásum þýskra flugvjela og kafbáta í Norður-íshafi undanfama daga. Var skipalestin á leið til Rússlands, og segir í tilkynning- unni, að í henni hafi verið 45 flutningaskip, þar á meðal allmörg olíuskip, og hafi mörg herskip verið í skipalestinni til verndar. Knudien fer í eftirlitsferl? WILLIAM S. Knudsen, hershöfðingi, framleiðslu ráðherra Bandaríkjanna , sem er af dönskum ættum, hefir ný- lega fariið í eftirlitsferð um öll Bandaríkin. Heimsótti hann í ferð þess- ari 500 verksmiðjur, sem fram leiða ýmiskonar' hergögn. Ljet hann svo um mælt, að íjöldaframleiðsla á hergöngum sje nú að ná hámarki sínu. „Verkamenn Bandaríkjanna framleiða nú hergögn fyrir 4 miljarða dollara á mánuði, en um næstu áramót er áætlað að framleiðslan nemi að verðmæti um 7 miljörðum dollara. Sprengjutiiræði I Frakklandi Washington í gærkvöldi. amkvæmt fregnum, er hafa borist til hinna stríðandi Frakka hjer, voru gerð þrjú sprengjutilræði í Nice í Suður- Frakklandi aðfaranótt hins 8. sept. s.l. Einni sprengjunni Var varpn að á aðal-stöðvar hinnar ný- stofnuðu ógnarlögreglu Lavals. Önnur sprakk í skrifstofuu- byggingu þar sem áróðursstöð Lavalssinna hefir bækistöðvar. Skipalestinni er sagt hafa verið dreift. Herstjórnin segir, að þýskar sprengju- og tundur skeytaflugvjelar hafi sökt 25 flutningaskipum, en laskað 8. Ennfremur segir hún, að flug-í vjelarnar hafi sökt tveim tund urspillum og 5 hersnekkjum. Þá er svo frá skýrt, að kaf- bátar hafi sökt 5 flutninga- skipum og einum tundurspillL Samtals segir herstjórnin að sökt hafi verið 38 skipum, er voru að burðarmagni 270,000 smálestir, þar af 6 herskipum. Árásirnar gerðar i storviðri. I tilkynningunni segir einn- ig, að árásirnar hafi verið gerð ar við hin verstu skilyrði, storma og ísrek, og muni fleiri skip hafa laskast, en talin voru í tilkynningunni. Breska flotamálaráðuneytið hefir gefið út tilkynningu, þar sem segir, að tjón Breta í þess- ari viðureign sje stórlega ýkt. Sprangjum varp- að ð Danmðrku f fregnum frá Stokkhólmi er *■ sagt frá því, að nýlega hafi verið gefin loftvarnamerki víðsvegar í Danmörku, og hafi breskar flugvjelar varpað nið- ur sprengjum á nokkrum stöð- um. Var ein flugvjelin skotin niður yfir Stórabelti . I Kaupmannahöfn var hættu merki gefið og stóð það all- Iengi. Engar frjettir hafa bor- ist um tjón þar í borginni. Hópur breskra flugvjela varpaði tundurduflum í Eyrar- sund. Flugu þær yfir borgirnar Málmey og Helsingfors, en voru hraktar burtu með loft- vnabyssuum. Tundurdufl voru slædd upp skömmu síðar og mistu Svíar einn tundurdufla- slæðara við það starf. Svíar hafa mótmælt þessari tundurduflalagningu og því að flugvjelarnar hafi flogið yfir sænskt land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.